Alþýðublaðið - 24.12.1940, Side 22

Alþýðublaðið - 24.12.1940, Side 22
22 JÓLABLAÐ Óskum öllum yelunnurum alþýðusamtakanna GLEÐILEGRA JÓLA Alþýðusamband íslands. 2, GLEÐiLEG JÓL! Hið íslenzka prentarafélag. GLEÐILEG JÓL! j: Bókbindarafélag Reykjavíkur. | : GLEÐILEGRAJÓLA í; óskum við öllum félagsmönnum ogí aðstandendum þeirra. {;■ !; Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur. i; ________________________________'í GLEÐILEGJÓL! Starfsmannafélagið Þór. |: séð þessar nýju Voisin-flugvélar, og hvort það væri satt, að þær hefðu tvö 'hundruð hestafla vélar, og hvort hann vildi ekki einhvern daginn fara með henni út á Auteuil-flugvöllinn. De Chilly greifi hliðraði sér hjá að svara spurning- unum. Konur áttu áreiðanlega ekki að láta sig skipta hernaðarleyndarmál. Hún virtist vita of mikið og það var bersýnilegt, að hana langaði til að vita enn meira — og hann var viss um, að hann hafði séð hana í Ber- lín. Hann hraðaði sér til le Doux greifa og skýrði hon- um frá grun sínum. — Haltu sambandi við hana, við skulum vita, hvað hún tekur sér fyrir hendur, sagði le Doux. Mata Hari hvarf nú frá París, og sennilegast var, að hún hefði farið að skila bréfunum fimm, áleit le Doux. En njósnararnir tilkynntu, að hún væri í Mad- rid og sæist þar oft hjá þýzka ræðismanninum. Því næst lagði hún af stað til Amsterdam með hollenzku skipi. Á leiðinni stöðvaði enskur tundurspillir skipið og yfirmennirnir leituðu í klefa hennar mjög nákvæm- lega. Þeir höfðu fengið upplýsingar í París. Þeir fundu ekkert samt sem áður. Þeir báðu hana samt að fylgjast með til Plymouth, þar eð þeir yrðu að rannsaka mál hennar nánar. En þá fékk hún kast. — Hamingjan góða! Hvað er það sem þið ætlist fyr- ir? Ég er í frönsku leyniþjónustunni. Þrátt fyrir þetta var hún flutt með valdi ofan í tund- urspillinn. Hún ypti öxlunvog ákvað að sýna nú engan mótþróa lengur. Það voru þrátt fyrir allt beztu ná- ungar þessir Englendingar, og hún meir að segja drakk úr einni flösku af kampavíni' með þeim. Meðan á þessu stóð leið yfir hana. Tveir liðsforingjar báru hana ofan í klefa hennar. Þangað kom strax hjúkrunarkona, sem afklæddi hana og rannsakaði föt hennar, ef vera kynni, að hún hefði skjöl meðferðis. Þegar hún fann ekkert — smurði hún allan líkama dansmeyjarinnar, til þess að vita, hvort nokkuð væri skrifað þar. En eftir ná- kvæma rannsókn varð hún að tilkynna að ekkert grun- samlegt hefði fundist. Því næst sendi Scotland Yard hana til Hollands. Fáeinum dögum seinna fékk njósnaskrifstofan í París að vita, að Mata Hari hefði aftur svikið. Njósnararnir fimm, sem hún átti að fæna bréfin, voru allir teknir fastir af Þjóðverjum og skotnir. Einn þeirra var alveg nýr í þjónustunni og enginn gat hafa komið upp um hann nema Mata Hari. Le Doux komst eirmig að því, að Þjóðverjar höfðu skipað hollenzka sendiherranum í París að borga henni 35 000 franka. — Þetta er nóg, hróþaði hann. — Fleiri sannanir þarf ekki. Mata Hari snéri aftur til Parísar og hélt þar aftur óhófslífi sínu áfram. Eitt kvöldið héldu nokkrir vinir hennar veizlu henni til heiðurs í „Pavillon Prés Ca- telan“. Hún kom ekki heim fyr en undir morgun og hálfum klukkutíma seinna var bankað á hurð hennar. — Opnið, frú, þetta er leynilögreglan. Hálfsofandi bað hún þá að koma seinna um daginn GLEÐILEGJÓL! I Stýrimannafélag íslands.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.