Alþýðublaðið - 24.12.1940, Page 25

Alþýðublaðið - 24.12.1940, Page 25
ALÞÝÐUBLAÐSINS 25 John P. O’Bríen; herramaðurinn. TÍU ÁRA HNOKKINN, Jimtny Clark, sat ókyrr á stólnum. Hann var ekki ýkjahrifinn af því, að þtirfa að sitja grafkyrr inni í herbergi, þar sem full- orðnir voru að tala saman, einkum þegar hann heyrði íeikbræður sina, Clem Brown og Bruce Thomas, vera með hávaða og Íæti úti fyrir, En faðir hans hafði sagt honum, að hann yrði að haga sér eins og ofurlítill herramaður, meðan Joe föðurbróðir hans og Lucy frænka væru í heimsókn. Ef hann bryti það boðorð skyldi hann tala f einrúmi við drenginn sinn, þegar gestirnir væru farnir. Slík og þvílík samtöl fóru venju- lega fram í eldiviðarskýlinu. Jimmy óskaði þess heitt og innilega, að Lucy frænka talaðí ekki svona mikið, að minnsta kosti ekki um frú Nicholson. Erú Níchölson var bezta manneskja, jafn- vel þótt hún léti hann stundum sitja eftir fyrir að kasta bréfkúlum í kennslutímanum eða hrekkja sessu- nautínn. Jimmy horfði ranhsóknaraugum á Joe frænda. Hann talaðí líka alitof míkíð. Það var ekkert smáræði, sem því lá á hjarta þessu frændfólki hans. Hvað hafði ung- frú Nicholson gert honum á móti skapi? Það var ósennilegt, að það kæmi honum við, þótt hún færi á dansleiki, eða spilaði bridge við vini sína og kunn- ingja. Mamma og pabbi spiluðu á spil og fóru í leik- hús, og enginn fann að því. Auðvitað var pabbi mik- ill maður, aðalbankastjórinn í borginni og allt það. Jimmy andvarpaði og leit bænaraugum á pabba sinn. Hann langaði svo mikið út að leika sér. En pabbi hans svaraði ekki augnatilliti hans, og hann hjúfraði sig ofan í stólinn. — Ég segi bara það, sagði Joe frændi í fyrirlitning- arróm, að kennslukona, sem fer á dansleiki og spilar á spil, gefur börnunum ekki fagurt fordæmi. Þessu hélt ég líka fram á fundi skólaráðsins. — Og svo er hún alltaf að flækjást um með þess- um Stan Elridge, bætti Lucy frænka við. í gær, þeg- ar við Joe vorum að koma heim var klukkan nærri því tólf. Við sáum ungfrú Nicholson sitja við hliðina á Stan í bílnum hans. Hann hélt utan um hana og ég sá ekki betur en þau væru að kyssast. Sýndist þðr það ekki, Joe? — Ég fæ nú samt ekki séð, að frú Nicholson hafi gért neitt, sem skólaráðið þurfi að ásaka hána fyrir, sagði faðir Jimmys. Stúlkan hefir fullkomlega leyfi til að skemmta sér, ekki sízt fyrst hún er svo ógæfusöm að vera kennslukona í smáborg, þar sem allir eru með nefið niðri í því, sem þeim kemur ekki við. — En, Henry, sagði frú Clark ásakandi. Auðvitað Frh. á bls. 33. OLE0ILEG JÓL! Smjörlíkisgerðin Ljómi. GLEÐILEO J Ó L! Verzlunin Snót. GLEÐILEG JOL! Hótel Skjaldbreið. VETRARHJALPIN óskar öllum bæjarbúum GLEÐBLEGRAJÓLA GLEÐILEGRAJÓLA óskum við öllum viðskiptavinum okkar. Kjötbúðin Borg. Gleðileg jól! Menningar- og fræðslusamband alþýðu. \

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.