Alþýðublaðið - 24.12.1940, Qupperneq 33
ALÞÝÐUBLAÐSINS
3á
Litli herramaðurinn.
Frh. af 23. sltta.
skildi Jimmy, að mamma hans þurfti endilega að vera
á sama máii og Lúcy frænka. þær voru systur; Ég
er aíveg hissa á þér. Og þu. lætur þér á sama standa,
þótt hún sé kennslukona Jimmy’s.
—- Heyrðu nú, Henry, sagði Joe föðurbróðir. Hvað
hugsarðu? Við berum þó að minnsta kosti ábyrgð á
siðferðinu hér í borginni.
Siðferðinu — hm. En dans og spiiakvöld eyði-
leggja ekki siðferðið. Ég á svo annríkt við að sjá fyrir
efnalegri afkomu fjöiskyldu minnar, að ég hefi éngan
tima til að hnýsast í einkamál ánnarra. Ég hefi svö
mikið að gera, að'ég get ekki farið með Jimmy og vini
hans í veiðiferð á laugardaginn, eins og ég hafði lofað.
— Okkur koma ekki við skoðanir þínár, sagði Lucy
frænka háðslega. En ég lít svo á, að skólaráðið ætti að
reka ungfrú Nicholson.
Faðirinn horfði háðslega á Lucy.
— Ég er ekki svo heilagur, að ég treysti mér til að
kasta steini á kennslukonu, enda þótt hún hafi gaman
af að dansa og spila, eins og annað ungt fólk, og leiti
félagsskapar ungs manns. Það er dálítið óviðkunnan-
legt að reka kennslukonu að ástæðulausu á miðju
skólaári, þegar ekki er víst, að hún geti útvegað sér
aðra vinnu. Auk þess yrði hún fyrir misjöfnu umtali
og það getur eyðilagt framtíð hennar.
— Þú ert ágætur, pabbi! æpti Jimmy og stökk á
fætur. Það varð steinhljóð í herberginu. Allir störðu
undrandi á Jimmy, nema faðir hans.
Jimmy varð ljóst, að hér eftir slyppi hann ekki við
eldiviðarskýlið, en það var sama, hann vildi láta í
Ijós, að hann væri á sama máli og pabbi hans. Pabbi
hans var vanur að segja, að karlmenn ættu alltaf að
taka konur undir vernd sína, hvað sem það kostaði.
Jimmy teygði úr sér, augun leiftruðu og varirnar
skulfu.
— Þið eruð öll mestu skrafskjóður, æpti hann. Þið
getið aldrei hugsað um annað en að baknaga aðra.
Reyndar talar fólk um ykkur líka. Ég hefi heyrt menn
segja, að bærinn ætti að kaupa tannbursta handa Lucy
frænku, svo að hún væri ekki svona sóðaleg til munns-
ins, og Joe föðurbróðir er til athlægis um allan bæinn
vegna þess, að hann getur engan kvenmann séð í friði.
— James, farðu strax út, hrópaði móðirin.
— Já, en ég tala aldrei illa um fólk á bak. Annars
get ég sagt ykkur það, að frú Nicholson ætiar að giftast
Stan Elridge, þegar skólinn er úti. Hún sagði okkur
það í dag.
Pabbi var alvarlegur á svipiim, þegar hann stóð á
fætur. — Jim, sagði hann — nú förum við út í eldi-
viðarskýlið.
— Já, pabbi, sagði Jimmy og tárinn rurmu niður
kinnar hans, en hann gekk öruggum skrefum fram að
dyrunum, Pabbi hang gékk á eftir honum, Þegar þeir
HÁKON STÚDENT;
KVÆÐI EFTIR POE
Þú varst mér eitt og allt, kæra,
sem óskar sála mín,
blómsæl eyja í bláhafi, kæra,
brunnur og helgiskrín,
vafin i álflétt, annarlegt blómskrúð
og öll sú dýrð, hún var mín.
Þú horfna hugarmynd,
sem Ijómar bjart í leiftursýn
ert líkust hröðum vind.
Úr framtíð heyri ég hróp til mín:
hraða þér sál! En blind
fortíðin þung á hjarta hrín
heldimm og full af synd.
h
Vei, mér! Hin veika önd,
hún veit, að ljós mitt deyr.
„Aldrei, aldrei meir,“
(það sönglar bylgja á sjávarströnd
við sorfinn leir)
„flýr særður örn um eyðilönd
né angar visinn reyr.“
Um ótal óráðsdaga,
í einum næturdraum,
ég sé þig hlaupa í haga
og heilsa í dansins glaum.
Það er þín ævisaga
við austurlenzkan straum.
Þú gekksit á skip. Ég get ei hætt
að gráta það, sem skeði.
Þú flækt varst inn í fantsins ætt
með flekk á hvítum beði.
Nú fæst ei meir það bölið bætt,
það bannar alla gleði.
komu út í eldiviðarskýlið, lokaði pabbi hans skýlinu á
eftir sér. — Jimmy, sagði hann blíðlega. — Hér talast
við tveir herramenn.
— Já, pabbi, sagði Jimmy.
— Ég er hreykinn af þér, Jimmy litli. Þú ert alveg
eins og ég vil að þú sért. Ég vildi ekki hafa skipti á
þér og neinum öðrum dreng í heiminum.