Vísir - 22.12.1946, Blaðsíða 31

Vísir - 22.12.1946, Blaðsíða 31
3rÓ LAB LAÐ VlSlS 31 Hann spurði hver sú bón værj. w* :■■■ Hún var sú, að fvlgja mér á að gizka klukkustundar- gang í þá átt sem eg vildi halda. Cr því mætti hann skilja við mig éf liann vildi. Þessa bón kvaðst hann skyldi gera af því að þetta væri það síðasta sem hann gæti gerl fyrir mig, og það munaði sig ekki svo miklu, hann myndi komast heim til sín um kvöldið fyrir því. Eg hað Þórð að ganga á undan mér og halda í þá átt sem eg ákvað. Sjálfur ætlaði eg að ganga á eftir, því á þann hátt taldi eg mig frem- ur geta glöggvað mig á hvort við tækjum sveig á leið okkar, eða gengum í hring eins og mörgum hættir við í lmðarveðrum. Eg kvaðst mundi aðvara hahn ef eg teldi ástæðu til eða ef mér þætti hann breyta út af upp- haflegri stefnu. Sjálfur átti hann að liafa eftirlit með klukkunni. Loks varð sam- komulag um það, að þenna íilsetla tima gengjum við eins hratt og við framast þyldum. Það sem eg byggði allar vonir mínar á var, ef okkur tækist að finria lítinn strýtu- inyndaðan sandhöl, sem eg þóttist vita af í þeirri stefnu scm við upjihaflega tókum. Þessi sandhóll heitir Einbúi, cn allt umhverfis hann eru víðáttumiklir flóaivÞeir v.öbu allir á kafi ® snjó, svoíhvergii sá á auðan-blett,- en eg vissi að á Einbúa festi aldréi fönn, a. m. k. ekki svo neinu næmi. Eg rýndi út í hríðina til beggja handa ef ske kynni að mér auðnaðist að koma auga á einhvern dökkna, því þá vissi cg að það myndi vera Einbúi. Og um það leyti, sem eg bjóst við að við vær- um farnir að nálgast liólinn sá eg grilla í eitthvað svart, sem líka reyndist vera hann. Til þess að vera alveg viss í minni sök þorði eg ekki ann- að en ganga hringinn i kring- um hólinn, en að því búnu var eg ekki í neinum vafa lengrir að cg hafði Iiaft á réttu að standa. Og það sem mér þótti þó enn betra var það, að nú taldi eg öruggt að Þórður kannaðist við sig, þar sem hann var þaullumn- ugur á þessum slóðum. Sigri hrósandi spurði eg nú Þórð hvort liann þekkti hólinn. En vonbrigðum mín- um verður ekki lýst þegar hann neitaði því. Þenna hól kvaðst hann ekki þekkja og aldrei hai’a komið að honum áður. Með þessu hvarf von mín um að koma Þórði með mér til byggð'a því eg vissi að stíflyndi hans yrði ekki þokað um set. í algeru von- leysi spurði eg hann j>ess- vegna hvert hann ætlaði að stefna. ■j „Eg veit. það ekki“, sagði ;Þórður þvi nú er eg orðinn jviltur,- Eg tapaði áttunum þegar þú fórst með mig í kringum þennan hól.“ Dr þessii sagðist hann vera á valdi mínu hvort sem eg stefndi heldur til lífs eða feigðar. Við höfðum verið 50 mín- útur frá því er við lögðum af stað og þangað til við komuin að Einbúa og geng- um þó allt hvað við þoldum — en eina klukkustund ætlaði Þórður :ið fylgja mér. Það má þvi kalla hendingu eina, og hana einstaka, að við skildum báðir hafa kom- izt lífs af úr þessari ferð. Eg hefi aldrei verið á- nægðari yfir loknu dagsverki en þetta kvöld jiegar við' komum niðuri að Lækjari koti í Víðidal, báðir ókalnir og heilir á húfi. En svo varð Þórði mikið um þegar við vorum komnir inn í bæ, að hann gat hvorki neytt matar né svefns. Var það þó ekki af þreytu, því Þórður var maður harðgerr, heldur al' hugarangri yfir stífni sinni um daginn. Honum varð það })á ljóst liver ör- liig okkar hefðu orðið, ef hann liefð’i ráðið stefnu okk- ar og ferð og jafnframt að vegurinn okkar i hríðinni Iiefði þá orðið helvegur. Tveimur dögum seinna lagði eg enn fram á lieiði til þess að leita hrossanna. ,S|i, ferð gekk að óskum. Eg fann hrossin og kom þeim til byggða, en tvo daga tók }>að mig jað koma þeim til eig- endaima niður í dalnum, svo var fannkyngin og ófærð iri mikil. Fyrir Jætta fékk eg 2 krón- ur fyrir hvert ln-oss eða 28 krónur samtals. Af því varð eg þó að borga fylgdarmönn- um mínum kaup, svo og annan nauðsynlegan kostnað sem af ferðalögum þessum leiddi. — Þetla þætti ekki hátt dagkaup nú. Guðmuridur hafði um skeið verið kennari í sveitinni og aflað sér lítilla vinsalda. Iiafði fræðslunefndin hvað eftir annað beðið liann að sælcja um kennarastöðu ann- arsstaðar en Guðmunpur hafnað og eins hafði nefndm kært hann fvrir fræðslu- málast jóra. Eitt sirin kom þó Guð- mundur til nefndarinnar og bað um meðmæli, því nú ætl- aði hann að sækja um annað hérað, en þyrfti nauðsynlega á meðmælum frá þessum húsbændum sínum að lialda. Voru meðmælin auðfengin, þar sem Guðmundur sagðist vera á förum. En e,i; hann liafði fengið })essi góðu meðmæli fór hann til fræðslumálastjóra og sýndi honum þau og spurði svo hyort hann gæli tekið hér eftir gildar kærur sem kæmi á sig frá þeim sem meðmæl- in höfðu gefið, og var siðan kyrr á sama stað. Litt gefinn, metnaðargjarn maður var að flytja mjög ein- strengingslega ræðu um bindindismál. — Áheyrandi skaut þá inn í ræðuna: „Það liefir einu sinni livarflað að mér að verða bindindismað- ur. Það var þegar eg sá hæst- virtan ræðumann fullan.“ Maður einn í Árnesþirigi var mjög mikill ákafamaður bæði í orðum og verkum, enda stórbóndi og duglegur. Eitt sinn var verið að baða hjá honum fé og brýndi liann þá fyrir mönnum að dífa bað- inu tvisvar ofani gemsana. — Hann taldi einnig nauðsyn- legt að öðlast þekkingarleys- ið, því vöntun þess slæði mörgum fyrir þrifum. lööOÖÖOOÖOOÖÖÖÖÖÖOOÖOQOöQOOÖOÖÖOÖQÖOQQOOOíööOÖÖÖGQGöaöGÖÖCÖQCOÖOÖOQQÖCCÖÖÖOÖOöeöQöeöGÖÖÖÖÖCCQOÖÖÖOCÖOÖOÖÖÖÖÖÖÖÖCQOöOOÖÖÖöQG; BY APPGINTMiNT SINCE 1820 ÞVDTTAVINDUR (rixetdia FILMUR □□ PAPPIR c-fv Veiruxy JÖRNSÍON XGEIRXXON HAFNARSTRÆTI 22 - P. O. BOX 223 oocoo»oocoooo»coo<soooöO{x>ooooöoooo»<so<so<Xioo{xxsoo»öcoo;ioocooooöooo<sooccöocöccöoooo<íJeöíS3ö03öaaooc»Q»ooocoo»»ööG»öooo;iö{>ö»dö<

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.