Morgunblaðið - 02.11.1963, Síða 5

Morgunblaðið - 02.11.1963, Síða 5
. f^auRardagur 2. nóv. 1063 HOHGUNBLA&13 Hcuraldur Sveinsson, íonnaður Árvaks: Morgunb laðið og Sigfús Jónsson ÞEGAR Morgunblaðið minn- ist 50 ára afmælis síns, horfir það á bak brautryðjendunum, sem byggðu það upp og lögðu grundvöll að gengi þess. En einn er þó sá, sem eftir stend- lir, mitt í erilsöi. > og ábyrgð- arríku starfi. Þaö' er Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri blaðsins. Hann hefur nú starf- að hjá fyrirtækinu í rúm 40 ár, því hann réðst í þjónustu þess 25 ára gamall, árið 1923, og var fyrst um sinn gjald- keri þess. Þegar Sigfús Jónsson kom til Morgunblaðsins, var fjár- hagur þess þröngur og fram- tíðarhorfur ekki sérlega bjart ar. Svo var enn um langan tíma, allt þar til atvinnulíf landsins tekur að rétta við, um og eftir 1940. Smátt og smátt tekst að framkvæma verulegar umbætur á efna- hag fyrirtækisins. Sigfús Jóns son tekur mikinn og virkan þátt í uppbyggingu blaðsins um leið og hann hvetur til að- gæzlu og varfærni, hann vill að breytingarnar komi í á- föngum, án þess að fjárhagin- um sé stefnt í voða. Hann er alltaf með hugann við fyrir- tækið og finnst framgangur þess vera sem sinn eiginn. í þröngu og ófullkomnu hús- næði, sem framkvæmdastjóri hafði lengst af til umráða, var allt í röð og reglu undir stjórn hans. Þegar Morgunblaðinu vex fiskur um hrygg og það tek- ur að rétta úr kútnum, verð- ur Sigfús Jónsson fram- kvæmdastjóri þess og vinnur enn sem fyrr að eflingu þess og áframhaldandi uppbygg- ingu. Nú hefst hið mikla framkvæmdatímabil í sögu blaðsins. Byrjað er á að kaupa prent- smiðju, síðan lóð og hafizt er handa um að byggja yfir starf semi blaðsins. En við mikla erfiðleika var að etja, sem þó er óþarft hér að telja. En nú reyndi mikið á Sigfús. Sigfús Jónsson bætti nú á sig óhemju starfi við að stjórna byggingarfram- kvæmdum við hús blaðs- ins, kom öll sú vinna ofan á fullan vinnudag við hina daglegu fram- kvæmdastjórn blaðsins. En Sigfús lét ekki erfiðleikana buga sig, heldur stæltist við hverja raun. Og að lokum kom að því að blaðið flutti alla sína starfsemi undir sitt eigið þak, snemma vors 1956. Þá er víst að Sigfús Jóns- son andaði léttara. Erfiðasti hjallinn var að-baki. En Sigfús hefur ekkert slakað á, heldur hvatt áfram til þess, að Morgunblaðið byggði upp aðstöðu sína og keppti að því að vera í farar- broddi í blaðamennsku á ís- landi. Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri. Frá því að Mbl. eignaðist sína eigin prentsmiðju, sem nú er ein stærsta prent- smiðja landsins, hefur Sigfús Jónsson verið prentsmiðju- stjóri hennar, jafnhliða fram- kvæmdastjórastarfi sínu. Þótt verkefni Sigfúsar hafi fyrst og fremst verið dagleg fjármála- og framkvæmda- stjórn, hefur hann þó jafnan fylgzt vel með efni blaðsins, glaðst yfir að sjá þar góðar og læsilegar greinar, og alltaf viljað hafa visst jafnvægi milli lesefnis og auglýsinga og þá stundum orðið að vera sáttasemjari milli ritstjórnar, sem alltaf vill miðla lesend- um sem mestum fróðleik og svo áhugasamra auglýsenda, sem hefur þótt ótrúlega erfitt að koma auglýsingum í blað- ið þótt full greiðsla sé boðin. í daglegri umgengni er Sigfús Jónsson heldur fá- skiptinn, en jafnframt hið mesta prúðmenni. Við nánari kynni kemur í ljós valmenni, sem jafnan vill greiða götu samstarfsmanna sinna. Hon- um hefur ekki alltaf verið létt um að greiða fram úr vandkvæðum samstarfs- manna sinna, sem stundum hafa leitað til hans í erfiðleik- um sínum. En flestum þeirra mun þó hugstæðast úr við- skiptum við hann, að þeir gengu af fundi hans léttari í spori og hýrari í bragði, en við komu sína. Trygglyndi hans og drengskapur munu ekki síður verða samstarfs- mönnum hans hugstæð en ár- vekni hans og dugnaður við f r amkvæmdast j órnina. Höfuðeinkenni Sigfúsar Jónssonar í daglegu starfi er hógværð og yfirlætisleysi. En bak við það liggur sterkur vilji og heilsteypt skapgerð. Þeir eiginleikar fram- kvæmdastjóra Morgunblaðs- ins hafa reynzt blaðinu drjúg- ir til giftu og gengis þau 40 ár, sem hann hefur starfað við það. Á þessum tímamótum í ævi Morgunblaðsins þakka útgáfu stjórn og ritstjórn blaðsins Sigfúsi Jónssyni hin miklu störf hans í þágu þess. Sam- starfsmenn hans og vinir þakka honum góða og drengi- lega samvinnu, um leið og þeir óska honum alls velfarn- aðar í framtíðinni. Megi Morgunblaðið sem lengst njóta starfskrafta og hollra ráða Sigfúsar Jónssonar. Haraldur Sveinsson. KOfVNARTÆKl Útvegum köfunartæki frá flestum kunnustu framleið- endum heims. Komplett sett frá kr. 6 þús., einnig ljós- mynda- og veiðitæki fyrir sportkafara. Sjóskíðaföt og til heyrandi. Fáein sýnishorn fyr irliggjandi og væntanleg í verzl.. Sport, Laugavegi 13. ÖRN INGÓLFSSON, Leifsgötu 16 .— Sími 18158. VIGGÓ ODDSSON, HvasSaleiti 6. — Sími 24818. Kveðja frá AP EFTIRFARANDI afmæliskveðju hefur Stanley M. Swinton, forstjóri AP, sent Morgunblaðinu: Á fimmtíu ára afmæli Morgunblaðsins — hinum merku tímamótum í sögu mikils dagblaðs — leyfi ég mér að senda yður árnaðaróskir fréttastofunnar Associated Press. í ævi mannsins eru fimmtíu ár miður aldur. En nú byrjar Morgunblaðið annað hálfrar aldar skeið með þrótti æskunnar og vizku ellinnar. Þúsundir starfsfé- laga yðar hjá Associated Press-fréttastofunni um all- an heim, senda kveðjur sínar á þessum merkisdegi. Óska Morgunblaðinu til ham- ingju með 50 ára afmælið og gæfu og gengis á komandi árum. O. P. NIELSEN raf virk j ameistari. Síðan 1910 hefur vand- látt kvenfólk getað lceypt vandaða vöru, vandlátra fram- leiðenda. í meira en 50 ár hefur Konten’s verið í fremstu röð með al framleiðenda líf- stykkjavara. Snið hafa breytzt og tæknin hefur lagt til ný og betri efni — en beztu sniðin og vönd- uðustu efnin hafið þér jafnan getað valið í hinu fjölbreytta úrvali lífstykkjavara frá Kanterís

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.