Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 18
MORCUNBLAÐIÐ Magnús Þórðarson. arbúar, mestmegnis unglingar, hins vegar. Bretarnir fóru um bæinn í flokkum með söng og háreysti, glaðir af víni og frið- arfréttunum. Síðari hluta dags tóku þeir að hafa ýmsar óspektir í frammi, en fólk, sem elt hafði þá um göturnar, tók því illa. Tókst um hríð allsnarpur bar- dagi á Kalkofnsvegi með grjót- kasti á báða bóga. Varð íslenzka lögreglan og herlögreglan að hafa sig alla í frammi til þess að bæla óeirðirnar niður. 30 nýsköpunartogarar. Mikil bjartsýni var meðal þjóðarinnar í styrjaldarlok, enda auður í iandi og sjálfstæði nýfengið. 24. ág. 1945 segir í forsíðufyrirsögn: „Stærsta átakið í nýsköpun- inni: Rikisstjórnin gerist aði:li um kaup 30 nýtízku togara í Bretlandi. Skipin verða seld ein- staklingum, félögum eða bæjar- og sveitarfélögum". „Alþingi samþykkir inngöngu íslands í Bandalag sameinuðu þjóðanna", segir 26. júlí 1945. Hið nýstofnaða lýðveldi gerðist smám saman aðili að ýmsum al- þjóðlegum stofnunum. Eitt mik- ilsverðasta skrefið var stigið með inngöngu íslands í SÞ. „Háfjall Heklu logandi eldhaf. Heklugosið að eyða 16-17 jörð- um. Óttast langvarandi Heklu- gos.“ Þannig hljóðuðu fyrirsagn- irnar síðast í marz og í byrjun apríl 1947. Rétt fyrir kl. 7 að morgni 29. apríl vaknaði Hekla af 102ja ára svefni. Jarðskjálfta kippir fóru um Suðurland í upp- hafi gossins, síðan kváðu við heljardynkir og 10-12 km hár gosmökkur steig til himins. Ótal gígar opnuðust um allt fjallið, (hraunleðja vall af miklum krafti og hraða, og eldsúlurnar, sem náðu um 800 metra í loft upp, spýttu úr sér glóandi stórbjörg- um. Mikið af ösku og vikri gubb- byrjun gossins, og svo varð myrkt um tíma, að skip sigldu með Ijósum í námunda við Vest- mannaeyjar um miðjan dag. — Gosið stóð mjög lengi, eins og kunnugt er. Aðra tvo atburði bar hátt ár- ið 1947. Annar var hið mikla flug slys 29. maí í Héðinsfirði, þar sem 25 menn fórust. Hinn var hið giftusamlega björgunarafrek við Látrabjarg í desember, þegar tólf mönnum var bjargað úr brezkum togara við hinar erfið- Á árinu 1948 var hin mikla síldveiði í Hvalfirði. Varð aflinn alls á aðra milljón mála. í marz varð hörmulegur at- burður vestur í Goðdal í Bjarn- arfirði, þegar snjóflóð varð sex manns að bana. 3. júlí gerðist ísland aðili að Marshall-hjálpinni með samn- ingi við Bandaríkjamenn. Varð sú aðstoð íslenzkum atvinnuveg- um og íslandi í heild til ómet- anlegrar blessunar. ísland gerist aðili að Atlants- hafsbándalaginu. 30. marz 1949 samþykkti Alþingi aðild íslands að NATO og steig þar með eitt gæfuríkasta spor í sögu lands- ins. „Hollustueiður frelsisunn- andi þjóða við frið og jafnrétti. Atlantshafssamningurinn er merkasti friðarsáttmálinn", sagði á forsíðu Mbl. þann dag. Komm únistar undu þessu ekki og efndu til óspekta fyrir utan Al- þingishúsið, meðan þingfundur afgreiddi málið. Réðst óður skríll að þinginu, hornsteini íslenzka lýðræðisins, með grjót, barefli, egg og öskur að vopni. Allt kom þó fyrir ekki; málið hlaut lýð- um var dreift með lögreglukylf- um og táragasi. Fjölmargir borg- arar veittu lögreglunni aðstoð sína við að ryðja Austurvöll, þar sem kommúnistar höfðu dreift sér í smáhópum innan um frið- samt fólk, sem þangað hafði safnazt. í september 1950 gagntók „Geysis-slysið“ hugi landsmanna. Flugvélin Geysir, sem var á leið til landsins með sex manna á- höfn, týndist að kvöldi 14. sept. Mjög umfang3mikil leit fór fram næstu daga af lofti, láði og legi en án nokkurs árangurs. Voru menn orðnir næsta vonlitlir, þeg ar loftskeytamaðurinn á varð- skipinu Ægi, sem statt var und- an Langanesi, heyrði 18. sept. veikt kalil á neyðarbylgju. Greindi hann einkennisstafi Geysis oig brðin: „Staðará- kvörðun ókunn. Allir á lífi“. Seinna skildist, að fólkið væri á jökli, og að flugvélar hefðu flogið yfir staðinn. Síðar um daginn fann svo Katalínu- flugbáturinn Vestfirðingur flak- ið, og sáust allir á lífi. Var það á Vatnajökli. Morgunblaðið sendi fréttaritara og ljósmyndara með flugvél, sem fór á staðinn. Þegar gleðitíðindin spurðust um Reykjavík, voru fánar dregnir að húni um allan bæ. Fólkinu var síðan bjargað ofan af jökl- inum, og var því vel fagnað, þeg- ar það kom til Reykjavíkur. 31. jan. 1951 fórst flugvélin Glitfaxi með 20 manns. Hún var á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur og átti stutt flug eftir, þegar hún hvarf. Daginn eftir fannst brak úr vélinni und- an Vatnsleysuströnd. Um orsak ir slyssins var allt ókunnugt. 26 börn innan fermingaraldurs misstu feður sína. í maíbyrjun 1951 var gerður varnarsamningur milli íslands og Bandaríkjanna fyrir hönd Atl antshafsbandalagsins. Voru allir þingmenn lýðræðisflokkanna ein huga um samninginn. Að morgni 7. maí kom varnarlið til Kefla- vík u rf 1 u g va M a r. „Ákvörðun tekin í lanChelgis- málinu: Flóum og fjörðum lok- að“. Þannig var forsíðufyrirsögn Mbl. 20. marz 1952, en daginn áður hafði Ólafur Thors, þáver- andi atvinnumálaráðherra, skýrt frá nýrri reglugerð um landhelg- ina. Sú reglugerð tók svo gildi 15. maí. Þetta mál átti síðan eftir að vera forsíðuefni um margra ára skeið. „Hornsteinn lagður að mesta mannvirki Iandsins, Írafosssíöð inni“, segir á forsíðu 30. mal 1952. Úr þessu verður einungis að minnast á helztu atburði hvers árs og gera einstaka þeirra noifek- ur skil. í desember 1952 var langt verkfall, sem hafði í för með sér gífurlegt tjón fyrir þjóðar- búið. 1953 var handritamálið mjög til umræðu. Árið 1954 var fyrsti áburð- urinn framleiddur í Áburðar- verksmiðjunni. í ágústmánuði fannst kista Fáls biskups í Skál- holti, eins mesta kirkjuhöfðingja í sögu íslendinga. Þóttu það að vonum mikil tíðindi. í október var mikil rimma háð á Alþingi og víðar um rétt okkar til Græn- lands. 1 marz og apríl 1955 var stór- fellt verkfall háð. Fékk það þau eftirmæli, að það hefði verið „lengsta og, tilgangslausasta verk fall hér á landi, og það, sem mestu tjóni hefur valdið“. 28. október 1955 var skýrt frá þeim fagnaðartíðindum á forsíðu, að Halldór Kiljan Lax- ness hefði íengið bókmennta- verðlaun Nóbels. í des. 1957 skrifaði Bulganin íslendingum og bauðst til þess að láta Sovétríkin tryggja hlut- leysi íslands. Þáverandi forsæt- isráðherra, Hermann Jónasson, ai'þakkaði gott boð í janúar 1958. í marz og apríl 1958 var hin fræga og mikla ráðstefna haldin í Genf um landhelgismálin. 1. júlí var sett reglugerð um 12 aðist upp úr Heklu gömlu í ustu aðstæður. ræðislega afgreiðslu, og skríln- . . ..... , • . R_____________I____ Mynd þessi birtist í Mbl. 31. marz 1955. Hún er te-tin á því andartaki, þegar áttæringi með ellefu mönnnm er að hvolfa í brimlendingu á Þykkvabaejarsandi. Fimm skolaði fljótlega upp í land, en sex lentu undir bátnum. Héldu þeir sér í þófturnar og velktust þannig í hálftíma, áður en hægt var að bjarga þeim. Mönnunum vildi það til happs, að gat brotnaði á bátinn. (Ljósm.: R. Stolzenwald) Hraunið veltist áfram úr Heklugígum. (Ljósm.: F. C.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.