Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 18
MORCUNBLAÐIÐ
Magnús Þórðarson.
arbúar, mestmegnis unglingar,
hins vegar. Bretarnir fóru um
bæinn í flokkum með söng og
háreysti, glaðir af víni og frið-
arfréttunum. Síðari hluta dags
tóku þeir að hafa ýmsar óspektir
í frammi, en fólk, sem elt hafði
þá um göturnar, tók því illa.
Tókst um hríð allsnarpur bar-
dagi á Kalkofnsvegi með grjót-
kasti á báða bóga. Varð íslenzka
lögreglan og herlögreglan að
hafa sig alla í frammi til þess
að bæla óeirðirnar niður.
30 nýsköpunartogarar. Mikil
bjartsýni var meðal þjóðarinnar
í styrjaldarlok, enda auður í
iandi og sjálfstæði nýfengið. 24.
ág. 1945 segir í forsíðufyrirsögn:
„Stærsta átakið í nýsköpun-
inni: Rikisstjórnin gerist aði:li
um kaup 30 nýtízku togara í
Bretlandi. Skipin verða seld ein-
staklingum, félögum eða bæjar-
og sveitarfélögum".
„Alþingi samþykkir inngöngu
íslands í Bandalag sameinuðu
þjóðanna", segir 26. júlí 1945.
Hið nýstofnaða lýðveldi gerðist
smám saman aðili að ýmsum al-
þjóðlegum stofnunum. Eitt mik-
ilsverðasta skrefið var stigið
með inngöngu íslands í SÞ.
„Háfjall Heklu logandi eldhaf.
Heklugosið að eyða 16-17 jörð-
um. Óttast langvarandi Heklu-
gos.“ Þannig hljóðuðu fyrirsagn-
irnar síðast í marz og í byrjun
apríl 1947. Rétt fyrir kl. 7 að
morgni 29. apríl vaknaði Hekla
af 102ja ára svefni. Jarðskjálfta
kippir fóru um Suðurland í upp-
hafi gossins, síðan kváðu við
heljardynkir og 10-12 km hár
gosmökkur steig til himins. Ótal
gígar opnuðust um allt fjallið,
(hraunleðja vall af miklum krafti
og hraða, og eldsúlurnar, sem
náðu um 800 metra í loft upp,
spýttu úr sér glóandi stórbjörg-
um. Mikið af ösku og vikri gubb-
byrjun gossins, og svo varð
myrkt um tíma, að skip sigldu
með Ijósum í námunda við Vest-
mannaeyjar um miðjan dag. —
Gosið stóð mjög lengi, eins og
kunnugt er.
Aðra tvo atburði bar hátt ár-
ið 1947. Annar var hið mikla flug
slys 29. maí í Héðinsfirði, þar
sem 25 menn fórust. Hinn var
hið giftusamlega björgunarafrek
við Látrabjarg í desember, þegar
tólf mönnum var bjargað úr
brezkum togara við hinar erfið-
Á árinu 1948 var hin mikla
síldveiði í Hvalfirði. Varð aflinn
alls á aðra milljón mála.
í marz varð hörmulegur at-
burður vestur í Goðdal í Bjarn-
arfirði, þegar snjóflóð varð sex
manns að bana.
3. júlí gerðist ísland aðili að
Marshall-hjálpinni með samn-
ingi við Bandaríkjamenn. Varð
sú aðstoð íslenzkum atvinnuveg-
um og íslandi í heild til ómet-
anlegrar blessunar.
ísland gerist aðili að Atlants-
hafsbándalaginu. 30. marz 1949
samþykkti Alþingi aðild íslands
að NATO og steig þar með eitt
gæfuríkasta spor í sögu lands-
ins. „Hollustueiður frelsisunn-
andi þjóða við frið og jafnrétti.
Atlantshafssamningurinn er
merkasti friðarsáttmálinn", sagði
á forsíðu Mbl. þann dag. Komm
únistar undu þessu ekki og
efndu til óspekta fyrir utan Al-
þingishúsið, meðan þingfundur
afgreiddi málið. Réðst óður skríll
að þinginu, hornsteini íslenzka
lýðræðisins, með grjót, barefli,
egg og öskur að vopni. Allt kom
þó fyrir ekki; málið hlaut lýð-
um var dreift með lögreglukylf-
um og táragasi. Fjölmargir borg-
arar veittu lögreglunni aðstoð
sína við að ryðja Austurvöll, þar
sem kommúnistar höfðu dreift
sér í smáhópum innan um frið-
samt fólk, sem þangað hafði
safnazt.
í september 1950 gagntók
„Geysis-slysið“ hugi landsmanna.
Flugvélin Geysir, sem var á leið
til landsins með sex manna á-
höfn, týndist að kvöldi 14. sept.
Mjög umfang3mikil leit fór fram
næstu daga af lofti, láði og legi
en án nokkurs árangurs. Voru
menn orðnir næsta vonlitlir, þeg
ar loftskeytamaðurinn á varð-
skipinu Ægi, sem statt var und-
an Langanesi, heyrði 18. sept.
veikt kalil á neyðarbylgju.
Greindi hann einkennisstafi
Geysis oig brðin: „Staðará-
kvörðun ókunn. Allir á
lífi“. Seinna skildist, að fólkið
væri á jökli, og að flugvélar
hefðu flogið yfir staðinn. Síðar
um daginn fann svo Katalínu-
flugbáturinn Vestfirðingur flak-
ið, og sáust allir á lífi. Var það
á Vatnajökli. Morgunblaðið
sendi fréttaritara og ljósmyndara
með flugvél, sem fór á staðinn.
Þegar gleðitíðindin spurðust um
Reykjavík, voru fánar dregnir
að húni um allan bæ. Fólkinu
var síðan bjargað ofan af jökl-
inum, og var því vel fagnað, þeg-
ar það kom til Reykjavíkur.
31. jan. 1951 fórst flugvélin
Glitfaxi með 20 manns. Hún var
á leið frá Vestmannaeyjum til
Reykjavíkur og átti stutt flug
eftir, þegar hún hvarf. Daginn
eftir fannst brak úr vélinni und-
an Vatnsleysuströnd. Um orsak
ir slyssins var allt ókunnugt. 26
börn innan fermingaraldurs
misstu feður sína.
í maíbyrjun 1951 var gerður
varnarsamningur milli íslands
og Bandaríkjanna fyrir hönd Atl
antshafsbandalagsins. Voru allir
þingmenn lýðræðisflokkanna ein
huga um samninginn. Að morgni
7. maí kom varnarlið til Kefla-
vík u rf 1 u g va M a r.
„Ákvörðun tekin í lanChelgis-
málinu: Flóum og fjörðum lok-
að“. Þannig var forsíðufyrirsögn
Mbl. 20. marz 1952, en daginn
áður hafði Ólafur Thors, þáver-
andi atvinnumálaráðherra, skýrt
frá nýrri reglugerð um landhelg-
ina. Sú reglugerð tók svo gildi
15. maí. Þetta mál átti síðan
eftir að vera forsíðuefni um
margra ára skeið.
„Hornsteinn lagður að mesta
mannvirki Iandsins, Írafosssíöð
inni“, segir á forsíðu 30. mal
1952.
Úr þessu verður einungis að
minnast á helztu atburði hvers
árs og gera einstaka þeirra noifek-
ur skil.
í desember 1952 var langt
verkfall, sem hafði í för með
sér gífurlegt tjón fyrir þjóðar-
búið. 1953 var handritamálið
mjög til umræðu.
Árið 1954 var fyrsti áburð-
urinn framleiddur í Áburðar-
verksmiðjunni. í ágústmánuði
fannst kista Fáls biskups í Skál-
holti, eins mesta kirkjuhöfðingja
í sögu íslendinga. Þóttu það að
vonum mikil tíðindi. í október
var mikil rimma háð á Alþingi
og víðar um rétt okkar til Græn-
lands.
1 marz og apríl 1955 var stór-
fellt verkfall háð. Fékk það þau
eftirmæli, að það hefði verið
„lengsta og, tilgangslausasta verk
fall hér á landi, og það, sem
mestu tjóni hefur valdið“.
28. október 1955 var skýrt
frá þeim fagnaðartíðindum á
forsíðu, að Halldór Kiljan Lax-
ness hefði íengið bókmennta-
verðlaun Nóbels.
í des. 1957 skrifaði Bulganin
íslendingum og bauðst til þess
að láta Sovétríkin tryggja hlut-
leysi íslands. Þáverandi forsæt-
isráðherra, Hermann Jónasson,
ai'þakkaði gott boð í janúar 1958.
í marz og apríl 1958 var hin
fræga og mikla ráðstefna haldin
í Genf um landhelgismálin. 1.
júlí var sett reglugerð um 12
aðist upp úr Heklu gömlu í ustu aðstæður.
ræðislega afgreiðslu, og skríln-
. . ..... , • .
R_____________I____
Mynd þessi birtist í Mbl. 31. marz 1955. Hún er te-tin á því andartaki, þegar áttæringi með ellefu
mönnnm er að hvolfa í brimlendingu á Þykkvabaejarsandi. Fimm skolaði fljótlega upp í land, en
sex lentu undir bátnum. Héldu þeir sér í þófturnar og velktust þannig í hálftíma, áður en hægt
var að bjarga þeim. Mönnunum vildi það til happs, að gat brotnaði á bátinn.
(Ljósm.: R. Stolzenwald)
Hraunið veltist áfram úr Heklugígum. (Ljósm.: F. C.)