Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 26
26
MORGU N BLAÐID
Laugardagur 2. nóv. 1963
hafði alla söguna. Viðtöl Valtýs
eru svo fræg og svo greinilega
hefir verið frá þeim skýrt, að ég
skal litlu bæta við, nema að
segja, að það undraði mig oft
hve hann gat setið tímunum sam
an yfir mönnum þar til hann
fékk út það sem hann vildi.
Segja skal jafnan báðar hliðar
á hverju máli
Lengi máttu íslenzkir blaða-
lesendur una við þann ósóma —
og gera raunar enn — að blöðin
sögðu frá málunum eins og þau
komu þeim, eða skjólstæðingum
þeirra, fyrir sjónir. Einkum var
þetta áberandi í frásögnum af
pólitískum fundum, bæjarstjórn-
arfréttum og fréttum frá Al-
þingi. Fregnum af framboðs-
fundum var alls ekki trúandi í
nokkru blaði. I>ótt ekki væru
mættar nema 20—30 hræður, og
því auðvelt að telja söfnuðinn,
fóru blöðin aldrei rétt með svo
blátt áfram og auðveldan hlut.
Samherjinn flutti alltaf „af-
burða snjaila ræðu, skýra og
akorinorða", en andstæðingur-
inn varð sér jafnan til ,Jtó.bor-
innar skammar með bulli sínu“!
f*að var Valtýr Stefánsso<n,
sem fyrstur íslenzkra blaða-
manna reið á vaðið til þess að
aflmá þenna smánarblett á ís-
lenzlkri blaðamennsku.
Hitt er rétt, að hann fékk ekki
alltaf þakkir fyrir hjá eigin sam-
herjum til að byrja með.
Þegar Valtýr byrjaði að skrifa
fréttir frá bæjarstjórnarfundum,
sem hann gerði sjálfur um
margra ára skeið, sagði hann frá
sjónarmiðum aiira aðila og gat
helztu raka þeirra. Valtýr naut
góðs stuðnings þeirra borgar-
stjóranna Bjarna Benediktsson-
ar og Gunnars Thoroddsen, sem
sáu, að það var þeim og þeirra
stefnu oftar í hag að sannleikur-
inn værí sagður, en að þagað
væri, eða rangt sagt frá. Sjálfur
er ég sannfærður um, að þessi
stefna Valtýs styrkti meirihluta
Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn-
inni og átti sinn þátt í að Reyk-
víkingar treystu þeim bezt til
að annast bæjarmál sín.
Það er nú algengara en áður
var, að blöðin skýri frá báðum
hliðum, þó vantar því miður all
mikið á, að þessi sjálfsagða regla
verði upptekin í íslenjkri biaða-
mennsku.
En sú kemur tíð, að blöðin
segja sitt álit á mönnum og mál-
efnum í ritstjórnargreinunum, en
í fréttadálkunum verður hallazt
að rökum Ara, að hafa jafnan
það, sean sannara reynist.
Andvígur æsifregnum.
Þegar stórt'ðindi bar að hönd-
um gaf Valtýr sig allan að þeim.
Þá giiti ekki sízt sama nákvæmn
in og natnin við að svara öl'um
,,há-unum“. Hann lagði oft mik-
ið að sér til þess að hafa tal af
mönnum, sem höfðu verið sjón-
arvottar að eða þátttakendur í
merkum tíðindum og það var
oft furðulegt hvað hann fékk
upp úr mönnum með því að gef-
ast ekki upp við að spyrja. „Af
hverju?“ — „Hvers vegna?“
„Hvernig?"
En hann var ekki gefinn fyrir
æsifregnir og það virtist skipta
hann minna máli hvernig frétt-
in var sett fram, heldur en að
rétt og skýrt væri sagt frá.
Valtýr var furðan.ega eftir-
látssamur við okkur yngri menn
ina í þessum efnum og leyfði
okkur að hleypa á skeið með
rosa-fyrirsögnum. Þetta kom sér
vel þegar Pétur Ólafsson kom
að biaðinu fullur af fjön og
áihuga á blaðamennskunni
sem var honum í blóð borin í
beinan karllegg, svo sem kunn-
ugt er. Pétur hafði stundað nám
í Þýzkalandi, en orðið fyrir
áhrifum frá enskri biaða-
mennsku, einkum Lundúna-
blaða eins og „Daily Express",
sem reyndu að vekja athyg'i les-
endanna á sér með stórum fyrir-
sögnum.
Pétur tók að sér forystuna um
fyrirsagnastærðir og skar ekki-
við nögl. Fyrirsagnasetjarinn
okkar, hann Sigfús minn Valdi-
marsson, hristi oft höfuðið yfir
áhuga okkar í þessum efnum.
Stundum leiddi fyrirsagnaút -
þenslan okkar út í ógöngur eins
og þegar fréttin barst um lát
Georgs V. Bretakonungs. Fréttin
kom seint um kvöld og við þurft-
um að breyta fyrstu síðunni og til
þess að vera nú vissir um, að
það kæmist inn í kollinn á les-
endunum, að Bretadrotmn væri
fallinn frá, breiddist þriggja
hæða fyrirsögn yfir þvera síð-
una, sem leit þannig út.
BRETAKONUNGUR
ER LÁTINN
Georg V, lést í gær
Georg V, Bretakonungur
er dáinn.
Það átti svo sem ekki að fara
á milli mála! Valtýr sagði fátt,
en við vissum að hann hafði
tekið eftir þessu og að hann var
síður en svo hrifinn. Það var
okkur nóg til þess að reyna að
gera betur næst.
Þótt fyrirsagnir væru vel við
vöxt á þessum árum í Morgun-
blaðinu fór blaðið aldrei inn á
þá æsifregnabraut, sem greip
um sig hjá sumum bæjarblöðun-
um á síðari helmingi fjórða
tugar aldarinnar.
Ungur maður kom að utan og
var ráðinn að einu bæjarblað-
inu, sem ritstjóri. Hann tvöfa’d-
aði upplagið, götusöluna að
minsta kosti um tíma, með æsi-
fregnum og fullyrðingum. En
þetta reyndizt skammgóður
vermir. Það fer mikið eftir menn
ingarstigi manna á hverjum stað
hve fésælt það er að gefa út
æsifregna blöð. Það kom ald’-ei
til mála að Valtýr Stefánsson
gæfi sig til slíkrar iðju.
Hugmyndir og hugdettur.
Hugmyndaríkur var Valtýr
með afbrigðum og var alltaf að
„velta fyrir sér“ nýju efni fyrir
blaðið. Sumt tók hann í fóstur,
eins og t d. velturnar, sem
skemmtu lesendum Morgun-
blaðsins lengi og sem ég sé, að
nú hafa stungið upp kollinum á
ný. Vísuhelmingurinn um „Simp-
son, sem kom víða við“ og olli
breyttum högum og lesendur
áttu að botna. Varð landfrægur
botn Kjarvals. Hann sagði:
„Morgunblaðið kemur ekki út á
mánudögum".
En þetta var til gamans „með
morgunkaffinu". Valtýr byrjaði
á mörgum nýungum,, sem blaðið
nýtur enn þann dag í dag. Hann
var hagmæltur vel og birti
stundum í blaðinu gamankvæði
með efni úr líðandi stund.
Það sýndi frjálslyndi hans og
fordómaleysi, að hann merkti
oft þessar vísur og skemmti-
greinar með stöfunum „Fp“,
sem bæjarbúar vissu vel hvað
þýddi.
„Úr Daglega lífinu" var grein
aflcfckur, som Valtýr hóf og
skrifaði sjálfur alllengi, en síð-
ar tók „Víkverji“ við.
Vívax-nafnið, sem talsverður
styr stóð um, einkum miili
knattspyrnuunnenda í bænum,
átti Valtýr, en hann skrifaði
aldrei undir því sjálfur. Nafnið
er þannig til komið, að kvö’d
eitt kom ég af íþróttavellinum
til að skrifa um knattspyrnu-
leik, sem vakið hafði mikla at-
hygli og þar sem áhorfendur
skiptu þúsundum.
„Ég veit ekki hvort ég á að
setja stafina mína undir þetta,
eða hvað?“ sagði ég. Mér var
kunnugt um að Valtý var held-
ur illa við að blaðamenn settu
nafn sitt undir greinar. Hann
svaraði þegar: „Vívax“ er ágætt
nafn undir íþróttagreinar. Já,
við skulum hafa það „Vívax“.
Seinna spurði ég hann hvað
þetta þýddi. „Það þýðir eigin-
lega ekki neitt, en við getum
sagt að það sé skylt „vivacious"!
Ég held, að Valtýr hafi síðar
breytt skoðun sinni á því hvort
blaðamenn ættu að merkja
greinar sínar, eða ekki. Þetta
varð nærri nauðsyn síðar þegar
margir blaðamenn fóru að vinna
við blaðið. En ég veit, að hann
var alltaf á móti því, að menn
notuðu dálka blaðsins sér til
persónulegs frama.
Þetta atriði, hvort blaðamenn
eigi að skrifa greinar undir
nafni eða ekki hefir löngum
verið umdeilt meðal blaðamanna
um allan heim og það er svo að
sinn er siðurinn í hverju landi
í þessum efnum, enn þann dag
í dag.
Algjör hollusta gagnvart
samverkamönnunum
Valtýr var einstaklega góður
húsbóndi og gott var með honum
að vinna. Dagfarsgóður, rólynd-
ur. Ég skal ekki neita því, að ég
sá hann bregða skapi, og jafnvel
stökkva hæð sína í loft upp
vegna prentvillu. En það er satt,
þó ótrúlegt megi virðast, að öll
þau ár, sem ég var hjá Valtý kom
það ekki einu sinni fyrir að hann
„skammaði mig“. Þetta var ekki
mér að þakka því oft átti ég, án
efa, skammir skilið. En hann
hafði aðrar áhrifameiri aðferðir
til að finna að við starfsfólk sitt
en skammir og hávaða.
Annað var það, að Valtýr tók
alltaf á sig sjálfan það sem aflaga
fór I blaðinu. Oft hefði honum
verið í lófa lagið, að benda á
sökudólginn og heimfæra skömm
ina til föðurhúsanna.
Þetta varð til þess, að ambög-
ur, vitleysur og smekkleysur, sem
birtust í blaðinu, voru kenndar
Valtý og hann tók því þegjandi á
sitt breiða bak. Hann var ábyrgð-
armaður blaðsins og ritstjóri, ef
eitthvað fór aflaga varð hann að
svara fyrir það.
En það er vitanlega mála sann-
ast, að Valtýr átti sjálfur sára-
lítið af þeim „blómum“, sem í
blaðinu birtust í hans ritstjórnar-
tíð.
Það er ekki alltaf vinsælt starf
meðal almennings að vera rit-
stjóri að viðlesnu blaði. Það er
svo auðvfelt að særa fólk, jafnvel
heilar fjölskyldur, með smekk-
leysi í frásögnum. Venjulega er
slíkt óafvitandi gert af blaða-
mannsins hálfu. En ritstjórinn
fær óvildina.
Algjör hollusta við samverka-
mennina kom fram á mörgum
sviðum hjá Valtý. Ég skal aðeins
nefna hér eitt dæmi, sem ætti að
lýsa því vel við hvað ég á.
Meðan ég skrifaði um knatt-
spyrnu í blaðið urðu oft harðar
deilur um réttmæti dóma minna.
Gæfustu menn umsnerust og hót-
uðu öllu illu og báru mig sökum
uim hlutdrægni í dóomuim, fávizku,
einfeldni o. s. frv. Stundum risu
öldurnar svo hátt, að heilir hópar
hótuðu að segja blaðinu upp. Það
varð jafnvel að stjórnmálalegu
atriði, hvað sagt var um spörkin
suður á íþróttavelli. Ég vissi oft
til þess, að sendinefndir merkra
borgara fóru á fund Valtýs til
þess að fá hann til að láta „Vi-
vax“ hætta að skrifa um knatt-
spyrnu.
Valtýr ræddi þetta við mig oft-
ar en einu sinni. Ég sagði honum
mitt álit og það endaði venjulega
með því, að hann sagði við um-
kvartendur:
„Þið jafnið þetta ykkar á milli
við hann ívar, piltar“.
Hagsýnn í daglegum
framkvæmdum
Eitt var það atriði í starfi Val-
týs við blaðið, sem sneri lítið að
mér og ég kann því ekki frá að
segja sem skyldi, en það var
þátttaka hans í framkvæmdum
og rekstri blaðsins.
Ég veit það eitt, að hann eyddi
miklum tíma til þessara starfa og
að hann naut þar trausts og heilla
ríks samstarfs Sigfúsar Jónsson-
ar, framkvæmdastjóra blaðsins.
Stóra húsið við Aðalstræti er
þeirra verk og verður minnis-
varði Valtýs og Sigfúsar, svo
lengi sem sú höll stendur.
Ég hafði oft gaman af að hlusta
á tal þeirra Valtýs og Sigfúsar.
Jafnvel þótt þeir væru raunveru-
lega sammála átti Valtý það til
að stríða Sigfúsi fyrir fastheldni
hans á fjármuni blaðsins. Hann
kallaði skrifstofu hans „Aurasel"
í gamni.
En það þurfti sannarlega að
„halda í“ á árunum fyrir stríð, ef
vel átti að fara og það tókst, með
framsýni og fastheldni Sigfúsar
Jónssonar og skilnings Valtýs,
eins og dæmin sanna.
Valtýr var maður frjálslyndur
í skoðunum, hvort sem snerti
menn eða málefni.
Fréttir útvarpsins voru t.d.
þymir í augum margra ritstjóra
til að byrja með. Þeir voru hrædd
ir um, að menn hættu að kaupa
blöð ef þeir heyrðu fréttir dags-
ins í útvarpinu.
Valtýr vissi, að það var lítil
hætta á því. Hitt var líklegra,
sem og reyndist, að almenningur
varð þyrstari í fréttir eftir en áð-
ur. Útvarpsfréttirnar voru aldrei,
og verða seint annað, en til þess
að æsa upp í mönnum fréttasult.
Við tókum oft eftir þessu, að
þegar stórfréttir höfðu borizt í
útvarpinu að kvöldi, jókst götu-
sala blaðsins til muna næsta dag.
Hinsvegar gat það komið fyrir,
að Morgunblaðið flytti mikils-
verða frétt, án þess að það yki
sölu blaðsins þann daginn, vegna
þess að menn bjuggust ekki við
neinu sérstöku.
Maðurinn og félaginn
Hér hefur verið stiklað á stór-
um staksteiniun úr samstarfi okk
ar Valtýs Stefánssonar. Greinar-
kornið er að mörgu leyti af van-
efnum skrifað, þar sem ég hef
engin gögn við hendina hér aust-
ur í Pakistan.
Ég er sannfærður um, að ef ég
ætti þess kost að setjast niður og
fletta árgöngum Morgunblaðsins
myndu minningarnar flæða að
mér. Þá væri hægt að segja frá
viðbrögðum Valtýs þegar stóru
fréttirnar bar að höndum. Þegar
stórslys urðu, þegar Hekla gaus,
þegar Hótel fsland brann. Það
þyrfti meira en meðal bók til
þess að rúma allt, sem frásagnar-
vert er frá þessum árum.
En það yrðu ljúfar minningar.
Það, sem ég þarf þó engar
skrifaðar heimildir til að segja
frá eru kynni mín af manninum
og félaganum Valtý Stefánssyni.
Sjálfur vitnaði hann oft í þessi
orð séra Hallgríms: „Nú er
ég glaður á góðri stund“ og það
var hann sannarlega sjálfur.
Stundum fannst mér Valtýr
geta verið vinnuiharður hús-
bóndi. Ekki þannig að skilja að
hann hafi staðið með þrælasvip-
una á lofti. En hann ætlaðist til
þess að maður gerði það sem
hann lagði fyrir mann möglunar-
laust. Og venjulega skipaði hann
ekki fyrir nema einu sinni.
Hann átti t.d. bágt með aö
skilja, að menn hefðu nokkur
önnur áhugamál en blaðið, þar
til því var lokið. Hann var þannig
gerður sjálfur, að hann fór ekki
úr „brúnni" fyrr en blaðið var
komið í höfn. Þangað til áttu all-
ir að vera á dekki.
En þegar dagsverki var lokið
kom annað hljóð í strokkinn —
og enda oft glatt á hjalla. En það
er önnur saga, eins og Kipling
gamli var vanur að segja.
Það var yndi að heyra Valtý
tala um áhugamál sín. Fyrst og
fremsit skógræktina og listir voru
honum hjartfólgnar, enda dag-
legt brauð, ef svo mætti segja, á
heimilinu.
En Valtýr komst þá fyrst f ess-
ið sitt er hann hóf að segja frá
æskuárunum heima á Möðruvöll-
um. í þeim minningum var einn
félagi hans honum samferða f
öllum frásögnum fyrr og síðar.
Það var vinur hans Ólafur Davíða
son. Hann þreyttist aldrei að tala
um þennan einkennilega og
merka mann, sem hafði hrifið
barnslundina með ævintýrafrá-
sögnum sínum. Hver ósköp hann
kunni að segja um og eftir þess-
um manni voru undur.
Þegar Valtýr kom hægur og ró-
legur inn í skrifstofuna, augsýni-
lega í þungum j önkum. Fór hægt
úr skósíðri yfirhöfninni, settist f
stólinn sinn og tók af sér gleraug
un og sagði:
„Já, ég skal segja þér það.
Sjáðu til þetta er undarlegt, en
það er nú svona samt“, þá vissi
maður að ný hugmynd hafði
fæðzt, eða hann hafði kynnzt ein-
hverju, sem vakti áhuga hans. Og
þá var ekki svefnfriður fyrr en
gátan hafði verið krufin til mergj
ar. —
Og þegar maður horfði í hyl-
djúpu, dökku augun, sem virtust
enn dýpri og dularfyllri, en þau
raunverulega voru, sökum hinna
miklu svörtu augabrúna, var ekki
að efast um einlægnina, áhugann
og viljann til að koma hugmynd-
inni á framfæri.
★
Það er óþarfi að vitna um það
í hvað mikilli þakkarskuld ég
stend við Valtý Stefánsson. Hann
tók óþekktan og óreyndan pilt
upp af götu sinni vegna þess að
hann hafði sýnt áhuga á blaða-
mennsku. Hann gaf honum tæki-
færi til að reyna, til að spreyta
sig. Það fá ekki allir slíkt tæki-
færi og það eru sjaldan aðrir en
öðlingar, sem veita slíkt tæki-
færi.
Við Sigurður Bjarnason kölluð-
um Valtý okkar á milli „fóstra“.
Þetta var okkar gælunafn, sem
ekki var notað út á við .
En Valtýr Stefánsson var ekki
einungis fóstri okkar blaðamanna
á Morgunblaðinu, sem áttum því
láni að fagna að hann studdi okk-
ur fyrstu' sporin. Hann var fóstri
allra íslenzkra blaðamanna, sem
meta og styðja heiðarlega og
sanna blaðamennsku.
Mér gaf hann það heilræði,
sem hefur verið mitt leiðarljós
alla ævi síðan. Hann sagði einu
sinni við mig er ég var leiður yfir
skyssu, sem mér hafði orðið á:
„Það dásamlega við að vera
blaðamaður er þetta: Maður hef-
ur ávallt tækifæri til að gera bet-
ur í næsta blaði og bæta úr mis-
tökum sínum“.
Enginn á — og enginn mun
gera — tilkall til þeirrar nafn-
bótar, sem Valtýr Stefánsson á
einn í annálum.
Hann var faðir nútíma blaða-
mennsku á fslandi.
Karachi, haustið 1963.
Ivar Guðmundsson.
FUGLAKYN BÓTABÚIÐ
Reykjum — Mosfellssveit.
Box 782, Bvk — Sími: Brúarland (22060).
☆
Sláturhús — Ungasala
Eggjaframleiðendur
Alifuglaeigendur
☆
Verzlun með unga og afsláttarhænsnl.
Úival af allskonar hænsnakynjum, léttiun
og þungum. — Allar faglegar upplýsing-
ar veittar. — Höldum ávallt forystu um
allt sem við kemur þessum atvinnuvegi.
— Úrval af kjöti o.fl. til verzlana
og veitingastaða. —