Morgunblaðið - 02.11.1963, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 02.11.1963, Qupperneq 55
.< Laugardagur 2. nóv. 1963 MORGUNBLAÐIB 55 effir Árna Garðar Krisfinsson auglýsingastjóra IVibL LEGAR ég var beðinn að skrifa um þróun auglýsinganna í Mörg- unblaðinu sl. 50 ár, eða frá stofn- un þess, þá varð ég fúslega við þeirri beiðni, vegna þess að það virtist ekki vera svo mikil fyrir- höfn svona að óathuguðu máli. En þegar ég fór svo að íhuga þetta allt saman, þá komst ég að raun um að það var svo mikið verk, ef taka ætti efnið bókstaf- lega og kryfja það til mergjar, að nær óvinnandi væri á svo stutt- um tíma, sem mér var ætlaður til þess. í því sambandi kom mér í hug saga af Roosevelt forseta, en hún er á þessa leið: — Roosevelt for- seti átti einu sinni viðtal við eðlisfræðing frá Los Angeles, sem hélt því fram, að ákveðið verkefni væri ekki unnt að leysa í praksis. „En þér haldið því þá fram að það sé teoretískur mögu- leiki að leysa það?“ spurði Roose velt ákveðinn. „Já“, sagði eðlis- fræðingurinn. „En það er líka teoretískur möguleiki að telja sandkornin í Sahara, en það ger- ir maður bara ekki í praksís“. Á fyrstu árum blaðsins voru það sjálfir ritstjórarnir, sem söfn- uðu auglýsingum í blaðið, en árið 1921 var Engilbert Hafberg kaup maður ráðinn auglýsingastjóri og annaðist hann móttöku og söfn- un auglýsinga í verzlun sinni í Austurstræti. Árið 1936 varð Árni Óla blaðamaður auglýsinga- stjóri og þá í húsnæði, sem blaðið hafði á leigu í Austurstræti 8. Við starfi Árna Óla, sem auglýsinga- stjóri tók ég svo 1. desember 1945. Á þeim árum, sem ég hef starfað við Morgunblaðið, hefur margt hreytzt og flest til batnað- ar, sé litið með sanngirni á málin. Árið 1944 varð ísland lýðveldi, en þá var eins og þjóðin vaknaði úr aldagömlum svefni, þótt hún hafi rumskað verulega 1918, og sækir fram af þvílíkri bjartsýni vg stórhug að nágrannaþjóðir Sæmundur Björnsson okkar hefur furðað stórlega, öf- undað okkur í hjarta sínu af dugnaðinum og framtaksseminni; samglaðzt okkur og hælt í veizl- um, en litið okkur hýru horn- auga þótt yfir haf sé. Iðnaður landsins hefur blómgazt, verzlun in dafnað, siglingar aukizt, bú- skapurinn tekið stórstígum fram- förum, fiskveiðar orðið til fyrir- myndar og til eftirbreyttni öðr- um þjóðum. Samgöngur í lofti, láði og legi stórbættar. Þróun þjóðmála og landsmála tekur á sig nýja mynd, stórhugur og bjartsýni ráða rikjum. Árið 1905 sat Albert Lasker, sem var mjög þekktur auglýs- jngamaður í skrifstofu sinni í Chicago, þegar einn sendlanna hans kom inn með bréf frá ó- kunnum manni, sem beið eftir viðtali við hann, en í bréfinu stóð: „Ég sit í kránni hérna niðri. Ég get sagt yður hvað er auglýs- ing, ég veit að þér vitið það ekki. Ef þér hafið áhuga á að vita það, þá sendið já niður með sendlin- um. John E. Kennedy". Með þessu móti komst þessi merkilegi maður í sviðsljós ayg lýsingatækninnar. Hann var hár og glæsilegur, áður í riddaraliði konunglegu kanadí&ku lögregl- Valur Þórðarson unnar, en varð hinn fyrsti mikli kenningarfrömuður auglýsinga- tækninnar. Flestar af kenningum hans voru ekki notaðar af Lasker ári ' 'ðar, en eru þó enn þá jafn- ferskar og tærar eins og blaut málning á vegg. Það fyrsta, sem Kennedy spurði Lasker, eftir að hann hafði fengið viðtal, var: „Vitið þér hvað er auglýsing?“ „Já“, svaraði Lasker, „það álít ég. Auglýsing er upplýsing um vöru“. „Nei“, sagði Kennedy, „upp- lýsing er aðeins kynningarform, auglýsing er sala á prenti“. Þjóðin er frjáls og landið gjöf- ult og gott. Fyrirtæki og einstakl- ingar framleiða vörur en vita að það þarf einnig að selja þessa framleiðslu. Áður fýrr var Reykjavík aðeins smábær, þegar Morgunblaðið var stofnað fyrir C1 árum. Þá þekktust allir í þess- um smábæ. Þá þurftu ritstjór- arnir að betla auglýsingar, blaði sínu til framdráttar. í dag er Reykjavík borg og nú þekkja ekki allir alla. Þess vegna verða bæði fyrirtæki og einstaklingar að selja og kynnast á prenti. Morgunblaðið hefur orðið þeirra vinsælda aðnjótandi að verða kallað blað allra landsmanna, og því hafa landsmenn allir viljað selja vörur sínar á þess prenti. Sem betur fer eru þeir tímar nú liðnir þegar litið var á auglýs- ingar sem betl af blaðsins hálfu. I stað þess eru kaupsýslumenn, framleiðendur og aðrir þeir, sem fylgjast með þróun og framför- um þjóðarinnar farnir að líta á auglýsingar sem raunverulegan bissness en ekki betl. Þeir eru farnir að fylgjast með því sem er að gerast úti í hinum stóra heimi. .Þeir eru farnir að sjá, að það er þeirra hagur að auglýsa, það er þeirra hagur að selja á prenti. Kaupmenn, heildsalar ,framleið- endur, skemmtistaðir og aðrir auglýsendur eru farnir að láta sér skiljast, að Reykjavík er orð- in borg og það stórborg á okkar mælikvarða. Þeir eru þess með- vitandi, að eigi þeir að ná til almennings þá verði þeir að aug- lýsa, þeir þurfi að ná til sém allra flestra til þess að auka sölu og umsetningu. Þeim er farið að skiljast, að auglýsing er í dag bissness en ekki betl. Enda hefur þróunin orðið sú, að flestum er ekki lengur sama hvernig þeirra auglýsing lítur út eða hvernig textinn er. Þróunin er æ meir og meir að komast í þá átt að vanda betur auglýsing- arnar. Fyrirtækin og einstakling- arnir eru farnir að átta si.g á því, að þær eru einmitt fyrsta kynn- ingin á vöru þeirra, sem á boð- stólum er, eða á framleiðslu þeirra, sem verið er að kynna. Það hefur margt gerzt sem mér er minnisstætt og það er margs að minnast, er of langt yrði upp að telja á þeim tæplega 20 árum, sem ég hef verið auglýsingastjóri við Morgunblaðið, enda ekki til- gangurinn að segja frá því á þess um vettvangi. Ég get þó ekki á mér setið að skýra frá því, að á þessum 20 árum hefur þjóðin verið það framsækin og fram- gjörn, eins og ég minntist á í upphafi þessa greinarkorn, að Morgunblaðið hefur orðið að stækka blaðstærð sína úr 8 síðum í 24 síður, og er von á enn meiri Arni Garðar Kristinsson stækkun. Útbreiðsla eða eintaka- fjöldi hefur aukizt frá 10 þúsund einstökum í rúmlega 30 þúsund. Þessi þróun er fyrst og fremst að þakka þeim ágætu viðskiptamönn um, sem Morgunblaðið hefur ver ið svo lánsamt að eignast. Aug- lýsingar hafa aukizt jafnt og þétt og eru alltaf að verða sviphreinni og stílfallegri, annað hvort í ein- faldleika sínum eða útlitsfegurð, og þeim listræna blæ og látleysi, sem yfir þeim hvílir. íslenzkir myndlistarmenn eru nú í æ rík- ari mæli að leggja sinn skerf til útlits auglýsinga og þeim sé þökk. En það vantar enn þá góða texta í samræmi við útlitið. Það er list út af fyrir sig að vera góð- ur auglýsingatextaritari, ekki síð ur en skáld gott. Auglýsingar þurfa að hafa, hérlendis eins og erlendis, góða myndilstarmenn, textaritara og frumlega „lay out“-menn í sinni þjónustu. Þá fyrst förum við að nálgast þá sem í næsta nágrenni okkar búa. Það er svo ótal margt, sem ég hef verið spurður um í sambandi við það hvenær, hvar og hvernig sé bezt að auglýsa. Svörin verða auðvitað mjög misjöfn og fara eingöngu eftir því hvað verið er að auglýsa í það og það skiptið. Og það er nú einu sinni svo, bæði með auglýsingar og annað, að menn eru ekki að leika sér að því að ausa út fé án þess að fá nokkuð í staðinn, enda mundu sjómenn ekki leggja net sín í dauðan sjó, heldur þar sem ein- hver aflavon væri. — SKÚHOSIÐ Hverfisgötu 82. Sími 11-7-88. Auglýsíngaspjall
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.