Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 1
Blaö II Þriðjudagur 7 nóv. Þeir, sem hafa kynnt sér atburði byltingar- innar 1 Petrograd árið 1917, vita, að bvltingin sjálf var raunvcrulega ekki fólgin í öðru en því, að beitiskipi nokkru, mönnuðu sjóliðum í upp- reisnarhug, var skipað að beina byssum sínum að Vetrarhöll keisarans. Samtímis fór hópur bolsivikka inn í Vetrarhöllina og tilkynnti rík- isstjórn keisarans, sem þar sat á rökstólum, að veldi hennar væri lokið. Allar tilraunir, sem gerðar höfðu verið til að skapa þingbundna lýð- ræðisstjórn í Rússlandi, runnu þar með út í sandinn. Bolsivikkar reyndust sigursælastir af öllum þeim flokkum, sem andstæðir voru keis- araveldinu; og bar það helzt til, að þeir höfðu aldrei neina lýðræðisstefnuskrá, sem engar að- stæður voru heldur til að framkvæma í Rúss- landi þess tíma. Bolsivikkar voru eini flokk- urinn, sem gat og vildi taka við einræðis- stjórnarfari keisaraveldisins. í þessu er fólgin kaldhæðni söguþróunarinn- ar í Rússlandi. Bolsivikkar voru löngum taldir tilheyra þeim pólitísku öflum, sem stóðu lengst til vinstri. í rauninni urðu þeir pólitískt og sögulega skyldastir þeim, sem töldust vera til hægri, þar sem þeir tóku að sér að vera endurnýjendur l’ancien regime, hinna fyrri stjórnarhátta, í nýju og breyttu formi. Svo vildi til, að flokkur, sem að höfuðstofni byggðist á hugsjónum vestur-evrópískra sósíaldemókrata um lýðræði, frelsi og bræðralag, rann saman við hið austræna rússneska stjórnarfar (alveldi keisarans) og myndaði það tæki til iðnvæð- ingar, sem nefnist sovézkt ríkisvald, öðru nafni „alræði öreiganna“. Furðuleg voru þau sögu- legu örlög. Kjörorð bolsivikka voru mjög einföld og auð- skilin: Frið, brauð og land. Þessar kröfur áttu greiðan gang að hugum þeirra bændasona, sem voru kjarninn í rússneska hernum í fyrri heims styrjöld. Frið tókst um síðir að semja, þótt skil- málarnir væru ekki Rússum allskostar að skapi. Forréttindi aðalsins voru afnumin, og bændur fengu um tíma að erja jörðina. Þriðja kjörorðið hefur orðið erfiðast í framkvæmd. Brauð hefur mestalla ævi sovétstjórnarinnar verið naumt skammtað. Sjálfur Lenín, sem talinn er höfundur og hornsteinn sovétvaldsins, hikaði við að kalla Októberbyltinguna sósíalistíska. I hinum vest- urevrópska sósíalisma var ætíð gert ráð fyrir, að sósíalistabylting væri framkvæmd af iðn- verkalýð gegn kapítalistum til þess að koma á frjálslegri og skynsamlegri þjóðfélagsháttum. Sú stefna var byggð á þeirri söguskoðun, að sósíalismi væri það þjóðfélagsform, sem tæki við af kapítalisma og skapi launastéttunum lausn undan launaþrælkun, en viðhaldi og efli þau borgaralegu réttindi, sem fyrra þjóðfélag kom á, svo sem lýðræði, málfrelsi, hugsana- frelsi, tjáningarfrelsi, félagslegt öryggi. En í Rússlandi var vart hægt að segja, að kapítalismi væri til. Uppistaða keisaraveldisins var forn aðalsstétt, sem ríkti yfir örfátækum bændum, og fram til 1861 voru bændur eign aðalsins (ríkisins) eins og hver annar búsmali. Höfuðverkefni bolsivikkastjórnarinnar var því að byggja upp kapítalisma: þ.e. iðnvætt þjóðfé- lag, sem stæðist samanburð við iðnþjóðfélög Vestur-Evrópu. Árið 1918 taldi Lenín það mikla framför frá því, sem þá var, ef það tæk- ist að byggja upp ríkiskapitalisma í Rússlandi. I landi, þar sem meginþorri almennings var blásnauður, ólæs og óskrifandi, varð slíkt ekki gert með neinu atkvæðaveiðadekri við háttvirta kjósendur. Ef okkur Islendingum tekst að iðnvæða land okkar án þess við nokkru sinni þurfum að eftir Arnór Hannibalsson Arnór Hannibalsson lagði stund á heimspeki við Moskvuháskóla 1954—1959 og lauk prófi þaðan í þeirri grein. grípa til „sterkrar stjórnar“, hefðum við sannað athyglisverða undantekningu frá reglunni. f kjólfar iðnvæðingarinnar í Rússlandi fylgdi síaukinn straumur örbjarga fátæktarlýðs tii borganna. Þeir fengu þar vinnu aðeins af skorn um skammti; um húsnæði var vart að ræða. Markaður var lélegur fyrir landbúnaðarafurð- ir og atvinnuleysi í sveitum. Við slíkar aðstæð- ur mátti búast við, að lýðurinn hrópaði á ný: Brauð og land! Sovétstjórnin brá við hart. Þessi púðurtunna skyldi ekki springa. Úrlausnin er núna þekkt undir nöfnunum einræði og ógnar- stjórn, sem var framkvæmd í nafni alþýðu, í nafni verkalýðshreyfingar, í nafni sósíalisma, en með þeim tækjum skriffinnsku og lögreglu- tækni, sem keisaravaldið lagði til. „Mér þykir fyrir því, kæri vinur, að ég verð að sníða af þér höfuðið, en það er gert af einskærri um- hyggju fyrir þér og timanlegri og framtíðar- velferð þjóðarinnar“. Stalin kom fram með kenningu sína um, að stéttaandstæður skerpt- ust eftir því, sem „sósíalisminn“ þróaðist. Nauð- ungarvinnubúðir fylltust af fólki. Jafnframt var því haldið fram, að höfuðlögmál „sósíal- ismans“ væri framþróun þungaiðnaðar, en fram leiðsla neyziuvarnings sætti afgangi. (Kenning ar þessar urðu jafnframt bindandi fyrir komm- únismahreyfinguna um heim allan). Það má því segja, að meginhlutann af því 50 ára tímabili, sem sovétvaldið hefur þrifizt, hafi það átt í beinni eða óbeinni borgarastyrjöld við þegn- ana. Það er erfitt fyrir slíkt ríkisvald að sanna til- verurétt sinn með því einu að segja við borg- arana: „Við erum núna að byggja upp iðnþjóð- félag og verðum að Ieggja allan auð okkar og orku i það átak. Þegar iðnvæðingin verður kom in á nægilega hátt stig, þá getum við farið að framleiða neyzluvörur og létta á ógnarstjórn- inni. Rikisvald, sem hefði ekki öðru tré að veifa en þessu, stæði uppi allsbert og hefði engin ráð önnur en valdið eitt til að sannfæra borgar- ana um góðan vilja sinn og tilverurétt valdsins. Hér kemur hugmyndafræðin, ideológian, í góð- ar þarfir; og heimatilbúin uppsuða úr hugmynd um hins vesturevrópska sósialisma 19. aldar hefur sýnt nytsemi sína, því að á henni hefur sovétvaldið lifað í 50 ár. Hin hugmyndafræðilega barátta hefur verið barátta upp á líf og dauða fyrir sovétvaldið. An hugmyndafræðinnar var ókleift að sannfæra fólk um, að það þyrfti að þjást núna og um nokkra framtið til þess, að seinna kæmi betri tið með blóm i haga. An hugmyndafræðinnar var ókleift að afla sovétvaldinu stuðnings er- lendis. og þá einkum meðal þeirra, sem héldu sig berjast fyrir hagsmunum alþýðu. En þessi hugmyndafræðilega forhlið, sem þannig er reist, hefur einatt verið í ósamræmi við raun- veruleikann og miðuð við óskir og drauma um, hvernig hlutirnir eigi að vera. Yfirlýsingar rík- isvaldsins fá þannig gildi, ekki vegna þess að þær séu raunsönn lýsing raunveruleikans, held- ur vegna þess, að þær eru tilkynningar um vilja valdsins, um takniörk þess, sem leyfilegt er, og um hvað lífið verði gott á morgun, ef við hlýðum því, sem fyrirskipað er í dag. Það vekur vissulega furðu, að ríkisvald, sem stendur í linnulausri borgarastyrjöld við al- menning, skuli sí og æ vera að tönnlast á því, að það beri aðeins hagsmuni alþýðu fyrir brjósti, og það sé að framkvæma þann „sósíal- isma“, sem Karl Marx lofaði hrjáðum verkalýð 19. aldar. 1 augum margra kann það að líta út sem hræsni, þegar talað er um umhyggju fyrir velferð verkalýðs á sama tíma og verkalýðurinn Framhald á blaðsíðu 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.