Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 6
MOEGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 1967
Mikið g-ekk á í rússneskum borgum byltingardagana. Áróðursfundir voru haldnir á hverju götuhorni og hvar annars staðar,
sem við varð komið. Hér talar einn foringi bolsjevika.
j Á FYRSTA ÁRI styrjaldarinnar hófu
I Rússar stórsókn inn í Prússland, svo að
Þjóðverjar urðu að flytja liðsveitir frá
vesturvígstöðvunum tU austurvígstöðv-
anna. Sókn Rússa varð stöðvuð, nema hvað
þeir unnu mikla sigra á Austurrikismönn-
um. Sókn Þjóðverja inn í Frakkland var
stöðvuð og mátti þakka það að miklu
leyti aðgerðum Rússa. Þjóðverjar endur-
skoðuðu því allar áætlanir sínar og ein-
beittu sér gegn Rússum vorið 1915. Þeir
hröktu þá af því svæði, sem þeir höfðu
náð í fyrstu sóknarlotunni og náðu nú
einnig Póllandi, hluta Eystrasaltsland-
anna og miklum svæðum í Úkraínu. Þessi
sókn Þjóðverja þrengdi mjög að Rússum.
1915 tók að bera verulega á skorti nauð-
synja, bæði matvæla og hergagna. í ágúst
vár svo komið, að talið var að 30% rúss-
neskra hermanna hefðu ekki nauðsynleg
j vopn. Skipulag matvælaflutninga var i
molum og skortur á skotfærum var til-
finnanlegur. Sókn Þjóðverja stöðvaðist
um haustið, mikið til af því, að erfitt
gerðist um aðflutning nauðsynja vegna
[ mikilla fjarlægða frá heimalandinu.
Hergagnaframleiðsla Rússa eykst þegar
kemur fram á árið 1916 og þá taka að ber-
ast birgðir frá bandamönnum Rússa. Til-
raunir voru gerðar til að setja lið á land
| við Dardanellasund og stofna þannig til
þriðju vígstöðvanna, Rússum til aðstoðar,
en þær tilraunir mistókusrt. Þrátt fyrir
aukna hergagnaframleiðslu í Rússlandi
skorti mikið á, að hún nægði hinum fjöl-
mennu herjum og rússneskur iðnaður var
ekki orðinn það þróaður, þrátt fyrir iðn-
væðinguna undanfarna áratugi, að hann
gæti séð fimmtán milljón manna her fyrir
vopnum og nauðsynjum. Auk þess var svo
komið, að tekið var að bera á vinnuafls-
skorti bæði í iðnaði og þó einkum í land-
búnaði, sem rýrði framleiðslugetuna til
muna. Rússar höfðu þegar í upphafi styrj-
aldarinnar kallað meginhluta herskyldra
manna til vopna og aukið herútboð þýddi
minnkandi framleiðslugetu. Ennfremur
skorti vopn og því var ekki hægt að senda
allt þetta lið til vígstöðvanna og því var
nokkur hluti rússnesku herjanna staðsett-
ur í borgum bak við víglínuna, þar sem
þeir höfðu lítið fyrir stafni, flæktust um
og biðu þess að verða sendir á vigstöðv-
arnar. Aginn var oft slappur í þessum
varaliðsstöðvum. Það var algeng sjón á
þessum árum í helztu borgum Rússlands,
sem lágu í námunda við vígstöðvamar, að
sjá hermannahópa hangandi á torgum og
gatnamótum. Þessir hermannaflokkar áttu
síðar eftir að koma mjög við sögu i bylt-
ingunni. Flutningakerfi rússnesku járn-
brautanna varð ofhlaðið snemma í styrj-
öldinni; vagnamir gengu úr sér og vom
ekki endurnýjaðir og dreifing birgða
varð mjög erfið; reynt var að sjá hernum
fyrir nauðsynlegum matvælum, en það
kostaði oft skort og vandræði fyrir al-
menna borgara. Verðlag á nauðsynjum fór
hækkandi og matvælaskortur varð í-
skyggilega mikill þegar nokkuð var áliðið
árs 1916. Eins og áður segir dregst land-
búnaðarframleiðslan saman og mjög varð
erfið öflun nauðsynlegra verkfæra og véla,
sem gengu stöðugt úr sér. Eldsneytisskort-
ur verður áberandi, þegar kemur fram á
veturinn 1916—17, kolaframleiðslan dróst
stórum saman.
Ósigramir á vígstöðvunum, flutningur
fólks frá þeim svæðum, sem óttazt var, að
Þjóðverjar næðu á sitt vald, samgöngu-
erfiðleikar og matvæla- og eldsneytis-
skortur, allt þetta var kennt keisarastjórn-
inni. Óánægjuraddirnar urðu æ háværari,
þegar kemur fram á árið 1915 og 1916 og
tekið er að tala um nauðsyn stjórnar, sem
nyti „trausts þjóðarinnar". Ýmis frjáls-
lynd öfl virðast hafa viljað gera sitt til að
bæta ástandið og koma stjóminni til
stuðnings, en þau boð voru hundsuð.
Keisarinn stóð gegn öllum breytingum á
stjóminni i frjálslyndisátt, og starfskraft-
ar frjálslyndari manna voru ekki nýttir
beint af stjórninni. Þeir unnu föðurland-
inu það gagn sem þeir gátu í hinum ýmsu
samtökum, sem til var stofnað, til þess að
styðja styrjaldarreksturinn. Samtök sveita
stjórna, bæja og borga stóðu að flótta-
mannahjálp og útvegun ýmissa nauðsynja
fyrir herina, ásamt ýmsum öðrum sam-
tökum. Duman eða þingið stóð að ýmsum
samtökum i þessu skyni og hafði umsjón
með framkvæmdum að nokkru leyti og
voru þingmenn oft hvatamenn að slíkum
samtökum. Frjálslynd öfl innan þingsins
lögðu sig öll fram um’ stríðsreksturinn,
þar eð þau töldu, að sigur í styrjöldinni
hlyti að leiða til endurbóta á stjómkerf-
inu og ef tii vill, til falls keisarastjómar-
innar.
Það tókust snemma í styrjöldinni
tengsl milli Bandamanna og þeirra afla
innan þingsins, sem létu styrjaldarrekst-
urinn mest til sín taka, og sem voru helztu
hvatamenn í hinum mörgu samtökum til
aðstoðar stríðsrekstrinum. Þessi þróun
mála var mjög illa séð af keisaranum og
stjórn hans, sem var ásökuð fyrir öll
skakkaföllin, en þegar eitthvað glaðnaði
til, var það reiknað hinum ýmsu samtök-
um til tekna.
Það er mjög erfitt að segja að hve miklu
leyti skakkaföllin voru beinlínis stjórn-
inni að kenna. Erfiðleikarnir hefðu þjakað
landsmenn undir hvaða stjóm sem þeir
hefðu verið. Skortur og vandræði þjökuðu
allar stríðsþjóðimar, en í Rússlandi var
allt sem miður fór eingöngu kennt stjórn-
inni og ástandið notað sem sönnun þess,
að stjórn keisarans væri að koma landinu
á heljarþrömina og hin eina von væri
breyting á stjórnarkerfinu. Árið 1916 var
svo komið ,að sú skoðun var orðin mjög
algeng víða í Rússlandi, að forsenda sig-
urs I styrjöldinni væri stjórnarbót. Þingið
krafðist nú, að mynduð yrði stjórn, sem
nyti „trausts þj óðarinnar". Tvær leiðir
voru færar fyrir keisarann; önnur var sú,
að láta undan þinginu, og hin, að semja
frið við Þjóðverja, og svíkja þar með
bandamenn sína. Hann kaus þá leið að
taka að sér yfirherstjómina sjálfur í
þeirri von, að þetta skref yrði til þess að
auka honum tiltrú meðal þjóðarinnar og
bandamannanna. Þessu fylgdi mikil á-
hætta fyrir hann, ósigrar og skakkaföll
yrðu nú skrifuð á hans reikning. Nikulás
II tók við yfirherstjórninni í september
1915. Þingið var kallað saman til stuttrar
setu og rofið síðan. Stjórnmálaástandið
versnaði stórum. Keisarinn reyndi að
finna hæfa menn til forustu án þess að
leita þeirra í röðum þingmanna. Á tveggja
ára tímabili voru skipaðir fjórir forsætis-
ráðherrar, sex innanrikisráðherrar, þrír
utanríkisráðherrar og þrir vamarmálaráð-
herrar. Hver silkihúfan kom eftir aðra, en
allar reyndust þær til lítils styrks fyrir
keisarann og pólitík hans.
Smátt og smátt einangrast hann póli-
tískt. Frjálslynd öfl reyna ekki lengur að
hafa áhrif á hann og svo kom að því, að
hægri öflin og bandamenn hafa sama hátt.
Þingið taldi hann ekki hæfan sem yfir-
hershöfðingja og þau öfl, sem stóðu hon-
um næst, ýmsar hirðklíkur, vildu gera
sérfrið við Þjóðverja, til þess að bjarga
keisaraveldinu og sérréttindaaðstöðu
sinni.
Alexöndru keisaraynju var kennt um að
hafa óholl áhrif á keisarann .Hún var
talin Þjóðverjasinni, reyndar með mjög
vafasömum rétti, en því var trúað og það
nægði til þess að vekja hina mestu andúð
á henni .Til þess að bæta gráu oían á
svart, tók hún ómenntaðan flækingsmunk
undir sinn verndarvæng, fyrir hjátrúar-
sakir, en það var Rasputin. Hún áleit að
þessi munkur byggi yfir yfirnáttúrlegum
læknismætti og vemdaði líf og heilsu
ríkiserfingjans, sem þjáðist af blæði. Sög-
ur komu upp um það, að Rasputin réði
því, sem hann vildi, og að keisarainnan
og keisarinn færu að ráðum hans í hví-
vetna. Þessar sögur voru tilbúningur, en
þeim var trúað, einkum af þeim sem
vildu sverta Alexöndru sem mest. Einnig
var þvi haldið fram, að Rasputin væri því
hlynntur, eins og ýmsir nánustu vinir keis
arafjölskyidunnar, að friður yrði saminn
við Þjóðverja. Njósnarahræðsla greip um
sig og stundum var reynt að útskýra ófar-
ir rússnesku herjanna með því að njósn-
arar hefðu látið óvininum í té upplýs-
ingar um stöðu rússnesku herjanna. Tor-
tryggnin magnaðist milli þeirra, sem
studdu keisaraveldið og hinna, sem töldu
sig kjörna til þess að leiða þjóðina undan
aldagamalli áþján þess og jafnframt til
þess að leiða hana til sigurs í styrjöldinni.
Þessi togstreita milli frjálslyndari afla
innan þingsins og utan annars vegar og
keisarans hinsvegar veikti hernaðarað-
stöðu Rússa. Áróðurinn gegn keisaranum
náði til hermannanna á vígvöllunum og
gróf undan agantim og bak við víglínurn-
ar gætti hans í enn ríkara mæli. Efna-
hagserfiðleikar jukust stöðugt og afdrifa-
rikasta afleiðingin varð útgáfa seðla án
gulltryggingar. Seðlaútgáfan ýtti undir
hærra vöruverð og magnaði dýrtíðina.
Ofan á þetta bættist matvælaskortur í
stærstu borgunum.
Þrátt fyrir alla þessa erfiðleika, tókst
Rússum að vinna sigra á Austurríkis-
mönnum sumarið 1916 og taka fjögur-
hundruð þúsund fanga, en sókn þeirra
gegn Þjóðverjum mistókst. Nú var minni
skortur á skotfærum en áður, bæði var
að Rússum höfðu borizt birgðir frá
jandamönnum og meginhluti rússnesks
iðnaðar hafði verið stríðsvæddur, 73% iðn-
verkamanna fengust eingöngu við her-
gagnaframleiðslu. Sókn Rússa gegn Þjóð-
verjum batt fjölda þýzkra liðsveita á
austurvígstöðvunum og jafnframt jókst
herstyrkur bandamanna á vesturvígstöðv-
unum, svo að Bandamenn væntu sér
sigra á árinu 1917, þar með taldir Rússar.
Þau öfl, sem óskuðu sérfriðar í Rúss-
landi, voru yzt til hægri og vinstri, en
forsendur þeirra voru mjög frábrugðnar.
Hægri öflin vildu með því tryggja ó-
breytt ástand, eins og áður segir, en
vinstri öflin, einkum Lenin og fylgjendur
hans, hvöttu til borgarastyrjaldar í Rúss-
landi, styrjaldar öreiganna gegn æðri
stéttunum og ijúka þar með styrjöid „im-
períalistanna", sem þeir höfðu att þjóðum
heimsins út í til eigin hagsmuna. Þessar
kenningar voru boðaðar erlendis á þing-
um sósíalista 1915 og 1916. Fulitrúar
bolshevíka I Dúmunni eða rússneska
þinginu boðuðu fyrst þessar kenningar
1914 og 1915, en þá voru þeir handteknir
og sendir í útlegð. Lenin var um þetta
leyti lítt þekktur meðal rússneskra lág-
stétta, en kenningum hans var dreift af
áróðurshópum flokksins og festu rætur
meðal iðnverkalýðs og einnig með siunum
herdeildum á vígstöðvunum. Hér komu
einnig önnur öfl við sögu, sem voru áróð-
ursmenn þýzku herstjórnarinnar meðal
rússneskra lágstétta.
Pólitískt ástand Rússlands fór ekki
fram hjá þýzku stjórninni. Þegar tók að
halla á Miðveldin, var tekið að vinna að
því af meiri krafti en áður að styðja þau
öfl innan Rússlands, sem voru andstæð
ríkjandi stjórn, og veikti þannig hernað-
armátt og samstöðu þjóðarinnar. Austur-
ríkismenn studdu sjálfstæðisbaráttu hinna
ýmsu þjóðarbrota, sem byggðu Rússland,
þegar á árunum fyrir styrjöldina, Þjóð-
verjar ráku varkárari pólitík, vegna
þeirra nánu tengsla, sem Vilhjálmur II
vann að, að tækjust með honum og
Nikulási II. Lenin bjó í námunda við
Krakow, sem þá var á austurrísku yfir-
ráðasvæði, 1912, Trotsky bjó í Vínarborg
frá 1910 og stjórnaði þaðan baráttunni og
ýmis önnur róttæk og þjóðernissinnuð öfl
höfðu þar aðalstöðvar.
Stuðningur Þjóðverja við Lenin
Þegar leið á styrjöldina tóku Þjóðverj-
ar í sínar hendur rekstur þessarar starf-
semi. Það var stöðugur straumur manna
hinna ýmsu þjóða, sem byggðu Rússa-
veldi í þýzku sendiráðin í hlutlausu lönd-
unum. Úkraínumenn, Pólverjar, menn frá
Kákasus, Finnar og einnig byltíngamenn.
Allt þetta fólk vildi stofna frelsisnefndir,
gefa út þjóðernissinnuð blöð og tímarit
og vinna að stofnun frelsisráða og útlaga-
stjórna I hinum ýmsu löndum Rússaveldis,
sem ekki voru byggð Rússum.
í byrjun stríðsins var tekið upp eftirlit
með fólki frá óvinalöndunum; sumir voru
látnir búa áfram í Þýzkalandi, en öðrum
var skipað að yfirgefa landið þegar í
stað. Það virðist ekki hafa verið unnið að
þessu eftir neinu kerfi. Tilviljunin virðist
stundum hafa ráðið aðgjörðum. Þó var
það ekki alveg einhlítt. Lenin var hand-
tekinn í upphafi styrjaldarinnar, en var
sleppt aftur eftir fjórtán daga varðhald.
Hér komu til áhrif austurrískra sósíal-
demókrata, sem hlutuðust til um að honum
yrði sleppt á þeim forsendum, að hann
gæti síðar orðið Miðveldunum þarfur sem
andstæðingur keisaraveldisins. Lenin og
4