Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 1967 11 - UPPREISN KÆFÐ Ræða sú, sem Kr.úsjeff hélt á 20. flokksþingi sovézka komm únistaflokksins í febrúar 1956, leysti úr læðingi sterk öfl þjóðernistilfinninga, frelsis- vona og rótgróinnar andúð- ar á hinu kommúnistíska ein- ræði í flestum löndum Aust- ur-Evrópu, en hvergi í eins ríkum mæli og Póllandi og Ungverjalandi. Þar brauzt skyndilega út gremja vegna óbærilegra lífskjara, mis- taka, vanefnda og glæpa hinna kommúnistísku leið- toga. I Ungverjalandi var þjóðarbylting bæld niður með sovézkum skriðdrekum. I júní efndu verkamenn í Poznan í Póllandi til upp- þota, og með loforðuni reyndu kommúnistaleiðtogarnir að hefta vaxandi ólgu hvar- vetna í landinu. Starfsmenn öryggisþjónustunnar voru handteknir, og hinn hataði yfirmáður leynilögreglunn- ar, Berman, settur af. Harðar deilutr risu innan miðstjórn- arinnar milli þeirra, sem vildu gera tilslakanir, og þeirra, sem vildu, að hörku yrði beitt. Gomulka, sem fangelsaður hafði verið á Stalínstímanum, fékk upp- reisn æru, og yfirmaður sovézka liðsaflans í Póllandi, Roteossovsky miarskálbur, var rekinn úr stjórnmálaráð- inu. 18. október kom Krúsjeff til Varsjár ásamt fjölmennri sendinefnd til að berja Pól- verja til hlýðni, en hann kom of seint. Meðan hann var á flugvellinum, kom mið- stjóm kommúnistaflokksins saman til fundar og kaus Go- mulka, sem þá var almennt talinn andstæðingur stalín- isma og sovézkrar yfirdrottn- unar, lefðtoga flokksins. Krú- sjeff varð að sætta sig við orðinn hlut, og Gomulka hélt völdunum. Álit manna á Go- mulka átti eftir að breytast, en það er staðreynd, að frels- isþrá almennings lyfti honum í valdasessinn. Atburðirnir í Póllandi höfðu geysimikil .áhrif í Ung- verjalandi. 23. október komu stúdentar saman í Búdapest til að krefjast þess, að slakað yrði á hinni stalínistísku ógnarstjórn, sem Erno Gerö, aðalritari kommúnistaflokks- ins var aðalfulltrúinn fyrir. Kröfur stúdenta voru þjó'ð- ernislegs eðlis, en ekki and- kommúnistískar. Aðalkrafan var sú, að Imre Nagy, gamal- reyndur kommúnisti, sem áunnið hafði sér virðingu fyrir hófsama stefnu, er hann var forsætisráðherra á árun- um 1953 til 1955, myndaði nýja ríkisstjórn. Skyndilega lét stjórnin til skarar skríða. Öryggislögreglan hóf skot- hríð á friðsaman og vopn- lausan mannfjöldann fyrir framan útvarpsstöðina. Gerö lýsti yfir herlögum og kvaddi rússneskar hersveitir á vett- vang til að hreinsa göturnar. Um kvöldið var risalíkneski af Stalín steypt af stalli. Snemma næsta morgun hófst byltingin fyrir alvöru og frelsishetjur börðust gegn sovézkum skriðdrekum á göt- unum. Alls komu 10.000 rúss- neskir hermenn til Búdapest með skri'ðdreka og brynvarða vagna. Bardagar hófust um alla borgina, rússneskir her- menn og menn úr öryggis- lögreglunni stráfelldu mann- fjölda fyrir framan þinghúsið. Ungverski herinn gekk í lið með byltingarmönnum og dreifði vopnum til frelsis- sveitanna. Miðstjórn komm- únistaflokksins kom saman til fundar og skipaði Nagy for- sætisráðherra, en of margt hafði gerzt, til þess að þessi sigur hefði nokkur áhrif á uppreisnarmennina. Síðla dags komu sovézku kommún- istaleiðtogarnir Anastas Mik- oyan og Mikhail Suslov flug- leiðis frá Moskvu, og fóru þeir í sovézkum skriðdrekum frá flugvellinum til aðal- stöðva kommúnistaflokksins. 25. október var Gerö viki’ð úr embætti flokksleiðtoga, og eftirmaður hans var skipaður Janos Kadar, sem setið hafði í fangelsi á Stalínstímanum. Stalínistar voru þó enn í meirihluta í flokknum og stjóminni. Um morguninn var ástandið heldur rólegra en daginn áður, og sovézkir skriðdrekar réðu lögum og lofum á götunum. Efnt var til nýrrar mótmælagöngu til þinghússins síðdegis, og ör- yggislögreglan skaut á mann- fjöldann ofan af húsaþökum. Daginn eftir tók byltingin að breiðast út um landsbyggð ina. í Búdapest var lýst yfir útgöngubanni, en bardagar héldu áfram í ýmsum mikil- vægum stöðum, sem bylting- armenn höfðu enn á valdi sínu. Mikoiyan og Suslov fóru úr landi, og i fylgd með þeim var Gerö. 27. október mynd aði Nagy nýja ríkisstjórn, og var dregið til muna úr áhrif- um stalínista. Ungversiki her- inn gekk allur í '’íð með bvlt- ingarmönnum að öryggislög- reglunni undanskilinni, og Kilian-herbúðirnar í Búda- pest urðu aðalmiðstöð and- spyrnunnar undir stjórn Pal Maleters hershöfðingja. 28. október réðu Rússar að miklu leyti við ástandið í Kili an-herbúðunum. Skriðdrekar voru á verði á öllum helztu götum, og leitað var á vegfar endum. Lífið færðist næstum því í eðlilegt horf, og Nagy flutti útvarpsræðu, þar sem hann hét því, að sovézkar her sveitir yrðu fljótlega kvaddar á brott frá höfuðborginni. Mikoyan og Suslov komu nú aftur frá Moskvu og höfðu í BLúei me’ðferðis yfirlýsingu frá sov- étstjórninni þar sem orðið var við flestum kröfum byltingarmanna og heitið var að endurskoða dvöl sovézkra hersveita í Ungverjalandi. 30. október héldu rússnesku hersveitirnar á brott frá Búda pest, og komið var á fót al- þýðuher undir stjórn Pal Mal eters hershöfðingja. Nagy lýsti því yfir, að lokið væri dögum einsflokksstjórnar og hófst handa um myndun nýrr ar stjórnar með þátttöku allra flokka, sem störfuðu 1945. — Daginn eftir lýsti Nagy yfir því, að sovétstjórnin hefði faUizt á að kalla heim herlið sitt frá Ungverjalandi. Sama dag hófst brottflutningurinn. Mikoyan og Suslov héldu heimleíðis og virðast hafa samþykkt ráðstafanir Nagys til að koma á lögum og reglu. Meðan þessu fór fram vökn uðu stjórnmálaflokkar, sem kommúnistar höfðu bannað, til lífsins og mikill stjórn- málaáhugi greip um sig. Kad- ar talaði um nýja „þriðju leið“, sem enga samleið mundi eiga með títóisma eða kommúnisma Gomulka. Nagy hafði áður lagt til, að Ung- verjaland yrði hlutlaust ríki og aðrir rá’ðherrar höfðu hvatt til þess, að Rússar slepptu öllum tökum sínum á þjóðinni. Mindzenty kardin- ála hafði verið sleppt úr haldi og kirkjan fagnaði fengnu frelsi. En fljótt skipast veður í loftL 1. nóvember bárust þær fregnir, að sovézkar her- sveitir hefðu aftur sótt inn í landið. Nagy fyrirskipaði myrkvun, þegar þessi skelfi- legu tíðindi bárust. Sóvézki sendiherrann fullvissaði hann um, að þessir liðsflutningar væru „algerlega eðlilegir” og að tilgangur þeirra væri sá a'ð tryggja öruggan brottflutn ing sovézkra borgara. Nagy ákvað að fordæma Varsjár- bandalagið, lýsa yfir hlutleysi Ungverjalands og biðja Sam- einuðu þjóðirnar um vernd. Um nóttina hvarf Kadar. 2. nóvember bárust uggvæn legar fréttir frá landamæra- héruðunum. Sovézkir skrið- drekar streymdu inn yfir landamærin og umkringdu flugvelli, járnbrautastöðvar og stjórnárbyggingar. Nagy skoraði á stórveldin að virða hlutleysi Ungverjalands og skipaði Maleter hermálaráð- herra og fól honum að ræða við Rússa. Daginn eftir kom sovézk hermálasendinefnd til þing- hússins í Búdapest og hóf vfð ræður við Maleter. Kl. 11 um kvöldið hringdi Maleter í Nagy til að skýra honum frá gangi viðræðnanna. Símalín an var skilin eftir opin, svo að þeir gætu stöðugt ræðzt við. Um miðnætti var símtól ið lagt á. Ivan Serov hers- höfðingi handtók Maleter. Kl. 4 aðfaranótt sunnudags ins 4. nóvember var Nagy vakinn og honum sagt, að sov ézkar hersveitir hefðu sótt inn í Búdapest. Öll mót- spyrna var miskunnariaust brotin á bak aftur. Þegar bar- dagarnir stóðu sem hæst, kom Kadar aftur fram á sjónar- svfðið sem forsætisráðherra nýrrar stjómar, sem Rússar skipuðu. Mindzenty kardináli leitaði hælis í bandaríska sendiráðinu, þar sem hann dvelst enn. Nagy og stuðnings menn hans leituðu athvarfs í júgóslavneska sendiráðinu. — (Nagy var tekinn af lífi í júní 1958). Byltingunni var lokið. Ár- angurslaust sendi útvarpsstöð byltinga'rmanna neyðaróp til Yesturveldanna og Samein- uðu þjóðanna: „Hjálpið okk- ur, hjálpið okkur. — S O S. S O S. — Ungverjaland kall- ar. Við biðjum hinn vestræna heim um aðstoð. Hjálp, bjarg- fð okkur . “ Frelsisvon- irnar og þjóðarbyltingin drukknuðu í blóði, og Veistur- veldin og Sameinuðu þjóðirn ar vildu eða gátu ekkert að- hafzt. Heimsálitið sneriist öndvert gegn Rússum þegar þeir bældu niður byltinguna í Ung verjalandi, nákvæmlega á sama hátt og er þeir innlim- uðu Eystrasaltslöndin og réð- ust á Finnland, Þessar smá- þjóðir, sem þannig urðu öþyrmilega fyrir barðinu á yfiirgangi Rússa, hlutu sjálf- krafa samúð heimsins. Ungverjalandsbyltingin var þyngsta áfallið, sem komim- únistar höfðu orðið fyrir frá upphafi. Sameinuðu þjóðirn- ar fordæmdu framferði Rússa, mörg ríki létu í Ijós andstyggð sína og margir meðlimir kommúnistaflokka í mörgum löndum sneru baki við kommúnisma. Júgóslav- neski kommúnistinn Djilas kallaði Ungverjalandsbyltiing- una upphafið að hruni kotmm- únismans. Hún kom af stað frelsisöldu, sem ekki varð stöðvuð. Eftir hana var von- laust að snúa aftur til stalín- isma, og smám saman hlaut þróunin að stefna í frjáis- lyndari átt. 1 Búdapest haustið 1956.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.