Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 8
I 8 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 1967 Hermenn krjúpa frammi fyrir keisara sínum, Nikulási II. - Aðdragandi Framhald af bls. 7 stöðvun 1 öllum iðnverum borgarinnar. Verkamenn afvopnuðu lögregluna í út- hverfunum. Hersveitum var skipað að brjóta mótþróann á bak aftur en þær hlýddu oft ekki fyrirskipunum og neit- uðu að skjóta á verkamenn. Kósakkar sem kallaðir voru út, studdu í mörgum tilfell- um verkamenn. Daginn eftir sleit keisar- inn þinginu og Ivanov, herforingi, var sendur með herdeild til borgarinnar til þess að bæla niður óeirðimar. Þessar ráðstafanir dugðu lítt til þess að bæla niður uppreisnina, en nægðu til þess að varna því, að þingið gæti náð tangar- haldi á þeim öflum, sem nú léku lausum hala. Aðalástæðan fyrir óeirðunum í Péturs- borg var matvælaskortur .Hermennirnir fengu sinn venjulega skammt eins og áð- ur, en aginn var rokinn út í veður og vind. Á fyrstu dögum óeirðanna hafði þeim verið bannað að skjóta á verka- menn og þar með fengu áróðursmenn tækifæri til þess að tala við hermennina, þeir blönduðust múgnum og þegar ákveð- ið var að láta til skarar skríða þurfti að þvinga þá til aðgerða. Það magnaðist með þeim andúð á því að beita skotvopnum á fólk, sem þeim hafði verið bannað að skjóta á fyrir þremur dögum; þeir sáu ekki ástæðu til aðgerða nú og 27. febrúar / 12. marz var svo komið, að byltinga- lýður óð uppi í borginni. LÖgreglumenn voru drepnir, fangelsin opnuð og kveikt í dómshúsunum. Varaliðssveitir, sem voru um þessar mundir í Pétursborg, gengu í lið með múgnum. Nokkrir liðsforingjar voru drepnir. Lögreglustjórinn, herstjór- inn og stjórnin réðu ekki við neitt. Stjórn- leysíð ríkti. , Þingmenn komu saman í Tau^ida-höll- inni og þangað streymdi múgnrinn eins og hann vænti sér fyrirmæla. Um há- degið ákvað þingið að hefjast handa, kos- in var bráðabirgðanefnd 12 manna. — Rodzianko, forseti þingsins, var kosinn formaður. Frjálslyndir og hægrimenn voru í meirihluta. Þingmenn sósíalista komu til hallarinnar á sama txma og aðrir þingmenn, en þeir unnu ekki með þing- inu, heldur reyndu að stofna til stjórnar svipaðri ráðunum 1905. Þingmenn hikuðu við að taka völdin, loks um kvöldið var ákveðið að setja fulltrúa þingsins í allar stjómarskrifstofur. Ráðherrar keisarans voru handteknir. Um 'sama leyti voru stofnuð ráð verka- manna og hermanna í forsal Taurida- hallarinnar. Keisarinn hélt frá aðalstöðvum hersins til Tsarskoe Selo 13. marz og 14. marz á- kvað hann að leggja niður völd. Þingið útnefndi nú briðabirgðastjóm, með Ge- orge Lvov sem forsætisráðherra, Guchkov hermálaráðherra, Miliukov utanríkisráð- herra; sósíalistinn Kerensky var dóms- málaráðherra. Fyrsta verk hinnar nýju stjómar var að tryggja sér afsögn keis- arans. 2. marz / 15. marz ritaði Nikulás U imdir valdaafsalið og fól bróður sínum, Mikael stórfursta, að taka við keisara- tigninni, en hann neitaði. Þar með var lokið völdum Rómanoff-ættarinnar i Rússlandi. Valdataka kommúnista Bráðabirgðastjómin hlaut þegar í stað beina og óbeina viðurkenningu allra landsmanna og herstjómarinnar. Stuðn- ingsmenn keisarastjómarinnar gerðu enga tilraun til andstöðu. En brátt kom í ljós, að stjórnina skorti raunverulegt vald vegna stofnunar ráða verkamanna og her- manna. Fyrsta tilskipun hennar var mjög mótuð af ráðunum og þar var ákveðið, að hermenn, sem áttu hlut að byltingunni, skyldu vera kyrrir í Pétursborg, auk þess sem landsmönnum vom tryggð almenn mannréttindi. Jafnframt þessu gáfu ráðin út fyrstu skipun sína um stofnun og stöðu her- mannaráða, og þar með upplausn rúss- neska hersins. Það var greinilegt, að ráð- in stefndu að því að hætta styrjaldarþátt- tökunni. Það kom fljótlega í ljós, að hin raunverulega stjóm landsins var í hönd- um ráðanna, sem vildu þó ekki taka völd- in opinberlega af ótta við afstöðu mið- og æðri stéttanna. Það voru því tvær ríkisstjórnir starf- andi í Pétursborg. Þingið ætlaði sér að starfa samkvæmt þingræðisvenjum Vest- urlanda, án þess að taka tillit til rúss- neskra aðstæðna og byltingatímanna. Hér þurfti skjótar ákvarðanir ef einhverju átti að koma fram, en I stað þess var setið á rökstólum og á meðan unnu öfl fjándsamleg þinginu og fyrirmyndum þess, að falli þess. Ráðstjórnin samanstóð af 2.500 verka- mönnum og hermönnum, sem kosnir voru í verksmiðjum borgarinnar og af herdeildunum, sem voru þar samankomn- ar. Eftir að Lenin kom til Pétursborgar klufu bolshevíkar sig úr Sósíaldemókrat- íska flokknum og stofnuðu flokk, sem síð- ar nefndist Kommúnistaflokkurinn. Fylgis- menn Lenins í ráðstjórninni voru fáir fyrstu mánuðina, en þvi harðari áróðurs- menn, svo að áhrifa þeirra gætti mun meir en fjöldi þeirra gaf til kynna. Krafa Lenins var, að öll völd yrðu í höndum ráðstjórnarinnar. Styrkur ráðanna byggð- ist á þvi, að þau höfðu náin tengsl við fjöldann og bráðlega voru slík ráð stofnuð í öllum borgum Rússlands, þorpum og her- deildum. Á fyrsta Ráðstjómarþinginu, sem kom saman 16. júnl 1917, voru sósíalskir bylt- ingamenn fjölmennastir, 285 fulltrúar. menshevíkar 248 og bolshevíkar 105. Helzta deiluefnið á þessu misseri var afstaðan til styrjaldarinnar. Áróðurinn gegn styrjaldarþátttökunni hófst opinber- lega í marz. Kerensky verður her- og flotamálaráðherra í nýrri stjórn, sem mynduð var í maí og hann stóð fyrir nýrri sókn rússnesku herjanna, til þess að binda enda á styrjöldina. Ástandið innan hersins var orðið mjög slæmt, agi var enginn og birgðaflutningar stopulir, svo að sókninni lauk með ósigri. Um svipað leyti hófst uppreisn bolshevíka 1 Péturs- borg, sem var bæld niður og foringjarnir handteknir, en Lenin flýði til Finnlands. Þetta var í rauninni eina tækifærið, sem bráðabirgðastjórnin fékk til þess að kveða niður bolshevíka, en það var ekki notað. Síðla sumars hófst hin svonefnda uppreisn Kornilovs hershöfðingja, sem var bæld niður af Kerensky með aðstoð vinstri afla. En með þessum sigri var í rauninni úti um Kerensky og stjórn hans. Komilov hafði endurreist agann I rúss- nesku herjunum meðan hann var yfir- hershöfðingi og herinn hefði getað orðið stjórninni sá styrkur, sem hana skorti til aðgerða gegn ráðunum, en misskilningur og afbrýði Kerenskys kom í veg fyrir það og þessvegna setti hann Komilov frá embætti, og herinn hóf þá uppreisnina. Eina von bráðabirgðastjórnarinnar voru kosningarnar til stjómlagaþingsins, sem fram áttu að fara þann 25. nóvember. Bolshevikar ákváðu að koma í veg fyrir þessar kosningar og kölluðu saman ráð- stjórnina þann 7. nóvember. Þeir höfðu notað timann vel til áróðurs, þeir höfðu úrslitavald í helztu iðnaðarborgunum og krafa þeirra um brauð, jörð og frið féll I þann jarðveg, sem byltingamenn höfðu erjað, ýmist á eigin snærum eða útsendir af óvinaþjóð. Aðfaranótt 25. október / 7. nóvember tóku hersveitir bolshevíka stjórnarbyggingamar í Pétursborg og festar vom upp tilkynningar um stefn- una. 1. Friðarsamningar þegar í stað. 2. Skipting stórjarða. 3. Verkamenn taki stjórn verksmiðja í sínar hendur. 4. Stofnun ráðstjómar. Þar með hófst nýr þáttur rússneskrar sögu. (The New Cambridge Modem History XII; Vernadsky: A History of Russia 1961; Carr: The Bolshevik Revolution Vol. I. 1950; George Katkov: Russia 1917 — The February Revolution 1967; Paléologue: La Russie des Tsars pendant la Grande Guerre 1921—22; Futrell: Northem Under- ground.... 1963; G. Bonnin: Les Bolché- viques et 1‘argent allemand pendant la prémiere guerre mondiale (Revue Hist- orique 1965); Melgunov: Zolotoy nemetsky klyuch k bolshevistskoy revolyutsii 1940). SÚ hreyfing, sem kölluð hefur veriS marxismi á sér enga hliðstæðu í ver- aldlegri sögu síðustu hundrað ára. Hún hefur orðið til þess að gerbreyta lífs- háttum og hugsunarhætti meirihluta mannkynsina. Engu að síðuir er myndin af höfundi þessarar hreyfingar, Karli Marx sjálfum fremur óljós og kenning- lar hans hafa aldrei verið nákvæmlega ■og óyggjandi skilgreindar. Meðan Marx lifði átti hann í sífelld- um deilum við aðra byltingarsinna um, kenningar sínar og hann fyigdi þar ætíð þeirri regki, að ,,sá, sem ekki er með mér, er á móti mér“. Eftir frá- tfali ’hans og fram að byltingu Leníns fetóðu stöðugar deiluir milli sósialdemó- krata í Evrópu um það, hver væri hmn eini sanni og rétti skilningur '& kenningum meistarans. Rússneskir marxistar deildu við þýzka marxista >og þar fram eftir götunum og sjálfirt deildu þeir innbyrðis. Það var ekki fyrri en Lenín náði völdurn í Rússlandi og íelldi sinn eigin marxíska skilning, að( rússneskum hefðum, sem lát varð á( þessum deilum. Lenínskur marxismi varð ofan á og‘ alisráðandi fram til þess, að Kínverj- >ar með Mao Tze tung í broddi fylk-i ingar fóru að leggja í kenningar hans’ isinn eigin skilning og samræma þæn kínverskum hefðum og hugsunarhætti. IÞar með reis fyrst ágreiningur milli sovézkra og kínverskra kommúnista, sem þó varð ekkj alvarlegur fyrr eni eftir 1956 og nú líta Kínverjar á Rússa sem erbisvikara við málstað Marx. En það kunna að eiga eftir að koma, fram á sjónarsviðið enn aðrir boðber- 'ar marxismans með enn annan skiln- ing á honum, því að ritverk hans og kenningar eru svo sneisafull af mót- sögnum, að þar getur hver lagt í sinn skilning. Karl Marx var faðir byltingarinnar og þeirrar byltingaraldar, sem við nú lifum á. Og hann hefur ekki aðeins, haft áhrif á þau lönd, sem nú búai Við sósialisma hel'dur öll önnur löndl heimsins, m.a. þau lönd, sem hann taldii að fyrst mundu verða fórnarlömib kommiúnismans en hafa til þessa dags' getað haldið honum í skefjum, m.a. með því að vinna að ýmsum markmiðumi hans eftir öðrum leiðium. Láta mun nærri að Karl Marx hafi Verið fyrir þjóðfélagsvísindin það sem Charles Darwin var líffræðinni. S'á var aðeins munurinn á þeim, að Karll !Ma,rx var ékki eins vísindalega eða rökfast hugsandi og Darwin. Hann rann sakaði ekki og leitaði, unz hann hafðii tfundið hinn eina sannleika, hann fann fyrst sannleikann og leitaði síðan að tetoðum til að renna undir hann. Karl Ma,rx var ekki fyrst og fremst' sérfræðingur í efnahagsmálum, ekki' fyrst og fremst sagnfræðingur, ekki fyrst og fremst þjóðfélagstfræðingur, ekki fyrst og fremst hugmyndafræð- ingur. Hann var allt þetta í senn, og tfyrst og freimst hatfði honum opinber- azt sannleikurinn. Hann leitaði ekki sannleikans, hann þekkti hann, hann einn. Hann grúskaði í bókum, reifst skrifaði og leitaði leiða til þess að sýna- tfram á, að sá sannleikur, sem hafði' opinherazt honum væri hinn eini og sanni sannleikur. Honum hafði vitrazt sú staðreynd, að imannkynið h,efði í hinni hörðu baráttu' ifyrir efnahagslegri afkomu verið nið- Urlægt og hefði fjarlægzt hið sanna eðli sitt. Og þá aðeins mundu menn- árnir finna sig á ný, þegar þessi bar-- átta vaeri á enda. En baráttunni mundi iekki linna fyrr en útrýmt hefði verið löllum stéttarmismun, fyrr en tekið 'væri endanlega fyrir, að einn hópur Imanna gæti lifað á því að arðræna annan. Og eina leiðin til þess að losna *við stéttarmismuninn var að berjast hinni aldagömliu stéttarbaráttu til sig- urs, sameina hinar fjölmennu kúguðu stéttir í baráttu gegn arðránsstéttunum og þurrka þær út. Þegar sigur væri unninn í þessari sið (ustu stéttarbaráttu mundi hefjast tíma- bil hins stéttlausa þjóðtfélags, þar sem rikja mundi samræmi og jöfnuður. Þá mundi nýr þáttur mannkynssögunnar hafinn. Þannig var í stuttu máli draumur Karl^ Marx, draumurinn, sem hann' trúði á eins og Guð. Fjölskylda og vinir hans kölkiðu hann „márann“. Hann var maður mik- ill vexti, með þykkt svart úfið hár og ’skegg. Hörundsdökkur var hann og í| augunum æðisglampi. Skap hans var mikið og ört, sveiflaðist milli villimanns' legrar reiði og barnslegrar blíðu. En . ‘aðeins 4)9 ára var þessi þýzki Othello orðinn skar. Stór og þrekinn líkami hans engdist atf kvölum, húð hans var alsett kýlum og kaunum, hann var orð-i inn hæruskotinn og brennandj augut byltingarmannsins dautf og dapurleg, eftir 2'5 ára fátækt, áföll og auðmýk- ángu. Þó stóð hann á hátindi ævistarfs isíns. Hann hafði nýverið fengið í hend- -ur útgefanda slínum í Hamiborg hand- Titið atf 1. bindi ritverksins, er verða látti hans bautasteinn. Das Kapital hét það og kom út 14. septemiber 1867. Þegar hann hatfði afhent handritið tfór hann til Hannover að hvíla sig. IÞaðan skrifaði hann vini sínum Fried- Tieh Engels, sem hafði haldið í honum líftórunni árum saman. „Það, sem mér tfinnst skeltfilegast við að fa-ra atftur til 'London er að ég er töluvert skulid- ugur þar. Það boðar áhyggj.ur á ný af Engels afkomu fjölskyldunnar, árekstra heima‘ tfyrir, líf á flótta stað úr stað í staðl þess að ganga ferskur og frjáls till Btarfa“. Eins og alltatf áður sendi Eng-i ‘els peningana og Marx hélt áfram að< Vinna að Das Kapital. Hann átti etftip *að skrilfa þrjú bindi til viðíbótar. Hanru lifði 16 ár eftir þetta en tókst aldreil að ljúka verkinu, m.a. vegna þess aðj 'verkefnið sjálft, kapitalisminn tókj hraðari breytingum á þessum tíma eni IMarx hafði órað fyrir eða vildi við-i lurkenna. Karl Ma,rx var fæddur í Triér 5. maí árið 1818, einn af sjö bömum for- leldira sinna, er voru af Gyðingaætt- um, þýzkum og hollenzkum. Faðir hanst Œíeinrich Marx var lögfræðingur, hafði/ Itröllatrú á prússnesku upplýsingastefn- unni og lét skíraSt til kristinnar trú- ar. Hann var allvel efnum búinn og viðurkenndur meðal betri borgara. IHann veitti börnum sínum öll skilyrði og tækifæri til mennta og sýndi þeim imikið umburðarlyndi. Sextán ára að aldri varð Karl Marx ytfir sig ástfanginn af vinkonu systur sinnar, Jenny von Westphalen að nafni, en hún var sex árum eldri en hann. Œíann var ekki beinMnis álitlegur bið- <111, enda orðinn áhyggjuefni föður síns. •Hann var ljóngáfaður en latur og á- •kaflega stefniulaus. Hann sló sér fé á ibáðar hendur og safnaði skulduim. Segja imætti, að hann hafi verið diæmigerður 'kaffihúsaheimspekingur, eins og þeir 'gerðust víða í Evrópu á þessium tíma. (Hann kunni vel að meta góð og fall- eg föt og sló sér töluvert út, jafn- tframt því sam hann laug blygðunar- 'laust að skyldtfólki sínu um nám sitt tog störf. En Jenny von Westphalen elskaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.