Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 1967 23 Lenín og Stalín á byltingarárunum. þessa mlkl* rfkis og mörgu' þjóða, seim það þyggðu. En holl' usta þegnanna var sprottin af ótta en ekki elsku og við vit- um nú hversu holl og ánægju leg honum sjálfum varð þessi dvöl hæst á hefðaxtindi. Hann fórnaði öllu á altari valda sinna og drauma, skylduliði og náraustu vinum, samstarfsmönn um og flokksfélögum, tugmillj ónum manna af öllum stéttum og það, sem lifði þjóðanna, færði hann í andlega hlekki, sem þeim hefur ekki enin tek- izt að brjóta að fullu. 1 kringum 1935 hófust hinar skelfilegustu þvingunarráðstaf- amir og hreinsanir og í kjölfar ið fylgdu réttarhöldin ill- ræmdu, sem eflaust verður minnzt um alla framtíð, sem eins mesta smánarbletts á rétt arsögunni. Mönnum var varp- að í famgelsi og vinnubúðir fyr ir litlar eða engar sakir eða gamlar ávirðingar eða eitthvað, sem einhverntíma hafði verið gert eða sagt gegn Stalín. Og þar sem ekki var hægt að finna meinar átyllur, voru þær búnar til, ákærur upplognar og pynt- ingum beitt til þess að fá menn til að játa á sig hinar hroða- legustu sakir. í leyniræðunni 1966 sa.gði Krúsjeff um þetta tímabiR „Stalín var upphafsmaður hug taksins. „fjandmaður fólksins“. Sú nafngift gerði það fyrirfram óþarft að sanna nokkra fræði- lega villu manns eða mann.a, sem við var deilt, sú nafngift gerði það unnt að beita grimmi' legustu kúgun o,g brjóta aliar reglur hins byltingarsin.naða réttarfars við hvern þann, sem ó einn eða annan hátt greindii á við Stalín, var gr.unaður umi fjandsamleg áform eða hafði fengið á sig miður got.t orð, Þetta hugtak, „fjan.dmaður fólksins“ útilokaði í raun og veru alla fræðilega baráttu, já, meira að segja alla möguleika á því að láta skoðanir sínar í< Ijós á nokkru máli, jafnvel þótt það væri ekki nema hagnýts eðlis. Andstætt öllum gildandi réttarreglum varð „játning" hins ákærða sjálf í reynd svo til eina sönmunin um sekt hans, sem notuð var, en eins óg síð- ari rannsóknir hafa leitt í ljós, fékkst sú „játning“ með líkam' legri þvingun við hinn ákærða. Þetta hafði í för með sér hrylli legt brot gegn réttarfari bylt- ingarinnar, sem og þá stað- reynd að mörg.um algerlega sak lausum mönnum, sem áður thöfðu verið á línu flokksins, var fórnað. Það verður að taka það fram um þá menm, sem eitt sinn höfðu beitt sér gegn línu flokksins, að oft var engm fullnægjandi ástæða til þess að útrýma þeim líkamlega. En nafngiftin „fjandmaður fólksins“ var einmitt tekin upp til þess“. Síðar sagði Krúsjeff: „G'^-ræðisleg framkoma eins varð öðrum hvöt og heimild til gerræðis. Fjöldahandtökur, nauðungarflutningar á mörgum þúsundum manma í útlegð, af- tökur án réttarhalda og venju legrar rannsóknar — allt skap aði þetta andirúmsloft óvissu, ótta og jafnvel örvæntingu". Krúsjeff upplýsti, að af 139 miðstjórnarmönnum og vara- mönnum miðstjórmarinnar, sem kn'-;r vor,.i á 17. flokksþinginu 1934, hefðu 98 verið teknir fast ir og skotnir flestir á árunum 1937—38. Og af 1966 fulltrú- um. sem höfðu atkvæðis eða tiUögurétt á þinginu hefðu 1198' verið teknir fastir og sakaðir um gagnbyltingarsinnaða glæpi. Síðar sagði Krúsieff um handtökurnar: „Þegar mál sumira þessara svokölluðu „njósnara“ og „skemmdar- varga“ voru rannsökuð nýlega, kom í ljós. að þau hafa öll verið fölsuð. Sektarjátningar margra þeirra, sem teknir voru fastir og sakaðir um fjandsam legt athæfi. vor.u fengnar með grimmilegum og villimannleg- um pyntinguim . . . Þau sví- virðilegu vinnubrögð voru lát- in viðgangast að NKVD (örygg islögreglanl væri látin gera skrá um menn, sem stefna átti fyrir henrétt og dæma þar fyr irfraim undirbúnum dómum. Jesjov (yfirmaður öryggislög- reglunnar) va-r vanur að senda Stalín sjálfum þessar skrár til þess að fá samþykki hans til refsin.ga, sem fyrirhugaðar voru. Árið 1937—38 voru 383 slíkar skrár sendar Stalin með nöfnum margra þúsunda starfs manna flokksins, ráðstjórnar- innar, æskulýðssambandsins, hersins og atvinnulífsins. Hann samþykkti þær“. Síðan gat Krú sjeff, að 7679 m-önnum hefði þá verið veitt uppreisn æru — „að vísu mörgum þeirra dauð um“. Jesjov var yfirmaður örygg- islögreglunnar í þessum hreins unum. Áður höfðu þeir gegnt því embætti Menshinskí, sem stjórnaði baráttunni gegn bænd um, en lézt árið 19-34 af „hjarta lörnun", að sagt var þá, en var í rauninni myrtur af eftir- man.ni sínum í emibættinu, Gen rikh Ja-goda. Sá var handtek- inn árið 1937 og sakaður um allskonar glæpi í starfinu. Hann var líflátinn árið 1938, ásarnt 2000 nánustu samstarfs- mönnum sínum. En snúum okkur aftur að um mælum Krúsjeff. „Það var með fullum rétti, sagði hann, að við -ákærðum Jesjov fyrir hin ger- spilltu vinnubrögð 1937. En við verðum að svara eftirfarandi spurningum. Hefði Jesjov get- að tekið, til dæmis, Kossior fastan án vitundar Stalíns? Hefði Jesjov getað tekið á- kvörðun um svo mikilvægt mál, sem örlög þekktra flok.ks- manna. Nei, ekki frekar en önn u,r þessarar tegu-ndar. Það væri barnaskapur að halda að það hafi verið verk Jesjovs eins. Það er augljóst, að það var Sta-lín, sem tók ókvörðun um þessi mál og án fyrirmæla hans og samþykkis hefði Jes;ov ekki getað gert það, sem hann gerði. Við höfum endurskóðað þessi mál“, hélt Krúsjeff áfram, „og veitt Kossior, Rudsutak, Postyseiev, Kossarjev og fleir- um uppreisn. En fyrir hvað voru þeir teknir fastir og dæmdir? Endurskoðun sönnunargagn- anna gegn þei.m sýnir, að á- stæðan var engin. Þeir voru teknir fastir, eins og svo marg- ir aðrir án vitundar hins opin- bera ákæranda. Þegar þan-nig var astatt þurfti ekkert sam- þykki. því að um hvaða sam- þykki ga-t verið að ræða, þeg- ar Staliín ákvað allt? Hann var aðalákærandinn í þessum mál- um. Hann féllst ekki aðeins á handtökufyrirskipanir, hann ffaf bær siólfur út, að eigin frumkvæði. Þetta verður að segja. svo fulltrúarnir á flokks þinginu geti gert sér málin ljós. metið þau sjálfir og dreg- ið af þeiim réttar ályktanir. Staðreyndir sýna. að ma-rgt ger ræði var framið að fyrirmæl- um Stalíns, án þess nokkurt tillit væri t-ekið til flokksven-ju eða til réttarfars ráð-stjórnar- TÍkisins. Stalín var mjög tor- trygginn maður, sjúklega tor- trygffinn. Við, sem störfuðum með honum. þekktum hann. Hann gaf litið á mann og sagt: „Hversvegna er a-ugnaráð þitt svo óstöðugt í dag?“, eða „Hversvegna snýr þú þér þann ig og forðast að horfast í augu við mig?“ Sjúkleg tortryggni hans varð þess valdandi, að hann vantreysti öllum, jafnvel ágætum starfsmönnum flokks- ins, sem hann ha-fði þekkt ár- um sama-n. Hvarvetna og í hví vetna sá hann „fjandmenn" „m-enn með tungur tvær“ og „nj ósnara“.“ Á þes-sum árum ofsókna og brjálæðis í innanríkismálum missti Stalín þó aldrei sjónar á því mark.miði sem var hans háleitasta — að efla iðnaðinn og varnarmátt Sovétríkjanna gegn árásum úr Austri og Vestri. í þeim efnurn fylgdi hann algerlega eigin hugmynd um og hver sá, er dirfðist að mæla gegn þeim eða benda á aðrar betri, var gerðu.r höfð- inu styttri. Er talið, að á þess um árum hafi 30.000 herforingj ar ver-ið drepnir, þar á meðal alli,r foringjarnir úr Rauða hernum, sem höfðu barizt í borgarastyrjöldinni ó Spáni. Eftir réttarhöldin 1937 voru Tukhashevská, yfirmaður Rauða hersins og sjö aðrir hæst settu hershöfðingja.rnir skotnir. Gamarnik, yfirmaður stjórnmáladeildar hersins framdi sjálfsmorð. áður en leynilögreglunni tækist að hafa hendur í hári hans. Svetlana dóttir Stalíns hef- u.r í endurminningum sínum reynt a.ð varpa mestri sök á Bería, þáverandi yfirmann ör- yggislögreglunnar og kallað hann hinn illa anda föður henn ar. En ljóst er, að Stalín var sjálf ur vel á veg kominn með að hreinsa til, þegar Be.ría tók við embætti árið 1939, eftir að Jes- jov hafði verið rutt úr vegi. Og Krús.jeff sagði í leyniræðu sinni, að öryggislögreglan hefði aldrei aðhafzt neitt án vilia og vitundar Stalíns. „Þeg- ar Stalín sagðd að einhver skyldi tekinn fastur, varð að taka það sem trúaratriði, að sá hinn sami væri „fjandmaður fólksims“. Samtímis hafði glæpa hyski Bería, sem stjórnaði ör- yggislögreglu ríkisins sig allt við til þess að sanna sök hins handtekna og sannindi þeirra gagna, sem það sjálft hafði falsað“. XXX Sumarið 1941 varð Stalín að taka sér frí frá hreinsunarstörf um þar sem hann fékk um annað að hug’sa — styrjöldina — og bandamaður hans, Adolf Hitler, sem hann hafði gert við hinn illræmda samning árið 1939, tók við útrýmingarher- ferðinni gegn sovézku þjóðinni. Um viðbrögð Stalíns í styrjöld- inni og stjórna.rstörf hans á þeim árum, er enn margt á huldu. Sumir telja víst, að Stal ín hafi gert sér Ijóst, að Sovél ríkin voru algerlega vanbúin að eiga í strfði við Þjóðverja og talifð óhjákvæmilegt að gera samninginn við Hitler til þess að vinna tíma til að endur- skipuleggja og a.uka vopnaf.ram leiðsluna. Krúsjeff sagði í leyniræð’Unni, að Stalín hefði ekkj, gert þær ráðstafanir, sem þörf var á til þess að búa land ið nægilega undir vörn og koma í veg fyrir, að ráðizt' væri á það óvið’búið. „Höfðum við tíma og möguleika til slíks undir- búniings?“ spurði hann og svar aði sjálfum sér: „Já, við höfð- um bæðí tíma og möguleika til þess. Iðnaður okkar var þegar orðinn svo fullkominn, að hann gat séð ráðstjórnarhern.um fyr- ir öllu, sem hann þarfnaðist. Það sýnir sú staðreynd, að enda þótt við töpuðum á stríðs árunum .hér um bil helmingn- um af íðnaði okkar og mikil- vægum iðnaðar- og matvæla- framleiðsluhéruð'um vegna her náms Ukrainu, Norður-Káka- sus og annarra vestlægra hluta landsins, gat ráðstjórn- arþjóðin samt skipulagt fram- leiðslu hergagna í aiusturhl,ut- um þess, komið þar fyrir út- búnaði, sem flut-tur var frá iðn aðarhéruðum í vestri og séð her okkar fyrik öllu, sem nauð- synlegt va.r til þess að gersliigra óvinina. Ráðstjórnarvísindi og ráðstjórnartækni framleidd.u ágæta skriðdreka og fallbyssu- mó’t fyrir stríðið. En fjölda- framleið’sXa á þeim var ekki’ skipulögð og í rauninni byrj- uðum við ekki að ýngja upp he,rgögn okkar fyrr en rétt eft ir stríðið. Afleiðingin varð sú, að þegar óvinuri'nn réðist á land ráðstjórnarinnar, höfðum við hvorki nægilegt magn hinna görnlu véla, sem hætt var að nota til hergagnafram- leiðslunnar né ný.rra, sem fyrir hugað var að taka í notkun við haina". Áður hafði Krúsjeff sagt frá því, að Stalín hefði hundsað ■allar aðvaranir um að Hitler mundi ráðast á Sovétríkin, bæði þær, sem komu frá Vest- •u.rlöndum m.a. frá Chu.rchill 'Og hermálafulltrúum ráðstjórn arinnar í Berlín. Krúsjeff sagði líka frá því, að Stalín hefði fyllzt vonleysi, þegar honum bárust fregnirna.r ‘u.m iinnrásina og sagt, a,ð allfc væri glatað. Síðan hefði hann hætt að gera nokkuð og ekki tekið aftiur við virkri forystu fyrr eru nokkrir meðlimi,r póli- tíska ráðsdns fóru á fund hans og sögðu honum, áð nauðsyn- ‘bæri til að gera vissar ráðstaf- anir tafarlaust til þess að bæta aðstöðuna á vígstöðvun'Um. Sú saga hefur líka verið sögð ann arsstaðar, að Stalín hafi lokað sig inni í sumarhúsi sínu við Svartahafið, þar sem han*n var staddur, þegar honum bárust fregnirnar og þar hafi hann drukkið sleitulaust í fjóra daga, þar til menn h.ans kom.u og k.röfðust fyrirsklipana. „Jafnvel eftir að stríðið var byriað“, sagði Krúsjeff, „gerði sá taugaóstyrkur og sú móður- sýki, sem Stalín sýndi, er hann blandaði sér í raun.veruleg.ar hernaðaraðgerðir her okkar al- varlegt tjón. Því fór víðs fjarri, að Stalín gerði sér grein fyrir því ástandi, sem í raun og veru var að skapast á vigstöðvun- um. En það var ekki nema eðli legt því að á ánum föðu.rlands stríðsins heimsótti hann aldrei n.einn hlu.ta vígstöðvanna né neina frels'aða borg, ef undan er skilin ein stutt ökuferð eft- ir þjóðveginum til Mosjaisk, er kyrrð var á vígstöðvunum". Og víst er að aldrei hafa ver ið birtar skýrslur eða myndir, sem sýna, að Stalín hafi heim- sótt vigstöðvarnar eins og þó var þráfaldlega haldlið fram í sovézkum blöðum og frétta- stofnunum. Krúsjeff gerði líka í ræðu sinni mikið grín að þvi, hvern- ig Stalín hefði reynt að láta svo líta út. að hann einn ætti heiðurinn af sigrinum í viður- eiigninni við Þjóðverja og minnti meðai annars á kvik- myndina „Fall Berlínar", þar sem Stalín hefði verið aðalatr- iðið. „En hvar eru herforingj- arnir, sem báru byrðar ófriðar ins?“ spurði Krúsjeff. „Þeir sá- ;ust hvergi á kvikmyndinni, þeir komust þar ekki að fyr.ir Stalín. En það var ekki Stalin hel'dur flokkurinn sem heild, ráðstjórnin, hetjuher okkar, hæfileikamiklir foringjar hans og hraustir hermenn, já, öll ráð stjórnarþjóðin, sem vann sigur inn í föðurland’sstríðinu mikla“. í stríðslokin og á næistu ár- um varð gerræði og einræði Stalíns ennþá ofsalegra en n.okbru sinni fyrr og hann krafðis’t óskaplegra fórna af þjóðinni til þess að byggja upp ríkdð, sem að verulegu leyti var flakandi í sárum eftir styrj öldina. Engin þjóð hafði orðið fyrir .eins miklu mannfalli og Sovétmenn, 20 milljónir manna l'étu lífið í styrjöld.inni ög að því er Krúsjeff sagði, • veruleg- ur hluti að ástæðulausu, vegna 'óskynsamlegrar herstjórnar ein ræðisherrans. Og nú hófust þjóðflutningarn ir frægu. Krúsjeff talaði um „þessa nauiðungarflutninga .heilla þjóða“ og sagði, að í árslok 1943 hefði Stalín látið flytja alla Karatsjai'þjóðina f útlegð og í lok desem.ber 1943 hefð'u íbúar sjálfstjórnarlýð- vel'disiins Kalmuka hl.otið sömu örlög. í marz 1944 hefðu Tsjets- jen og Ingus-þjóðirnar verið fluttar burt nauðugar og f apríl gama ár he-fðu allir Ba.lk arar verið fluttir frá Kabardina og Balkarasvæðinu. „Úkraínumenn sluppu við þessi örlög a.ðeins vegna þess, að þedr voru of margir og eng inn staður til að flytja þá á. Anna.rs hefði hann einnig flutt þá í útlegð", sagði Krúsjeff. Hinsv.ega.r gat hann ekki um, að háJf milljón Litháa, nær 300.000. Lettar og ámóta af Hvít rússum, pólskum mönnum og* grískuim hefði verið flutt nauð 'un.garflutningium frá heimahér uðum sínum. Svipaða sögu var að segja af ótölulegum fjöldai Armena, Georgíumanna, Azer-, bajana og Gyðinga — en talið er að um þrjár milljónir Gyð-< inga hafi látizt eða verið send. ar í útlegð til Síberíu. Árin s.em svo fylgdu í kjöl- farið voru ár kald'a stríðsdns' sem stöðugt fór harðnandi og vei þeim, sem þar mælti gegni því, sem Stalín sagði og vildi. Um þessar mun.di.r sauð líka. upp úr deilum Stalíns og Títós sem Krúsj.eff sagði í ræðu 'sinni, að hefði mátt leysa með vinsamlegum viðræðum. Hann- minntist þess. að Stalín hefði sa.gt. að það væri nóg. að hann hristi litla fingurinn. þá væni Tító fallinn, — raunin hefðf orðið önnur. Síðustu æviárin var Stalín haldinn sjúklegum ótta við sam særi og næsfa tilefni hr.eins- ana var hið svonefnda lækna- mál sem Krúsieff sagði í ræðu sinni, að a.ld.rei hefði verið tiL Talið var. að Stalín hefði ætl- að að hafa það mál að yfir- varpi, til þess að hefj'a nýja herferð gegn Gyðingum — þvf að sex læknanna í Kreml voru Gyðingar — og j.afnvel hafd Framhald á bls. 31 Lenín og Stalín i grafhýsinu. Stalín var fluttur þaðan eftir að Krúsjeff hélt ræðu sína 1956

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.