Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NOV. 1967
1377—78 ýtti undir þessar kröfur, þar
sem Rússar hófu styrjöldina til stuðn-
ings sjálfstæðiskröfum Balkanþjóðanna
á hendur Tyrkjum. Á árunum 1870—75
lögðu byltingaöflin aðaláherzluna á
áróður meðal fjöldans, ýmsir mennta-
menn „gengu folkinu á hönd“ settust
að meðal bænda og verkamanna og
kynr.tu þeim kenningar sínar.
Stjórnin reyndi að hamla gegn þess
ari áróðursherferð með því að láta
handtaka byltingasinnana. Margir
þeirra voru handteknír og gerðir út-
lægir, og þá urðu stunctum saklausir
að gjalda fyrir seka. Þessar aðgerðir
ollu mikilli óánægju og 1875 hófst
hermdarverka- og morðalda, 1879 var
haldinn leynilegur fundur forystu-
manna byltingasinna og kosin fram-
kvæmdanefnd til þess að vinna að falli
keisarastjórnarinnar. Þessi nefnd ákvað
að beita öllum ráðum tii þess að ráða
Alexander II af dögum.
Margar tilraunir voru gerðar til þess
að myrða hann og loks tókst það í marz
1881. Sama daginn*og hann var myrtur,
hafði hann undirritað tilskipun um
skipun ráðgefandi nefndar, sem skyldi
kosin af sveita -og héraðsstjórnum og
hefði getað orðið fyrsta skrefið til þing-
mvndunar. Nefnd þessi átti að hafa
tiiiögurétt um mál í ríkisráðinu. Meli-
kov, innanríkisráðherra, áleit, að bylt-
ingastarfsemin yrði ekki stöðvuð með
aðgerðum lögreglunnar eingöngu. Hann
áléit, að með þessu mætti vinna fylgi
hægfara umbótamanna, sem höfðu
stutt byltingaöflin hingað til vegna
andúðar á einveldi keisarans. Morð
hans kom í veg fyrir frekari fram-
kvæmd þessarar stjórnarbótar.
Fyrsta verk Alexanders III var að
endurskipuleggja leynilögregluna.
Stjórnin skipulagði njósnaranet um
alla Evrópu, sem áttu að fylgja^t með
starfi rússneskra byltingasinna í út-
legð. Lögreglan var stóraukin og
þjarmað var að byltingafélögunum,
margir meðlimir þeirra handteknir og
aðrir stukku úr landi. Það var gert
sanusæri um að myrða nýja keisarann
sex árum eftir morð föður hans, en
það komst upp um samsærið og meðal
handtekinna samsærismanna var Alex-
ander Ulianov, eldri bróðir Lenins, sem
var hengdur í maíménuði 1887. Aftaka
hans hefur vafalaust haft mikil áhrif
á Lenin, sem þá var sautján ára gam-
all.
Þótt byltingamenn teldu sig vinna
málstað sínum mest gagn með hermd-
arverkum og morðum, þá voru þeir
upp til hópa hugsjón amenn, sem
bjuggust við að sæluríkið myndaðist af
sj-álfu sér þegar keisarastjórninm væri
rutt úr vegi. Á síðari hluta 19. aldar
nefndist áhrifamesti flokkur sósíalista
„narodniki" eða alþýðusinnar. Pólitísk-
ar hugmyndir þeirra byggðust á blöndu
fransks sósíalisma og rússnesks. Þeir
prédikuðu samvirkt bændaþjóðfélag, og
böfðu sér að fyrirmynd ídealíseraða
mynd af samvirku rússnesku þorpssam-
félagi. Takmarkinu skyldi náð með
hermdarverkuim, sem myndu vekja
fjöldann til átaka. Þessi flokkur mótaði
stefnu byltingamanna fram til 1895,
þegar marxistískar kenningar tóku að
festa rætur meðal byltingamanna í
Rússlandi. Fyrsta rússneska marxista
hreyfingm var stofnuð í Sviss 1883 af
George Plekhanov fyrrum „narodnik".
1895 var fyrsti marxistahópurinn
skipulagður til áróðurs meðal verka-
manna i St. Pétursborg. Forustuimað-
ur þessa félagsskapar var Vladimir
Ulianov eða Lenin. Hann var fljótlega
handtekinn og gerður útlægur til Síber-
íu. Dvöl hans þar á lítið skylt við vinnu
búðardvöl þar nú á dögum. Póstur barst
honum reglulega, bækur og blöð og
hann ritaði þar fjölda greina og þýddi
bók Beatrice og Sidney Webbs: Theory
and Practice of Trade Unionism. Bréf
haras úr útlegðinni bera þess vott, að
hann sættl þar engum þvingunum.
Hann stóð í bréfaskriftum við flokks-
menn sína í Rússlandi og 1898 var hald
inn fundur fulltrúa nokkurra marxista-
hópa i Minsk og stofnaður sósíaldemó-
kratískur verkamannaflokkur, fyrir-
myndin var þýzki flokkurinn, sem bar
sama nafn. Lenin hvarf frá Rússlandi
árið 1900, dvaldist um tíma í London og
Sviss og undirbjó flokksþing Sósíal-
demókratíska Verkamannaflokksins,
sem var haldið í Loncion 1903. Á því
þingi klofnaði flokkurinn í Menshe-
víka og BoLshevíksu
„Narodniki“ eða alþýðusinnar stofn-
uðu nú nýjan flokk sem nefndist Sós-
íalski byltingaflokkurinn og gerðist
málsvari bænda. Fylgismenn voru eink
um háskólastúdentar, lögfræðingar,
læknar og kennarar. 1903 var stofnaður
nýr flokkur, ,,Frelsissambandið“ sem
síðar kenndi sig við lýðræði, — fyrir-
myndin voru lýðræðisflokkar V.-Ev-
rópu og fylgismenn einkum úr borgara-
stétt. Allir þesisir flokkar vildu fall
keisarastjórnarinnar, en tóku síður til-
lit til þarfa þeirra stétta, sem þeir töldu
sig málsvara fyrir. Sóisíaldemókratar
lögðu mest kapp á áróður fyrir sósíal-
isma meðal verkamanna. Sósíalski
byltingaflokkurinn leit á sig sem
bændaflokk, en hvatti til þjóðnýtingar
allra jarða, meðan bændurnir óskuðu
einskis frekar en skiptingu stórjarða í
smærri ábýlisjarðir, sem yrðu í sjálfs-
ábúð. Lýðræðisflokkurinn barðist fyr-
ir þingræði eftir enskri og franskri fyr
irmynd, án þesis að taka minnsta til-
bt til rússneskra aðstæðna. Allir þessir
flokkar höfðu hver sína stefnuskrá, sem
var mótuð af fræðikenningum frem-
ur en raunverule,gri þörf þeirra stétta
og hópa, sem þeir þóttust bera fyrir
brjósti. Þeir náðu aldrei verulegum í-
tökum meðal þjóðarinnar, kenningar
þeirra fóru fyrir ofan garð of neðan,
vegna þess, að þeim voru meinuð öll
opinber starfsskilyrði.
Rússland komst næst því að verða
það lögregluríki, sem það er nú á dög-
Alexandra keisaraynja
um, um daga Alexanders III, en þrátt
fyrir það urðu míklar efnalegar og fé-
lagslegar framfarir á síðari helmingi
19. aldar. Umbætur Alexanders H ollu
gerbyltingu í efnahagslífinu. Rússland
Nikulásar I var að mestu byggt ánauð-
ugum bændum en um daga Alexanders
II hefst kapítalismi í Rússlandi, iðn-
væðing og stóraukin utanríkisviðskipti.
Þjóðinni fjölgaði um helming milli
1850 og 1900. 1914 var íbúafjöldinn
tæpar 170 milijónir. 1851 voru íbúar
borganna um 5% ibúa alls landsins,
1897 voru þeir 13% og 1914 um 15%.
Þrátt fyrir þennan öra vöxt borganna,
sem sýnir stóiaukna iðnvæðingu var
meginhluti íbúanna bændur eða um
85%. Eignarhald jarða breyttist mjög
á þessu tímabili, bændurnir keyptu það
Ian-d, sem þeim hafði verið úthlutað
við afnám bændaánauðarinnar 1861 og
auk þess mikil flaemi af jarðeiignum
aðalsins. Fjöldi sjálfseignarbænda stór-
jókst.
Iðnvæðingin hófst á síðari hluta ald-
arinnar. Skömmu fyrir heimsstyrjöld-
ina fyrri vai Rússland fjórða í röð-
inni um baðmullarvefnað. Málmvinnsl-
an jókst um rúml. helming frá aldamót
um fram tii 1914 og framleiðsla syk-
urs, hveitis og vínanda jókst einnig.
Samfara aukinni framleiðslu þéttist
járnbrautarnetið og um aldamótin var
Síberíu-járnbrautin lögð. Rússnesku
iðnverin voru staðsett í námunda við
hana og í Pétursborg, Moskvu og tveim
til þrem öðrum borgum. Tala verkam.
var um ein milljón og tvö hundruð og
fimmtíu þúsund. Þótt þetta væri aðeins
brot af þjóðinni skiptist þessi fjöldi á
aðeins fiáa staði og þar gátu þeir haft
úrslitavadd, eins og síðar kom á dag-
inn.
Nikulás II
Alexandei- III lézt 1894. Þá kom til
ríkis sonur hans Nikulás II. Þótt þeir
feðgar væru um margt svipaðir þá
greindi það helzt með þeim, að Alex-
ander var fæddur stjórnari en Nikulás
ekki. Hann var veikgeðja, hafði tak-
markaðan áhuga á stjómmálum og
hirti því ekki að huga undir yfirborð-
ið.
Nikulás II trúði því, að hann væri
útvalinn af guði til stöðu sinnar og að
allt, sem hann gerði væri guðs vilji og
því rétt. Hann var mjög samvizkusam-
ur á sinn hátt og áleit, að val sitt
byggðist ætíð á góðri samvizku O'g að
það hlyti því að vera það rétta og
sigra í krafti réttmætis síns. Þetta er
það sama og álíta, að sannleikurinn
muni ráða hugum mannanna aðeins
vegna þes,s að hann er sannur. Nikulás
II hafði mikla trú á réttlætinu og að
því fyigdi sá kraftur sem hlyti að
sigra. Þennan dularfulla kraft eða vald
r.efndi hann ,,guðs hjálp". Afstaða sem
þessi, sem var byggð á trú á, að dular-
fullt vald fylgdi öllum ákvörðunum
har>s, var honum mjög hættulegt, því
hættulegra sem hann var einvaldur
keisari og átti að vera það samkvæmt
skikkan guðs. Allt sem kom í bága við
hans vilja hlaut að vera andstætt
guðlegri skikkan. Þessi trú hans birt-
ist öðrum oft sem þrjózka og trú hans
á æðri máttarvöld eða „örlög“ sem
viljaleysi til þess að taka sjálfstæðar
ákvarðanir. Þeir, sem voru honum nán
astir og honum sjálfstæðari, áttu oft
í erfiðleikum með að fá hann til að
fallast á þeirra skoðanir. Alexandra,
kona hans, var honum nánust og henni
tóik,st ekki alltaf að fá vilja sinum fram
gengt, þótt svo hafi verið látið í veðri
vaka hingað til.
Nikulás II minnir um margt á Mysh-
kia prins hjá Dostojevsky. Rússnesk-
japanska styrjöldin hófst með árás
Japana á rússneska flotadeild, sem lá
á ytri höfninni í Port Arthur. Þessi
styrjöld varð rússnesku stjórninni dýr.
Það var engin stríðshrifni meðal al-
mennings í Rússlandi og innan hersins
bryddi á mikilli óánægju. Hershöfð-
ingjar Rússa reyndust ekki vanda sín-
um vaxnir. Endalok Eystrasaltsflota
Rússa í orrustunni við Tsushima fylltu
mælinn. Efnahagsástandið heisna fyrir
var afleitt og þegar það kom nú svo
skýrt í ljós, að herir og flotar stjórn-
arinnar máttu síns einskis í baráttunni
við Japani, þótti mörgum upprunninn
tímí skuldaskilanna við vanmegnuga
stjórn. Theodore Roosevelt bauðst til
þess að miðla málum og friðarsamning
ar voru hafnir við Japani i Bandaríkj-
unum. Serge Witte, sem var fjármála-
ráðherra, samdi fyrir hönd Rússa og
náði mjöig hagistæðum samningum og
tókst með því að lengja tímaskeið
stjómarinnar um 12 ár. Þetta voru síð-
ustu fiorvöð og þegar Witte kom heim,
logaði Rússland í uppreisnum. Stjórn
Nikuiásar n hafði reynt að sporna við
byltingunni með því að ýta undir efna-
hagslegar framfarir, standa að mjög
takmörkuðum umbótum og með út-
þenslustefnu í Asíu. Umbæturnar urðu
til þess eins að auka kröfurnar um
enn frekari umbætur og útþenslustefn-
an í Asíu hratt aldrei af stað neinni
þjóðernishrifningu heima fyrir. Nikulás
II álpaðist til átaka við Japani að
nokkru fyrir hvatningu Vilhjálms II
Þýzkalandskeiisara og við fyrstu ósigra
rússnesku herjanna beindist gremjan
yfir ósigrunum að stjórninni. Þjóðin
taldi þetta stríð óþarft og skildi ekki
forsendur þess. Haustið 1904 var ó-
kyrrðin orðin slík að keisarinn bauð
ríkisráðinu að taka til athugunar stjórn
arfarslegar umbætur. Fall Port Arthur
varð merki til uppreisnar. Virkismenn
virtust hafa varizt af mikilli hreysti en
gáfust upp þegar flota Rússa var eytt.
Byltingamenn höfðu löngum haft þá
skoðun. að upphaf byltingar hlyti að
verða ósigur Rússlands í styrjöld. Nú
hafði þeim hlotnazt sú forsenda og verk
fall skall á í Pétursborg. Tilgangur
þessara verkfalla var pólitískur. Upp-
hlaup hófust út um sveitir, hallir aðals-
ins voru víða brenndar og sums stað-
ar voru landeigendur drepnir. Eftir lok
rúsBnesk-japanska stríðsins hóifuist upp
hlaup innan hersins. Áróður byltinga-
manna meðal óbreyttra liðsmanna bar
árvöxt í óhlýðni við liðsforingja og bein-
um uppreisnum í nokkrum herdeildum.
Sósialskir áróðursmenn hvöttu her-
mennina til þess að mynda henmanna-
ráð. Óróleiikinn breiddist síðan út í flot-
anum og sjóliðum orrustuskipsins Pot-
emkins tókst að ná valdi á skipinu um
stundarsakir í júní 1905. Morð stjórn-
arembættismanna fylgdu í kjölfarið.
Fyrst í stað reyndi stjórnin að bæla
niður upphlaupin með vopnavaldi. Lög-
reglan kom sinum mönnum í félags-
sikap byltingamanna til þess að afla
sér sönnunargagna gegn foringjum.
Stundum urðu þessir lögregluspæjarar
yfirmenn byltingahópa og tóku svo
siiaran þátt í aðgjörðuim byltinga-
manna, að það var oft erfitt að greina
á milli aðgjórða gerðra að tilhlutan lög-
regluspæjara og þeirra, sem byltinga-
menn stóðu að. Innanríkisráðherrann,
Plehve, var myrtur að tilhlutan lög-
regluspæjara í júlí 1904. E. Azef, sem
stóð að þessu og var á snærum lög-
reglunnar, kvaðst haia gert það til þess
að bægja samsærismönnum frá því að
myrða keisarann sjálfan. Stjórnin
hafði áður reynt að ná tangarhaldi á
félögum verkamanna með því að
stuðla að launahækkunum og bæta kjör
þeirr.a, ef það mætti verða til þess að
slæva áhuga þeirra á stjórnmálum.
Um þetta leyti var presturýin, Ge-
orge Gapon, forystumaður verkamanna
félaga í Pétuns-borg, Hann naut mikils
fylgis lágstéttann-a og leynilögreglan
amaðist á en-gan hátt við honum, enda
af sumum talinn vera á hennar veg-
um. Lenin var um þetta leyti í Sviss og
stóð í bréfaskriftum við Gorky, sem
hafði heitið Lenin og málgagni hans
„Áfra-m“ öllum þeim tekjum, sem
hann hlyti af erlendri útgáfu verka
sinna.
19. janúar 1905 sendir hann Lenin
um þrjú þúsund rúblux í ávísun. Lög-
reglan ritskoðaði bréfið og upplýsing-
arnar eru færðar í lögregluskýrslur.
Undirbúningur var nú hafinn að fjöi-
m.ennri göngu verkamanna á fund
keisarans, en 21. janúar kemst sú saga
á kreik, að þeim verði ekki leyft að
náljgast hann og tekið sé að safna her-
liði umhverfis Vetrarhöliina. Gorky
skipulagði sama dag hóp manna til þesa
að fara á fund Witte, sem þá var ráð-
herra og einnig á fund yfirmanns her-
sveita keisarans og beiddist þess að
forðað yrði átökum milli hersins og
verkamanna. Witte svaraði, að skoðan-
ir æðstu valdsmanna væru allt aðrar,
sem Gorky svaraði með þessum orð-
um: „Vér beiðumst þess, að þér tjáið
æðstu valdsmönnum, að ef blóði verður
úthellt á morgun, muni það verða þeim
dýrt“. Gorky lýsir atburðum þessara
daga á eftirminni'legan hátt í dagbók-
um sínum.
Sunnudaginn 22. janúar hófst ganga
verkamanna á fund keisarans undir
forustu Gapons prests. Fyrirliðarnrr
béru krossa, íkóna og myndir af keis-
aranum og héldu til hariartorgsins.
Liðsforingi skipaði flokknum að dreifa
sér. Andartaks hik og síðan hefst skot-
hríð, sem fellir um 100 manns og sær-
ir mörg hundruð. Blóðsunnudagurinn
varð einn örlagadaga Romanoffættar-
innar. Ganga verkamanna til Vetrar-
hallarinnar var á engan hátt ógnum við
keisarann og nokkur velvalin orð af
hans munni, he-fðu kyrrt andrúmsloft-
ið. En því var ekki að heiLsa.
Fyrstu viðbrögð verkamanna voru,
að þeir gengu til samvinnu við sósí-
öisku flokkana og snerust ákveðið gegn
keisaraveidinu, en hingað til höfðu þeir
ekiki tekið afg-erandi afsfcöðu til þess.
Verkamenn voru það fjölmennir 1
stærstu og hernaðarlega þýðingarmestu
borgunum, að afstaða þeirra gat auð-
veldlega ráðið úrslitum í beinum átök-
um milli stjórnar og byltingamanna.
Við iðnvæðinguna hafði myndazt sá
jarðvegur, þ. e. örei'gaistétt, sem var
forsenda marxistísks áróðurs. Afstaða
stjórnarvaldanna þennan minnisverða
sunnudag mjókkaði stórum það bil, sem
hingað til hafði verið miili fræðikienn-
inga marxista og ski'lnings verkalýðs
og öreiga á þessum kenningum. Sá
skilningur vaknaði einmitt þessa ör-
lagaríku daga. Tengsl takast milli in-
tellígensíunnar og fjöl-dans. Og þeir
fyrrnef ndu virkja og beina reiði og
réttlætiskennd fjöldans í þá farvegi,
sem leid-du til byltingar. Sá atburðu-r
sem hér olli þáttaskilum var stofnun
verkamannaráða sem áttu svo mikinn
þátt i byltingunni 1917. Þessi ráð eru
sett á laggirnar 1905 í fyrstu sem verk-
fallsnefndir og forustu-maður þeirra
var Krustalev-Nosar, en sá eiginlegi
leiðtogi var Leo Bronstein, sem gekk
síðar undir nafninu Trotsky. Byltinga-
leiðtogar tóku sér alltaf dulnefni, sem
rörn gegn lögreglunjósnurum. Trotsky
taldist til Mensh-evíka og þeir höfðu
meirVhluta í verkamannaróðinu, sem í
fyrstu taldi 40 manns, síðar 500 í Pét-
ursborg. Bolshevikum tókst ekki að ná
þar völdum og litu aðgerðir þess tor-
tryggniaugum. Svipuð ráð voru stofn-
uð í Moskvu, Odessa og víðar.
Ráðin eða sovétin verða stjórnar-
stofnanir byltingarinnar og keppa um