Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 9
ISORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 1967 9 þennan stóra mann og beið eftir hon- •um. Það var hún, sem hóf að kalla fhann „rnárann" eða Othello og síðan festist nafnið við hann í vinahópi. 'Jenny var falleg kona, gáfuð, blíðlynd' bg ailin upp við heltdri manna siði 00 •aðstæðu.r. Hún var þvi lítt búin undir fþá eymd og fátækt, sem hún varð að 'búa við í sambúðinni með Marx — en 'hún kvartaði aldrei og hann dáði hana fyrir það. Hann var henni trúr og ást- TÍkur eiginmaður og góður faðir börn- tum sínum. Einhverju sinni skri'faði hann konu isinni: Ég sé þig fyrir mér og held •þér í örmum mínum, kyssi þig alla frá (hvirfli ofan á tær og fell á kné frammi fyrir þér og andvarpa: frú mín, ég elska. þig meira en Márinn frá Feneyj.um, hokkru sinni elskaði. Þegar við erumi aðskilin kemur ást min fram eins og. •hún raunverulega er ,eins og risi, sem (felur í sér alla orku mína og anda og (hjartans eðli. Mér finnst ég vera maður á ný, því að innra með mér býr stór- kostleg áistríða". En um þær mundir sem ástir þeirra hófust var Karl Marx mjög óviss um 'hvað gera skyltíi. Hann hafði engan éhuga á jafnöldrum sínum og umgekkst •aðeins sér eldri menn. Hann kreisti úr þeim alla þekkingu þeirra og reynslu tog þegar þeir höfðu ekki meira að 'gefa honum, fleygði hann þeirn frá sér •eins og siítrónuberki. Hann umgekkst mikið áhangendiur Hegels og sat tim- *um samain við heimspekiumræður, tírakk bjór þindarlaust og keðjureykti. •Um tíma ætlaði hann að verða skáld. Hann orti ljóð og ljóðaleiki og að því kom, að faðir hans sá, að tilgangslaust Væri að ætla að gera lögfræðing úr ‘stráknu.m, betra væri að hann gerði það, sem hugur hans stæði til. En ein- rnitt þá komst Karl sjólfur að raun *um, að hann væri ekki skáld, allur 'hans skáldiskapur væri tómt málskrúð dg fánýtar líkingar. Svo sem ekki í fyrsta sinn, sem ungur maður upp,götv- 'ar, að hann er ekki sá andans snill- 'ingur, sem hann hefur haldið. í slíkum tilfellum er venjulegasit ogj óðiilegast, að menn gleymi öllu, sem heitir snilligáfa og sætti sig við venj.u- legan viðburðalítinn æviferil. En Marx var ekki venjulegur maður. Hann va.r Snillingiur — en snillingur í tómrúmi. IHvað átti hann að gera? Jú, hann skyldi verða heimspekingur. Um hríð miðaði hann lestur oig nám við þessa inýju ákvörðun og árið 1841 tók hann idoktorspróf í heimspeki f.rá háskólan- tum í Jena. ; Að námi loknu gerðist Marx starfs- maður blaðsinis „Rheinische Zeitung" (sem var málgagn hinna róttækustu með tal borgarastéttanna. í október 1842 Varð hann ritstjóri blaðsins en það var bonnað ári seinna vegna hinna rót- tæku skoðana og trúleysis, sem þar var ibarizt fyrir. En þótt fram hefðu komið róttæk sjónarmið í „Rheinische Zei- >tung“ var fjarri því að Ma.rx væri ennþá reiðubúinn að taka við kenn- ángum sósialista. Hann ákvað þó að íkynna sér þær nánar og þegar hann íhofði verið brottrækur gerr frá Prúss- flandi, hélt hann til Parísar, þar sem þá var miðstöð sósialismans. Þar rit- etýrði hann um hríð ,ritin,u „Deutsche ifranzösische Ja,hrbiicher“ ásamt Arnóld Ruge, kunnum forystumanni hins rót- itæka hegelianisma og þar birtust marg- ar greinar eftir hann á næstu mán- luðum. f París kynntist Marx líka Fried- Tich Engels, sem mjög gagnrýndi hin Ibágu kjör, sem brezkir verkamenn áttu við að búa. Hann var sjálfur snnur Verksmiðjueiganda í Manchesiter og istarfaði löngum við verksmiðtju föður 6Ín,s. Jafnframt því að sbunda refaveið- ár og aðrar iþróttir betri bongara safn- laði hann efni handa vini sínurn Marx, isá honum fyrir vopnum til þess að tfella þessa stétt. Fyrsti árangur af samvinnu Marx og Engels var ritið „Die heilige Familie 'oder Kritik der kritischen Kr'itik geg- en Bruno Bauer und Konsorten" sem Var gagnrýni á skoðanir bræðranna •Bnunos og Edgars Bauers og fylgis- banna þeirra sem MarX hafði umgeng- (izt mikið á háskólaárunum í Beirlín. f París kynntist Marx líka skáldinu iHeinrich Heine, sem jafnan leit stórt itil hans. Undir lok Parísardvalarinnar starf- iaði Marx fyrir róttækit rit sem nefnd- ist „Vorwárts" en ekki leið á löngu, áður en það var bannað, að tilhlutan iprússnesku stjórnarinnar og starfsmenn iþess reknir frá París. Nú lá leið Marx til Brússel, þar sero 'hann gaf út ritið „La Misére de la ,Pliilosophie“ (Fátækt heknspekinnar) teem var gagnrýni á rit eftir P.J. Proud íion, er nefndist „Philosophie de la Mis- ére“ (Heimspeki fátæktarinnar). Þar komust hann og Engels einnig í nán- ‘ari kynni við verkalýðshreyfingu. tsosialista. Þeir stofnuðu þýzkt verkalýðs (félag og hófu að gefa út vikurit á þýzku „Brússeller deutsche Zeitung“. 'Loks gerðust þeir félagar í kommúnista tfélagi þýzkra verkamanna, sem fram- ■an af nefndi sig „ Samband hinna rétft- 'látu“ en seinna „samibanid kommúnista". Það var leynifélag, sem hafði stærstu ‘bækistöðvax sínar í London, París, Brússel og nokkrum svissneskuim borg- nm. Og fyri.r þetta félag skrifuðiu Marx •og Engels sitt fræga Manitfest der Kommunisten, kommúnistaávarpið, þar isem saman var tekin í gtuttu máli saga verkalýðsstéttanna í nútímaþjóðfélagi eins og þeim kom hún fyrir sjónir, iskxifað um sósíalískar og kommúnísk- ar bókmenntir, sem þá voru til og skýrð lafstaða kommúnista til aindstöðuflokka lí ýmsum löndum. Og þax gáfu þeir fé- ilagar kommúnistum heróp sitit „Öreig- ■ar allra landa sameinizt". f Þegar byltingin brauzt út í Frakk- tfandi sama ár, 1848, fóru þeir Marx log Engels þangað, en stóðu stutt við log héldu til Kölnar, þar sem byltingar- landrúmsloftið gerði þeim fært að koma ‘á fót málgagni, „Neue Rheinische Zei- itung“. í nóvember 184® leysti Prússa- keisari þing landsins upp og 'þá hvöttu þeir félagar til samræmdra uppreisna með þeim atfleiðingum, að Marx var leiddur fyrir rétt og sakaður um land- •ráð. Hann var sýknaður en gert að •fara frá Prússlandi og láta ekki sjá sig þar. Eftir það lá leið hans yfir •Ermarsund til Englands. Til Londton kom Marx með fjölskyldu sína í ágústmánuði 1849. þá því sem næst slyppur og snauður maður. Þau )höfðu orðið að selja húsgögn sín til þess að komast frá Prússlandi og silf- vurborðbúnaðinn fyrir farinu til Eng- lands. Þar fluttu þau srv>o stað úr stað„ yoru oft rekin úr íbúðum vegna van- goldinnár húsaleigu og lengst af lifðu þau á lánum frá Engels, sem dáði Marx takmarkalaust. Þegar Marx byriaði á fyrsta bindi „Das Kapiital“ bjuggu þau í húsinu númer 64 við Dean Sbreet í Soho. þar isem nú er veitingasttofan „Quo Vadis“. OPrússneskur leynilögreglumaður, sem isendur var til að fylgjast með Marx gaf skýrslu við heimkomuna, þar sem sagði m.a.: „f hvorugu herberginu vax isjáanlegt eitt einasta hreint eða heilt þúsgagn'. allt var brotið og rifið og 'tætt. Þykkt ryklag á öllu og allt á rúi og stúi. í miðju herberginu var stórt 'gamaldags borð með olíudúk. Á því 'gaf að líta í einni brúgu handrit. bæk- ur, dagblöð, barnaleikföng, saumnálar, jþræði, bolla með brotnum höldum. ó- hremar skeiðar, hnífa og gaffla, lampa, Iblekbytitu, tóbak og ösku. Þegar maður Ikemur inn í herbergi Marx fær maður 'sv<o mikil tár í augun af tóbaksreykn-* um, að það er eins og að þreifa sigi áfram í myrkum helli. Það er býsna. 'hættulegt að setjast niður. Einn stóll- inn er með aðeins þremur fótum, ann- ar er heill á fótum. en þar eru börn- in í matreiðsluleik. Gestinium er boðið sæti þar, en enginn hetfur rænu á að taka burtu dótið barnanna eða þu.rrka af honum, svo að buxurnar manns eru í stóxhættu, ef maður sezt. En Marx og kona hans virðast engar áhyggjur •hafa af þessu. Þau taka þér mjög vin- gjarnlega 'Og bjóða tóbak eða hvað annað. sem á boðstólum er“. Lögreglufulltrúinn upplýsti líka, að Marx hvorki greiddi sér né þvoði. Sennilega hefur hann aldxei nærfata- skipti, en sem húsbóndi og faðir er Marx öllum blíðari og mildairi þrátt tfyrir eirðarleysi skaphafnar sinnar", segir í skýrslu prússneska leynilögreglu mannsins. Þegar þau hjónin komu til Ifondon áttu þau þrjú börn, Jenný, Lauru og Edgar. Um tíma bjuggu þau í Chel- 'sea og þá eignuðust þau son, en hann llézt nokkurra daga gamall. • Árið 1851 tfæddist þeim dóttir, Fransesca, en hún ílézt á fyrsta ári. Þau áttu þá enga peninga fyrix læknishjálp. Enn ein dótt- ir fæddist 1855 og tveimur mánuðum 'seinna lézt Edgax, sonur þeirra. „Heim- 'ilið er autt og tómt“, skrifaði Marx Enge's vini sínum. „Ég hef orðið fyrir 'alls konar áföllum og veit nú, hvað •regluleg óhamingjá er“. ■Eftir 1851 vann Marx sér inn nokk- urt fé sem fréttamaður fyrir „New York Tribune“, en greinaxnir sem hann sendi v*oru lengst af verk Engels. Fimm érum seinna batnaði Hagur Marx hjón- lanna, er móðir Jennyar lézt og lét þeim efti-r nokkra fjárupphæð. Þá fluttust Iþau í almennilegt húsnæði og þar skrifaði Marx stærsta hlutann af „Das Kapital“. En velgengnin stóð stiutt Við. Marx tfór sjálfur að skrifa greinarnar fyrir „New York Txibune" með þeim af- leiðingum, að þær voru skornar nið- ur. Heilsu hans hrakaði líka óðum Og það varð honum óskaplegt áfa’ll, er (Jenny, kona hans, fékk kiúabólu og af- myndaðist öll í andliti. Nokkru aeinna kom í ljós að hún var haldin krabba- meini og það dró hana' til dauða í des- ember 1881. Við fxáfall hennar féll (Marx alveg saiman og heilsu hans hrak- •aði stöðugt, hann var al'teki.nn lungna- kvefi og brjósthimnubólgu, lifxarveiki 'og öðrum sjúkdómum og 14. marz 1883 lézt hann, saddur lífdaga. Enda þótt megnið atf þeim tíma, sem <Marx bjó í London hatfi farið í að iskrifa „Das Kapital“, laigði hann hönd ®ð ýmsum öðrum verkefnum. Fyrst eft- að hann kom til London gerði hann tilraunir til að endurvekja kommúnisita- samtökin en þær fóru allar út um þúf- ur. Árið 1864 var hins vegar koroið á fót samtökunum „International Work ing Men’s Association" — Alþjóð&sam- bandi verkamanna og varð Marx strax í upphafi mjög virkur forystumaður í þeim samtökum og nánast andlegur 'uppfræðari félagsmanna. Lengst atf vax aðeins minnihluti þeirra samméla skoð- lunum Marx en honum tókst að halda Isamtökunum saman, beina áhuga þeirra log augum að sameiginlegu markimiði unz átökin við anarkista bundu enda á starfsemina. Þar með var lokið skeiði tfyrsta „Internationalsins". Meðal brezkra verkamanna hafði Marx ekki ýkja mikil áhrif, enda þótt hann ætti marga helztu stuðningsmenn sína í al- þjóðasambandinu meðal brezkra verka- íýðsforingja. Hann hafði engin teljandi áhrif þá meðal franskra og þýzkna •verkalýðsfélaga, þar voru æðstu prest- •ar þeir Proudhon og Lassaille. Á þessum árum skrifaði Marx ritin „Die Klassenkámpfe in Frankreich 1848 •bis 1850“ og „Der Achzehnte Brumaire des Louis Napoleons Bonaparte". Hvort •tveggja hinar merkustu bækur. Síðani 'skrifaði hann „Zur Kritik der politi- schen Ökonomie“, sem varð undanfaxi „Das Kapital“. Þegar „Das Kapital“ kom út í Ham-i borg 14. september 1867, vakti ritið ekki eins mikla athygli og Karl Marx ’bafði búizt við og urðu það honum eðlilega vonbrigði. Eftir fráfald hans tféll það í hlut vinax hans Engels að búa það sem etftiir var ritsins til prent- unar. Annað bindið kom út árið 1885, ihið þriðja 189Q. Þegar Engels lézt 1895 var hið tfjórða ókomið. Hinsvegar hafði íyrsta bindið þá þegar verið gefið út á Irússnesku, ensku og fxönsku. Stoðirnar að kjarna hiugimynda sinna! iog kenninga sótti Marx til heimspeki-i kenninga og rökfærslu Hegels. Hann, ivar á þeirri sboðun, að heimurinn þró- ©ðist í sífellu eftir krákustigum, hann iværi ekki óbreytanlegur heldur í sí- Ifelldri sköpun; hlutirnix leiddu af séT igagnsbæðu sína og síðan rynnu þessar andistæður saiman í eina heild, sem enn tfeiddi af sér gagnstæðu og þannig kolil 'af kolli. Marx kenndi að þeir, sem á hverj- •um tima réðu fyrir framleiðslutækj- nim hefðu völdin. Lagakexfi, stjórnar- 'kerfi, menning og trúarbrögð hvers ■tíroa væru tæki, sem ráðandi ■stétt notaði til að verja völd sín 'og viðhalda þeim. Valdhafarnir 'sjálfir væru ofurseldir því kerfi, sem þeir hefðu sjálfir þróað ^ Frarohald á bls. 5 Karl Marx

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.