Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 1967 - Lr ritum Sovéthöfunda Framhald af bls. 17 ið leitað á fyrr, höfðu haft heppnina með sér. Nokkrir þeirra höfðu þegar sloppið gegnum fangabúðahliðið. Hinir urðu að hneppa frá sér skyrtun um. Og hver sá, sem hafði smeygt sér í aukaflík, varð að fara úr henni á staðnum í kuld anum. Þannig byrjaði þetta, en svo komst ringulrei'ð á allt, og fylk ingarnar riðluðust — og við hliðin byrjuðu verðirnir að hrópa: „Af stað með ykkur, svona af stað með ykkur“. Þegar komið var að 104. vinnu- flokki urðu þeir að fara sér svolítið hægar. Ulfurinn sagði vör'ðunum að skrifa rpp nöfn- in á öllum þeim, sem væru í aukaflíkum og skipaði svo fyrir, að sakborningarnir skyldu afhenda þær í eigin per- sónu í birgðaskemmurnar þá um kvöldið, með skriflegri skýringu á því hvers vegna þeir hefðu falið flíkurnar. Ivan var í lögboðnum klæðn- aði. Hann hugsar: Komið bara, þreifið á mér, ef ykkur þókn- ast, herrar mínir, ég ber ekkert nema lífið í brjóstinu. Þeir skrifuðu upp athugasemdir við það, að Tsezar væri í flannels- nærtreyju og Buynovsky var í vesti eða einhverju þess háttar, að því er virtist. Buynovsky hafði dvalizt í fangabúðunum innan við þrjá mánuði og mót- mælti. Hann gat ekki losað sig við sinar gömlu sjóliðsfor- ingjavenjur. „Þið hafið engan rétt til þess að fletta menn klæðum í kulda. Þið þekkið ekki 9. grein hegn- ingarlaganna". En þeir höfðu réttinn sín megin. Þeir þekktu sín lög. Þú karl minn, er sá, sem ekki þekkir þau enn. „Þið eruð ekki sovézkt fólk“, endurtók Buynovsky. „Þið eruð ekki kommúnistar". Volkovoi hafði sætt sig við skírskotunina til refsilöggjafar- innar, en við þetta hrökk hann við eins og hann hefði verið sleginn eldingu og hreytti út úr sér: „Tíu daga varðhald". Eldur brann úr augum hans. Svo vék hann sér að liðþjálf- anum og sagði: „Það byrjar í kvöld“. Þeir kærðu sig ekki um að setja menn í svartholið á morgnana. Við það glataðist vinnudagur eins manns. Látum hann heldur strita í sveita síns andlits allan daginn — setjum hann svo í svartholið að kvöldi. Svartholið var á næsta leiti á vinstri hönd við veginn. Múrsteinsbygging með tveim álmum. Annarri álmUnni hafði verið bætt við þá um haustið. Hin rúmaði ekki nóg. Atján klefar voru 1 prísundinni, auk einmenningsklefanna, sem voru afgirtir. Allar fangabúð- imar voru byggðar úr bjálk- um nema svartholið. Kuldinn næddi undir skyrtur mannanna og nú hafði hann tekið sér þar bólfestu. Öll þessi dúðun hafði verið til einskis. ívan leið bölvanlega í bak- inu. Hann óskaði sér að vera kominn ofan í rúm á spítalan- um og steinsofnaður. Hann átti ekki heitari ósk. Að vera lagztur undir þykkustu teppin. Fangarnir stóðu fyrir fram- an hliðið og hnepptu að sér frökkunum og gyrtu sig með kaðli. Vörðurinn fyrir utan hrópaði: „Komið þið hingað, komið þið hingað". Vörðurinn fyrir aftan hott- áði á þá: „Áfram með ykkur, svona áfram með ykkur." Fyrsta hlið. Á mörkum fanga búðasvæðisins. Annað hlið. Rimlaverk til beggja handa, við varðmannaskýlið. „Stanzið", öskraði vörðurinn, eins og á kindahóp. „Myndið fimmfalda röð“. Farið var að lýsa af degi. Eldkðsturinn, sem leiðsöguvörð urinn hafði slegið upp bak við varðmannaskýlið, var að kulna út. Þeir kveiktu alltaf eld, áður en fangarnir voru sendir út til vinnu — til þess að ylja sér við og líka til þess að sjá betur til við talninguna. Einn Varðanna við hliðið taldi hárri hvatlegri röddu: „Fyrsta, önnur, þriðja....“ Og fangarnir í fimmföldum röðum skildust frá hinum og þrömmuðu áfram, svo að þeir sæjust í bak og fyrir; fimm höf uð, fimm bök, tíu fætur. Ánnar hliðarvörður — eftir- litsmaður — stóð við næstu rimla, þegjandi, og gekk úr skugga um, hvort rétt væri talið. Auk þess var undirliðsfor- ingi, sem horfði á allt. Þeir voru úr varðmannasveit fangabúðanna. Meira verðgildi er í manni en gulli. Ef vantaði eitt höfuð, þegar þeir gengu í gegnum gaddavírsgirðinguna, var'ð maður að fylla í skarðið með sínu eigin. Enn einu sinni var vinnu- flokkurinn saman kominn. Og nú var komið að yfirlið- þjálfa leiðsöguvarðmannanna að telja: „Fyrsta . . . önnur . . . þriðja. . .“ Og nú skildi hver fimmta fangaroðin sig á fætur annarri út úr fylkingunni og þramm- aði áfram. Hinum megin gaddavírsgirð- ingarinnar stóð áðstoðarforingi varðmannanna og kannaði taln inguna. Og annar liðsforingi stóð þar og horfði á. Þeir voru úr sveit leiðsögu- varðmannanna. Enginn þorði að gera skekkju; sá, sem taldi skakkt, varð að fylla í skarðið með sínu eigin höfði. Hvert sem augum var litið, voru lei'ðsöguvarðmenn. Valery Tarsis: Deild 7 VALERY Tarsis reyndist svo hættulegur Sovétstjórninni, að hún sá sér ekki annað fært en setja hann á geðveikrahæli til þess að koma í veg fyrir, að orð hans næðu eyrum fólksins. Hann slapp þaðan árið 1963 og nokkru síðar fékk hann fyrir atbeina vestrænna rithöfunda að fara úr Iandi. Síðan hefur hann dvalizt á Vesturlöndum, kom m. a. til fslands í fyrra. Hann hefur verið sviptur sín- um sovézka borgararétti. Deild 7 var fyrst gefin út í maí 1965 og kom út hjá Al- menna bókafélaginu ári síðar. Þýðingu gerði Siglaugur Bryn- leifsson. — Rússland er einkennilegt land, sagði sá sköllótti undar- lega þurri röddu. — Afmælis- veizla einn daginn, jar’ðarför þann næsta, þetta er saga okk- ar. Við þjótum áfram og afturá bak. Við setjum upp sjömílna- skó á dögum Péturs mikla. St. Pétursborg mótaði mestu höfð- ingjamenningu veraldarinnar. Við eignuðumst ofurmenni, Dostójevsky, Rozanov. Síðan skárum við okkur á háls. Hvað er svo eftir? Kátlegt svið úr „Litlu Djöflunum" eftir Solohub. Það er ágæt bók og einnig „Fallin Lauf“ eftir Rozanov og „Koma ruddans". Það eru smádjöflarnir, sem hafa völdin. Dostójevsky sá þetta fyrir. Þú manst, að það finnst enginn verulegur djöfull I „Brjálæðingunum". Þú manst játningu Verkhoven- skys: — Við vorum ekki sósíalistar, vi’ð vorum falsarar. Já, lífið í Rússlandi er dapur- legt, og rússneskar bókmenntir Framhald af bls. 15 tonn o.s.frv. Andvirði þeirra sovézku vara, sem áætlunin grein ir frá og samið hefir verið um kaup á 1967, nemur ca. kr. 496.0 m. Ekki er þó gert ráð fyrir, að greiðsla fyrir þessar vörur komi að fullu inn á viðskiptareikning- inn á yfirstandandi ári, þar sem sums staðar er um greiðslufrest að ræða, eða varan verði afgreidd eftir næstu áramót. Á hinn bóg- inn verða á árinu greiðslur innt- ar af hendi fyrir vörur, sem sam- ið var um kaup á árið 1966 t.d. bíla o. fl. Greiðslur inn á viðskipta reikninginn í ár eru áætlaðar ca. kr. 483.0 m. Niðurlagsorð. Hér að framan hafa í stórum dráttum verið rakin viðskipti ís- lands við Sovétríkin frá fyrri Þeir slógu hálfhring utan um fylkinguna, sem var á leið til rafstöðvarinnar. Þeir miðuðu vélbyssum beint framan í menn. Þar voru og verðir með gráa hunda. Einn hundurinn lét skína í tennurnar eins og hann væri að hlæja að föng-. unum. Varðmennirnir voru í hálfsíðum gæruskinnsúlpum, nema sex, sem voru í skósíð- um úlpum. Þær voru til skipt- anna. Sá, sem átti næst að standa vakt í varðturnunum bar þær. Leiðsöguvarðmenn- irnir endurtöldu enn einu sinni allt rafstö'ðvarliðið, fimm í senn, þegar þeir smöluðu sam- an vinnuflokkunum. „Frostið er alltaf naprast við sólarupprás", sagði Buynovsky. „Sjáðu til, það er kaldasta stund næturinnar". Kapteinnirm hafði gaman af því að skýra út hlutina: Stöðu tunglsins, hvort það var ný eða nið — hann gat reiknað það út fyrir hvern dag ársins. Kapteinninn var að fjara út fyrir augunum á þeim. Kinn- arnar voru orðnar innfallnar. En hann missti aldrei karl- mennskuna og kjarkinn. eru í rennusteininum. Og hverjir eru höfundarnir? Leið- inlegur búri, Sholokhov, og Lebedev-Kumach. Og í staðinn fyrir St. Pétursborg er komin vesalings Leningrad. Hvers vegna? Mikil borg var heitin eftir mikilmenninu, sem stofn- aði hana og kvaddi Rússa til átaka. Af hverju var hún end- urskírð eftir Lenin? Af því að Lenin kom henni á kné? Ég skal segja þér af hverju. Ég skal segja þér það með orðum Stolypins, sem hann mælti til byltingarmannanna. Hann var ágætur lærisveinn Péturs mikla. — Það, sem við viljum, er voldugt Rússland, sagði hann við þá, en það, sem þið viljið, er að gera ykkur gild- andi í þjó'ðfélaginu. — Og veiztu hvers vegna? — Allir þessir svonefndu öreigar hafa engan minnsta áhuga á Rúss- landi, Evrópu eða hinum sið- menntaða heimi. Það eina, sem þeir hafa áhuga á, er að gera sjálfa sig digra, láta að sér kveða. Þeir eru hugmynda- snauðir, en þeir vilja láta bera á sér og gera það með hávaða. Það er alltaf hægt að gera hávaða með því að skella hur’ðum, einkanlega ef þér stendur á sama um, hvort þú liðar húsið í sundur með skell- um og spörkum og drepur íbúana um leið. Það er þetta, sem þeir hafa verið að gera, þeir hafa drepið milljónir, þá beztu okkar manna. Krústjoff verður að öðlast ódauðleiLann. Hann er mildari en hinir, en hann er sama dauða höndin. Slíkt fólk óttast ekkert frekar en sannleikann. Ef þú hefur skrifað sannleikann, þá ertu vissulega brjálæðingur. heimsstyrjöld til þessa dags. Vænti ég, að komið hafi í ljós hin mikla þýðing, sem þessi við- skipti hafa haft fyrir efnahags- afkomu og utanríkisverzlun Is- lands á undanförnum tveimur ára tugum. Þjóðir Sovétrikjanna minnast um þessar mundir hálfrar aldar af mælis októberbyltingarinnar og margvíslegra framfara, sem síðan hafa átt sér stað í Sovétríkjun- um. Af þessu tilefni er sú ósk borin hér fram, að viðskipti ís- lands og Sovétríkjanna megi enn um ókomin ár eflast og dafna. Komið hefur 1 ljós, að þessi við- skipti eru sönnun þess, að þjóðir með ólíkt stjórnarfar og efnahags- kerfi geta með góðu móti átt sam- skipti á sviði viðskipta og menn- ingarmála, báðum aðilum til gagns og farsældar. Andrei Voznesensky: Parabólísk ballata ANDREI Voznesensky er í fremstu röð ljóðskálda í Sov- étríkjunum og þykir ýmsum hann jafnvel þeirra fremst- ur. Sjálfur telur hann sig aðeins einn ótalmargra læri- sveina Pasternaks. Ljóð það er hér fer á eftir, „Parabólísk ballata“, þýddi brezka skáldið W. H. Auden á enska tungu með aðstoð rússneskufræðingsins Max Haywards og er íslenzk þýð- ing þess hér byggð á þýðingu Audens. íslenzku þýðinguna gerði Sonja Diego Thors. Eftir parabólu flýgur lífið eins og eldflaug, oftast í myrkri en öðru hvoru eftir regnboga. Rauðhærði bóheminn Gauguin, málarinn, hóf sitt æviskeið sem efnaður verðbréfasali. En til þess að komast til Louvre frá Montmartre lagði hann langa lykkju á leið sína, fór til Java, Súmatra, Tahiti, Markgreifafrúareyja. Af léttúð hóf hann sig til flugs upp úr vitfirringu peninganna, argi kvenna og þvargi, hitasvækju hásala vísinda og lista yfirbugaði aðdráttarafl jarðar. Æðstu prestarnir drukku púrtvínið sitt og þvöðruðu sem fyrr: Beinar línur eru styttri, ekki eins brattar og parabólur. Það fer betur á því að mála madonnur og engla. Hann sentist upp eins og eldflaug með ógnargný, móðgaði þá með ofsaroki sem reif stélin af lafa- frökkunum þeirra. Og hann fór ekki inn í Louvre um aðaldyrnar heldur þaut niður um þakið á parabólu. Misskipt er þori þeirra er finna sannleika lífs síns: Ormar skríða upp um holur, áræðnir menn þeysa um á parabólum. Ég þekkti eitt sinn stúlku sem bjó í nágrenninu. Við gengum í sama skólann, tókum próf um leið. En ég hófst á loft með hvelli, þaut gegnum velmegandi tvíandlita stjörnur Tíflis. Forlátið mér þessa fáránlegu parabólu. Herðakuldi í koldimmum gangi . . . stífar axlir, uppréttar eins og loftnetsstöng, sem sendir kallmerki sitt gegnum frostkulda og niðamyrkur alheimsins, hvað ég heyrði merkið skýrt, ótvírætt merki, jarðneskt leiðarljós handa mér að koma á inn til lendingar. — Viðskipti íslands og Sovét Hlæjandi, storkandi lögunum, viðvörunum þeirra og lagagreinum þjóta list, ást og saga ofdirfskufullar eftir parabóluleiðum. Hann er á förum í kvöld austur til Síberíu. Kannski bein lína sé nú samt styttri þegar allt kemur til alls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.