Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 1967 JL 21 BORGARALEGT hugrekki (Zivilcourage, — þetta er þýzkt hugtak) er sú tegund hugrekkis, sem borgarar hvers þjóðfélags sýna stundum gegn ofurefli harðstjórnar. Það krefst mismunandi mikils hugrekkis að beygja sig ekki undir allan ranglátan aga. I lýðræðisríki er t.d. engin hætta á því, að við verðum sviptir lífi eða frelsi fyrir að skrifa undir skjal til að sýna það, að við fylgjum einhverjum málstað. Á tímum, þegar mikil stjórnmála- spenna ríkir, eins og í Bandaríkjunum á McCarthy árunum, er áhættan talsvert meiri. í einræðisríkjum er hún enn meiri, og fjöldi þeirra erfiðu ákvarðana, sem einstaklingurinn verður að taka með tilliti til þessa, er á sama hátt miklu meiri. Sumar slíkar aðstæður í einræðisríkjunum eiga sér enga hliðstæðu hjá okkur. Þannig var það árið 1958, þegar rithöfundaþing í Sovét- ríkjunum kom saman til að afneita Pasternak. Þá sagði einn viðstaddra, þegar röðin kom að honum, að hann hefði ekkert til málanna að leggja, því að hann hefði ekkert annað en gott að segja um Pasternak. Að svo mæltu yfirgaf hann salinn. ÞQssi rit- höfundur var Andrey Sinyavsky. „Aðeins þáð að hafa þekkt hann“, sag’ði rússneskur stúdent, skömmu síðar, „gefur manni styrk. Manni þykir óhugsandi annað en að reyna að sýna af sér einhverja karlmennsku". Það er ekkert undarlegt, að þegar hann og Yuli Daniel voru handteknir og yfir þeim haldinn réttur, ákærðir um brot á þeim greinum rússnesku hegningarlaganna, sem fjalla um sérstaklega alvarlega glæpi gegn ríkinu, fyrir „áróður í þeim tilgangi að veikja eða grafa undan sovézku stjórninni", þ. e. a. s. að gefa verk sín út erlendis, — þá sýndu félagar þeirra, sem voru beint eða óbeint viðriðnir réttarhöldin, sömu staðfestu. Þeir aðhyllt- ust kenningu Sinyavskys, þá trú hans, að eina lyfið við sjúk- dómi Rússlands væri ekki að finna í stjórnmálum, sem að hans dómi eru sköpunarlaus starfsemi, heldur á sviði siðfræðinnar, — og umfram allt í því að leita sannleikans. Ef rússneska þjóðin eigi að komast til nokkurs þroska og hamingju, þá verði að rjúfa þagnarsamsærið, sem ríkir um fortíðina og mikinn hluta rúss- nesks þjóðlífs, um gyðingaofsóknir, um spillingu í kynferðismál- um, um fangabúðir og hreinsanir. Það var í anda þessarar hreinskilni, sem eiginköna hans ritaði, skömmu eftir handtöku hans, bréf til Brezhnevs, aðalritara mið- Andrei Sinyavsky og Yuli Daniel mcð kistu Pasternaks. BORGARALEGT HUGREKKI Sinyavsky-Daniel stjórnar Kommúnistaflokksins, og sendi um leið afrit, eins og venja er þeirra, sem telja sig ekki hafa neitt að óttast, til yfirsaksóknara Sovétríkjanna, forseta öryggisráðs ríkisins, og til ritstjóra blaðanna Pravda, Izvestia og Literaturnaya Ga- zette. Hún virðist ekki hafa fengið svar frá neinum hinna fyrrnefndu, og hinir síðar- nefndu prentuðu ekki bréf hennar. Þegar tekið er tillit til þess, hve einarðleg árás hennar var, er ósennilegt, að þeir hafi verið þess fýsandi. Hún kvaðst geta skili’ð það, að rithöfúndur hlyt: gagnrýni, jafn-vel mis- kunnarlausa gagnrýni, „þar setn orð og aðeins orð eru vopnin til að ráðast á bókmenntaverk", en handtaka rithöfundar stang aðist á við ákvæði sovézku stjórnarskrárinnar um mál- frelsi. í niðurlagi bréfsins læt- ur hún algerlega væmnilaust í ljós þá ósk, að vera sett í fang elsið með manni sínum, því að Yuli Daniel fyrir réttarhöldin frelsi sé henni einskis virði án hans. ,',Ég segi yður alveg hrein gkilnislega álit mitt, þótt afar fátt fólk í Sovétríkjunum geri það“. Og hún kveðst geta sagt það, vegna þess að hún hafi mjög litlu að tapa. Orðalagið var dálítið kaldhæðnislegt. Og eiginkona Daniels tók upp þetta orðalag, þegar hún ritaði til að kvarta undan hótunum rannsóknardómaranna við hana, er þeir unnu að því að safna gögnum fyrir „procés- verbal“ (munnlegan málflutn- ing). Hún sagði: „Á lífsferli mínum hafa mér ekki áskotn- azt nein veraldleg auðæfi, og mér hefur lærzt að virða þau að vettugi. En þau andans verð mæti, sem á fjörur mínar hef- ur rekfð, verða aldrei frá mér tekin“. Án þessarar fyrirlitning ar á dauðum hlutum, neyzlu- vörum og veraldlegum eignum, er kannski ómögulegt að sýna slíkt hugrekki. Eiginkona Sinyavskys reyndi — og í fangabúðunum. mjög að leiða rök að því, að forsendur bréfs hennar væru ekki eingöngu persónulegar, til þess að fá ekki aðeins and- svar sem þetta: „Hann er eig- inmaður yðar. Við erum líka mannleg". Aldrei væri þó hægt að bera unga skáldinu Alik Ginzburg á brýn slíka tilfinn- ingasemi, en hann lét sig ekki muna um það, þótt hann hefði tvisvar verið settur í fangelsi, að skrifa bréf til Kosygins, þar sem hann mótmælti handtök- unni á þeim forsendum, að hann elska’ði rússneskar bók- menntir og vildi ekki „sjá tvo rithöfunda til viðbótar senda burtu með vopnuðum vörðum til að fella tré“. Bréf hans er formlega sett upp eins og kenn ing undir fjórum kaflafyrir- sögnum: 1) Um það, hvernig skilja beri hugtakið „andsov- ézkur áróður“ og um beitingu þess skilnings. 2) Um beitingu skilnings hugtaksins „andsov- ézkur áróður“ gagnvart bók- menntum. 3) Um hlutverk KGB (Öryggislögreglunnar) í opinberu lífi landsins. 4) Um athugun á alþjóðasamþykktum, — einkum 19. grein Mannrétt- indasáttmálans, sem samþykkt ur var af Sameinuðu þjóðunum með stuðningi Sovétríkjanna. Undir þriðju fyrirsögninni lýsir hann útifundinum á Push kintorgi í desember 1965, sem haldinn var til að krefjast þess, að réttarhöldin yfir Daniel og Sinyavsky færu fram fyrir opn um tjöldum. Svo vir*ðist sem hann hafi sjálfur gengizt fyrir þessum fundi með aðstoð skáldsins Sergei Esenin. Eintak af fundarboðunum hefur borizt vestur fyrir járntjald. Þar stend ur m.a. „takið með ykkur tvo aðra borgara". Efni fundarboð- anna er undarlegt í augum þeirra, sem ekki gera sér grein fyrir því, hve þröngur stakkur þessum mótmælaaðgerðum varð að vera sniðinn, til þess að halda þeim innan ,,löglegs“ ramma, og hve mikla hættu fundarmenn lögðu sig í. Á plagginu eru nákvæm fyrir- mæli um það, hvaða vígor'ð megi hrópa („Við krefjumst þess að allir fái að fylgjast með réttarhöldunum yfir . . . “) og hvernig eigi að hegða sér, ef lögreglan skerist í leikinn. Öllu var haldið innan ramma lag- anna. Samt sem áður, eins og Ginzburg bendir á í bréfi sínu til Kosygins, leysti lögreglan fundinn upp með valdi, — sönn un þess að Öryggislögreglan „stendur ennþá opinberu lífi fýrir þrifum“. Það. sem Ginz- burg fjallar um, er réttarfar innan takmarka stjórnarskrár- innar, — sovézkt réttarfar. Hann situr nú i fangelsi í þriðja sinn, — sennilega fyrir þá sök að hafa gefið út „hvíta bók“ um mál rithöfundanna tveggja og að senda eintak af henni til Podgorny forseta. Svar yfirvaldanna vi'ð óá- nægjuöldunni, sem frjálslyndir hópar mennta- og listamanna komu af stað, var að birta tvær árásargreinar um hina hand- teknu. Þær eru í gamalkunnum tón sovézkra bókmenntadeilna, — sama tón og menn hafa van- izt að heyra í brezkum réttar- sölum og stundum í brezkum blöðum, þegar ráðizt hefur ver ið gegn ákveðnum bókum, kvik myndum eða sjónvarpsþáttum. „Hið fyrsta, sem menn finna til við lestur verka Daniels og Sinyavskys, er viðbjóður. Það er of ógeðslegt að birta tilvitn- anir til að gefa dæmi um þá spillingu, sem allt úir og grúir af á síðum verka þeirra. Me'ð sjúklegri nákvæmni velta þeir sér báðir í skrifum sínum upp úr lýsingu á kynferðislegum og sálfræðilegum vandamálum. Þeir bera báðir vott um sið- ferðilega hnignun”. Þannig mæltist Izvestia. — Frúin, sem skrifaði í Li- teraturnaya Gazette (hún kom reyndar við sögu síðar, við réttarhöldin, og þá í gervi „ákæranda fólksins“), komst að þeirri niðurstöðu, a'ð „ekkert hyldýpi siðspillingar væri svo svart, að þeir veigruðu sér við að kafa niður í það í ákafa sínum að saurga og troða fót- um allt mannlegt í sovézkum borgurum, vináttu, ást, móð>ur- tilfinningu og fjölskyldubönd. Viðbrögð hinna frjálslyndu mennta- og listamanna voru skjót. Bréf til Izvestia og Gaz- ette mótmæltu harðlega „blygðunarlausum mannorðs- þjófnaði rithöfunda í anda gam allar hefðar, sem við héldum að væri dauð og grafin“. Bréfin voru öll undirrituð með full- um nöfnum og heimilisföngum sendendanna. Þau voru auð- vitað aldrei birt í Izvestia eða Gazette, en hefur verið dreift manna á meðal eins og svo Framhald á bls. 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.