Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 1967 25 m,eð hönduim yfirstjórn hersins. Nú voru líka fædd fleiri Sovét — ráð — þau spruttu uipp hvarvetna í landinu, meira að segja á vígstöðvunum. Sovét Péturs'borgar var aeðst, en það hafði í rauninni eng- aip hemil á neinu. Hermennirnir viðurkenndu aðeins ráðin og þau hefðu ekiki getað breytt neinu um þ%ð, jafnvel þótt þau hefðu óskað þess. Þeirri stefnu að halda kion- ungE'stjórn í Rússlandi var í fyrstu haldið leyndri fyrir ráð- unum. Þegar Nikulás náðist loks á vald Guchkoivs, var það áform nýjiu ríkisstjórnarinnar, að hann skyldi afsala sér völdum í hiendur 13 ára görnlum syni sínum, Aiexis, en bróðir hans, Mikael erkihertogi, skyldi fara með völd fyrst um sinn. Nikul- áis hafði reynt að ná aftur frá Mogilev til Pé'tursborgar, en lest hans hafði verið ekið í aðra áftt og nú var hann í stofuifangelsi í Pskov, 150 mílur í burtu. Hann tók þessu með stiMingu, en kvað erfðarétt keisaradóms- ins vera heilagan, og því yrði kórónan að fara beint á hötfuð Mikaels. Svo varð þó ekki. Þegar ráðið heyrði um ráðagerð ina, koonst allt í bál og brand. Konungsstjórnin yrði að bverfa úr sögunni. Að lokum var það erkiher- •fjogmn, sem tók af skarið. Hann mundi aldrei, sagði hann, taka við krúnunni, fyrr en honum væri boðin hún af réttilega kjömu löggjafarþingL Þeitta batt enda á málið. Stjórn Lvovs var nú hin opinbera ríkisstjórn Rúss lands. Hún var nefnd Bráða- birgðastjómin, vegna þess að það var verkefni hennar að halda reglu, unz hægt væri að kjósa löggjafarþing. Meðan á þessu gekk, dValdist Lenin í Zúrich og var í fyrstu mjög svartsýnn. Hann þóttist viss um, að ekkert hefði í raun og veru breytzt. Það höfðu verið verkföll og kröfugöngur áður og mundiu kannski verða mörg- um sinnuim enn, áður en birta- tæki af degi byltingarinnar. Hann sagði oft, að menn og konur af hans kynslóð mundu sennilega ekki lifa að sjá þann dag rísa. Hann var ekki orð- inn 47 ára. Það virtist næstum. eins og hann vildi, að svo væri. í 14 ár hafði hann eytt allri starfs- orku sinni í að setja fram skoð- anir sínar á hinu sanna eðli bolsévikabyltingar, ráðabrugg, samsæri, ógnanir og bannfær- ingar. Hann taldi aðeins þá, sem voru honum samm.ála í einu og öllu, hætfa til að starfa fyrir mál staðinn. Þeir, sem ekki voru með honuim, voru á móti hon- um. Öll þessi áir var stöðugt verið að setja nánustu stuðn- ingisimenn hans út atf sakrament inu, eða taka þá aftur í sátt, ef þeir átu ofan í sig fyrri skoðanir. HöfuðVerketfni var að halda bolsévismanum hreinum og ó- spilltuim, jafnvel þótt svo virt- ist stundum sem hinn eini hrein trúaði og óspillti boiséviki væri Lenin sjáltfur. Jafn-vel etftir að fréttin um valdaatfsal keisaranis barstf til ZúriCh, ritaði hann bréf til eins af hollustu stuðningsmönnum sínum, frú Kollontai í Stokk- hólmi, og sagði að hin svokall- aða bylting væri ekkert annað en uppreisn auðvaldssinna. Hon um þæ'tti langbezt etf Bráða- birgðastjórnin bannfærði Sósial- demókrata, því að yrði Marx- ismi lögl'egur í Rúsislandi, kynnu bolsévikar og mensévikar að lenda í slagtogi saman, og það væri dauðasynd. Brátt varð þó meira að segja Lenin fyrir áttirifum af grófúm ákafa annarra útflaga, sem voru þess fulivissir, að eittlhvað nýbt betfði í raun og veru gerzt í Rúisslandi, og það væri heilög skylda þeirra að hraða sér heim og taka völdin. En hvernig? Meiri umræður, endalausar rökræður, — sem. leiddu til þess, að þýzka henstjórnin lagði Len- in og félöguim hans til hina frægu járnbrautarlest að ferð- ast með gegnum Þýzkaland til að hleypa þeim lausum. í Rúss- landi og auka enn á vanda Bráðabirgðastjórnarinnar. Þjóðv'erjar voru vonsviknir, vegn'a hinnar augljósu stað- festfu Bráðabirgðastfjórnarinnar að halda í heiðri allar skuld- bindingar við Bandamenn og hvika í engu um varnir Rúss- lands. Þetta gilti ekki aðeitns um Bráðabirgðastjórnina, heldur og um Sovétið. Og meira að segja þeir Bolsévikar, sem eítir voru í Rússlandi, og komu nú fram úr fylgsnum sínum. eðæ heim úr útlegð í Síberíu, smit- uðust af þessum anda. Bæði Kamenev og Stalin töldu bylt- inguna hreinasta fyrirtak, og að allir byltingarsinnar, hversu mjög sem þeir hefðu verið ósami mála áður fyrr, yrðu að snúa bökum saman og verja bylt- inguna, ekki aðeins gegn aftur- haldsöflum hekna fyrir, heldur einnig gegn þýzka keisaranum. Þeir vildu frið, en „frið með sæmd“. Lenin hafði engan á/huga á sæmd. Hann gerði Þjóðverjum það ljóst svo að ekki varð um villzt. Þeir bjuggust ekki við, að hann næði stjórninni í sínar bendur, er hann kæmi til Pét- urSborgar, en þeim þótti harla ólíklegt annað en að hann rnundi margfalda ringulreiðina og þannig veikja baráttuvilja Rússa. Hann stráði um sig stetfnu- yfirlýsingunum. Friður yrði saminn við Þýzkaland hið fyrsta, en blóðug borgarastyrjöld skyldi hetfjast heima fyrir. Hann kvað hina svokölHuðu byltingu ekk- ert nema samisæri rússneskra auðvaldssinna og Frakka og Englendinga um að steypa keis- aranum af stóli, til þess að hindra hann í því að gera sér- stakan friðarsamning við Þýzkia land. Verkalýðurinn yrði aftur að slá skjaldlborg um Sovétið og reka af höndum sér Bráða- birgðastjórnina, og reyndar ekki aðeins Bráðabirgðastjómina, heldur alla aðra fflokka bylting- armanna, umlfram allt mensé- vika (sem sjálfir voru Marx- istar) . Þessi afskræming á ástand- inu, eins og hún birtist í bók Len inis, „Brétf úr fjarlægð", er lykill alls þess, sem áttfi etftir að ger- ast, — ekki aðeins sumarið og baustið 1917, beldur um ára- tugaskeið. „Baráttustetfna okk- ar“, sagði hann í símskeyti til flokks bolsévika í Noregi. „Bar- áttustetfna okkar: Öllum van- treyst: Enginn stuðningur við nýju stjórnina: Kerensky sér- staklega grunaður: Vopnun verkialýð'sins eina tryiggingin: Samstundis verðí kosið þing Pétursborgar: Engin samvinna við aðra flokka". (Hefðiu allar þessar kröfur náð til eyrna byltingar- manna, mundu þær hafa hljóm- að eins og æðisþras vitfirrings. í eyrum þeirra, sem ölvazt höfðu atf viðburðum undantfarinna daga, sem höfðu afnumið kon- ungisstjórn; tekið keisarann höndurn, byrjað að skipúlegigja verkfallsmenn og liðhlaupa úr hernum, — þeirra sem nú unnu að því að treystfa byltingu sína; að berjsist gegn afturhaldL að reyna að fæða þjóðina og koma starfi verksmiðjanna í gang atft- ur; að koma á reglu í stað ringulreiðar, og á meðan að forða Rússlandi frá þvi að verða innrásarher Þjóðverja að bráð, — í eyrum allra þessara manna létu jafnvel þau orð Lenins, sem náðu til þeirra, eins og pm- mæli manns, sem væri búinn að missa alla beiibrigða dómgreind, unnið stórkosttegan sigur“. Svona g-ekk allt á jámbrautar stöðinni. Sovétið hafði skipu- lagt glæsilegar móttökur, með lúðrasveitum úr hernum, blóm- um, heiðursverði og fagnandi mannfjölda. Á stöðinni stóðu’ brynvarðar bifreiðar með hreyf- anleguni ljóskösturum. Hin form- lega móttökuatíhötfn fyrir Len- in fór fram í biðsal keisarans, þar sem Chkheidze, gamalí félagi og gamall óvinur, menséviki og formaður Fram- k'væmidanefndar Sovétsins, hafði orð fýrir byltingar- mönnum. Chkheidze lauk móili Sínu með hrífandi áskorun að halda einingu um að verja byltinguna gegn áráisum jafnt að innan sem utan. Lenin lét sem hann sæi ekki Ghkheidze né heyrði. Þegar hann tók til máls, snerd hann baki við móttökunefndinni. Hann talaði yfir hötfuð hinna viðurkenndu birgðastjórnarinnar eða ekki. En ég er fullviss um, að þegar þeir totfa ykkur miklu, eru þeir að blekkja ykkur og alla rúss- nesku þjóðina“. „Fólkið þarfnast friðar, fólkið þarfnast brauðs, fólkið þarfnast lands. Og þeir látfa ykku-r fá stríð og hungur, — ekkert brauð. Og þeir láta landeigenduir sitja áfram á jörðum sínum. . . . Við verðum að berjast fyrir algerri þjóðtfélagsbyltingu, berjast til enda, þar til öreigarnir hafa unnið fullkominn sigur. Lengi lifi alheimsbylting sósíalista!“ Og hann hélt ræður á hverju götu- horni úr brynvarinni bifreið- inni á hægri ökuferð sinni til hins nýja samastaðar bol'sévika flokksins, glæsilegs stórhýsis hinnar frægu ballett da n.sm ey j - ar, Kshesinskayu, sem eitt sinn var áistmær keisarans. Nú kom enn kröftugri ræða atf svölum hússins, og þá heyrðust í fyrsta Lenín ávarpar sveitir úr Rauða hernum í mai 1919. auk þe&s sem hann fýlgdist ekkert með afcburðunum. Og hvernig átti hann að geta vitað, hvað hafði gerzt? Hvernig; gat hann þekkt eðli sprengingar innar miklu, sem hafði að engu allar hjartfólgnar kenningar? V'erkalýðurinn og hermennirnir úr sveitfa'héruðunum hötfðú ris- ið upp og varpað af sér hlekkj- unum, og nú ætfluðu þeir að móta nýttf ríki með aðstoð at- vinnubyltingarmanna úr öllum flokkum,'sem allt í einu höfðu tekið uipp samvinnu. Vladimir Ilyioh, sem ekki hafði stigið fæti á rússneska grund í 10 ár, mundi brátt fá að sjá hið nýja ástand mieð eigin auguim og hjálpa til við að leiða þá til fullnaðarsigurs. Þeir höfðu rangt fyrir sér. Það voru þeir, eins og Lenin áitti erftir að segja þeimi, sem höfðu misst alla heilbrigða dóm- greind. Það hótfst þegar í lest- inni„ sem flutti Lenin inn á Finnlandsstöðina í Pétursborg. Kaimenev, ásamt Stalin, stfeig hrærður og fuiJlur eftirvænting- ar upp í lestina á járnbrautar- stöðinni og bjóst við hrósyrðum og hamingjuóskum. „Hvern fjandann sjálfan þykist þið vera að gera?“ sagði Lenin þá. „Þið gangið í fóstbræðralag með menséviku'm og sósíalistum og gangið svo um eins o.g þið hafið byltfingarforingija og ávarpaði fjöldann: „Kæru félagar, hermenn, sjó- m'enn, verikamenn. Það er mikil hamingja að geta heilsað ykkur í nafni hinnar sigursælu, rúss- nesku byltingar, að heiiisa ykk- uir sem framvörðum hins al- þjóðlega öreigahers. . . 9ú stund er ek’ki langt undan, er þýzka þjóðin mun Mýða kalli félagia okkar, Karls LielbknieOhts, og grípa til vopna gegn auðvalds- kúgurum sínum. . . Rússneska byltingin, sem þið hafið sigrað í, er uipphatf að nýju tímabili í mannkynssögunni. Lenigi lifi al- hetonis'bylting sósíalista". Rússar höfðu engan áihu'ga á þýzku þjóðinni, eða nokkurri annarri þjóð. Þeir höfðoi gert sína eigin uppreisn, fyrir Rúss- land fyrir sjálía sig. Þetta hafði tekizt, og þeir vildu l'áta klappa sér á kollinn. í stað þess var þeim nú sagt. að þetta væri aðeins upphafið. Fyrir utan járnbrautarstöð- ina stóð litúi maðurinn í flóð- lýstri bifreið og tók að segja þeirn, hvað hann ætti við: • „Félagar sjómenn", ávarpaði ] hann heiðursvörðinn, sem stóð : eins og myndastytftur fyrir fram ] an stföðina. „Ég heilsa ykkur án i þess að vita, hvort þið hatfið j trúað öllucn loforðum Bráða- I sinn. einhverjar undirtektLr manntfjöldans. Sumir hermannanna voru teknir að ókyrrast. Þessi 61- kunni maður gerði ekkert annað en að formæla stríðimu, stríðm.u þeirra, sem þeir höfðu barizt í: sem þeir voru enn að ber.jast í, sem félagar þeirra höfðu fallið í, sem hélt aftur af innrásarher Þjóðverja. En á hinn bóginn var hann að lofa brauði og segja þeim að taka jarðirnar. . . . Og svona hélt þetta áfram. Nóttina eftir lét hann árás sína dynja á lokuðum fundi heiztu foringja flokks sins og var ó- myrkur í máli. Það átti enga miále'fnasamninga að gera vi5 aðra flokka. Margir þeirra veltu fyrir sér, hvernig minnihluta- flokkur þeirra (me'| im.afjöld- inn náði ekki 80 þúsundum) _átti að sigra í algeru stríði við al'la aðra flokka. Næsta dag ávarpaði Lenin þing allra sovéta Rússlands, sem vair nýkomíð saman í Péturs- borg. Þar lýsti hann gkorinort yfir stefnu sinni, svo að allir mættu heyra. Það átti að steypa Bráðabirgðastjórnínni af stóli og setja í hennar stað á stofn öreigalýðveldL veita sovétunum öll völd, uppræta auðvaldið og ríkið að eignast allt. Þá átti að Framihald á bls. 26 Kvennaherfylkið var fjölmenn hersveit stæðilegra kvenna, sem studdu bráðabirgðastjórnina, sem tók við af keisarastjórninni. Er á leið árið 1917 týndu þær tölunni óðfluga og í nóvember voru þær aðeins 130. Þær tóku þátt i vörn Vetrarhallarinnar gegn bolsévikum og féllu flestar í þeirri viðureign.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.