Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 1967 5 tkna við err/bættismannastjórn. k>lsar- ans en á síðustu stundu kom Serge Witte frá Bandaríkjunum, etftir að hafa samið frið við Japani fyrir hönid Rússa. Síðast í október 1905 voru í rauninni tvser stjórnir í Pétur/sborg, sú eiginlega ríkisstjórn og ráðin, og i nokkra daga vissi engin hver bæri sigur af hólmi. f>á var það, að Witte var skipaður for- sæti.sráðherra og taildi Nikulás II á að gefa út yfirlýsinguna um stofnun full- trúaþings Dumunnar þann 30. október. Lenin dvaldist erlendis í þennan táma. Hann lýsti sig andvígan fulltrúaþing- ingu eða Dumunni, hann var einnig mót'snúinn verkamannaráðunum. Kosn- ingar til þingsins kallaði hann ómerkar og taldi vopnaða uppreisn alþýðunnar einu lausnina. Hann kom til Rússlands í nióvember 1905 og breytti þá um skoð- un varðandi náðin, að öðru leyti voru skoðanir hans óbreyttar. Samkvæmt yfiríýsingunni frá 30. október voru Rússum veitt þau rétt- indi, sem Vesturevrópuþjóðirnar töldu til aknennra mannréttinda, málfrelsi, félagafrelsi, ritfrelsi og fundafrelsi, auk þess almennur kosningaréttur og sam- þykki þingsins þurtfti til lagasetningar. Stjórnin tók fullt tillit til krafa frjáíls- lyndra afla í Íandinú í þeim tilgangi að stofna með því til samvinnu við þau öfl gegn byltingaöflunum sem voru andstæð yfirlýsingunni. Byltinga- sinnar töidu, að stjórnin væri hér að- eins að gera tilraun til þess að stöðva framgang byltingarinnar og myndi svíkja öll getfin loforð þegar hægðist á dalnum. Það var rétt, að þetta var fyrst og fremst tilgangurinn, en það var rangt að stjórnin ætlaði að svíkja gef- in iotforð þegar byitingaaldan sjatnaði, enda var það ekki gert eftir sigur stjórnarinnar á byltingaöflunum. Witte, forsætisráðherra, bauð fulltrúum frjáls lyndra afla sæti í stjórninni, en það var ekki þegið. Lenin var harðasti andstæðingur stjórnarinnar; verktföllin héldu áfram, meiriháttar jiárnbrautaxverkfall stóð frá nóvemberlokum til miðs desember 1905 og það kom till vopnaðrar upp- reisnar í Moskvu í desember. Bolshe- víkar þar í borg stóðu að þessari upp- reisn, en Lenin var þá í Finnlandi Eftir tíu daiga götubardaga vax upp- reisnin kæfð: Tíu daga þrumandi stórskotahríð. Menn eru orðnir hávaðanum vanir. Og á fimmtudaginn, þegar linnir, góna allir upp í lotftið eins og upp í rjátfur hringleikahúss: Og sjá, himinninn fullur aif gróusögum og slitnum lotftfimleikarólum í neti á staurum sporvagnalínunnar, segir Pasternak í ljóði sínu „Moskva í desember 1905.“ Tilraunir róttækra afla til þess að halda byltingunni til streitu hjöðn- uðu smátt og smiátt; svörun almenn- ings við hvatningu byltingarsinna varð dræmari eftir því sem á leið og um miðjan desember var stjórn- in orðin það trygg í sessi, að hún lét handtaka nær því alla meðlimi ráð- anna. Lenin sætti harðri gagnrýni fyrir að hvetja til vopnaðrar uppreisnar, bæði frá MenShevikum og eigin flokks- mönnum. Honum var núið um nasir, að hafa orðið til þess að úthella blóði verkamanna í þeim tilgangi að sanna eigin isboðanir. Hann hélt því löng- um fram að uppreisnin í Moskvu hefði verið nauðsynleg æfing og mjög lær- dómsrík. Byltingin 1905 örvaði fylgismenn frjálslyndis fremur en róttæka byltinga- sinna. Samkvæmt stjórnarskránni var viss pólitísk starfsemi lögleg í Rúsis- landi. Byltingin varð til þess að skerpa miismuninn á stefnum frjálslyndra og róttækra. Ýmsir menntamenn, sem höfðu fylgt róttækum byltingaötflum um aldamótin hylltust nú til stuðn- ings við frjáfelynd ötfl og þeir, sem voru hvað íhaldsamastir sáu nauðsyn frjálslyndrar stefnu, sem gæti haml- að róttækum byltingaöflum, Byltingaötflunum hafði tekizt að ná tengslum við fjöldann og þegar hér var komið tóku hinir frjálslyndu og einnig afturhaldsöflin að leita sér stuðn ings meðal fjöldans, gegn byltingaöfl- unum. Keisarastjórnin reyndi að vinna sér fylgi bænda og Witte hafði á prjón unum áætlun um skiptingu stórjarða milli bænda, í þeim tilgangi að korna upp sjálfseignarbændastétt, sem gæti orðið aðalstyrkur stjórnarinnar. Hann hafði ekki afl til þess að koma þessu máli í höfn, enda vöktu þessar tillög- ur hans mjög harða andstöðu gósseig- enda. Umbætur þær, sem kenndar eru við St’Olypin og stefndu að því að gera rússneska bændur sjálfseignaibændur, vöktu andúð bæði frá hægri og vinstrd, en sú andúð kom fyrir lítið. Umbótum þessum fylgdi aukin fraimle'iðslugfeta og bætt efnahagsástand og jók styrk stjórm arinnar meðal bænda; einveldið var mildað og því var vel tekið af frjálslyndari öflum, Þróunin fram að síðari styrjöldinni var óhagstæð bylt- inigasinnum. Lögreglan réð áuðveld- lega við öll uppþot. Sósíaldemókratar lögðu byltimgaáform upp á hillu og snéru sér í þeas stað að því að skipu- leggja verkamannafélög og vinna sér fylgi með áróðri meðal fjöldans. Sósí- alski byltingatflokkurinn hélt áfram hermdarverkum, en niáði ekki fjölda- fylgi, rússnesk aiþýða virtist ekki skilja tilgang pólitískra hermdarverka. Flestir forustumenn Bolshevíka voru í útlegð og það fylgi, sem þeir höfðu hvarf smiátt og smátt til Hægri álmu flokks- ins, Menshevika, auk þesis, sem þeir féllu mjög í áliti meðal byltingasinna vegna sambaruds þeirra við bankaræn- ingja. Á árunum 1905—15 var svo komið, að þjóðfélagssamvizka intellígensíunnar markaði sér aðra útrás en byltingu. Kjör lægri stéttanna skánuðu ó tima- bilinu og þær eygðu betri daga, Lenin virðist hafa skilið það svo við upphaf heimsstyrjaldarinnar fyrri, að engin skilyrði væru fyrir byltingu í náinni framtíð, enda þótt það drægi ekki úr byltingaáhuga hans. Hann var ekki trúaðux á byltingu 1917, þrátt fyr- ir þrengingar styrjaldarinnar, upphlaup og liðhlaup meðal hersins og skort og óánægju heima fyrir. í byrjun ársins flutti hann fyrirleistur í Ziirioh, þar sem hann lýsti því yfir að vænta mætti byltingar í Rúsislandi, þegar hann og samtímamenn hans væru moldu ausnir. Þetta og viðbrögð hans við fynstu fregn unum um byltinguna í febrúar/marz 1917, sýna ,að hann va,r algjörlega óvið búinn þessum tíðindum. Það voru fleiri en Lenin, sem urðu undrandi við byltingartíðindin. 24. febrúar ritar Dubensky, hershöfðingi, en hann var mjög nákominn keisara- fjölskyldunni: „Allt verður svipað því sem héfur verið. Kyrrð og friður. Keis- arinn hefur engar breytingar í huga aðeins ytri aðstæður og atburðir gætu breytt einhverju. Það hafa orðið „brauð upphlaup" í Pétursborig. Verkamenn hópuðust út á göturnar, en þeim var dreift af Kó.sökkum.“ Minningar frá þessum tímum bera það með sér, að roenn hafa fyrst ótt- að sig á því, að um byltingu var að ræða, nokkru eftir að hún nóði há- marki. Globachev hershöfðingi, sem var yfirmaður leynilögreglunnar í Péturs'borg, virðist hafa komizt næst því að finna, að einhverjar hræringai- væru í vændum. Hann getur þess í skýrslum sínum, að meiriháttar upp- hlaup geti eins beinzt að Gyðingum eða Þjóðverjum eins og gegn stjórn- inni. Eitt var það, sem gerði byitinguna svo óvænta, var að engar fregnir bár- ust neinsstaðar að um ókyrrleika. Það höfðu ekki átt sér stað neinar óhag- stæðair breytingar á vígstöðvunum og staða rússnesku herjanna var mun betri en t.d. 1915. Meðal þess hluta íbúa höfuðstaðarins, sem las blöðin að staðaldri, virðist hafa gætt einbvers kvíða, og ókyrrleika gætti í verka- mannahverfum borgarinnar. En ekkert benti til neinnar ástæðu fyrir því að taugaspenna manna í Pétursborg myndi breiðast út um landsbyggðina og ti'l annarra borga, og enn síður til vígstöðvanna. En það var einimitt það, sem gerðist. Svörun landsbyggðar og borga við febrúaratburðunum í Péturs- bong hefði ekki getað verið samstillt- ar.i, þótt allar aðgerðir hefðu verið margæfðar og undirbúnar löngu fyrir- fram. Sams konar atburðir og viðbrögð annars staðar og algjör skortur á and- stöðu við byltingaöflin vakti furðu samtímamanna. Og ekki síður viðbrögð in við þeim breytingum, sem bylting- in hafði í för með sér, Viðbrögð almennings í Rússlandi við stríðsyfirlýsingu Þjóðverja 1914 voru mjög frábrugðin viðbrögðum Rússa við upphaf rússnesk-japansika stríðsins. Þjóðernislegar vakningarsamkomur voru haldnar víða í borgum og farnar voru hópgöngur til þess að votta stjórn- inni traust. Það hafði verið verkfall í Pétursborg, en því var atflétt strax þeg- ar stríðstfreignirnár bárust. Þessi við- brögð vottuðu vissulega traust manna á stjórninni. Þingið var kallað saman á sérstakan fund, þar sem þingmenn vottuðu stjórninni ful'lt traust og sam- þykktu gerðir hennar. Rússland virt- - Karl. IMarx Framhald af bls. 9 iþágiu eigin hagsmuna. Framleiðslutæk- 'in ákváðu, að áliti Marx, eðli hinna tþjóðlfélagslegu, pólitísku og andlegu hliða lífsins. „ Það er ekki vitund •mannsins, sem ákveðuir tilveru hans“, 'sagði hann, „heldur tilvera hans í þjóð-' félaginu sem ákvarðar vitund hans“. „Nýjar tæknilegar uppgötvanir eru, gerðar“, sagði hann, „framleiðslutækin, batna nýjar kröfur eru gerðar, en gamla valdastéttin, sem .er föst í neiti eigin venju og hleypidóma getur ekki brugð- •izt við breytingunum, gengi hennar hef ur leitt af sér ný vandamál, sem hún isjálf fær ekki leyst. Hún vedður undir í baráttunni við gagnstæðu sína, nýja istétt, sem rís upp með byltingu og 'tekur við af henni“. „í þessu“, sagði hann ,,er fraimlþró- unin fólgin". Valdastétt kapitalista á nítjándu öld kallaði Marx bourgeoisie eða borgarastétt. Þessi stétt hafði orð- iið til í iðnbyltingunni og eyddi valdi landaðalsins. En tilvera borgara®tétt- ’anna hafði í för með sér tilveru geysi- tfjölmennrar stéttar verkamanna, prolet ariatsins. Ávöxtur af erfiði hennar not- uðu borgarastéttirnar til eigin þarfa og verkamenn, sem örvæntu vegna eymd- ar sinnar, hlutu að rísa upp, eyða kapi- talistum og taka fró þeim framleiðslu- itækin. Marx lýsti því í smáatriðum hvernig högum verkamanna væri háttað og leit- laðist við að sanna kenningu sína. All- ist sameinað til átaka. Þjóðverjar höfðu búizt við uipphlaupuim og ókyrrð í sam- bandi við herútboð í Rúss'landi, en það var öðru nær. Alit fór fráðsamlega fram og samkvæmt fyrirfram gerðrí áætlun. Sala áfengis var bönnuð og krám var lokað. Það mátti marka af þessum viðbrögðum, að Rúsisar höfðu lært af reynslu sinni í rússnesk-jap- anska stríðinu. ír vissu, að verkamenn voru arðrændi-n, og margir vildu bæta hag þeir'ra. En það féll í hlut Marx að skýra hvernig hagur stáliðjuhölda gat blómgazt með-i ian verkamennirnir skulfu og sultu. IHann gaf verkamönnum vígorð sem Ihann sjálf.ur trúði á, fullviss þess, að Iþúsund ára ríkið væri í nánd, að senn lyrði brotið blað í sögu mannkynssög- lunnax, vígorðið „Öreigar allra landa isameinizt".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.