Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUft 7. NÓV. 1967 13 Tchekov Ári síðar var Pétur myrtur af hallarvarðliðum sínum að undir lagi Katrínar. Hún talaði heil- mikið um ást sína á þegnunum. En hún lagði mestalla orku sína í það að breyta St. Pétursborg í miðstöð meiri íburðar og vellyst- inga en dæmi væru til um ann- ars staðar í heiminum. í>að voru auðvitað hinir ánauðugu bænd- ur, sem stóðu straum af þessum framkvæmdum, enda voru stöð- ugar bændauppreisnir allt stjórnartímabil hennair. Bilið milli hirðarinnar og þjóðarinn- ar var nú orðið óbrúanlegt. Fram til valdatöku Nikulásac I, árið 1®25, voru keisarar krýndir eða þeim steypt af stóli eftir duttiung um óábyrgs aðals, sem hafði í hendi sér lífvarðasveit keisar- ans. En árið 1825 var einnig að fæð ast ný hugmynd, — frækorni hafði verið sáð í vitsmuna- og tilfinningalíf þjóðarinnar, sem átti eftir að gerjast með árunum og sjóða endanlega upp úr árið 1917 með. falli sjálfs einveldisins. Áranguxinn af auknum sam- skiptum Rússlands við Evrópu- löndin á tímum Napóleons- styrjaldanna, fyrstu kynnum Rússa af vestrænum lífnaðar- háttum, varð sá, að hinir yngri og greindari af aðlinum tóku að fyrirverða sig vegna mismunar- ins á eymd, ólæsi og villimann- legu munaðarlífi síns eigin þjóð- félags og hófsamari, jafnari menningu ríkja Vestur-Evrópu. f»á hafði það ekki minni áhrif, að þeir höfðu barizt við hlið bændanna, kynnzt þeim og öðl- azt þannig nýja þjóðernislega samkennd með almenningi í RússlandL Þá tók að dreyma um stjórn, sem gerði eitthvað fyrir fólkið. Þeú fóru að hugsa og tala um orð eins og „stjórnarskrá". Þeir ákváðu að taka Moskvu herskildi og drepa Alexander I. En Alex- ander dó sjálfur, áður en hægt væri að myrða hann. Jæja þá, þeir ætluðu að ná Pétursborg á vald sitt, áður en ráðrúm gæfist til að krýna nýjan keis- ara. Þeim mistókst það. Aðferðin var hin sama og lengi hafði tíðk- azt, uppreisn í keisarahöllinni, — en tilgangurinn var annar en venjulega. Samsærismennirnir, sem stóðu fyrir uppreisninni í desember, 1825, „Desembristarn- ir“ voru ekki að skara eld að eigin köku, þeir voru að hugsa um þjóðina. Þetta var alveg nýtt af nálinni. Því var það, er: Niku- lás I vann sitt fyrsta embættis- verk, að brjóta óvægilega á bak aftur uppreisnina og útrýma samsærismönnunum, að hann var ekki að hegna eiginhags- munasinnuðum ævinitýramönn- um, heldur var hann að hefja varnarstríð gegn afli, sem hlaut einhverntíma að verða ofan á úr 'því að það var á annað borð tekið að hreyfast. Úr því að byltingin í desem- ber mistókst, var framfarasinn- uðum aðalsmönnum þorrinn all- ur móður. En önnur breyting hafði orðið á. Úr háskólunum voru nú farnir að útskrifast menn, sem spurðu spurninga. í mið- og lægri þrepurn hins risa- stóra skrifatofubákns ríkisins var að myndast stétt mennta- manna af borgaraættum, litil að höfðatölu, en 'þeim mun fleiri hugsanir greru í höfðunum. Þessir menntamenn eignuðust sameiginleg áhugamál með frjálslyndum aðaismönnum. Gogol, hinn snjalli ádeiluhöfund ur, var starfsmaður á ríkisskrif- stofu, og Tchaadayev, hinn harði talsmaður vestrænnar menning- ar, var fyrrverandi riddaraliðs- foringi, aðalsmaður og sterti- menni í háttum. Og þannig komst af stað hin einstæða þróun, sem breytft hinu vanþróaða Rússaveldi í hug myndaverksmiðju. Ekkert í mannkynssögunni kemst til jafns við þetta undarlega ástand. Af- burðasnillingar rússnesku skáld- sögunnar, leikhússins og tónlist- arinnar voru studdir sæg áhuga- samra hugsuða, sem endalaust settu fram kenningar, spurning- ar, kröfur og endalaust lýstu þvi yfir, hvað gera þyrfti til að bæta hag þjóðarinnar. Þessir menn mynduðu þann vafasama, andlega jarðveg, sem úr spruttu síðar á öldinni bylt- ingamennirnir, er sjálfir urðu tii þess að koma á því ástandi í landinu. að það varð mögulegt Pétur mikli fyrir mann eins og Lenin að taka völdin í sínar hendur. Og mesta kaldhæðni Rússlands nítjándu aldarinnar er sú, að þótt það færði ríkjum Vestur- Evrópu nýjar hugmyndir og betri réttlætisvitund, sem varð að ómetanlegu gagni fyrir þær þjóðir, þá var allur dýrðarljóm- inn af þeim slökktur árið 1917, þegar flestir héldu, að stund sigurs þessara hugmynda væri upp runnin, — með ógnvekj- andi útikoimu þess, er saman runnu í einn farveg þýzk heim- speki, sem staðfærð hafði verið til notkunar í Rússlandi, og ösk- ur almúgans þrautpínda, sem geystist vopnaður fram í upp- reisn og heimtaði ekki hug- myndafræði, heldur, eins og frá ómunatíð, bújarðir og braiuð. Þversögnin eir sú, að þessar hugmyndir brutust upp á yfir- borðið, þegar rússneska þjóðin var í fullkomnari spennitreyju keisarans en nokkru sinni fyrr í sögu landsins. Nikulás I hafði fyrirbyggt gersamlega hvers- konar stjórnmálalega starfsemi með nýju ráðuneyti, sem eink- um starfaði með aðstoð hinnar illræmdu þriðju fylkingar, sem var fyrirmynd Cheka Lenins og GPU Stalins. En hann gat ekki hneppt hugsanir manna í fjötra, jafnvel þótt honum tækist með geysivíðtækri ritskoðun að mestu að hindra menn í frjálsri tján- ingu hugsana sinna. Arftakar Desembristanna tóku af mikilli hógværð og með ná- kvæmum athugunum á sögu Rússlands að reyna að komast að því, hvar mistökin lægju. hvað ylli því, að Rússland væri svo vanþróað og þjóðin svo ves- öl, hvers vegna saga þess hefði enga samleið átt með sögu Evr- ópuríkja. Þeir beindu mestri athygdi sinni að ástandinu í mál- um bænda. Héir var víðáttumikið land, auðugt frá náttúrunnar hendi, þar sem fjórir fimmtu hlutar íbúanna voru þrælar, al- gerlega réttindalausir, stritandi roeð frumstæðustu landbúnaðar- verkfærum við að styrkja glæp- samlega og ábyrgðarlausa yfir- stétL Og þeim var haldið við efnið, ekki aðeins með lögreglu- liði og harðsvíruðum ráðamönn- um landeigenda, heldur og með aðstoð presta þeirrar kirkju, sem var ekkert annað en angi af einræðisstjórninni. Þeim var haldið í slíkri spennitreyju, að þeir gátu sig hvergi hrært. Þeir gátu ekíki sýnt nemn mótþróa, utan nokkurra vanhugsaðra, óakipulegra og tilgangslausra uppþota með tílheyrandi mann- drápum og íkveikjum. Með slíkar bændauppreisnir í baksýn (meira en 700 mismun- andi uppþot eru færð í opin- berar skýrslur frá 1826 til 1854) óx menntamannastéttinni fisk- ur um hrygg. Hún skipti sér í tvær megin- fylkingar, þótt einnig væri um að ræða margar undirtegundir og afbrigði, — í Vestursinna og Slavófíla, eftir því hvort þeir að- hylltust þjóðfélagsumbætur í anda vestrænnar eða slavneskrar menningar. Fyrsti meiri háttar talsmaður Vestursinna var Pet- er Tchaadayev (hann var úr- skurðaður geðveikur af yfirvöld unum og haldið í stofufangelsi — sama baráttuaðferð og Krús- jeff færði sér í nyt, þegar hið einfaldara ofbeldi, sem Stalín hafði beitt, var orðið úrelt). Þeir héldu því fram, að allar hörm- ungar Rússlands stöfuðu af við- skilnaði þess frá vestrænum þjóðum. Merkustu leiðtogar Slavófíla voru Khomyaíkov og Aksakov bræðurnir. Þeir prédikuðu þvert á móti, að Rússland hefði af- vegaleiðzt, vegna áhrifa frá Vest urlöndum, sem hafizt hefðu á tímum Péturs mikla. Til þess að öðlast sáluhjálp yrðu Rússar að afneita hinni erlendu keisaraætt sinni og lauga sig við helztu upp sprettu sögu þjóðarinnar, — bók- stafstrú og dyggðir, ósaurgaðar af spillingu Vesturlanda. Aldrei hefur nokkur þjóðarsál verið brotin betur til mergjar, veikleikar hennar og svívirðing eins hreinskiilnislega fram dreg- in. Hvorki ritskoðun, Síbería né útlegð gat þaggað niður í hinum miklu rithöfundum Rússa. Þann- ig fóru bókmenntir og stjórn- mál að verða í eyrum þjóðarinn ar tvö nöfn á sömu starfsemi. Reyndar má frekjuiaust segja, að frá þriðja áratugi nítjándu aldar, hafi rithöfundar verið einu stjórn málamenn Rússlands, — þar sem atvinnustjórnmálamennirn- ir, bæði fyrir og eftk bylting- una, voru aldrei annað en emb- ættismenn einræðisskipuiags. Þetta var flestum rithöfundum meðvituð starfsemi. Og jafnvel þeir rithöfundar, sem skrifuðu hluttekningarlaust og af svart- sýni um draumórakennt og framkvæmdalaust orðaskrum stjórnmálasinnaðra mennta- manna (Turgeniev á miðri 19. öld, — Tjekov síðar), voru næst- um óafvitandi að útbreiða stjórn málaskoðanir. Sérhver gagnrýni á „status quo“ (óbreytt ástand), bein eða óbein, var, samkvæmt eðli stjórnarfarsins,, byltingar- starfsemi, þar sem ástandið var óumdeilanlegt, óbreytanlegt, gjöf keisarans, gjöf Guðs. Það var eðílilegt og óhjá- kvæmilegt, að menntamennirn- ir einblíndu á bændakúgunina. Bændumir voru þjóðin, að því er virtist, og kjör þeirra og með- ferð voru þjóðarsmán, — óbreyt- anleiki þeirra og mótþrói gegn tillögum þeirra, sem vildu hjálpa þeim, ollu mörgum von- brigðum. Jafnvel þegar Alex- ander II tók við af Nikulási og vildi gera yfirbót, yfirbót að of- an, — og aflétti átthagafjötrun- um árið 1861, var árangurinn af þéirri ákvörðun neikvæður. Land það, sem skipt var milli bænda, var of lítið, og skilmál- arnir fyrir veitingu landsins voru of harðir. Aðeins hinir sterkustu og hæfustu af bænd- unum gátu staðið á eigin fótum, — hinir voru verr settir en áð- ur. Sjálft frelsisárið 1861, brutust 500 sinnum út svo alvarlegar óeirðir, að grípa varð til her- liðs til að bæla þær niður. í Vezdna, skammt frá Kazan, kom til sögufrægs blóðbaðs. Helzti klaufaskapur allra frjáls hyggjumanna og byltingamanna nítjándu aíldarinnar lá í því, að þeir komu ekki auga á að undir óbreyttu yfirborði stjórnarfars- ins, voru djúptæk unfakipti að hefjast, umskipti, sem keisarinn og ráðgjafar hans skildu ekki, enda stjórnuðust þau af öflum, sem þeir höfðu enga hugmynd um. Þetta voru efnahagsleg öfl. Rússland var að byrja að iðnvæð ast. Verkalýðsstétt var að fæð- ast í borgunum. I byrjun aldar- innar voru iðnverkamenn minna en fjórðungur úr milljón, en 1861 voru þeir orðnir næstum miiljón manna. Afnám átthagafjötranna, sem : ak marga bændur til borganna, Xlýtti þessarí þróun, sem að mest-u var staðið undir með er- lendu fjármagnL Milli 1861 og 1880 voru rússneskar járnbrautir lengdar úr 1.000 mílum og upp í samtals 14,000. í lok aldarinnar var tala verkamanna komin upp í eina og hálfa milljón og í lok fyrri heimisstyrjaldarinnar tvær og hálfa milljón. Þetta var geysi leg þjóðfélagsbreyting, sem hinir fyrri umbótasinnar og byltingar menn gerðu sér ekki minnstu grein fyrir, þar sem þeir voru svo niðursokknir í vandamál bænda. Þjóðfélagsbaráttan reis einna hæst árið 1874, við þær aðgerð- ir, sem á rússnesku nefnast „narodniki". Þúsundir ungra manna og kvenna, sem enga hugmynd höfðu um, hvernig tala ætti við bændur, fóru frá borg- unum til að setjast að hjá bænd- um, í þeim tilgangi að öðlast sjálf sáluhjálp með því að lækka sig niður á þeirra stig, og frelsa síð an bændur með því að leiða þá til uppreisnar. Bændurnir kærðu sig yfirleitt ekkert um þetta unga fólk, og keisarinn refsaði því með því að varpa því í fang- elsL Leynifélagið „Land og frelsi" sem stofnað var árið 1862, þró- aðist yfir í hreyfingu með ákveðnari tilgangi, „Þjóðar- viljann", sem sjálfur þróaðist síð ar yfir í „Byltingarflokk sósíal- ista“. í fyrstu hafði félagsskapur þessi lítil afskipti af hinni nýju öreigastétt i borgunum, þar sem hann lagði alla áherzlu á fram- farir í landbúnaði og beitti við það hryðjuverkum, — hann var allra fiokka athafnasamastur í miorðum áhrifamanna í lok ald- arinnar. Hann vann ötullega að moríum á keisurum og erki- hertogum, en vanrækti verka- mennina í verksmiðjunum. Þeir urðu hins vegar helztu skjólstæðingar Sósíaldemókrata- flokksins, sem árið 3898 varð til við sameiningu lítiUa Marxista- félaga, sem imdanfarin 15 ár höfðu verið að vaxa úr grasi. Lenin sjálfur var stofnfélagi flokksins. Flokkurinn var undir eins harðbannaður af yfirvöld- unum og varð að starfa leyni- lega. Lenin flúði til Sviss til að ritstýra fyrsta fréttablaði Marxista, „Iskra“ eða „Neistan- um“. Höfuðeinkenni Sósíaldemó- krata voru þau, að þeir gerðu Karl Marx að spámanni sínum, afakrifuðu baendur sem hugsan- legan burðarás byltingar, beittu sér gegn stórfelldum hryðju- verkum (ekki af mannúðiar- ástæðum, heldur af hagsýni) og lögðu alla von sína á hina vax- andí verkalýðsstétt í borgunum. Þessi verkalýðsstétt var auðveld viðureignar fyrir neðanjarðar- hreyfingu, sem starfáði í „sell- um“ undir járnaga. fjölskyldu hans í útlegðinni í Tobolsk í Siberíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.