Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 1967 ARIÐ 1875 kom ungur bónda- •onur, Vissarion Djugashvili að nafni utan úr sveit í Georgíu til fjallaborgarinnar Gori. Hann tók að stundia þar skósmiðar og skömmu seinna kynntist hann fimmtán ára þjónustu- stúlku, Ekaterinu Geladshe að nafni og gekk að eiga hana. Ungu hjónin hófu búskap sinn 1 úthverfi borgarinnar, í skúr. þar sem var eldhús og eitt her- bergi, um fimm fermetrar að stærð og með einum skjá. Dyr opnuðust út í forugan húsagarð og í rigningum skolaði vatni og aur inn í herbergið, því að enginn var þröskuldurinn. Hús- gögn voru lítið borð, stóll og trérúm. Á skörrumum tíma eignuðust þau þrjú böm, en þau dóu ölL 21. desember 1879 fæddist þeim svo fjórða barnið. sonur, sem þau skírðu Jósef. Síðar kynnt- ist heimurinn.Jósef Vissariono- vich Djugashvili undir nafninu Jósef Stalín. Jósef Stalín ólst upp í frum- stæðu og harðneskjulegu þjóð- lífi Kákasusfjallaþjóðanna, þar sem menn bárust á banaspjót af litlu tilefnj og blóðhefnd taldist enn sjálfsögð, — og þar sem sagt er enn í dag, að sér- hver maður líti á sig sem kon- ung. Rússnesku talaði hanin á- vallt með erlendum hreim o.g hann var alla tíð fyrst og freonst Georgíumaður í eðli sínu. Þangað sótti hann harð- neskju sína og þrjózku, algert vægðarleysi og skeytingarleysi um mannslífin og hefndar- hy.ggju gagnvart öllum þeim, sem lögðu steina í götu hans. Faðir hans var ofdrykkjiv maður og misþyrmdi konu sinni. Hún elskaði son sinn og átti þá ósk heitasta að koma honum til mennta. Hann var næmur nemandi í barnaskóla og fyrir atbeina skólastjórans og prests borgarinnar var hon- um komið í prestaskóla í höf- uðborg Georgiu, Tiflis, árið 1894. Á þessum árum var næsta ó- hjákvæmilegt, að sérhver greindur og frjálshuga stúdent í Rússaveldi gleypti í sig bylt- ingarhu.gmyndir og ekki var að búðin á prestaskólanum til þess að draga úr þeirri tilhneig- ingu Jósefs. Nemendur voru hálfsveltir og bjuggu þröngt, stundum allt að tuttugu í einu herbergi. Þama voru stöðugar erjur og nokkru áður bar svo við, að nemendur myrtu skóla stjórann. Eftirlætisbókmenntir nemenda votu byltingarbók- menntir og Jósef varð brátt framarlega í flokki hinna rót- tækusfu. Eftir fimm ára náms- dvöl var honum vísað úr skóla. Eftir það gekk hann í sam- tök byltinffarsinna. Hann starf- aði um hríð í Tiflis en eitt sinn, er lögreglan hóf herferð gegn róttækum þar í borg, flýði hann bunt. Eftir það skaut honum upp undir ýms- um nöfnum, hingað o.g þaneað um Rússland. lengst af ein- hvers staðar í Kákasus. Þá beg- ar sýndi hann þá eiginleika. sem síðar einkenndu hann, vægðarleysi og þrákelkni. Á þessum áru,m beið hans ekk- ert nema ofsóknir út’eeð. pvnt ingar og ef til vill aftaka fyrir hugmyndir sínar og byltinsar- Starfsemi. Hann var fimm sinn um settur í faneelsi. bar sem hann var beittur b'kamlegum refsineum og bótt.í fnrðu gegna hvað hann tók slíku af miklu jafnaðargeði. Hann strauk aft- ur og aftur úr fa.nffelsinu en loks var hann sendur í út’egð til Síberíu. Samtals var hann u.þ.b. hálft níunda ár í fang- eisum og útlegð. Millj fan,ea- vista skaut honum upp við leynistarfsemi bylt.íngarsinna Margir helztu forvígismenn þeirra flýðu undan ofsóknum keisarastiórnarinnar til VestuT- landa, en Stalín var kyrr, hvað sem á dundi. Hinsvegar átti hann oft í útistöðum við aðra byltingarsinna og höfðu ýmsÍT hann grunaðan um að starfa á snærum leynilögreglu keisarans. Á síðustu árum hafa komið fram vísbendingar um, að svo hafi verið. En hversu svo sem því var háttað í raun og veru, var það Stalín, sem kom ásamt Kamenev til Péturs borgar. þegar byltingin var gerð í marz 1917 og tók við flokkstjórninni, sem undirþjó valdatöku bolsjevika. Eftir októberbyltinguna var hann. orðinn einn af helztu forystu- mönnum nýju bolsjevikastjórn- arinnar og kommissar fyrir smáþjóðabrot Sovétríkjanna. í skjóli þess embættis réðst hann — hugsanlega að Lenín for- spurðum — á föðurland sitt, Georgíu, sem nýlega hafði lýst yfir sjálfstæði. Rauði herinn fór um Tíflis og aðrar bor.gir lands ins, rænandi ruplandi, nauðg- andi og myrðandi. Er talið, að um 60.000 maims hafi beðið bana í því blóðbaði. Annars staðar, sem hann starfaði, lét hann hiklaust taka af lífi alla þá, sem voru andvígir aðferð- um hans. Vegna tilfæringa á sögu Sov étríkjanna og byltingarleiðtog- anna þar á þessum árum, er lítið vitað með vissu um feril Stalíns á fyrstu árunum eftir byltinguna. En Ijóst er, að hann hefur klifrað hratt eftir metorðastiganum og verið mjög náinn samstarfsmaður Leníns, því að árið 1922 var hann orð- inn aðalritari flokksins. Hann var hvorki mikill ræðu maðuir, ritsnjali né vel heima í fræðikenningum Marxismans —enda átti hann eftir að fara langt út fyrir þær. Hann var fyrst og fremst maður athafna, skipuleggjari og snjall að nota sér aðra í eigin hagsmunaskyni — og hann var snillingur í að flækja mál, undirbúa samsæri og stjóma niðurrifsstairfsemi. En þegar á þessum árum var félögunum orðin ljós harka hans og valdafíkn. 1 Leyniræð- unni um Stalín, sem Nikita Krúsjeff, fyrrum forsætisráð- herra Sovétríkjanna hélt á 20. flokksþinginu í Moskvu 1956, sagði hann frá því, að Lenín hefði óttazt, að Stalín mundi misnota vald sitt sem aðalrit- ara. Hann sagði, að Lenín hefði skrifað bréf til 13. flokks- þingsins, þar sem m.a. sagði, að ,,síðan félagi Stalín tók við stöðu aðalritara hefur hann safnað gífurlegum völdum í sín ar hendur og ég er ekki viss um, að hann kunni ævinlega að beita þeim með nægilegri gaetni“ .... Einnig hafði Len- ín sagt: „Stalín er of mikill ruddi; og sá ókostur, sem vel má sætta sig við í okkar hóp og í umgengni meðal ökkar kommúnista, verður óþolandii hjá manni, sem er í stöðu aðal- ritara. Þessvegna legg ég til að félagarnir athugi, á hvern hátt væri unnt að koma Stalín úr þeirri stöðu og fá einhvern annan kosinn í hana, sem um fram allt væri fráþrugðinn Stal ín í aðeiins einu tiUiti, sem sé, að hann sýndi félögum sínum meir-a umburðarlyndi, meiri þegnskap, meiri alúð og meiri skilning, — væri ekki eins duttL ungafullur". Krúsjeff bætti síð- an við að fulltrúar á þinginu hefðu fjaLlað um þetta bréf Leníns og skoðanir hans á Stal- ín., en ákveðið, að hann héldi áfram stöðunni í þeirri von að hann léti þessar aðfinnslur sér að kenningu verða og sigraðist á þessum göllum sínum. Á 20. flokksþinginu sagði Krúsjeff líka frá deilu, sem risið hafði milli Stalins og Leníns út af ókurteislegri framkomu hins fyrrnefnda við Krupskaju, eig- inkonu Leníns. En fram til þess tíma hafði sovézku þjóðinni ver ið talin trú um að meiri vild- arvinir en Stalín og Lenín hefðu verið vandfundnir. Af þessu eina Utla dæmi má álykta, að margt sé enn óupp- lýst um Stalín og ferii hans eða samskipti hans við aðra kommúniska byltingarmenn og verður eflaust langt þar til öll kurl eru komin til grafar. Er völd Stalíns jukust, varð það æðsta takmark hans að gera Rússland, sem þá var hið frumstæðasta landbúnaðarland — að iðnaðarveldi og stórveldi. Þessi barátta hófst í ofboðs- legu öngþveiti eftir langvar- andi uppreisnir, styrjöld og hungursneyð. Hann var þeirr- ar skoðunar. að ætti iðnbylt- ingin að komast á fyllilega yrði að ryðja henni braut gegn harðvítugri andstöðu bænda og yrði nokkum tíma gefið eftir í þessari baráttu, mundi þjóð- in enn á ný lenda í kyrrstöðu frumstæðs landbúnaðar og verða eftirsótt bráð hverjum sem hafa vildi. Til þess að koma á iðnbylt- ingu varð fyrst að gerbreyta landbúnaðinum, svo að hægt yrði að framleiða meiri mat- væli með minna vinnuafli og fá þannig aukið vinnuafl til iðn aðarins. Til þess að bændur gætu orðið iðnaðarmenn varð jafnframt að mennta þá og til þess að vekja sjálfstraust þeirra og framavonir, varð að sýna þeim stórkostlegar áætl- anir og einhver áberandi verk efni sem skírskotuðu til metn- aðar þjóðarinnar. Það Verður aldrei af Stalín tekið, að hann gerði Sovétríkin að stórveldi á sviði iðnaðar og tækni, þótt flestir mundu telja, að fórnim- ar, sem til þess voru færðar, hafi verið óhóflegar og óþarfar. Hann veitti fólkinu nauðsyn- lega menntun til þess að það gæti stjórnað vélum, en neit- aði því á hinn bóginn um and- lega næringu — og að þeim næringarskorti býr þjóðin enn í dag. Er ekki ósennilegt, að •hinn geysilegi bókmenntaáhugi og almenni í Sovétríkjunum eigi rætur sínar að rekja til þessarar vannæringar. Stalín lagði sem sé grundvöllinn að iðnaðarþjóðfélaginu en vissi svo ekki, hvernig skyldi höndla það. Hann styrkti völd sín í fyrstu í samstarfi við Zinoviev og Kamenev, síðan með Rykov og Bukharin, en allir féllu þessir samherjar hans síðar fyrir exi böðuls hans. Hann snerist harð lega gegn Trotsky bæði vegna þess, að í honum sá hann flug- gáfaðan keppinaut, stærsta þröskuldinn á vegi sínum til valda, en einnig vegna þess að ■hanm trúði því að stefna Trot- skys, að setja heimsbyltinguna ofar endurreisn og eflingu Rúss lands, mundi leiða til glötunar. Þegar honum hafði verið r.utt úr vegi, safnaði Stalín um sig yngri mönmum og hollari, m.a. Molotov, Kirov, Ordzhonikidze Zhdanov, og Andreiev en flest- ir þeirra fóru seinna sömu leið og fyrri félagarnir, voru myrt- ir eða fjarlægðir með öðrum hættL En nú hófst einhver mis- kunnarlausasta og hræðileg- asta barátta, sem um get- ur í mannkynssögunni. Mót- spyrna bænda var brotin. á bak aiftur vægðarlaust með fjölda- aftökum og hundruð þúsunda manna voru reknir í vinnubúð ir í Síberíu. Milljónir sultu heilu hungri en hlýðnari bænd ur voru teknir og settir til náms og starfa í verksmiðjum eða við byggingastörf. Engar óyggjandi upplýsingar eru fyrir hendi um fjölda þeirra bænda, sem létust í þess um átöku.m, en talið, að 10 milljónir sé sízt of hátt reikn- að. Um 26 milljónir manna voru neyddar til að flytjast til iðnaðarsvæðanna. Harðast kom þetta niður á bændum í Úkra- ínu, þar sem, áætlað hefur ver ið, að hátt í fimm milljónir manna hafi farizt úr hungri. Þúsundir féllu fyrir vopnum lögreglunnar stundum voru heilu þorpin þurrkuð út. I Hvíta-Rússlandi er talið, að hálf önnur milljón manna hafi týnt lífi og annað eins í Kasak stan. Hundruð þúsund manna létu lífið eða voru hraktir í út legð frá Kákasusríkjunum. XXX Jósef Stalín var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Ekaterinu Svanidze gekk hann að eiga ár ið 1904, meðan hann var enn í Kákasus. Með henni átti hann soninn Jakob, árið 1906, en árl síðar lézt hún. Að því er Svetl ana dóttir hans segir, var Jakob Stalín lítt hjartfólginn og hann lézt í fangabúðum Þjóðverja á styrjaldarárunum. Síðari konu sinni, Nadyu, móð ur Svetlönu kvæntist Stalín árið 1919. Hún var dóttir eins foringja bolsjevika, Sergeis Alliluyevs, sem starfað hafði í Tiflis og kvænzt þar grúsískri konu. Heimili þeirra var mið- stöð byltingarmanna, Lenin ieyndist þar tíðum og Stalín ■líka, þegar hann var að flýja úr fangelsum. Nadya smyglaði vopnum fyrir bolsjevika og í byltingunni var hún ritari í að alstöðvum þeirra. Hún var manni sínum til aðstoðar á margan hátt, vélritaði meðal annars aftökuskipanir 67 her- foringja í Tsarytsin (síðar Stal íngrad og síðar Volgograd) og á árunum 1922—24, þegar hún starfaði í skrifstofu Leníns kom hún til manns síns upplýs ingum um, að Lenín hefði I hyggju að svipta hann völdum. Nadya var ófrísk að syni þeirra, Vassily, þegar þau gift ust og Svetlana fæddist svo ár ið 1925. Árið 1929 innritaðist Nadya í tækniskóla í Moskvu undir fölsku nafni og hóf að nemat efnaverkfræði. Hún hlýddi þan á umræður nemenda og komsti að raun um. að margir nem-. endur, sem komu utan af lands hyggðinni, voru skeifingu lostn. ir yfir því, sem þar gerðist. Er- talið víst, að þá hafi hún farið að gera sér grein fyrir því sem var að gerast undir stjórn manns hennar og hafi sú vit- neskja beint eða óbeint dregið hana til dauða. Sagan segir, áð þeim hjónum hafi leht saman í rifrildi í veizlu í Kreml og hún safcað hann um aið hafa valdið dauða margra rússneskra bænda og verkamanna. Hafi hún krafizt þess, að hann byndi enda á hryðjuverkin og hann á að hafa skammazt á móti og kallað har>a ókvæðisnöfnum, unz Nadya flúði heim. Þegar Stalin kom heim hafði rifrildið haldið áfram og morguninn eft ir hafði hún fundizt látin, skot in til bana og byssa þar hjá. Sumir töldu, að Stalín hefði orð ið henná að bana en Svetlanaí kveðst sannfærð um, að hún- hafi framið sjálfamorð, af því að hún hafi ekki getað horfzt' í augu við glæpi Stalíns. Þess er þó að gæta, að Svetlana vissi ekkert um orsök dauða' móður sinnar fyrr en hún vap uppkomin. Hún var aðeins sjo ára, þegar móðir hennar lézfc og var sagt, að botnlan,gaibólga hefði orðið henni að aldurtila. xxx Áratugurinn 1930—40 var ó- skaplegt umbrotatimabil í sov ézku þjóðlífi. Stalín tefldi til vinnings af slægð og hörku og lagði undir lif þjóðarinnar. Og segja má, að hann hatfi unnið sigur, að nokkr.u leyti, að* minnsta kosti. Sovétríkin urðu iðnaðarveldi og stórveldi og hann varð einvaldur, drottnart Jósef Sfalin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.