Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NOV. 1907 r Guðmundur G. Hagalín: HÁLFRAR ALDAR FJÖTRAR / ^„Stefna andstöðunnar er röng. Hlutverk yðar er að gera andstöðuna fyrirlitlega, — að fá almúgann til að skilja, að andstaðan sé glæpur og forvígismenn andstöðunnar séu glæpamenn. Það er hið eina orðalag, sem almenningur skilur.“ í UNGUM bókmenntahneigðum mönnum minnar kynslóðar var það líkast dásamlegu ævintýri að kynnast skáldskap nokkurra rússneskra snillinga frá 19. öld og fyrstu árum þessarar aldar. Þeir stóðu fyrir sjónum okkar svipmiklir, stórbrotnir, fram- andlegir og þó hver öðrum ólík- ir, en þrátt fyrir þetta undur- samlega sammannlegir. Púskín, Gogol, Dostojevski, Turgenjev, Leó Tolstoj, Tsjekhov, Koro- lenko, Gorkí, — þetta voru þau rússnesku stórskáld og snilling- ar, sem við kynntumst í þennan tíma. Og bakgrunnur þeirra var hið furðulega víðlenda rúss- neska sléttuland, land þrælkaðra bænda og spillts a’ðals — land með strjálum stórborgum, þar sem vopnuð lögregla, þjónn keisaralegrar harðstjórnar, hirð- gæðinga, herforingja og auðkýf- inga sat yfir rétti og kosti ör- snauðrar alþýðu. Lengst í austri Uralfjöllin — eins og fangelsis- múr. Bak við þau Síberia, hin ógnþrungna veröld þrælkaðra út laga, snillinga og frelsishetja. Það gerði þau í okkar augum enn frekar heillandi, hin rúss- nesku stórskáld, lífs og liðin, að yfir þeim hafði vofað hin blakka og blóðidrifna krumla hai'ðstjórn arinnar. í einu vetfangi hafði hún svipt sumum þeirra austur fyrir múrinn, hið mikla og ógn- andi járntiald þessara tíma, en hinir höfðu flestir mátt vænta þess þá og þegar, að hún gripi þá og hefti frelsi þeirra, svo al- völd, sem hún var innan marka hins rússneska landflæmis. Hugsa sér svo þá sönnun fyrir mikilleik mannlegs anda, að þetta ægivald skyldi ekki hafa þorað að hefta málfrelsi Leós Tolstojs, hvað þá setja hann í fangelsi eða fangabúðir, svo mjög sem það sveið undan orð- um hans, svo mjög sem það fiðr- aði í hina bló'ðugu fingur kruml- unnar. í þann tíð tók jafnvel hin rússneska harðstjórn svo mikið tillit til hins menntaða umheims, að henni ógnaði að siá steypast yfir sig þá flóðbylgju réttlátrar reiði og fordæmingar, sem hún vissi, að fangelsun Tolstojs mundi vekja hvarvetna á Vest- urlöndum! ★ SVO DRÓ þá að skuldadögum " hinnar rússnesku keisarastjórnar og hennar fvlgifiska. í dag er liðin hálf öld, síðan hin komm- únistíska bylting skall yfir, og henni fylgdu aftökur og önnur hermdarverk, borgarastyrjöld og síðan átök við erlendar hersveit- ir. Á þeim árum, sem þetta stóð yfir, var rússneskt þjó'ðlíf að I vonum einn iðandi og blóðugur óskapnaður og atvinnu- og menn ingarlíf í rústum. Fjölmargir rússneskir rithöfundar flúðu land, en þeir, sem héldu kyrru fyrir heima, voru flestir eins og strá af sterkviðri skekin. At- hygli umheimsins beindist í þennan tíma fyrst og fremst að öngþveitinu í Rússlandi, blóðs- úthellingum, hungursneyð og öðrum hörmungum hinnar rúss- nesku þjóðar. Hver yrðu úrslit- in? Hvers var að vænta af hinu blóðidrifna Rússlandi í framtíð- inni? Þegar hinir nýju valdhafar höfðu fest sig í sessi, beindust hugir menningarlega hugsandi manna erlendis fyrst og fremst að því, hvað uppi kynni að verða á teningnum í bókmenntum og öðrum menningarmálum í Rúss- landi. því að slíkir menn skildu það flestir, að undir þróun þeirra mála mundi það að mestu leyti komið, hverju heimurinn mætti búast við af Ráðstjórnarríkjun- um, eins og valdhafarnir kölluðu Rússaveldi. Lenin hafði þegar árið 1905 boðað það, a'ð þegar verkalýð- urinn kæmist til valda, yrði að marka bókmenntunum nýja stefnu. Þær yrðu að miðast við skilning, þroska og þarfir alþýðu manna og stefnu hins eina alls- valdanda flokks. Og þegar í árs- lok 1917 var leikhúsum öll- um tilkynnt, að verkalýðurinn, þ.e. flokkurinn, gæti ekki stutt beint né óbeint leikhús og leik- list, sem fyrst og fremst væri við það miðuð að skemmta menn ingarlegri yfirstétt hins gamla tíma, heldur yhðu leikhúsin að vera menningartæki í þjónustu alþýðunnar. Að sinni var látið við það sitja af hendi stjórnarvaldanna að lýsa yfir vilja þeirra til þess, að rithöfundarnir hefðu samstöðu með flokknum og skrifuðu bæk- ur sínar með tilliti til þess, sem alþýðu landsins hentaði, og rit- höfundarnir gerðust yfirleitt já- bræður flokksins, en hins veg- ar var stefna þeirra og starf mjög á reiki. Voru uppi marg- ir hópar, sem hver hafði sitt fé- Boris Pasternak lag, og afsta'ða þessara hópa var mjög ólík. Sumir vildu varpa fyrir borð allri ménningarlegri hefð hins liðna tíma og skapa öreigabókmenntir í algerlega nýju formi, en aðrir vildu ekk- ert tillit taka til flokksins eða alþýðunnar, og svo voru þá sjón- armið, er voru einhvers staðar á því breiða bili, sem var á milli þessara andstæðna. Á þessum árum voru uppi með Rússum ýmis gáfuð og listfeng skáld, en það var síður en svo, að þau helztu þeirra, sem einkum ortu ljóð, sniðu form sitt og mál- far í samræmi vi'ð flokkslínu eða hvað hentað gæti þroskastigi rússneskrar alþýðu. Árið 1924 héldu rithöfundar mikinn fund um þessi mál, en skoðanir reyndust enn ærið margvíslegar og niðurstöður fundarins engan veginn veiga- miklar eða árangur hans áhrifa- ríkur. Svo var það þá árið efft- ir, að stjórn kommúnistaflokks- ins gerði samþykkt um bók- menntir og sendi hana hinum mörgu félögum rithöfundanna. Þar var því lýst yfir, að stjórn flokksins ætlaðist alls ekki til, að bókmenntirnar yr'ðu öreiga- bókmenntir í einhæfri merkingu þess orðs, heldur væru þær formaðar þannig, að þær gætu náð til sem allra flestra í þjóð- félaginu og rithöfundarnir yrðu að læra af hinum gömlu meist- urum formsins, þó að inntak bók menntanna væri annað. Þeim rithöfundum, sem trúðu fast á stefnu flokksins Og vildu, að bók menntirnar yrðu í hans anda og honum stuðningur, var og skipað svo fyrir, að þeim bæri að vera umbur’ðarlyndir gagnvart þeim, sem utanveltu væru. Þeir væru ýmsir miklir formsnillingar — og af þeim gætu hinir lært á þeim vettvangi. Þegar svona var komið, féllu að mestu leyti niður deiliir hinna mörgu hópa á sviði bókmennt- anna, og nú var það unnið, að jafnframt því, sem skáldunum hafði á ný verið sagt, að til þess væri ætlazt, að þau ynnu í sem mestu samræmi við störf og stefnu flokksins, var þeim gef- ið allmikið svigrúm til vals á efni og formi, enda urðu nú til skáldrit, sem vöktu athygli víðs vegar um lönd, og má þar fyrst og fremst nefna fyrsta bind ið af hinu mikla skáldverki Sjo- lokovs, Lygn streymir Don. En hins vegar var og margt skrif- a’ð svo mjög mótað af beinum áróðri, að þar gætti engrar anda- giftar eða listrænnar formunar. En áðurnefnd afstaða stjórn- arvaldanna vakti mikla athygli í hinum vestræna heimi hjá þeim mönnum, sem væntu sér mikils af jafnaðarstefnunni. Það styrkti þá í trúnni, sem þegar höfðu gengið hinum rússneska komm- únisma á hönd, og hjá hinum vakti það þær vonir, að þeim óbeinu hömlum, sem flokkurinn lagði á frelsi rússneskra rithöf- unda, mundi verða af þeim létt, þegar fram í sækti, já, jafnað- arstefnan mundi í framkvæmd í Rússlandi fljótlega sýna svo mikla yfirburði yfir aúðvalds- skipulagið á Vesturlöndum, að brátt mundu hinir rússnesku valdhafar geta leyst fjötra hins harðvítuga flokkseinræðis af lýðræðinu í Sovétríkjunum* Og hópar vestrænna rithöfunda ým- ist gerðust ákveðnir og harðvít- ugir talsmenn hins rússneska kommúnisma — eða þá honum vinsamlegir, jafnvel hliðhollir, gerðust sem sé það, sem Tító hinn júgóslavneski kallaði nyt- sama sakleysingja. ★ EN FÁR VEIT hverju fagna skal. Lenin hafði veri'ð stefnubund- inn og allharður húsbóndi á þjóðarheimilinu rússneska, en hann var gagnkunnugur ekki að- eins vestrænum hugmyndakerf- um, sögu og þjóðfélagsmálum, heldur og bókmenntum og list- um hins vestræna heims. En nú var Asíumaðurinn Stalín kom- inn í þann sess, sem Lenin hafði skipað. Hann bundu engar vast- rænar húmanistískar hömlur, og nú stóð mikið til og mikið var sannarlega í húfi. Árið 1928 hófst sem sé framkvæmd hinnar fyrstu fimm ára áætlunar, en með henni skyldi hefjast skipu- leg og fastmótuð iðnvæðing rúss- nesku þjó'ðarinnar á vegum sjálfs ríkisins og auk þess stofnun samyrkjubúa, með nýtízku tækj- um og vísindalegum aðferðum um ræktun og fóðrun, í stað hinna frumstæðu búa einstakra bænda. Hvort tveggja þetta skyldi miða að bættum þjóðar- högum og þá ekki síður að því að gera Rússland að stórveldi, Vladimir Majakovsky sem heimurinn yrði sannarlega að taka tillit til. Hvort skyldu svo skáld og rit- höfundar fá að sitja hjá — að- eins njóta ávaxtanna af þeim mikla efnahagslega blóma, sem þjó'ðin átti í vændum? Auðvitað ekki, og því síður, þar sem stjórn arvöldin höfðu heitið þeim, sem reyndust virkir og gagnlegir, ríkulegum launum, enda stjórn- arvöldin lagt sívaxandi áherzlu á að gera alla þjóðina læsa og gefa út bækur í sem allra mest- um eintakafjölda. Svo voru þá fljótlega bönnuð hin. miörgu rit- höfundafélög og fyrirskipað, að rithöfundarnir skyldu allir vera í einu sambandi, sem ætti sér deildir víðs vegar um hið víð- lenda riki. Þessu sambandi skyldi stjórnað af rithöfundum, sem væru félagar í kommúnista- flokknum og ættu trúnað stjórn- arvaldanna. Og Stalín — hinn mikli skipuleggjandi og stjórn- andi — hann lagði ekki aðeins áherzlu á, að rithöfundarnir yrðu dyggir þjónar flokksins og fram- kvæmdanna, heldur leg'ðu þeir einnig stund á að læra sem allra listrænust vinnubrögð og þá eink um nema af hinum gömlu rúss- nesku meisturum, sem höfðu getið sér heimsfrægð. Svo var þá upprunninn í Rúss- landi tími hins svokallaða sósíal- realisma. Og í fljótu bragði gat svo virzt, sem þarna væru svo óvenjulega hagstæð skilyrði til bókmenntalegrar blómgunar, að annað eins hefði ekki áður þekkzt. Hafnar feiknlegar fram- kvæmdir á sviði atvinnumála — með fyrirheiti um áður óþekkt- ar hagsbætur þjóðinni til handa, stórkostleg fræ'ðslustarfsemi og bókaútgáfa og ritlaun, sem áður höfðu vart þekkzt neins staðar um víða veröld. Það gat varla hjá því farið, að rithöfundarnir hrifust svo af öllu þessu, að þeir gengju ekki einungis að verki sem trúir þjónar, heldur mundi allt þetta örva skáldlegan þrótt þeirra og listræna getu í svo ríkulegum mæli, að upp rynni slíkur blómatími í rússneskum bókmenntum, að af honum legði Ijómann um allan hinn mennt- aða heim! Því var það, að um öll Vestur- lönd hófst nú boðun mikillar gullaldar í bókmenntum heims- ins, aðeims ef rithöfundarnir vildu skipa sér undir merki hins rússneska sósíalrealisma. Hver, sem það gerði, átti sér í fyrsta lagi vísan stuðning hinna komim- únistisku menningarpáfa — og í öðru lagi frægð og frama, ef þeir reyndust gæddir veru- legum rithöfundarhæfileikum, já, jafnvel þótt slíkir hæfileikar væru af skornum skammti. „Ut- an við þá bókmenntalegu hreyf- ingu, sem hafin er, getur ekkert skáld staðið, sem ætlar sér nokkra framtið. Enda er þegar svo komið, að hver uppvaxandi rithöfundur, sem nokkurs met- ur list sína og hæfileika, velur skilyrðislaust hina nýju stefnu." Þetta sagði hinn kommúnistíski menningarpáfi okkar íslendinga. Og þetta var ekki aðeins örvun, heldur ógnun. Það sýndi sig fljót lega og ekki sízt hér á landi. Það sýndi sig meira að segja, áð hin refsandi hönd náði út yfir Islandsála, þar voru þeir, rithöfundar, sem ekki áttu sér einu sinni þá sjálfsvirðingu að gerast nytsamir sakleysingjar, hvað þá að ganga í flokkinn, ófrægðir litlu síður en í sínu eigin landi. ★ HVAÐ GERÐIST SVO raun- verulega í Ráðstjórnarríkjunum á sviði bókmenntanna? Þess var ekki aðeins krafizt, að skáld og rithöfundar skrifuðu og kvœðu í kommúnistískum anda, heldur urðu þeir að taka fyrir fyrir- skipuð verkefni. Lýs þú þvi, sem gerist á þessu samyrkjubúi; lýs þú þessari verksmiðju suður í Kákasus; lýs þú þessum vatns- virkjunarframkvæmdum; lýs þú þeim mönnum i sögu okkar, sem gerðu Rússland að stórveldi, og lýs þú þeim þannig, hvort sem þar er um að ræða Ivan grimma eða Pétur mikla, að þeir verði dýrlegir í augum þjóðarinnar, því að þar með gerið þið hinn mikla Stalín dýrlegan! En rit- höfundarnir reyndust fæstir færir um að blása lífsanda list- ar og snilli í slík skáldverk. Ýms- ir viku út aí línunni, og sum- ir þeirra hurfu, týndust, týndu sem sé lífinu fyrir tilverknað stjórnarvaldanna. Og nokkrir og þeir ekki af lakara taginu — drýgðu sjálfsmorð, þegar þeir fundu sig ekki geta fullnægt þeim kröfum, sem til þeirra voru gerðar, eða samvizku sinn- ar vegna lagt blessun sína yfir stefnu og gerðir valdfhafanna. Sumir héldu að sér höndurn, en þeim leiðst það ekki. Þeir voru taldir meingerðamenn ríkis og þjóðar. Pasternak segir um rit- höfundinn Paolo Jashvili, sem skaut sig, að Sigaljóv-ógnaræðið hafði gert hann ringlaðan. Þar á hann við þá ógn, sem stóð af þetm aðgerðum Stalíns að láta taka af lífi ýmsa þá helztu af hinum gömlu forustumönnum kommúnismans, auk þúsunda annarra raunverulegra eða ímynd aðra andstæðinga. Sígaljóv er persóna í sögu eftir meistarann Dostojevski Hann er látinn segja: „Aiilir verða að njósna og gefa upplýsingar um alla. Hver einstakur tilheyrir öllum, og all ir tilheyra hverjum einstökum. Allir eru þrælar og jafnir í þræl dómi sínum". Það var ekki aldeilis út í loft- ið, sem Pasternak skírskotaði til þessara orða. Það ríkti ógnaröld í hópi rússneskra rithöfunda. Bókmenntablaðið Literaturnaja gazeta moraði af ákærum eins rithöfundar á hendur öðrum og uppljóstrunum um einkalíf þessa eða hins. Það átti því við, að „allir yrðu að njósna og gefa upplýsingar um alla", og að „all ir væru þrælar og jafnir í þræl- dómi sínum". En hann brást ekki aðeins blóma'.íminn í rússneskum bók- menntum, heldur líka sá blómi, sem spretta skyldi af rússneskri rót í bókmsnntum Vesturlanda. Samt sem áður sátu við sinn kommúnistíska keip fjölmargir rithöfundar og aðrir mennta- menn á Vesturlöndum, og hinir nytsömu sakleysingjar voru sem áður ærið margir. Þegar ein- hver sagði rökstudd sannindi um rússneskar bókmenntir og kjör og aðstöðu rithöfunda í Ráð- stjórnarríkjunum, hrópuðu hin- ir kommúnistísku páfar: Lygi, rógur, helber fasistísik lygi! Og síðan hvísiluðu þeir að sinni sanntrúuðu páfalegu hirð: Of- sækið hann, ofsækið hann, tví, — svei honum! En þó voru ýmsir, sem létu sér segjast, ýmsir sem þorðu að horfast í augu við sannleikann og það strax og þeir komu auga á hann. Hinn heimsfrægí rithöf undur. Andiré Gide, hafði gerzt kommúnist', og nafn hans var notað sem krmmúnistísk sigur- veifa um heim allan, meðal annars hér á landi. En svo var hann boðinn til Rússlands og þar hélt hann í ferðalok ræðu, sem endaði með þessum orðum: „Með sígri byltingarínnar er fögrum listum stefnt í hættu — nálega jafn mikla hœttu og með fasistískri kúgun. Þessi hætta er rétttrúnaður og kreddufesta. List, sem keyrð er í fjötra bók- Framhald á bls. 31 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.