Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NOV. I3B7
Keisarafjölskyldan og hirðin skömmu fyrir byltinguna
SÖGULEGAR FORSENDUR
ROSSNESKU BYLTINGARINNAR
UPPRETSNIR gegn ríkjandi stjórnumí
Rússlandi hafa löngum hafizt á stríðs-
«« tímum. Engar þessara uppreisna eða
upphjaupa náðu tilgangi sínum fyrr
en byltingin í febrúar/marz 1917.
Rússland átti þá í styrjöld og hafði orð
ið fyrir miklum skakkaföllum, sem
ýttu jundir festuleysi ríkisvaldsins gegn
byltingaröflunum.
Ger a verður mun á tvenns konar
uppreisnum í Rússiandi, hallarbylting-
um og upphlaupum eða byltingum á
landsvæðum, sem voru í lauslegum
tengslum við ríkið, en töldust þó til
þess, svo sem í kósakkabyggðum í Suð-
ur-Rússlandi. Upphlaup og ránsferðir
voru ekki óalgengar á þessum jöðr-
um ríkisins, og stundum bólgnuðu þessi
upphlaup til uppreisnar gegn ríkis-
valdinu og byltingar á þeim svæðum,
sem uppreisnarmenn náðu völdum á.
Svo var um uppreisn Stenka Rasins
1667. Hann var Don-kosakki og ferill
hans hófst með ránsferð á yfirráða-
svæði Persa við Kaspíska hafið, sem
hló.ð utan á sig og efldi hann til upp-
reisnar gegn yfirstéttum Suður-Rúss-
lands. Hann lofaði iylgismönnum sín-
um frelsi, jafnræði og jarðnæði. Á-
nauðugir bændur flykktust undir merki
hans og kósakkasveitir gengu í lið
með honum og það var ekki fyrr en
1671, að hann varð sigraður, fangað-
ur, fiuttur til Moskvu og pyntaður
þar opinberlega og höggvinn í spað.
Stenka Rasin varð fljótlega þjóðl
sagnapensóna i Rússlandli. Þjóðvísan
atn hann varð á hvers manns vörum
3g hin átján erindi kunnu og sungu
menn allra stétta.
Um hundrað árum eftir aftöku Stenka
Rasins hófst uppreisr. Pugachevs, sem
var eins og Sfcenka, ólæs og óskrifandi
Don-kósakki. Pugachev kvaðst vera
Pétur III. eiginmaður Katrínar II, sem
hún hafði látið myrða. Hann safnaði
um sig fjölmennu liði ánauðugra bænda
og hópa ýmissa þjóðabrota og fór sem
logi yfir akur. Bændurnir risu gegn
landsdrottnum sínum, brenndu hallir
aðalsins og myrtu landeigendurna.
Hann náði undir sig stórum hlutum
Suður-Rússlands og 1774 nálgaðist hann
Moskvu, en hélt aftur suður á bóginn,
þar sem her hans var sigraður af Suv-
orov. Pugachev var fluttur í búri til
Moskvu, þar sem hann var líflátinn.
Liðsmenn hans urðu að þola mikið
haiðræði af sigurvegaranum og eftir
þessa uppreisn versnaði stórum sam-
búð landeigenda og bænda. Lenin, sem
rannsakaði alla byltingarsögu Rúss-
lands, lærði það af sögu Pugachevs, að
auðvelt myndi að hvetja ánauðugan
bændalýð Rússlands tii uppreisna og
hinna mestu hermdarverka, ef þeir
fengjust til þess að hrista af sér slen-
ið.
Hefðu þessar hreyfingar náð yfirtök-
unum, hefði það að öllum líkindum leitt
til þjóðfélagsbyltingar. En þær voru
bundnar vissum landsvæðum og hjöðn-
uðu, þegar þær mættu skipulegum að-
gerðum landstjórnariunar. En megin-
ástæðurnar fyrir því, að þær biðu ó-
sigur, voru þjóðfélagslegar, Þegnar
ríkisins kusu heldur það öryggi, sem
keisarastjórnin veitti þeim, heldur en
stjórn uppreisnarforkólfa, sem enginn
vissi hvernig mundi æxlast.
Byltingatilraunir 18. aldar
Fram undir síðari hluta 18. aldar
voru hættulegustu byltingatilraxmirnar
gerðar á jöðrum ríkisins af lágstéttun-
um, en með frönsku stjórnarbylting-
unni vaknar þjóðfélagsleg samvizka
æðrí stéttanna. Þessi kennd birtist
fyrst í bók Radishchevs „Ferð frá St.
Pétursborg til Moskvu“, sem kom út
1790 og var gerð upptæk sama ár. Ó-
ánægja æðri stéttanna með stjórnarfar-
ið byggðist ekki léngur aðeins á hags-
munum þeirra sjálfra, heldur jafnfraunt
á því, sem þær álitu hagsmuni alþýðoi.
Það var mikill munur á samsærinu
sem leiddi til morðs Páls I 1801 og Des-
embrista-uppreisninni 1825. Kveikja
er sendur í nauðungarvinnubúðir, þegar
talað er um frjálsar listir á sama tíma
og listamenn eru dæmdir í þrælkunar-
vinnu fyrir að segja hug sinn, þegar tal
að er um þjóðfrelsi á sama tíma og hcil-
ar þjóðir eru innlimaðar, þegar talað er
um vald vinnustéttanna á sama tima og
•m þær verða allt sitt að sækja undir hinn
eina allsherjar-vinnuveitanda, ríkið
En við skulum ekki vanmeta þessa
forhlið. Hún hefur sitt gildi sem tak-
mark til að keppa að, sem sameinandi
afl í þjóðfélaginu, sem beinir kröftum
þess í ákveðna átt, í átt til þeirra verð-
mæta, sem metin eru mest núna, þótt í
orði kveðnu sé. Þessi forhlið er jákvæð-
ur arfur marxismans, sem kann fyrr eða
síðar að verða pólitískt afl, krafa um
framkvæmd.
Annar þáttur hugmyndafræðinnar
réttlætir það, sem er. Hún hefur öðru
hlutverki að gegna. Hún er höfuðvopn
þeirra, sem vilja engu breyta, heldur
viðhalda þjóðfélagsaðstæðunum óbreytt
um. Það er höfuðþverstæðan í hinni sov
ézku þjóðfélagsþróun í dag, að annars
*•» vegar eru vandamál efnahagslífsins,
sem spretta af því, að öll höfuðlögmál
framleiðslu og markaðar gilda jafnt aust
an tjalds sem vestan, og það ber nauð-
syn til að viðurkenna þetta, en á móti
því streitast hugmyndafræðingarnir,
sem halda dauðahaldi í þá hugmynda-
fræðilegu kreddu, að hinn sovézki sósíal
ismi sé eitthvað allt annað, framleiðslu-
skipulag sér á parti, og það verður að
sanna með því að ríghalda í úrelt fyrir-
komulag, hvað svo sem hag atvinnu-
veganna líður.
Hugmyndafræðin er þannig einnig al-
varlegur dragbítur á þróunina.
1 raun er enginn munur á hinum
tveim efnahagskerfum, hinum sovézka
„sósíalisma" og „kapítalisma", annar en
sá, að í Sovétríkjunum er ríkisvaldið
eini atvinnurekandinn, þar sem aftur á
móti í „kapítalisma“ eru margir atvinnu
rekendur, misjafnlega bundnir á klafa
ríkisins.
Meðan markaðurinn tók við öllu, sem
framleitt var, jafnvel á háu verði, var
kleift ( og nógu erfitt samt) að stjórna
framleiðslunni frá einni skrifstofu, svo
víðlent sem Rússland þó var og er. En
um leið og framleiðslan fer að nálgast
að fullnægja eftirspurn eða fer jafnvel
yfir það, kemur upp vandamálið, hvern-
ig megi samræma vinnuafl, hráefnis-
öflun, framleiðslu og markað. Enn er
það svo, að áætlunin skipar fyrir um,
hversu mikið skuli framleiða, án þess
vitað sé þó nákvæmlega, hver þörfin
er á hverjum tíma. Þetta vandamál er
ókleift að leysa, nema markaðurinn segi
til um framleiðslumagnið. En þar stend-
ur hnífurinn í kreddukúnni. Það heitir
fráhvarf frá hinum sanna „sósíalisma“,
og því skal — samkvæmt skoðun
kreddufestumanna — halda áfram að
framleiða fyrir markað, sem ekki er
vitað við hve miklu tekur, né af hvers
konar vöru með hvers konar gæðum,
og án þess hægt sé að vita nákvæmlega
um verðmæti þeirrar vöru, sem fram-
leidd er.
Enn er deilt um þær tillögur, sem
hagfræðiprófessorinn Líberman setti
fram til lausnar þessum vanda. Yfir-
stjórn ríkisins á erfitt að gera það upp
við sig, að hve miklu leyti skuli viður-
kenna hin raunverulegu vandamál og
leysa þau með hlutlægum ráðum, því
að hún óttast, að það muni túlkað sem
fráhvarf frá hugmyndafræðinni, en
slíkt fráhvarf gerði henni enn óhægara
um vik að sanna tilverurétt sinn. Þess-
vegna er bráðabirgðaúrlausnin sú, að
setja tvo atkvæðalitla og ófrumlega
framkvæmdastjóra sem Brésnéff og
Kosigin í æðstu stóla. En að því kem-
ur fyrr en varir, að það verður að
hrökkva eða stökkva. Um afturhvarf
til fyrri stjórnarhátta er ekki að ræða,
því að þeir borga sig ekki í tækniþjóð-
félagi. Þegar sú kynslóð tekur við, sem
fædd er eftir Stalín-tímann, verður
mörgu breytt.
Það er ástæða til að minnast á, að
gangur mála fer að miklu leyti eftir því,
hvort hætta er á stríði eða ekki. Aukin
verzlunar- og menningartengsl við
Vesturlönd hafa í för með sér minnk-
andi spennu í Sovétríkjunum og þar
með aukið svigrúm til breytinga. Stríðs-
hætta eykur á harðstjórn. Atburðir
októbermánaðar 1956 í Póllandi og Ung-
verjalandi voru óhugsandi án „andans
frá Genf“.
Mér er minnisstæð saga af enskum
sjentilmanni, sem dvaldist í Moskvu
árið 1918. Hann bjó hjá aldraðri aðals-
frú, sem hataði bolsivikka af heilum
hug. Samt sem áður var hún alla daga
önnum kafin við að hjálpa fólki, Iikna
og hugga. Einhverju sinni spurði Eng-
lendingurinn frúna, hvers vegna hún
ynni sér ekki hvíldar við störf í þágu
þeirra, sem henni var ekki beint vel
við. Gamla konan horfði á útlending-
inn í furðu og vanþóknun: En sjáið þér
ekki — vitið þér ekki, herra minn,
hvernig ástandið er?
Flestum Rússum er svo farið, að þeir
spyrja ekki, hvað sá heiti, sem stjórn-
ar, heldur skipti það meira máli að
vinna í þágu þjóðar sinnar. Á seinni
heimsstyrjaldarárunum sameinaðist
þjóðin til baráttu, vegna þess að tilveru
hennar sem þjóðar var ógnað. Hins veg-
ar verður hver maður að taka tillit til
þess, sem valdhafarnir vilja, einkum
þar sem öll verðmæti, siðferðileg og
andleg, tilheyra ríkinu. Ríkið leggur
hverjum manni ákveðnar skyldur á
herðar: Að hann vinni í þágu ríkisins,
að hann virði löggilt siðferði (t.d. ein-
kvæni), að hann eignist börn og ali
þau upp í anda ríkisins, að hann Iúti
aga og samkeppnisreglum í starfi;
hvíld og svefn er einnig starfsemi í
þágu ríkisins: endurnýjun starfskraft-
anna. í fáum orðum sagt: Hver maður
er skyldur til að þjóna ríkinu.
Hið opinbera uppeldi gerir allt, sem
það getur, til þess að menn meðtaki
þessa skyldu sem sjálfsagðan hlut.
Börnum er kennt, að uppi hafi verið
mikil hetja, Lenín að nafni, sem sigraði
hið vonda í heiminum og gróðursetti
hið góða í hinu sovézka ríkisvaldi, sem
síðan ber umhyggju fyrir öllum, sem
vilja virða það og elska, en refsar þeim,
sem eru vanþakklátir og skilningslaus-
ir. (Þetta er, að breyttu breytanda,
mjög keimlíkt góðu kristilegu uppeldi).