Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÖV. 1967
27
Alþýðuuppreisnin
- í Austur-Þýzkalandi 17. júní 1953
LÍFIÐ í Austur-Þýzkalandi
var farið að verða fólki óbæri
legt um það leyti sem Stalín
lézt í marz 1953. Þann mánuð
flúðu 53.000 manns til Vest-
ur-Þýzkalands, að miklú
leyti bændur. Ríkissjóður
var tómur, matvælafram-
leiðslan fór síþverrandi, og
kommúnistastjórnin greip til
óvinsælla ráðstafana. Bændur
voru neyddir til að láta af
hendi aukinn hluta afurða
sinna við ríkið, vebð á mat-
vælum var hækkað, og mið-
stéttirnar voru sviptar
skömmtunarseðlum sínum.
28. maí hækkaði stjórnin
skyndilega fra,mleiðslulág-
markið um 10 af hundraði,
en það táknaði, að verka-
menn urðu að skila meiri
vinnu á sama tíma gegn sömu
launum. Þessi ráðstöfun olli
gífurlegri ólgu og óánægju
meðal verkamanna og bænda
og vabð til þess að lokum, að
þeir gerðu uppreisn gegn
þeirri stjórn, sem kvaðst vera
málsvari þeirra.
Um leið höfðu fregnimar
um Iát Stalíns vakið vonir
um, að harðstjóminni væri
að ljúka. Malenkov, Beria,
Molotov og Krúsjeff keppt-
ust um að vinna hylli al-
mennings til þess að ná völd-
unum, en til þess þurftu
þeir tima og ró. Hvatt var
til aukins frjálslyndis og
aukningar á neyzlufram-
leiðslunni, og í Austur-
Þýzkalandi var að því spurt,
hvort þessara áhrifa mundi
einnig gæta þar, þótt síðustu
ráðstafanir stjórnarinnar
bentu reyndar ekki til þess.
Lát Stalíns var mikið áfall
fyrir leiðtoga austur-
þýzku kommúnistastjórnar-
innar, Walter Ulbricht, sem
var einn spakasti fylgissveinn
hins látna einræðisherra, og
olli mikilli óvissu í Austur-
Þýzkalandi sem annars stað-
ar í Austur-Evrópu. Vitað
var, að hin „samvirka for-
ysta“, sem- tekið hafði við
völdunum, yrði ekki langlíf
og einn þeirra leiðtoga, sem
skipuðu hana, mundi sigra í
þeirri valdastreitu, er nú stóð
sem hæst. Vandinn var sá að
veðja á réttan hest, og sterk-
ar líkur benda til þess, að
Ulbricht hafi ve'ðjað á Molo-
tov, en aðrir austur-þýzkir
kommúnistaleiðtogar eins og
Rudolf Herrnstadt, aðalrit-
stjóri „Neues Deutschland“,
og Wilhelm Zaisser, yfir-
maður leynilögreglunnar, á
Beria. Þessir tveir menn
mynduðu virka andstöðu
gegn Ulbricht, og hófst nú
mikil valdastreita í austur-
þýzka kommúnistaflokknum,
sem náði hámarki, þegar nýr
sovézkur sendiherra, Semjo-
nov, kom til Austur-Berlínar.
Semjonov var andvígur
hinni óvægilegu stefnu Ul-
brichts og vildi, að fylgt yrði
nýrri og frjálslyndari stefnu.
Ulbricht lagði sig í mikla
hættu og barðist gegn full-
trúa Moskvuvaldsins. Að því
er fram hefur komið á siðari
árum, virðist Beria haifa
skipað Zaisser og Herrnstadt
að steypa Ulbricht af stóli.
Zaisser krafðist þess á óróa-
sömum fundi í stjórnmála-
ráði kommúnistaflokksins
SED, að kjörin yrði ný
flokksstjórn, og vegna vax-
andi andstöðu slakaði Ul-
bricht á klónni. 12. júní birt-
ist tilkynning í „Neues
Deutschland" þess efnis, að
miðstéttirnar fengju aftur
skömmtunarseðla sína, verð á
matvælum yrði lækkað, þjóð-
nýttum fyrirtækjum yrði
skila'ð aftur fyrri eigendum
og hý réttarhöld færu fram
í málum pólitískra fanga. En
Ulbricht neitaði að taka aftur
tilskipunina um 10% hækkim
framleiðslulágmarksins, og
þannig lét hann í ljós andúð
sína á hinni frjálslyndari
stefnu, sem boðuð hafði
verið í Moskvu. 13. júní skor-
aði málgagn sovézka hernáms
liðsins, „Tagliche Rundschau“,
á SED að skipa nýja menn í
flokksforystuna.
Æsingurinn og ólgan meðal
þjóðarinnar óx hröðum skref
um, og margir sannfærðust
um, a'ð flokkurinn hefði beð-
ið skipbrot og endalok hans
væru á næsta leiti. 16. júní
að morgni dags söfnuðust um
80 byggingarverkamenn sam-
an á Stalínsstræti í Austur-
Berlín og lögðu af stað í
kröfugöngu með borða, sem
á var letruð hógvær krafa:
„Framleiðslulágmarkið verð-
ur að lækka.“ En einni
klukkustund síðar höfðu 1500
manns bætzt í hópinn, víg-
orðin breyttu um svip, urðu
róttækari og háværari, og
yfirvöldin stóðu ráðþrota
frammi fyrir vanda, sem þau
höfðu aldrei átt að venjast.
Mannfjöldinn hrópaði í takt:
„Ulbricht verður að fara“,
„Við viljum frjálsar, leyni-
legar kosningar" og „Frelsi,
frelsi, frelsi". Göngunni lauk
við stjórnarráðið, en Ulbricht
lét ekki sjá sig, og staðgeng-
ill hans,' Selbmann iðnaðar-
málaráðherra, reyndi að sefa
mannfjöldann með því að
lofa styttingu vinnutímans.
En verkamennirhir sættu sig
ekki lengur við tóm loforð,
og stórfelld átök voru í að-
sigi.
17. júní boðuðu verkamenn
til allsherjarverkfalls, sem
náði um mestallt landið, því
að fréttirnar um mótmæli
verkamanna í Austur-Berlin
höfðu farið eins og eldur í
sinu. Verkamenn gerðu upp-
reisn í Dresden, Magdeburg,
Erfurt, Leipzig, Stralsund,
og fleiri borgum og jafnvel í
smábæjum og þorpum. í Aust-
ur-Berlín fóru verkamenn
kröfugöngu snemma morguns
um sömu götur og daginn
áður. Lögreglan reyndi ár-
angurslaust að hefta för mann
fjöldans, og kl. 9 kom til
fyrstu alvarlegu átakanna,
þegar lögreglan beitti kylfum,
en verkamenn svöruðu með
grjótkasti. Kveikt var í húsi,
þar sem einkennisbúningar
„alþýðuhersins" voru geymd-
ir. Ráðizt var á skrifstofur
kommúnistaflokksins og áróð
ursspiöld, rauðir fánar og
myndir rifin í tætlur. Eldur
var lagður að einum helztu
bækistöðvum „alþýðulög-
reglunnar" við Potsdamer-
platz. Þeir lögreglumenn, sem
tróðust ekki undir mann-
fjöldanum, flúðu til Vestur-
Berlínar og leituðu ásjár lög-
reglunnar þar. Hvarvetna í
Austur-Þýzkalandi voru fang-
elsisdyr opnaðar upp á gátt,
og er hér var komið, voru
verkamenn allsráðandi á göt-
unum.
En brátt var sovézkum
skriðdrekum att gegn verka-
mönnunum. Sovézkum her-
mönnum var skipað að verja
Austur-Berlín gegn „árásum
útsendara Vesturveldanna", og
reiði mannfjöldans óx um
allan helming. Ungir menn
klifu upp á Brandenborgar-
hliðið og rifu niður rauða
fánann, tákn átta ára kúg-
unar og ótta. Kl. 13 lýsti sov-
ézki herstjórinn í Austur-
Berlín, Dibrowa, yfir neyð-
arástandi í borginni og land-
inu öllu. Skriðdrekar af gerð-
inni T-34 sóttu fram gegn
varnarlausum verkamönnum,
fyrstu verkamennirnir voru
líflátnir, og í Friedrichstrasse
var gerð vélbyssuárás á
óvopnað fólk. Á Parisentorgi
var sovézkum bryndrekum
beitt til að dreifa mannfjölda.
Allsstaðar var sama sagan:
Uppreisnin var bæld niður
með aðstoð sovézkra skrið-
dreka. Eftir áráisir bryndrek-
anna var barátta verkamann-
anna vonlaus. Þeir gátu ekki
barizt gegn þeim með berum
hnefum.
Snemma morguns 18. júní
hófust hefndaraðgerðir Ul-
brichtstjómarinnar. Alls voru
26 menn líflátnir, meðan á
sjálfri uppreisninni stóð, en
ekki er vitað, hve mörg hundr
uð manna féllu í bardögun-
um. Nú tóku fangelsanir við,
fangelsin fylltust af fólki og
skólum, samkomuhúsum og
sláturhúsum var breytt í
bráðabirgðafangelsi. Nýir
dauðadómar voru upp kveðn-
ir. 29. júní játaði Max Fechn-
er dómsmálaráðherra, að of
langt hefði verið gengið í
handtökum, en hálfum mán-
uði seinna varð hann að
gjalda þessara ummæla, er
hann var settur af og stungið
í fangelsi. Ulbricht notaði
uppreisnina til að treysta
völd sín. Klíku Zaissers og
Herrnstadts var útrýmt, og
brátt var Ulbricht jafnfastur
í sessi og á dögum Stalíns.
KÚREUSTRlÐID
E F TIR ósigur Japana í
heimsstyrjöldinni, hernámu
Rússar norðurhluta Kóreu
og Bandaríkjamenn suður-
hlutann. Kosningar fóru
fram í Suður-Kóreu undir
eftirliti Sameinuðu þjóðanna,
en kommúnistastjórn var
komið á laggirnar í Norður-
Kóreu. Hvor stjórnin um
sig hélt því fram, að hún
væri hin eina löglega ríkis-
stjórn landsins alls.
I júní 194® var bandaríska
setuliðið flutt frá Su'ður-
Kóreu, og í janúar 1949 lýsti
bandaríski utanríkisráðherr-
ann, Acheson yfir því, að
Suður-Kórea lægi utan vam
arsvæðis Bandaríkjanna á
Kyrrahafi. MacArthur hers-
höfðingi, yfirmaður banda-
ríska liðsaflans í Japan,
hafði komizt að sömu niður-
stöðu.
Ef til vill hafa Rússar
skilið þessa yfirlýsingu
þannig, að Bandaríkjamenn
kynnu að halda að sér hönd-
um, þótt kommúnistar
reyndu a'ð ná Kóreu allri á
sitt vald. Þannig mætti
hnekkja áhrifum Bandaríkja-
manna í Japan, ef veikleiki
þeirra kæmi berlega í ljós,
og raska valdajafnvæginu í
heiminum þeim í óhag. Borg-
arastyrjöldinni í Kína var
nýlokið með sigri Mao Tse-
tungs, og Stalín hafði verið
legið á hálsi fyrir að veita
ekki kínverskum kommún-
istum aðstoð. Nú gat Stalín
sannað að hann væri eins
djarfur byltingarmaður og
Mao. Sjálfur taldi Mao það
eðlilega afleiðingu kín-
versku byltingarinnar að
kommúnistar tækju alla
Kóreu, og þannig taldi hann
að koma mætti í veg fyrir,
að Kórea yrði notuð sem
stökkpallur til árása á Kína,
en um það eru dæmi í sOg-
unni.
Veturinn 1949—50 átti sér
mikill vígbúnaður stað í
Norður-Kóreu. 25. júní 1950
réðust sjö norður-kóresk fót-
gönguliðsherfylki og eitt
skriðdrekaherfylki yfir marka
línuna við 38. breiddarbaug.
Innrásarherinn var búinn sov
ézkum vopnum, og sovézkir
leiðbeinendur voru æðstu her
stjórn Norður-Kóreu til ráðu
neytis, þannig að óhugsandi
er, að innrásin hafi verið ger'ð
án samþykkis Rússa. Tru-
man Bandaríkjaforseti'tók þá
afdrifaríku ákvörðun að veita
Suður-Kóreu hernaðarlega
aðstoð og sendi þangað flug-
vélar og herskip. Að svo
búnu samþykkti Öryggisráð
SÞ ályktunartillögu, þar sem
skorað var á aðildarríki SÞ
að veita Suður-Kóreu aðstoð
„til þess a'ð hrinda vopnaðri
árás.“ Tillagan var samþykkt,
þar sem sovézki fulltrúinn
var fjarverandi og gat ekki
beitt neitunarvaldi sínu, er
lamað hafði störf ráðsins síð-
an 1945. Að lokurn sendu 15
aðildarríki herlið til Kóreu,
en Bandarikjamenn báru að
sjálfsögðu hita og þunga
dagsins.
Tæpri viku eftir að innrás-
in var gerð, skipaði Truman
MacArthur hershöfðingja að
senda liðsafla frá Japan og
varð MacArthur yfirmaður
hers SÞ. Hersveitir SÞ urðu
stöðugt að láta undan síga og
hörfuðu til Pusan syðst og
austast í landinu. Margir
spáðu brottflutningi, en þá
setti MacArthur heilt her-
fylki landgönguliða á land í
Inchon, um 260 km að baki
víglínu fjandmannanna. Rað-
ir Norður-Kóreumanna riðl-
uðust, og Allsherjarþing SÞ
samþykkti ályktunartillögu,
þar sem kveðið var á um, að
Kórea yrði sameinuð undir
sjálfstæða og lýðræðislega
stjórn, en því var einungis
hægt að koma til leiðar með
sókn til landamæra Man-
sjúríu. Áður hafði stefnan
verið sú, að hefta framrás
kommúnista í Kóreu, en nú
átti að „frelsa" Norður-Kóreu.
Bein íhlutun Rússa hefði get
að leitt til heimsstyrjaldar, og
kínverskir kommúnistar voru
látnir um að bjarga komm-
únistastjórninni í Norður-
Kóreu. Um miðjan október
fóru 350.000 kínverskir her-
menn yfir Yalufljót á landa-
mærum Kína og Norður-
Kóreu.
Seint í póvember stöðvuðu
Kínverjar sókn MacArthurs
tU Yalu við Chongchou-fljót,
og Kínverjar sóttu að 38.
breiddarbaugnum. Á fundi í
Washington í desember 1950
ákváðu Truman forseti og
brezki forsætisráðherrann,
Attlee, að falla frá því mark-
miði að sameina Kóreu, en
þessu mótmælti MacArthur
harðlega og sagði, að styrjöld
in yrði að ná til Mansjúríu,
sem hann kallaði öruggan
griðastað fjandmannanna,
ef vinna ætti sigur í stríðinu.
Á næstu mánuðum urðu tíðar
og snöggar breytingar á víg-
stöðunni, og víglinan færðLt
fram og aftur um skagann.
Snemma árs 1951 tókst fjöl-
mennu herliði að hefta fram-
sókn Kínverja sunnan við 38.
breiddarbaug.
MacArthur hélt áfram að
mótmæla opinberlega stefnu
Trumans, og 11. apríl 1951
vék forsetinn honum úr em-
bætti. Truman lýsti yfir því,
að stefna sín væri sú að heyja
takmarkaða styrjöld í Kóreu
svo að þriðja heimsstyrjöld-
in skylli ekki á. En Mac
Arthur var fagnað sem þjóð-
hetju, þegar hann sneri aftur
til Bandaríkjanna, og hann
gagnrýndi harðlega hinn tak-
markaða stríðsrekstur í ræðu,
sem hann hélt á sameigin-
legum fundi beggja deilda
bandaríska þingsins. Skömmu
síðar gerðu tvær nefndir öld
ungadeildarinnar, utanríkis-
málanefndin og hermálanefnd
in, ítarlega rannsókn á brott-
vikningu MacArthurs, stríð-
inu í Kóreu og grundvallar-
atriðum bandarískrar utan-
ríkisstefnu. Marshall varnar-
málaráðherra gerði grein
fyrir þeirri stefnu, sem síðan
hefur verið fylgt, er hann
sagði, að markmiðið væri að
hrinda árásum kommúnista
með mismunandi ráðum á mis
munandi svæðum án þess að
heyja algera styrjöld.
I apríl og maí 1951 gerðu
kínverskir hermenn tvær stór
felldar árásir til þess að
binda enda á styrjöldina, en
Bandaríkjamönnum tókst að
hrinda þeim með öflugum
stórskotaárásum. Kommún-
istar höfðu í raun og veru
beðið ósigur á vígvellinum
og leituðu eftir friði. Þeir
vildu, að ástandið yrði
óbreytt frá því sem það var
fyrir styrjöldina. I júlí hóf-
ust vopnahlésvi'ðræður, en
þær fóru fyrst fram í Kae-
song og síðar í Panmunjon.
Harðir bardagar héldu áfram
rétt norðan við 38. breiddar-
baug, meðan viðræðurnar
fóru fram, og MIG-þotur, sem
bækistöðvar höfðu í Man-
sjúríu, réðust á bandariskar
flugvélar yfir Norðvestur-
Kóreu, Sumir segja, að hér
hafi verið um að ræða ein-
hverjar mestu loftorrustur
sögunnar.
Vopnahléssamningurinn var
undirritaður í Panmrunjon 27.
júlí 1903, rúmum tveimur ár-
um eftir að viðræðlurnar
hófust. Samningurinn stað-
festi skiptingu Kóreu, en
hún byggðist í aðalatrið-
uan á vígstöðunni í júlí 1951.
Kínverjar höfðu stöðvað
Bandaríkjamenn í orrustu,
en Sameinuðu þjóðimar og
Bandarikin höfðu hrundið
árás og tryggt sameiginlegt
öryggi. Fjórar milljónir
mflnna féllu eða særðust i
styrjöldinni, þar af 140.000
Bandaríkjamenn. Hvorugur
aðilinn hafði unmð fullnaðar-
sigur.
L