Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 1967 7 Ein af fyrstu sveitum Rauða hersins. Krupskayu, konu hans, var leyft að fara til Sviss. Lenin kom til Sviss, án vegabréfs og fjármuna. Vinir hans komu honum í sam- band við svissneskan sósíalista, Karl Moor að nafni. Maður þessi var háttskrifaður í félagsskap sósíalista og var jafnframt njósnari fyrir þýzka herforingjaráðið. Moor þessi hafði náin tengsli við hina ýmsu landflótta sósíalista og kom því svo fyrir, að Lenin fékk hæli í Sviss. Eftir sigra Þjóðverja á austurvígstöðv- unum, fjölgaði mjög rússneskum herföng- um á þeirra vegum. Þeir hófu áróður meðal þeirra gegn keisaraveldinu og hófu útgáfu tímarits í þeim tilgangi. Leitað var til pólitískra flóttamanna í Sviss um efni í tímaritið og var það gert í gegnum þýzka sendiráðið í Bern. Ýmsir kunnir sósíalist- ar skrifuðu fyrir blaðið, og fyrst í stað án þess að þeir vissu hvaðan greiðslur komu fyrir greinar. Snemma í september 1915 gekk eist- lenskur flóttamaður, Alexander Keskula, á fund Rombergs, þýzka sendiherrans í Bern, og gaf honum upplýsingar um póli- tíska afstöðu rússneskra flóttamanna til styrjaldarinnar. Keskiila þessi var gamall bolshevíki, hafði dvalizt lengi í útlegð og hneigzt meir og meir að eistlenskri þjóð- ernisstefnu frá marxisma. Vitað er, að Keskula dáði Lenin fram yfir aðra rúss- neska byltingamenn, sem þá dvöldust sem flóttamenn í Sviss. Keskúla veitti Þjóð- verjum fyrstu vitneskju um sjónarmið Lenins varðandi stríðið og Romberg sendiherra tjáði þýzka utanríkisráðuneyt- inu tillögur Lenins um sérfrið við Þjóð- verja. Þessu var tekið mjög vel í ráðu- neytinu og hefði Lenin óskað einhvers- konar samstarfs eða styrks frá Þjóðverj- um hefði því verið tekið opnum örmum. Það er ekki vitað til þess, að Lenin hafi nokkru sinni haft beint samband við Þjóðverja. Samkvæmt frásögn Keskúía, voru Lenin afhentar fjárupphæðir með aðstoð þriðja manns og var þetta fé runnið frá Rom- berg. 1916 vaknaði áhugi sendiráðs Þjóð- verja í Bern á blaðamennsku Lenins og nokkur umsvif hófust í þeim tilgangi að styrkja tímaritaútgáfu hans, en ekkert varð úr því, þegar febrúarbyltingin hófst. Þáttur dr. Alexanders Helphands Þjóðverjar tóku fegins hendi tillögum, sem þeim bárust frá öðrum aðila, sem var dr. Alexander Helphand, öðru nafni Pal- vus. -- Helphand þessi var rússneskur Gyðing- ur, sem hafði lengi verið framámaður sósíalskra afla víða um Evrópu. Hann kom til Berlínar i marz 1915 og bar þar upp við þýzka utanríkisráðuneytið tillög- ur sínar um að stofna til stjórnarbylting- ar í Rússlandi. Þjóðverjar skyldu styrkja framkvæmd þeirra fjárhagslega. Sam- kvæmt umsögn þýzka sendiherrans í Konstantínópel, Wagenheims, en hann mælti með Helphand við utanríkisráðu- neytið, áleit Helphand að „rússneskir lýð- sinnar næðu aðeins takmarki sínu með upprætingu keisaraveldisins og skiptingu Rússlands upp í smærri ríki“, og að hags- munir Þjóðverja væru þeir sömu og rúss- neskra byltingasinna og hinna ýmsu þjóðabrota og þjóða, sem voru undir rússneskri stjórn. Áætlun Helphands var þessi: Verkföll, einkum í Pétursborg, í höfnunum við Svartahafið og víðar, sem síðar yrði haldið áfram í hreinum póli- tískum tilgangi og að lokum allsherjar- verkfall, sem myndi fella keisarastjórn- ina. Þjóðverjar tóku þessum tillögum feg- ins hendi og Helphand voru veittar tölu- verðar fjárhæðir til þess að efla byltinga- áróður meðal verkamanna í Rússlandi og koma upp áróðurs- og undirróðursmið- stöðvum í þessu skyni. Helphand hélt nú til Konstantínópel til þess að koma upp undirróðursnetinu. Hann hélt aftur til Þýzkalands snemma sumars 1915 og kom við í Sviss á leiðinni, til þess að skipu- leggja starf rússneskra flóttamanna þar. Helphand vonaðist til þess að samvinna tækist með þeirri álmu sósíalista, sem taldi ósigur herja keisarans akk fyrir sína stefnu, en Lenin var helzti foringi þeirra. Helphand reyndi að fá Lenin til fylgis við sig, en hann reyndist ófáanlegur. — Helphand hélt um sumarið 1915 til Kaup- mannahafnar og kom þar upp verzlunar- fyrirtækjum, sem stunduðu einkum svartamarkaðsbrask í ýmsum löndum. Þetta var gert með vitund og vilja Þjóð- verja. Einnig kom hann upp „Rannsókn- arstofnun til rannsóknar á efnahagsleg- um afleiðingum heimsstyrjaldarinnar". — Stofnun þessi var einkar hentug til þess að fela hið sanna starf rússneskra bylt- ingamanna, sem unnu við stofnunina. Einnig stofnaði hann hálfsmánaðartíma- rit, „Die Glocke". Allt starf Helphands í Kaupmannahöfn miðaði að því að vinna. að byltingu í Rússlandi. Svartamarkaðsbraskið var mjög gróða- vænlegt og féð, sem inn kom rann ýmist í vasa Helphands eða til undirróðurs og áróðurs í Rússlandi .Auk þess styrktu Þjóðverjar þetta starf hans með miklum fjármunum. Helphand vann einnig að sigri Þjóðverja á annan hátt. Hann hafði verzlunarsambönd víða og honum tókst að afla fyrirtækjum sínum hráefna, sem Þjóðverja skorti mjög um þessar mundir. Auk þess tókst honum að semja við Dani um kaup á þýzkum kolum, í stað brezkra og á þann hátt aflaði hann Þjóð- verjum dýrmæts gjaldeyris. Þjóðverjar launuðu þessa aðstoð með því að láta honum í té þær upphæðir, sem hann taldi sig þurfa til aðgjörða 1 Rússlandi. 1915 voru honum veittar um sex millj. marka og ein milljón rúblna til starfa síns. f árslok 1915 þóttist Helphand geta fullyrt við sendiherra Þjóðverja í Kaupmanna- höfn, að ástandið í rússneskum iðnaði og efnahagserfiðleikarnir væru slíkir, að auðvelt myndi að nota sér ástandið póli- tískt. Og loks telur Helphand sig umkom- inn að koma á stað byltingu i Rússlandi 9. janúar 1916. Dagurinn var vel valinn, afmælisdagur „Blóðsunnudagsins" 1905. Helphand taldi, að umboðsmaður sinn í Rússlandi og kerfi hans gæti stofnað til aUsherjarverkfalls og kröfugöngu 100 þús- und manna í höfuðborginni og að svipað- ar aðgerðir myndu fylgja í kjölfarið út um landið. Helphand lofaði Þjóðverjum þó ekki 100% árangri, en hann taldi, að slíkar að- gerðir myndu að minnsta kosti stórveikla rlkið, þótt þær leiddu ekki til stjórnar- byltingar þá þegar. Margt bendir til þess, að allsherjarverk- fall hafi verið í undirbúningi í Péturs- borg og hafi átt að hefjast þann 9. janúar. Þennan dag hefjast verkföll í iðjuverum borgarinnar og þessu fylgdu kröfugöngur, sem voru mjög fjölmennar; sumir töldu þátttakendur hafa nálgazt 100 þúsund. í febrúar hefst ókyrrleiki í Putilov-iðju- verinu, en Helphand minnist einmitt á þetta iðjuver í skýrslum sínum varðandi byltingaáróður sinn. Allt fram undir mitt árið 1915 vörðuðu kröfur verkamanna einungis kaup, en í ágúst sama ár tekur að brydda á pólitískum kröfum. Ein heim- ild getur þess, að „Leninistar" hafi staðið að þessum pólitísku kröfum og önnur segir, að verkfallsnefnd sósíaldemókrata (bolshevíka og menshevíka) hafi stjórnað og skipulagt ókyrrleikann og verkföllin í Putilov-verinu og að eitt af' kröfuspjöld- unum hafi verið: „Niður með stríðið". Vorið 1916 var aftur komin kyrrð á í iðjuverum borgarinnar, lögreglan hafði handtekið ýmsa framámenn verkfalls- manna og hótað var að kalla verkamenn í herinn. Um svipað leyti og ókyrrð og verkföll hefjast í Pétursborg, bryddir á pólitískri ólgu meðal verkamanna við Nikolaev-skipasmíðastöðvarnar við Dniepr, en þar voru tvö herskip í smíðum fyrir Svartahafsflota Rússa. Helphand hafði lagt áherzlu á þýðingu þessara stöðva og það kemur heim og saman við atburðina, sem gerast þar í janúar og feþrúar, en 23. þess mánaðar var stöðinni lokað. Muravyev aðmíráll gerði skýrslu urrt atburðina og komst að þeirri niðurstöðu a,ð ókyrrðin myndi stafa af áróðri byltingamanna og vinstri manna, sem væru stjórninni fjand- samlegir eða ef til vill af áróðri umboðs- manna fjandsamlegs ríkis (Þýzkalands). Um mitt ár 1915 vissi rússneska leyni- lögreglan um aðgerðir ýmissa áróðurs- hópa, sem voru í þjónustu Þjóðverja og störfuðu einkum meðal verkamanna og unnu að allsherjaruppreisn. Áætlun Helphands um allsherjarverkfall og byltingu rann út í sandinn. Ein ástæðan var sú, að borgarastéttin var orðin and- stæðari byltingu en áður, og önnur, að ýmsir foringjar verkamanna hefðu verið andstæðir verkföllum um þetta leyti. — Helphand lét ekki af iðju sinni, að vinna að falli keisaraveldisins og ósigri Rússa í styrjöldinni. Fyrirtæki hans i Danmörku gáfu mjög góðan arð, einkum eftir að þau hófu sölu ýmissa vörutegunda til Rússlands, sem seldar voru þar á svörtum markaði. Hann þurfti því ekki að leita til Þjóðverja um fjárhagsstuðning. Hluti gróðans var notaður til þess að vinna að byltingu í Rússlandi. Heimildir þær, sem hægt er að nálgast, benda til þess, að verkföll í Rússlandi 1916 og í byrjun árs- ins 1917 hafi að nokkru, ef til vill miklu leyti, hafizt að undirlagi Helphands. Eðli þeirra og form bera stimpil hans. Helphand var ekki eini hj álparkokkur Þjóðverja .Þeir höfðu ýmsa aðra áróðurs- menn i þjónustu sinni, sem höfðu engin tengsl við Helphand. Meðal þeirra var Keskúla, sem hafði vakið athygli Þjóð- verja á Lenin. Keskula hélt til Stokk- hólms seint á árinu 1915 til þess að stofna til tengsla við byltingamenn 1 Rússlandi. Megináhugaefni hans var stofnun sjálf- stæðs eistlenzks ríkis og hann hafði jafn- lítinn áhuga á þýzkri yfirdrottnun og rússneskri. Keskúla vann að prentun flugrita með bolshevíka-sellu þar I borg og voru þau síðan send til Rússlands. Flugrit þessi báru titlana: „Dýrtíðin og stríðið", „Hver græðir á stríðinu?" og „Stríðið og verkalýðurinn". Þessum rit- um var dreift sumarið 1916 að undirlagi þýzka herforingjaráðsins. Á árinu 1916 hefst beinn áróður gegn styrjöldinni meðal verkalýðs Rússlands. Þessi áróður er hafinn að undirlagi Þjóð- verja og undirbjó jarðveginn undir frek- ari stríðsandstöðu síðar. Þessi afstaða var einnig afstaða bolshevíka, þótt forsendur væru aðrar. Eftir febrúarbyltinguna tendr- aðist í Rússlandi þjóðernishrifning, sem náði til allra stétta. Þjóðverjar óttuðust mest, að byltingin myndi þróast í átt til þjóðernishreyfingar, sem myndi örva rússnesku herina til mikilla átaka. For- ingjar bolshevíka, svo sem Kamenev og Stalin, virðast hafa smitazt af þessari al- mennu hrifningu, sem fylgdi falli keisara- veldisins og svo mjög, að beir eins og aðrir freistuðust til þess að álíta styrjöldina við Þjóðverja einn þátt í baráttunni að tryggja nýfengið frelsi. — „Niður með stríðið" heyrðist ekki lengur og þetta slagorð hverfur af kröfuspjöld- unum. Ástæðan var sú að bolshevíkar óttuðust sundrungu meðal verkalýðsins og harðari andstöðu millistétta og hers, ef þeir berðust opinberlega gegn þátttöku Rússa í styrjöldinni. Febrúarbyltingunni var tekið mjög vel af Bandamönnum. Það var nauðsynlegt fyrir Þjóðverja að grípa til einhverra ráða þegar í stað .Allt var betra í þeirra augum og Lenins ,en sú stjórn, sem tók völdin eftir febrúarbyltinguna. Þjóðverjar vissu, að eina ráðið var, að styðja þann hóp byltingamanna, sem berðist gegn frekari stríðsþátttöku og þeir vissu um einn mann, sem var ákveðinn andstæðingur stríðsins, og það var Lenin. Þjóðverjar hófu nú samninga gegnum umboðsmenn sína við Lenin run að koma' honum til Rússlands. Farið var að þessu með mikilli leynd, áhættan var söm fyrir Lenin og Þjóðverja, ef það vitnaðist, að tengsl væru þar í milli. Lenin reyndi ekki á neinn hátt að fela það, að Þjóðverjar hefðu flutt hann til Rússlands, sagðist hafa notfært sér hagsmuni þeirra, sér og stefnu sinni til framdráttar. Þjóðverjar létu ekki staðar numið við þetta, heldur styrktu þeir Lenin og bolshe- víka fjárhagslega eftir að hann var kom- inn til Rússlands. Lenin var eina von þeirra um sérfrið, þegar hér var komið og hér var mikið í húfi. Bráðabirgða- stjórnin ásakaði Lenin fyrir að vera þýzk- ur njósnari og sendimaður Þjóðverja. — Þetta var ekki rétt og það er heldur ekki rétt, þegar Lenin neitaði því að hafa þegið fé frá Þjóðverjum. Þjóðverjar styrktu hann og flokk hans, hvort sem hann hefur vitað það eða ekki. Meðlimir bráðabirgðastjórnarinnar áttu eðlilega erfitt með að kyngja því, að fall keisaraveldisins og stofnun bráðabirgða- stjórnarinnar hefði verið Þjóðverjum jafn hagstæð og valdataka Lenins í október/ nóvember. • y Öflin sem stóðu að febrúarbyltingunni og felldu keisaraveldið í Rússlandi þörfnuðust ekki fjár frá utanaðkomandi aðilum, en þau þörfnuðust styrks byltinga- hreyfingar í helztu borgunum og sá styrk- ur kom þeim, ekki fyrir eigin tilverknað, heldur að miklu leyti fyrir tilverknað Þjóðverja og neðanjarðarhreyfingar þeirra. Veturinn 1916—17 versnaði stórum sam- komulagið milli keisarans og þingsins. í nóvember 1916 var svo komið, að þing- menn réðust í ræðum sínum gegn „áhrif- um keisaraynjunnar". Rasputin var drep- inn í lok desember. Þeir, sem stóðu að því, álitu að með því væri fyrsta skrefið stigið til þess að losa keisarann undan á- hrifavaldi drottningar sinnar, næst yrði að losna við hana, og þá yrði von ein- hverra breytinga til batnaðar. Áhrif dráps- ins á stjórnarstefnu keisarans urðu eng- in, það, eina sem gerðist var, að hann ein- angraðist enn meir. Skömmu síðar var hafinn undirbúningur hallarbyltingar, sem átti að setja Nikulás II af og koma ættingja hans til valda. Febrúarbyltingin hófst áður en til atburða drægi. Keisarinn var í aðalherstöðvunum i Mogilev um það leyti sem óeirðirnar hóf- ust í Pétursborg sem, leiddu til byltingar. 23. febrúar / 8. marz urðu mikil verk- föll í Pétursborg. Húsmæður fóru í kröfu- göngu. Ráðizt var á nokkur brauðgerðar- hús og þau rænd. Daginn eftir var haldið áfram verkföllum og kröfugöngur verka- manna brutust inn i miðborgina, þrátt fyrir allar gagnráðstafanir lögreglunnar. 25. febrúar / 10. marz var algjör vinnu- Framhald á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.