Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 20
í
20
MORGUNBUVÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 1967
Á EINUM og sama degi ræddi erlendur gestur í Moskvu við háttsettan diplómat,
sem tekinn hafði verið fastur skömmu fyrir dauða Stalíns; ritstjóra, sem ekki
kom aftur úr fangabúðum fyrr en árið 1956; frægan stjórnmálamann, sem Stalin
hafði sagt að mundi verða tekinn af lífi í lokaatriði þess, er kallað hefur verið
„læknasamsærið“ 1952—1953; og við kvikmyndaleikkonu, sem hafði eytt átta
árum í fangelsi.
Þetta var ekkert óvenjulegur dagur. Sá dagur hefði hins vegar verfð óvenju-
legur, þegar ekki urðu fyrir einhver af fórnarlömbum hreinsana Stalins. Á
fimmtugasta ári Sovétríkjanna eru hreinsanir Stalins og afleiðingar þeirra einn
gleggsti þáttur sovézkra stjómmála og marka ennþá lífskjör sovézkra borgara.
Hundruð þúsunda af þeim, sem af lifðu þessar hreinsanir, hafa streymt út úr
fangabúðum Stalins inn í venjulegan farveg borgaralegs lífs. En sögunni lýkur
ekki með því. Aftur og aftur spyrja Rússar: „Hvers vegna skeði þetta? Var or-
sökina að finna í eðli Stalíns? I eðli tímans? Eða í hinu óvenjulega þjóðskipulagi
Sovétrík j anna? “
Þá er önnur spuming: „Hvað skeði?“ Því fer nefnilega fjarri, þrátt fyrir ná-
kvæma athugun heimilda, að öll sagan sé sögð. Og auðvitað spyrja menn einnig:
„Gæti þetta skeð aftur?“
„Við verðum að skoða heimildirnar í smásjá“, segir Konstantin Simonov, þekkt-
ur sovézkur rithöfundur, sem var strfðsfréttaritari með Rauða hernum alla síðari
heimsstyrjöldina og hafði óvenjugóða aðstöðu til að gefa Stalin nánar gætur á
skömmu færi. Simonov hefur lagt mikið kapp á það að kanna sambandið milli
hreinsananna og síðari heimsstyrjaldarinnar, — þann þátt, sem þær áttu í því
að gera Rússland að skotmarki Þjóðverja, veikja iðnaðar- og hernaðarstyrk Sov-
étríkjanna og stuðla að öfugstreymi fyrstu ára stríðsins.
Mörg af leyndarmálum Stalíns hurfu með honum inn í eilífðina. Og mörg
fleiri hurfu með dauða hins illræmda manns, sem framkvæmdi verstu verk Stal-
ins síðustu ár valdatíma hans, Aleksandr N. Poskrebyshev, hershöfðingja.
Það vitnaðist aðeins fyrir skömmu, að Poskrebyshev lézt ekki fyrr en haustið
1966, eftir langvarandi sjúkralegu í spítala í Kreml. Áður en hann dó, var hann
yfirheyrður mörgum sinnum um handtökur og hvarf þúsunda af fórnárlömbum
Stalins.
Stundum hefur því verið haldið fram, a'ð afhjúpun Stalins og hin fræga „leyni-
og kvaðst hafa verið tekinn fastur sex sinnum af lögreglu zarsins og ððrum
óvinum kommúnista.
Honum þótti það umtalsvert, að haxm skyldi ekki hafa verið tekinn fastur í
hreinsununum. Hann minntist þess, að hann hefði venð kallaður til yfirheyrslu,
en verfð leyft að fara heim aftur. Er hann var að lýsa örlögum Bill Shatov, sem
eitt sinn var formaður Heimssambands íðnverkamanna og hóf feril sinn sem
bolsévikaleiðtogi í Austur-Siberíu, sagði Gubelman, að hann hefði ekki heyrt neitt
af Shatov eftir 1934, en flýtti sér að bæta við: „Ég held, að hann hafi dáið eigin
dauðdaga". Hann átti við það, að Shatov hafi ekki látið lífið í fangelsi e'ða frammi
fyrir aftökusveit. En hann var ekki viss. Mörg fórnarlambanna báru fullt traust
til Stalins og kom ekki til hugar, að hann kynni að eiga neinn þátt í ofbeldis-
verkunum. Þau hofðu þá trú, að Stalin mundi stöðva þau þegar í stað, ef hann
vissi um þau.
Frú Serebryakova óð lengi í þessari villu. Hún sat 20 ár í fangabúðum Stalins,
mörg þeirra í hinum hræðilegu einangrunarfangelsum í Yaroslavl, Suzdal og
Verkhneuralsk. Hún hafði tvívegis verið gift, áður en henni var varpað í fangelsL
Fyrst var hún gift Grigory Y. Sokolnikov, fyrsta ambassador Sovétríkjanna í
London og síðar Leonid P. Serebryakov. Báðir voru kallaðir til yfirheyrslu
árið 1937 og hurfu. Hún trúði því árum saman, að eiginmenn hennar hefðu verið
sekir. Það var ekki fyrr en eftir margra ára fangelsisvist, að sannleikurinn tók
smám saman að renna upp fyrir henni, — að enginn af þessum þúsundum fórnar-
lamba var sekur um neitt.
Hvers vegna skeði þetta? I Rússlandi ríkir tilhneiging til að kenna persónu-
leika Stalíns um það allt Rithöfundurinn Leonid Leonov, kallaði það harmleik
Rússa, að vera stjórnað af Georgíumanni, sem verið hefði hræddur við þegna
sína. Aðrir þóttust sjá í Stalin sterk sálsýkiseinkenni, stöðugt mikilmennskubrjál-
æði og ofsóknarbrjálæði.
Rithöfundurinn Ehrenburg kom fram með þá tillögu í viðtali skömmu áður en
hann lézt, í september 1967, að svarið kynni að liggja í erfðaeinkennum Stalins.
Kannski a'ð hann hafi erft tilhneigingu til mikilmennskubrjálæðis og ofsóknar-
brjálæðis. Þær heimildir sem safnazt hafa, nú árið 1967, taka af svo til allan
vafa um það, að hreinsanir Stalins hafi næstum leitt af sér ósigur Rússa fyrir
Þjóðverjum i síðari heimsstyrjöldinni.
Harrison E. Salisbury:
AÐ ÞREYJA ÞORRA STAUNISMANS
ræða“ Nikita S. Krúsjeffs, 24. og 25. febrúar 1956, á tuttugasta flokksþingi Komm-
únistaflokksins, hafi verið vanhugsúð og ekki ráðgerð fyrir fram, eða þá stjórn-
málabrella til persónulegs ávinnings Krúsjeffs. Hinn nýlátni Ilya Ehrenburg hélt
því meira að segja fram, að hefði Krúsjeff gert sér fulla grein fyrir afleiðingum
orða sinna, mundi hann aldrei hafa gert þetta.
..Aðeins fáfróður maður eins og Krúsjeff, hefði gert þetta“, sagði Ehrenburg.
„Siðaður maður hefði aldrei vogað sér það“.
Þessi skoðun stangast á vfð ummæli Anastas I. Mikoyans, eins af nánustu sam-
starfsmönnum hans í afhjúpun Stalins. Mikoyan benti á það, að hann hefði sjálf-
ur gert fyrstu árásina á Stalín á almennum og opnum fundi tuttugasta þingsins,
tveimur dögum áður en Krúsjeff hóf upp raust sina á lokuðum fundi.
„Þessar ræður voru ekki fluttar af neinni tilviljun“, sagði Mikoyan í löngu
samtali á skrifstofu sinni í Kreml. „Þær voru vandlega undirbúnar. Við höfðum
barizt og barizt fyrir þessu. 1 þrjú ár héldum við uppi hljóðlátum, nákvæmum
rannsóknum. Þessvegna er tuttugasta flokksþingið svo mikilvægt. Þessvegna hef-
ur hvert flokksþing síðan byggt á sama grundvelli“.
Þetta efni er Mikoyan mikið hjartans mál. Nafn hans sjálfs var ofarlega á síð-
asta lista Stalins yfir fórnarlömb hreinsunarinnar, sem átti að binda enda á allar
hreinsanir, þeirrar, sem Stalin var að undirbúa skömmu fyrir andlátið.
Hvaða ljósi Poskrebyshev kynni að hafa getað varpað á lokahreinsunina, hefur
ekki verið tilkynnt opinberlega. Flestir, sem kynnt hafa sér þetta tímabil, voru
þeirrar skoðunar, að Poskrebyshev, samkvæmt skipunum Stalins, hafi átt að
stýra þeirri hreinsun, en hafi verið að gera á henni einhverjar breytingar per-
sónulega.
Dóttir Stalins, Svetlana Alliluyeva, kveður engan vafa leika á þessu. Hún held-
ur því fram, að Poskrebyshev hafi horfið úr þjónustu föður hennar, áður en
Stalin dó. Ef þetta er satt, hlýtur það að hafa skeð aðeins síðustu ævidaga föður
hennar. Heimildir benda til þess að Poskrebyshev hafi horfið sjónum manna dag-
inn eftir dauða Stalins. Reyndar sló almenningur í Moskvu því föstu, acff erfingjar
Stalins hefðu skotið hann aðeins fáum klukkustundum eftir dauða húsbónda hans.
Galina Serebryakova, sem áður var eitt fórnarlambanna í ofsóknum Stalins,
«n er nú lagleg 62 ára gömul kona og fæst við skriftir, var sú manneskja, sem
Ijóstraði því upp, að Poskrebyshev hefði lifað fram undir þennan tíma.
Hún sá þennan fyrrverandi ritara Stalins af tilviljun í sjúkrahúsi í Kreml, árið
1962.
„Minni hans var alveg óskeikult", sagði hún. „Hann ræddi frjálslega um Stalin
og glæpi hans. Hann virtist ekki hafa neitt samvizkubit".
„Hann var alveg tilvalinn maður fyrir Stalin“, sagði hún. Hann hafði verið
sendur af tilviljun til Kreml, árið 1925, þá ungur varðliðsforingi. Stalin komst
brátt að því, að hann var auðsveipt verkfæri. Poskrebyshev var kvæntur ágætri
konu, sem lengi hafði verið meðlimur flokksins. Stalin lét skjóta hana. Poskre-
byshev lyfti aldrei fingri í mótmælaskyni.
Sá orðrómur gekk manna á meðal, þegar árið 1925, að Stalín hefði orðið vald-
ur að dauða Mikhail Frunze, fyrsta yfirmanns Rauða hersins, með því að neyða
hann til að gangast undir hættulega læknisaðgerð gegn vilja sínum. Og í hreins-
ununum 1937 var því fleygt, að Henryk Yagoda, sem eitt sinn var lögreglustjóri
Stalins, hefði gert samsæri með læknum um að ráða Maxim Gorky og son
hans af dögum með eitri.
Verstu hryðjuverk Stalins hófust, eins og nú er augljóst, hinn 1. desember 1934,
þegar leiðtogi flokksins í Leningrad, Sergei M. Kirov, var myrtur af ungum, ó-
þekktum kommúnista, Leonid V. Nikolayev, sennilega að undirlagi Stalins.
„Dó eigin dauffdaga".
Hreinsanimar voru svo víðtækar, að næstum engir meiri háttar þátttakendur
atburðanna 7. nóvember 1917, hafa lifað fimmtíu ára afmælið, að undanteknum
Vyachelav M. Molotov, hinum trygga aðstoðarmanni Stalins. Molotov, sem fyrir
löngu hefur verið settur út af sakramenti flokksins, vinnur nú a'ð því að rita
endurminni ngar sínar.
Moisei Izraelevich Gubelman er gamall bolséviki, sem hefur lifað af hreinsan-
irnar. Bróðir hans, Yemelyan Yaroslavsky, sem nú er látinn, var um nokkurra
ára skeið formaður öryggisnefndar flokksins. Gubelman taláði um æsku sína
Stalin tíundaði mennina í stjórnmála- og iðnaðarstofnunum sínum á árunum
1930 til 1940. Af hinum 1.966 fulltrúum á sautjánda þingi flokksins, árið 1934,
voru 1.108 handteknir. Af 139 meðlimum miðstjómarinnar voru 98 handteknir.
Blóðtaka Rauða hersins var þrír sovézkir marskálkar, þar á meðal yfirmaður alls
heraflans, Mikhail N. Tukhachevsky; allir hershöfðingjar, sem höfðu landsvæði
til umráða; tveir af fjórum yfirmönnum flotans; allir æðstu menn landhersins;
næstum hver einasti yfirmaður herfylkis; helmingur sveitarhöfðingjanna, her-
ráðsmanna og öryggiseftirlitsmanna. Einn þriðji til helmingur hinna 75 þúsund
foringja Rauða hersins var tekinn fastur eða skotinn.
Samkvæmt skoðun Semyon M. Budenny, marskálks, sem hefur barizt í sex
styrjöldum og er 84 ára gamall, hefði mátt komast hjá öllum helztu hörmungum
síðari heimsstyrjaldarinnar, ef viðeigandi varúðarráðstafanir hefðu verið gei'ðar 1
tíma, — hefði þjóðin ekki staðið í þeirri bjargföstu trú, jafnvel síðustu klukku-
stundirnar, að ekki kæmi til stríðs. Hann kvaðst fullviss um það, að hægt hefði
verið að afstýra hinu 900 daga umsátri um Leningrad, sem kostaði 1.300.000 borg-
ara Hfið. Kiev hefði ekki þurft að tapazt, en þar féllu næstum 2 milljónir her-
manna, og Þjóðverjar hefðu ekki þurft að herja allt inn í útborgir Moskvu.
Sitjandi í eikarlagðri borðstofu sinni í gotnesku stórhýsi, sem eitt sinn var eign
hinnar auðugu Morozov fjölskyldu í Moskvu, tók Budenny að segja frá því,
hvernig síðari heimsstyrjöldin hófst, hvernig Þjóðverjum tókst að koma rússneska
hernum í opna skjöldu hinn 22. júní, 1941.
Sagan af síðustu klukkustrmdunum fyrir styrjöldina, sem hann sagði nú í fyrsta
sinn, fjallaði um ringulreið og undirbúningsleysi. Budenny minntist þess, að
Stalin hafði kallað saman fund æðsta ráðsins síðla laugardags, 21. júní 1941.
Einnig boðaði hann nokkra hershöfðingja á fundinn. Stalin skýrði þeim frá því,
að Hitler kynni hugsanlega að ráðast á Rússland annaðhvort aðfaranótt 22. júní
(eins og hann gerði) eða einhverntíma um helgina.
Svo virðist sem marskálkurinn hafi enga vitneskju um það haft, að Stalin hefðu
verið að berast áðvaranir mánuðum saman, áður en þetta skeði, — frá njósna-
kerfi sínu í Þýzkalandi; frá Richard Sorge, sovézka njósnaranum í þýzka sendi-
ráðinu í Tokyo ( sem nefndi dagsetningu og klukkustund árásarinnar); frá Win-
ston Churchill; frá Sumner Welles, varautanríkisráðherra; frá ambassadornum í
London, Ivan M. Maisky; frá yfirmönnum herja á Vesturvígstöðvunum; frá skip-
um og flugvélum, sem farið höfðu í kynnisferðir um Eystrasalt, Ishafið og Svarta-
hafið. Og hann hafði ekki aðeins látið þessar aðvaranir sem vind um eyru þjóta,
heldur hafði hann einnig tekið fasta suma þeirra, sem sendu honum slíkar upp-
lýsingar og ákært þá fyrir landráð.
„Við vorum beðnir að gera tillögur um það, til hvaða varna hægt væri að
gripa í slíku neyðartilfelli“, sagði Budenny. Nýju víggirðingarnar á vesturlanda-
mærunum voru ekki fullgerðar. Gömlu virkin höfðu víðast verið rifin niður til
hálfs meðan á breytingunum stóð. Stalin hafði verið svo hræddur við að styggja
Hitler, að hann bannaði herjum sínum að taka sér útvarðstöður og gaf út ströng
fyrirmæli um að skjóta ekki á njósnaflugvélar Þjóðverja.
Budenny kom fram með tvær tillögur. Hann lagði til, að byggð yrði váralína
meðfram ánni Dnieper, frá Kiev norður til Riga. Hann stakk upp á þvi, a’ð
hundruð þúsunda manna og kvenna yrðu þegar í stað fengin til að gera varnar-
vegg gegn skriðdrekum á vesturbakka Dnieper og gerðu ána að síki, sem Þjóð-
verjar gætu ekki komizt yfir.
„Ég lagði einnig til, að við tækjum reipin af flugvélunum okkar“, sagði Bud-
enny. Hann skýrði svo frá, að sovézku flugvélarnar hefðu venjulega verið bundn-
ar niður með reipum til að varna því að vindurinn gæti hvolft þeim.
Marskálkurinn var útnefndur yfirmaður varaliðs hersins, níu klukkustundum
áður en Jlítler lét til skarar skríða. Þegar Þjóðverjar hófu árásina, var Budenny
í hermáíaráðuneytinu við Frunzestræti í Moskvu, óður af bræði. Hann hafði eng-
an her, enga foringja, engin tæki og engin vopn. Engum hafði enn verið skipað að
gera síki við ána Dnieper. Flugvélarnar voru enn þrælbundnar við jörðina, enda
votu 95% þeirra eýðilagðar í fyrstu loftárásum Þjóðverja.
„Það versta var“, sagði ambassadorinn fyrrverandi, Maisky, sem nú er 83 ára
gamall, „að Stalin treysti engum nema Hitler. Hann trúði á Hitler. Hann hélt, að
hann gæti leikið á Hitler. Þetta var sálfræðilegt stríð“.
„Sálfræði“ Stalíns varð Rússlandi dýr. Sovétríkin unnu stríðið en þjóðin hefði
ekki getað lifað af annan slíkan sigur.