Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 1967 Lenín ásamt nánustu fylgismönnum sínum á Rauða torginu í Moskvu í maí 1919. E. Crankshaw: Byltingin, sem Lenin trúði ekki á, en notaði ÞÁTTTAKENDiUR byltingar- innar miklu, sem sópaði burtu rússneska kieisaranum og olli strauimhvörfum í veraldarsög- unni, gerðu sér enga grein fyrir því, hve víðtækar afleiðingar að- gerðir þeirra gætu haft. Þeir héldu, að þeir væru að heimta betri ríkisstjórn og brauð. Þeir, sem fylgdust með úr fjarlægð, glödduist yfir því, að þeir hefðu hafizt handa og árnuðu þeim allra heilla. Þetta var mjög vill- andi forleikur að því, sem á eftir fylgdi, ringuireið hryðju- verkum og stofnsetningu nýrr- ar ógnarstjórnar, sem beitti harkalegri aðferðum en nokkuT af verstu óvinum oyltingarinnar hefði spáð. Næstum fjörutíu ár liðu, þar til nokkur gæti verið viss um, að börn byltingar- mannanna og þeirra börn væru að sleppa undan afleiðingum þeirra aðgerða, sem fóru svo sakleysislega af stað í marz, ár- ið 1917. Þær hófust, á ytra borðinu, hinn 8. marz, 1917, og fólk hélt, að þeim væri lokið, er Nikulás II. afsalaði sér völdum, átta dögum síðar. En þetta var aðeins upphafið. í raun og veru stóð byltingin yfir í október. Og þótt 25. október, byltingardag- ur Lenins, táknaði sigur Bolsé- vika, var hann aðeins forleikur miklu hræðilegri tíma tveggja ára grimmilegrar borgarastyrj- aldar. Ofan á hana bættist svo erlend íhlutun og að lokum fylgdi hungursneyð í kjölfarið. Árið 1917 hófst í vonleysi. Trúnaðarvinur keisaradrottning arinnar, Rasputin, var dauður, en það skipti engu máli. Keis- aradrottningin tók að eiga helgi stundir með sálu hans, og Nikul ás lokaði sig inni með fjölskyldu sinni í dýrðarheimi Tsarskoe Selo, rétt fyrir utan Pétursborg (nú Leningrad). í borginni þjáðisit fólkið af kulda og hungri og örvænt- ingu meðan samsærismenn voru að gera brjálæðislegar áætlanir. Herinn mikli, sem tekinn var að gisna vegna liðhlaupa, lá dreifður í skotgröfum í skógun- um og hefti enn framsókn 160 berdeilda Miðveldan na. Alls staðar ríkti óvissa. Hinn 8. marz hristi keisarinn af sér slenið og lagði enn einu sinni af stað til höfuðbækistöðv- ar sinnar í Mogilev. Þann sama dag hófst byltingin. Hún hófst ekki með skipulegri kröfugöngu verkafólks, ekki með uppreisn í herbúðum og alls ekki með því, að atvinnubylting- armenn væru kallaðir til vopna. Hún hófst með því að konur söfnuðust saman í mótmælaskyni fyrir utan tómar verzlanirnar í pétursborg. Á undraskömmum tíma voru hafnir mótmælafund- ir hvarvetna í borginni. Brátt fóru kröfugöngur um glæsilegar breiðgöturnar, og fólkið æpti hið eilifa rússneska heróp: „Gefið okkur brauð!“ (Dai khleb!) Verkafólk lagði frá sér tólin og slóist í förina. Fáeinir her- flokkar, aðeins örfáir þennan fyrsta dag, yfirgáfu herbúðirnar og slógust einnig í hópinn. Kröfugöngumenn urðu undrandi næstum steini lostnir, yfir fjöl- menninu. Þegar myrkrið skall á, héldu þeir til kaldra og dimrnra heimila sinna og reyndu að geta sér till, hvað morgundagurinn mundi bera i skauti sér. Næsta dag var meira fjöl- menni á götunum en sézt hafði síðan 1905. Enginn fór til vinnu. Það var óundirbúið alls- herjarverkfall. Nú komu fram á sjónarsviðið byltingarsinnaðir stjórnmála- menn sem sofið höfðu á verð- inum daginn áður, og reyndu að færa sér í nyt ástandið og skipuleggja frekari aðgerðir. Enginn hefur heyrt um neinn þessara brautryðjenda síðan, en þeir þjónuðu sínum tilgangi. Þetta var að þvi leyti ólíkt at- buTðunum 1905, að Kósakkarnir neituðu að leggja til atlögu við mannfjöldann, — þeir riðu um í smáflokkum án þess að gera nokkrum mein, og kröfugöngu- menn voru reiðir, ekki biðjandi. Yfirvöldin í Pétursiborg höfð- ust svo að segja ekkert að. Kannski höfðu þau lamazt af undrun, kannski töldu þau, að stund gagnáblaups væri ekki runnin upp,* kannski vonuðust þau til þess, að hægt yrði að hræða beisarann til að veita nýja stjómarskrá, — það fáum við aldrei að vita. Næsta dag tóku þau höndum nokkra af þessum byltingarsinnuðu stjórn- málamönnum og skipuðu verk- fallsmönnum að vera kommir til vinnu eftir þrjá daga. En daginn eftir, hinn 11. marz, var mannfjöldinn meiri en nokkru sinni fyrr, og hermönn- um var skipað að skjóta á hann. Sveit úr Volhyniska varð liðinu bauð yfirboðurum sínum birginn og hleypti af upp í loft- ið, en síðar sama dag hlýddu varðliðarnir og drápu 60 manns. Mannfjöldinn safnaðist ekki saman á einum stað, heldur á! Trotsky óteljandi stöðum, og nú voru menn teknir að ræna og brenna hús. Nikulás, sem var langt í burtu, í Mogilev, skipaði þing- inu að leysa sjálft sig upp. Lög hans, sem tilkynnt voru með aðstoð varðliðs Pétursborgar, voru hin eínu lög : landinu. En þingið lokaði sig inni í Tauride kastalanum og harðneitaði að leysa sig upp, og varðliðið ramb- aði á barmi allsherjaruppreisn- ar. Hinn 12. marz var alger upp- lausn hlaupin í borgarvarðliðið og uppreisnin hafði tekið á sig oi'beldisbrag. Brotizt var inn í vopnabúrið og greipar látnar sópa, föngunum í dýflissum virkis Péturs og Páls var sleppt lausum, og höfuðstöð'vum leyni- lögreglu'nnar var eytt. En forystuna skonti ennþá. Fólkið hafði tekið á sitt vald sjálfa Pétursborg með litlum blcðsúthellingum en miklum há- vaða, og nú vildi þaðdáta segja sér, hvað það ætti að gera. Múg urinn hóf umsátur um Tauride höllina og krafðist aðgerða og fyrirmæla þingsins, sem ekikert vildi aðhafast. Það var allt ann- að að malda í móinn yfir ein- veldinu eða að taka í sínar hendur stjórn landsins. Og hver gat svo vitað með vissu, hvernig vindurinn blési í landinu? Þing ið hafði enga yfirsýn yfir það, hvað var að gerasf í öllu land- inu. Keisarinn var enn keiisari. Eftir miklar vangaveltur, stillti framsæknasti armur hinna frjá'lslyndari stjórnmálamanna, undir stjórn Milyukovs upp bráðabirgðanefnd í þinginu, sem síðar var fyrsta ríkisstjórn hins nýja Rússlands, og hélt áfram að sitja í Tauride höllinni. Skyndilega, næstum samtímis, var komið á fót annarri stjórn, sem þreytti kapp við hina. Só- síalistar af öllum tegundum, byltingarsinnaðir sósíalistar og S'ósíaldemókratar (mensévikar ''g fáeinir bolsévikar, sem látnir höfðu verið lausir úr fangelsi), sem leizt alls ekki á Bráðabirgða nefndina og vantreystu borgara- legum meðlimum hennar, kuisu eigin bjargráðanefnd. Stefnu- laust höfðu vinistri sinnaðir bylt ingarmenn sameinazt í svoköll- uðu ráði, eða Sovéti, verkar manna og fulltrúa hermanna, sem var eins konar endurreisn hins fræga Sovéts, sem hinn ungi Trotsky stóð einkum fyrir árið 1905. En Trotsky var nú í Ameríku. Sovétnefndin var kölluð Framkvæmdanefndin. Bylting- armenn úr flokki sósíalista og mensévikar í nefndinni voru hvorir um sig miklu sterkari en bolsévikar, sem lögðu allt kapp á að koma þejm fyrir kattar- nef. En það er ómögiulegt að á- lasa þeim fyrir að taka höndum saman við bolsévika. Þeir vissu, að Lenin var þeim gersamlega andlvígur, en hann var víðs fjarri í Ziirich. Lenin var einasti maðurinn, sem hugsaði um bandamenn sína í byltingunni sem skæðasta óvininn. Flokkarnir mönguðu því hver til við annan, jafnvel eftir að eldri bolsévikar á borð við Kamenev (og Stalín, sem var þá, 38 ára) komu aftur frá Sðberíu. Þetta bróðerni stóð, þar til Lenin sjálfur birtist mán- uði síðar. Inni í Tauride höllinni gat Bráðabirgðanefndin ekki stjórn- að, þar sem hún hafði í reynd ekkert samband við hermennina og verkamennina, sem gert höfðu byhinguna. Fulltrúar þeirra voru að vísu stöðugt að koma eða fara, en aðaláfangastaður þeirra var hin álma hallarinnar, þar sem Sovét-Framkvæmdanefnd- in sat sitöðugt á rökstólum. Þeir þyrptust þangað til að fá fyrir- mæli eða ráðleggingar og höfðu meðtferðis nýja liðsmenn eða þjá fanga, meðal annars ráðherra úr ríkisstjórn keisarans. Þeir sváfu á gólfunum, þeir elduðu sér mat á göngunum, og þar sem þeir óðu inn á skítug- um stígvélunum, settist á glæst salagólfin þykkt lag af krapi og leðju. Andrúmsloftið var þrung- ið af raka og fúkalykt af fitug- um skinnklæðum þeirra og her- mannafrökkum. Þeir viður- kenndu aðeins Sovétið, sitt Sovét, sem yfirvald, og eins og áköf, spurul börn sóttu þeir á þetta yfirvald og báðust leið- beininga. Sovétið var þegar orðið valda- mikið. Það hafði talið Bráða- birgðanefndina á að samþykkja að einn af hverjum tíu verka- mönnum skyldi vera vopnað- ur og annast löggæzlu. Það hafði sett á laggirnar tvœr fasta nefndir til að sjá um matvæla- birgðir og hafa stjórn á hem- um. Það hafði tiengilið við Bráða birgðanefndina, þar sem var Kerensky, afburðaisnjall og flug mælskur lögfræðingur, sem með einhverjum ráðum tókst að halda sæti bæði í nefndinni og Fram'kvæmdanefnd Sovétsins, og gekkst mjög upp í þessu hlut verki sínu. Meðan Bráðabirgðanefndin streittist við að mynda opinbera ríkisistjórn til að taka upp samn- ingiaviðræður við keisarann, var hin rauinverulega stjórn, að svo miklu leyti sem hiún var, í höndum. Sovétsins í hinni álmu hallarinnar. Kerensky þeyttist á mil'li segulskautanna tveggja, kom ár sinni þannig fyrir borð, að hann varð ómissandi og þekkti leyndarmáll beggja aðila. Snemma dags hinn 15. rnarz var Milyukov tilbúinn með lista yfir væntanlega ríkisstjórn. í for sæti stjórnarinnar var „frelsað- ur“ aðalsmaður, Lvov prins, sem ekki var í neinum hugsan- legum tengslum við það, sem var að gerast á götunum. Eina undanlátssemin við bylt- ingarsinna var að veita Ker- ensky stöðu dómsmálaráð- herra. Og sjálfur Kerensky hugsaði sig tvisvar um. Hann ótfaðist. að Sovct:ð mundi ' afneita honum, ef hann tæki I þát't í stofnun ríkisstjómar, seim hvar sem var annars staðar en í Rússlandi, hefði kallazt íhalds söm, með borgaralegum stjórn- málamönnum eins og Milyukov, nýja utanríkisráðherranum, og Guchkov, hermálaráðherra. Að ! minnsta kosti einn ráðlherranna ; var milljónamæringur. Þetta var heldur ekki í raun réttri nein byltingarstjóm. Hún lagði allt kapp á að koma aftur á reglu, að neyða Nikulás til að afsala sér völdum, að taka upp stjórnarskrá og koma á, fót kosinni löggj afarsam.kundu. Hún var staðráðin í að halda á- fram styrjöldinni við Þýzkaland, og að Kerensky undanteknum, vildi hún halda konungsstjórn í landinu. Baráttan við Sovétið var nú hafin. En það var meira en barátta við Sovétið. Það var barátta við þjóðina. Þetta kom bezt í ljós, þegar Guchkov streittist gegn því að láta undan kröfum Sovétsins um, að það skylidi hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.