Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 1967
„Það kann vel að vera, að
Nikita Krúsjeffs verði minnzt í
mannkynssögunni sem manns-
ins, sem hafði forystu um að
sundra hinum kommúníska
heimi og eyðileggja að veru-
legu leyti sjálfan kommúnism-
ann. Aðrir og þá einkum Rúss-
ar sjálfir .kunna að minnast
hans fyrst og fremst sem
mannsins, sem færði þeim
stjórnarfarslegar og efnahags-
legar endurbætur; mannsins,
sem fletti ofan af ógnara’ðferð-
um Stalíns og batt á þær enda,
mannsins, sem lýsti því yfir,
að uppbygging sjálfs komm-
únismans væri að hefjast,
mannsins, sem sat við stjórn-
völinn, þegar fyrsti maðurinn
fór út í geiminn. Enn aðrir,
utan Sovétríkjanna munu
aldrei gleyma né fyrirgefa
honum Ungverjaland, aftöku
Imre Nagys né árásum hans
á Dag Hammarskjöld“.
Þannig skrifaði Edward
Crankshaw um Krúsjeff í apríl
1964, þegar sjötugsafmæli hans
var haldið hátíðlegt. Þá virtist
gamli maðurinn ennþá í fullu
fjöri og var ekki annað sjáan-
legt en að hann væri sæmilega
traustur í valdasessi. En raun-
in varð önnur, aðeins nokkr-
um mánuðum seinna, 15. októ-
ber 1964, var tilkynnt, að hann
hefði fengið lausn frá embætt-
um, vegna hrakandi heilsu.
Ekki lei'ð þó á löngu áður en
Ijóst varð, að honum hafði
verið velt úr valdastóli eftir
langvarandi baráttu, honum
var borinn á brýn allskyns
ósómi í búrekstrinum sovézka,
m. a. var hann sakaður um að
hafa komið á kreppuástandi í
sovézkum landbúnaði, að hafa
haldið illa á milliríkjamálum,
m. a. í Kúbudeilunni og Súez-
stríðinu, að hafa gert mistök í
fjármálum ríkisins og í stjóm
flokksins. Einnig hefði hann
gert sig sekan um persónudýrk-
un og að hafa otað ættingjum
sínum í valda- og virðinga-
stö’ður.
Þeir, sem síðan hafa kynnt sér
og skrifað um feril Krúsjeffs,
hafa komizt að raun um, að
ásakanir þessar hafi vissulega
átt við rök að styðjast og í
svipinn hugsar sovézk alþýða
ekki til hans með mikilli hlýju
— hvað sem síðar verður, þeg-
ar menn hafa áttað sig á raun-
verulegu samhengi atburðanna
og fengið gleggri upplýsingar
um málefni síðasta áratugs en
nú eru fyrir hendi. Á hinn
bóginn er næsta ljóst, áð þá
litið er yfir hálfrar aldar sögu
kommúnismans í Sovétríkjun-
um og feril Nikita Krúsjeffs
sjálfs að hann hefur um marga
hluti verið mjög merkilegur
maður og þáttur hans í því að
losa Sovétmenn úr heljargreip-
um stalínískra stjórnarhátta
mikilsverður.
Vissulega urðu honum á fjöl-
mörg mistök og hann aðhafð-
ist ýmislegt, sem seint verður
fyrirgefið og aldrei gleymist,
Sovétmenn sjálfir muna þá
líklega ýmsa atburði aðra en
til dæmis fólk á Vesturlöndum
en hvarvetna verða menn þó að
viðurkenna að hann hafði for-
göngu um að brotið yrði blað
í sögu sovézkra stjórnarhátta
og stefnu bæði í innanríkis- og
utanríkismálum.
Jafnframt því, sem hans
verður minnzt sem mannsins,
sem sundraði heimi kommún-
ismans lifir orðstír kommúnista
leiðtogans, sem boðaði og vildi
fylgja eftir því, sem við varð
komið stefnu friðsamlegrar
sambú'ðar; mannsins, sem gerði
sér grein fyrir þeim heimi, sem
hann lifði og hrærðist í og
skildi, að lífsnauðsyn var öllu
mannkyni, að kennisetningum
og framkvæmd kommúnismans
yrði hagað í samræmi við þann
ægilega raunveruleika, sem
kjarnorkan hafði í för með
sér. Hann skildi líka, að það
þýddi ekki endalaust að bjóða
milljónum manna skýjaborgir
og glæsilegar hugsjónir, ef þeir
hefðu hvorki í sig né á og sú
var ein ástæðan til þess a’ð
hann olli sundrungu meðal
kommúnista um viða veröld.
Árin, sem Krúsjeff sat að
völdum í Sovétríkjunum lifði
mannkynið allt í skugga kjarn-
orkustyrjaldar og það var ekki
svo lítið skref að kveða upp
úr með það meðal kommúnista,
að heimsbyltingin væri ekki
nauðsynleg til þess að koma á
kommúnisma og áð kommún-
ismi og kapítalismi gætu lifað
saman í sæmilegum friði a. m.
k. á yfirborðinu. Hann fórnaði
miklu á altari þessarar stefnu,
bæði vinum og valdamiklum
samherjum, þar sem voru t. d.
kínversku kommúnistarnir og
eigin persónulega stolti, t. d.
í Kúbudeilunni — ævintýri,
sem hann réðst út í af fljót-
færni, í von um að það styrkti
stöðu sína, bæði heima fyrir og
erlendis, en lyktaði svo, að
hann varð að velja milli styrj-
aldar og þess að lúta í lægra
haldi fyrir John F. Kennedy,
Bandaríkjaforseta. Hann var þá
nógu stór karl til að snúa til
baka, hógu skynsamur — eða
kannski nógu hræddur — til
áð steypa ekki mannkyninu
út í kjarnorkustyrjöld, þótt
hann á hinn bóginn væri fús
að beita svo til hverjum ráð-
um og aðferðum öðrum til þess
að vinna kommúnismanum
brautargengi.
Harold MacMillan, fyrrum
forsætisráðherra Bretlands,
sagði einhverju sinni um Krús-
jeff, að hann hefði verið fyrsti
kommúnistaleiðtoginn, sem
gerði sér grein fyrir því og
viðurkenndi, að Karl Marx
hefði veri'ð uppi áður en kjarn-
orkuöldin hófst. Þessi ummæli
voru nú ekki allskostar rétt,
því að það var fyrirrennari
Krúsjeffs og keppinautur um
völdin árum saman, Malenkov,
sem hafði fyrst orðið til að
vekja máls á þeirri staðreynd,
að tilkoma kjarnorkuvopna
hefði dregið svo mjög úr styrj-
aldarhættunni, að hægt væri að
draga úr fjárveitingum til land-
varna og leggja þess í stað
meiri áherzlu á að bæta lífs-
kjör þjóðarinnar. Þáð var þeg-
ar árið 1953, — arið sem Stalín
lézt, árið sem Rússar sprengdu
sína fyrstu kjarnorkusprengju.
Þá var Krúsjeff hjartanlega
sammála Malenkov, en þar sem
hann sá sér pólitískan hag í
því að vera á öndverðum meiði,
lét hann sig hafa það, meðan
hann var að ná völdum úr
höndum Malenkovs. Hann
komst nefnilega að því, að ekki
voru nægilega margir fylgj-
andi þessum skoðunum þeirra,
m. a. var herinn — sem var
ekki svo lítið atriði — þeim al-
gerlega andvígur. Það var ekki
fyrr en á 20. flokksþinginu, áð
hann treysti sér til að endur-
vekja stefnu Malenkovs í þess-
um efnum.
Á þessu sama flokksþingi,
haustið 1956, hélt hann sína
frægu leyniræðu um Stalín —
þar sem hann fordæmdi ógnar-
stjórn hans og aðferðir og lyfti
hulunni af hinum skelfilegustu
glæpum, sem menn á Vestur-
löndum töldu sig hafa vitað
lengi en kommúnistar um all-
an heim höfðu staðfastlega neit
að að trúa. Nú var allt skrifað á
reikning Stalíns, þótt Ijóst væri,
að Krúsjeff sjálfur og aðrir
ráðamenn í flokknum, hefðu
að meira eða minna leyti verið
hans handbendi og lofað hann
hástöfum rétt eins og aðrir á
þeim tíma.
Þessi ræða olli þáttaskilum í
stjórnarháttum Sovétríkjanna.
Því þótt stjórn Krúsjeffs væri
á vestrænan mælikvarða alger
einræðisstjórn og óþolandi við
að búa, gat hún engan veginn
talizt ógnarstjórn á borð ,við
það, sem verið hafði í Sovét-
ríkjunum. Það hlánaði á ýms-
um svfðum þjóðlífsins og leit
svo út um tíma, sem Rússar
sigldu hraðbyri í átt til frjáls-
lyndis, til dæmis í bókmennt-
um og listum. En þar varð
margur fyrir vonbrigðum —
Krúsjeff karlinn vildi svo sann-
arlega hafa hóf á öllum hlut-
um, líka frjálslyndi og frelsi
og því sparn hann við fótum,
er honum þótti ganga úr hófi,
þegar menn voru farnir að
skrifa bækur gagnrýnar á
flokkinn og mála myndir, sem
ekki varð séð af hverju voru,
„rétt eins og asni hefði slett
halanum," eins og hann sagðL
„Hingað og ekki lengra", sagði
hann og lokaði málverkasýn-
ingum og bannaði bækur. Pas-
ternak var neyddur til að af-
þakka Nóbelsverðlaunin og rit-
höfundar og menntamenn
drógu sig aftur inn í sina
gömlu skel.
í efnahagsmálunum höf*ðu
augu Krúsjeffs hinsvegar löngu
opnazt fyrir því, að hinum
gömlu aðferðum og kommún-
ísku efnahagskennisetningum
væri í ýmsu ábótavant og
kommúnísk þjóðfélög gætu
margt af kapítalistum lært.
Smám saman tók að brydda á
ýmsum nýjungum, sem arftak-
ar Krúsjeffs hafa síðan auk-
ið til muna og bætt þar með
efnahag og almenn lífskjör
landsmanna að verulegu leyti.
í landbúnaðarmálunum var
Krúsjeff ekki happasæll á
seinni árúm, hann gerði marg-
víslegar tilraunir í þeim efn-
um, en þær þóttu meira gerð-
ar af flani en fyrirhyggju og
árangurinn varð eftir því.
En hvernig svo sem háttaði
stefnu Krúsjeffs og athöfnum,
jákvæðum eða neikvæðum,
mun hans einnig minnzt fyrir
þær sakir, að hann var litríkur
stjórnmálamaður og leiðtogi.
Hann var uppstökkur mjög og
lítt virðulegur í framkomu og
það sveið löndum hans oft sárt.
Hvar sem Krúsjeff fór var
alltaf við einhverju fréttnæmu
að búast. Hann brá út af dipló-
matískum umgengnis- og sið-
venjum, þegar honum svo sýnd
ist og skapið hljóp iðulega með
hann í gönur. Hann hafði gam-
an af að tala vi'ð fólk af ýms-
um stéttum og gerði það, þeg-
ar svo bar við að horfa. Senni-
lega munu lengi lifa sögur af
ýmsum atburðum, þar sem
hann kom við sögu, til dæmis
verður mönnum æ minnisstæð
framkoma hans á Allsherjar-
þingi Sameinuðu þjóðanna,
þegar hann fór úr skónum og
barði í borðið með honum til
áherzlu orðum sínum — og
framkoma hans í París, þegar
Eisenhower neitaði að biðjast
afsökunar á njósnaflugi U-2-
flugvélarinnar, sem skotin var
niður yfir Sovétríkjunum; at-
burður sem varð mikið ófall
fyrir Krúsjeff, bæði erlend-
is og heima fyrir. Er víst, að
fréttamenn söknuðu hans mjög,
þegar hann fór frá, því að hann
var einn skemmtilegasti leið-
togi að fylgjast með í slíkum
tilfellum. Það var aldrei a'ð
vita hverju hann tæki upp á.
Krúsjeff 23 ára — byltingar-
árið.
o O o
Nikita Sergeywich Krúsjeff
fæddist 17. apríl 1894 í smá-
þorpinu Kalinovka í Kursk-
héraði í Ukrainu, skammt frá
rússnesku landamærunum.
Faðir hans var fátækur rúss-
neskur bóndi, sem varð að
senda alla fjölskylduna til
vinnu í kolanámunni í Basin
um 500 km vegalengd til þess
að þau hefðu í sig og á. Fá-
tækt var mikil á þessum slóð-
um. Læknir einn, sem ferðað-
ist þar um á þessum árum og
kannaði heilsufarsástandið
sagði, að jafnvel flugumar
forðúðust húskofa bændanna,
því þar væri ekki neitt ætilegt
að hafa.
Krúsjeff vandist snemma á
að vinna hörðum höndum. Ein-
hvemtíma á aldrinum 7-r-12
ára fékk hann þó tveggja ára
barnaskólamenntun.
Hann var aðeins ellefu ára,
þegar hann fyrst kynntist bylt-
ingarhugmyndum; það var ár-
ið 1905 — ár uppreisnanna, sem
urðu víða um landið en náðu
hómarki eftir „blóðsunnudag-
inn“ í Pétursborg.
Árið 1908 hrökklaðist faðir
Nikita af jörð sinni og fluttist
til Dombasnámanna í Yuzovka,
sem þá var eitt mikilvægasta
iðnaðarhéra'ð Rússaveldis. Þar
voru kola- og járnnámur, stál-
bræðslur og ýmiss konar iðn-
aður stxmdaður. En verksmiðj-
urnar voru í eigu erlendra að-
ila, sem notfærðu sér samtaka-
leysi og fátækt landsmanna,
svo að þeir urðu bæði að
sætta sig við smánarkjör og
illan aðbúnað. í þessu um-
hverfi þróaðist me'ð Krúsjeff
alger óbeit á kapitalismanum;
hann taldi sig þama kynnast
hinu sanna andliti hans. Allar
tilraunir til að mynda verka-
lýðssamtök voru kæfðar í fæð-
ingu og þaggað var niður í sér-
hverri óánægjurödd.
Krúsjeff starfaði á þessum
ámm í þýzkri verksmiðju,
BOSSE, og vann sig fljótt upp
í að verða „faglærður" iðn-
verkamaður, sem kallað var,
hann varð vélaviðger’ðarmaður.
í apríl 1912 bar svo við í
brezkri gullnámu í Síberíu, að
200 verkamenn voru skotnir til
bana, er þeir gerðu verkfall.
Þegar fregnin um þetta barst
suður á bóginn, risu verka-
menn upp til mótmæla í hverri
borginni af annarri, m. a. verka
menn í Yazovka. Krúsjeff var
þá átján ára að aldri og gegndi
tæpast nema sendilhlutverki í
verkfallinu, en þegar það hafði
verið bælt niður, voru allir,
sem nærri höfðu komið reknir
úr vinnunni. Eftir það starf-
aði hann lengi í franskri verk-
smiðju í Rutchenkovo og naut
þar betri kjara.
Sumarið 1914 brauzt stríðið
út, en vegna þess, að Krúsjeff
var „faglærður" var hann ekki
kallaður til herþjónustu. Um
svipað leyti kvæntist hann, en
ekkert er vitað um þá konu
hans annað en, að hún fæddi
honum son árið 1916 og dóttur
tveimur árum seinna og lézt í
hungursneyð í Ukrainu árið
1922.
Þátttaka Krúsjeffs í stjórn-
málum var ekki mikil á þess-
um árum. Hann fékkst eitthvað
við að skipuleggja verkföll á
árunum 1915—16 en í hóp
kommúnista gekk hann ekki
fyrr en seinna. Þegar marz-
byltingin var gerð, var Krúsjeff
23 ára, ári yngri en leiðtogi
bolsjevika á þessum slóðum,
Kaganovitsj, sem hafði verið
bolsjeviki frá 1911 og átti
seinna eftir að verða verndari
og andlegur uppfræðari Krús-
jeffs. Krúsjeff studdi bylting-
una þá heilshugar, marzbylt-
inguna fyrst, vegna þess, að
honum ofbauð ástandið og kjör
bænda og verkamanna, og
seinna byltingu bolsjevika,
vegna þess, að hann taldi, að
þeir hefðu það skipulag og
hæfileika til byltingarreksturs-
ins, sem til þurfti, að byltingin
heppnaðist og bæri einhvern
árangur. Hann lét fyrst og
fremst — þá eins og oftar síðar
— stjórnast af praktískum sjón
armiðum en ekki hugsjóna-
legum, hann var maður, sem
hafði lag á því að skipa sér í
flokk me'ð þeim sigurstrang-
legustu, fylgja þeim fyrirætl-
unum, sem vænta mátti, að
gæfu skjótastan árangur.
Hernaði kynntist Krúsjeff
fyrst í nóvember eftir að Vetr-
arhöllin í Pétursborg hafði
verið tekin. Þá gerðist hann
einn af forystumönnum rauð-
liða á þessum slóðum, þeir
voru um 400 talsins og börðust
um iðnaðarsvæðin við hvítliða
og kósakka. Rauðliðar stððu
um tíma höllum fæti en þá
bar að liðsauka undir stjóm
Antonovs Ovseyenkos, hetj-
unnar frá Vetrarhöllinni og það
réð úrslitum.
Vorið 1918 kom Krúsjeff aft-
ur til Rutchenkovo, rétt á imd-
an Þjóðverjum. Þeir lýstu hann
að sjálfsögðu „rauðan" og hann