Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÖV. ÍMT Hluti af skipalestinni rtj-17 áður en á rásirnar hófust, við strendur íslands. ÍSLENZKI HLEKKURINN í VÖRNUM SOVÉT- RÍKJANNA í SÍÐARI HEIMSTYRJÖLDINNI fiin skipalestanna á ytri höfninni í Reykjavík. Myndin er úr kvikmynd Reynis Oddssonar. UNNT er að segja með sanni að tilvera Islands hafi að nokkru bjargað Sovétríkjunum í siðari heimsstyrjöldinni. Rússar voru nær innikróaðir, er Þjóðverjar sögðu þeim strfð á hendur, og hefðu Bretar ekki haft umráðarétt yfir íslandi hefðu hinar svo- kölluðu „Murmanskdyr" lokazt og bandamönnum hefði reynzt erfitt að koma láns- og leiguvopnum sínum til Rússa, sem höfðu gnægð hermanna, en skorti vopn. Hinn 11. marz 1941, veitti Bandaríkjaþing forseta Banda- ríkjanna heimild til þess að láta hveíri þjóð, sem ætti í styrjöld, í té vopn og vistir. Bretar og bandamenn þeirra urðu þessarar aðstoðar aðnjótandi og þegar Rússar bættust í hóp banda- manna eftir árás Hitlers á Rússland 22. júní 1941, hófust vopnasendingar einnig til Rússa. Sendu Bandaríkjamenn og Bretar mikið magn vopna, skriðdreka og flugvélar til Sovét- rikjanna, svo að hinum fjölmenna rússneska her yriíi unnt að mæta hinum volduga óvini. Gífurlegar skipalestir lögðu yfir Atlantsála með vopn og vistir handa Rauða hernum. Allflestar komu þær við á Islandi, en ákvörðunarstaður þeirra var Murmansk, nyrzt á Kolaskagan- um. Skipalestir þessar þurftu að sigla norður með ströndum Noregs, en inni á fjörðum þar lágu brynvarðir drekar þriðja ríkisins viðbúnir að ráðast á lestirnar til þess áð koma í veg fyrir, að Rauði herinn fengi notið sendinganna frá banda- mönnunum í vestri. „Einbúinn í Atlantshafi“ varð því að eins konar máttarstólpa í vörn Sovét-Rússlands. Bretar töldu það skyldu sína að „tryggja samgöngur á sjó“ eins og þeir orðuðu það. Skipalestirnar komu við í Hvalfirði, tóku olíu og vistir og oft og tfðum töldu sjónar- vottar hundruð skipa í Hvalfirði og tígulegt var að sjá skipin þræða út á milli kafbátagirðinganna í mynni fjarðarins. Ovin- urinn birtist jafnan í kafbátum eða þá hann kom fljúgandi og steypti sér yfir hin drekkhlöðnu kaupskip, sem gegndu hinu mikilvæga hlutverki, vernduð víkingaskipum hans hátignar Bretakonungs eða bandaríska sjóhersins. Kafbátar Þjóðverja voru í fyrstu mjög sigursælir í viðureign sinni við skipalestirnar, en me'ð tilkomu asdictækja sneri gæfan allt í einu baki við mönnum Hitlers. Það var því Dönitz flota- foringja mikið umhugsunarefni, er Bretar sökktu fjórum kaf- bátum í sömu viku, eftir langt tímabil, er ekkert hafði orðið þeim að grandi. Með þessum bátum höfðu og þrír dug- mestu kafbátaforingjar Þjóðverja farizt. Braut Dönitz heilann um það, hvort Bretar hefðu fundið upp nýtt tæki gegn kaf- bátum. Um þetta var ekki unnt að fá neina vissu, fyrr en aðrir kafbátaforingjar kæmu til hafnar og unnt væri að yfirheyra þá. Hyggilegasta ráðið var því að flytja kafbátana, er verið höfðu í grennd við ísland, þar sem hinir miklu bátstapar höfðu orðið. Lét hann því kafbátana flytja sig miklum mun vestar, en sem svar við því herbragði lét brezka flotamálaráðuneytið fylgdarskipalestir hafa bækistöðvar á Islandi, og tóku þær við vernd skipaiestanna af verndarskipum frá brezkum bækistöðv- um fyrir sunnan Island. Fylgdu þær síðan skipalestunum að 35° vestlægrar lengdar, en þaðan fylgdu þær aftur skipalestum á austurleið, unz verndarskip frá Bretlandi kom til móts við þær, til að fylgja þeim síðasta spölinn. Rússar höfðu búizt við hinu versta af Þjóðverjum, er þeir réðust á þá. Þeir ætluðu að láta Hitler verða varan við, ef til bardaga kæmi, að Rauði herinn væri nýtízku her, sem stjórnað væri af ungum og dugmiklum hershöfðingjum. Þeir gátu boðið út 12 milljón manna her og áttu í raun og veru óþrjótandi mannafla, en þeir gerðu engu að síður mikla skyssu í upphafi árásarinnar. Þeir höfðu gert ráð fyrir að Þjóðverjar létu til skarar skríða á öðrum stöðum en raun varð á og áður en þeir höfðu lokið hervæðingu sinni viðurkenndu þeir að hafa tapað 4000 flugvélum, 5000 skriðdrekum og 600000 manns. Þessi ógæfa hafði þegar dunið yfir hinn 15. ágúst og sýnir ljóslega hvers konar eyðilegging varð fyrstu vikurnar eftir árás Þjóðverja. Rússar börðust af mikilli hreysti og hetjulund og létu ekki deig- an síga, þrátt fyrir slik töp. Þeir tefldu fram öllum sínum mætti til varnar föðurlandinu. Slík ógnarátök höfðu aldrei fyrr átt sér stað í veraldarsögunni. Engin hernaðarátök sögunnar höfðu og meira mikilvægi um framtíð menningarinnar í heiminum. Það, sem á undan hafði átt sér stað virtist barnaleikur hjá því sem gerðist á landamærum Rússlands og Þriðja ríkisins. Bandaríkin gerðu allt, er þau gátu til hjálpar Rússum og Bretum. Þeir komu sér upp bækistöðvum á Grænlandi og tóku við af Bretum á íslandi. 1 september 1941 tilkynnti Roosevelt forseti, að Bandaríkin myndu vernda siglingar á skipaleiðum, sem taldar væru mikilvægar fyrir vernd Bandaríkjanna og að bandarisk herskip skyldu ráðast gegn hverju óvinveittu víkingaskipi. Bretar einir sendu Rússum vopn, sem námu milljónum tonna að þyngd. Alexander flotamálaráðherra Breta sag'öi í október 1942: „Okkur er naúðugur einn kostur að senda hergögn til Rússa og það gerum við þótt mér finnist oft við ekki fá neitt þakk- læti fyrir. Við höfum þegar sent hundruð skipa til Rússlands og farmur þeirra skiptir hundruð milljónum tonna.“ Hinn sama dag sagði Mr. Dalton forseti verzlunarráðs Breta: „Á síðastliðnu ári sendum við Rússum 500.000 lök og rúmlega 400.000 alklæðnaði og á næstunni munu þessar sendingar aukast til mikilla muna.“ En almenningur í Bretlandi var ekki allur ánæg’ður og sér- lega ekki með þau svör, sem Jósep Stalín gaf bandarískum blaðamanni, er átti við hann viðtal. Þar sagði Stalín: „Borið saman við þá hjálp, sem við veitum Bretum með því að safna að okkur herjum Þjóðverjafasistanna, er þeirra hjálp við okkur lítils megnug. Til þess a& auka og bæta þessa hjálp væntum við aðeins, að bandamenn standi vi'ð skuldbindingar sínar fyllilega óg á réttum tíma.“ Híns vegar sagði Stalín í skeyti til Lord Beaverbrook: „Leyfist mér að færa þakklæti fyrir sendingar á flugvélum og skriðdrekum. Hinar brezku flugvélar eru margar hverjar þegar komnar í fremstu víglínu. Samkvæmt skýrslum foringja okkar um skriðdrekana eru þeir fullnægjandi. Hurricane-flug- vélarnar reynast mjög vel. Við viljum fá eins margar slíkar og unnt er, svo og skriðdreka. . .“ Oft og tíðum urðu skipalestirnar hart úti og ferðirnar til Murmansk eða Archangelsk voru sannkallaðar glæfraferðir. Ferðin frá íslandi, framhjá Jan Mayen og Svalbarða tók 10 til 12 daga. Hins vegar ur’ðu skip oft að bíða vikum ef ekki mánuðum saman eftir herskipavernd í Reykjavík. Einnig var um bið að ræða í Murmansk, er halda átti til baka. Bretar hófu að sigla til Murmansk í ágúst 1941 og ávallt var litið svo á að ferðir þessar væru farnar í ábyrgð konunglega brezka sjóhersins. Sjóher Bandaríkjanna tók einnig þátt í að verja skipalestirnar, þar á meðal á meðan erfiðasta tímabil í sögu herflutninganna stóð yfir frá apríl og fram í júlí 1942. Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.