Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NOV. 1937 í JANÚARMÁNUÐI 1917, mcð- an þjóðir Vestur- og Mið-Evrópu bjuggust með erfiðismunum undir enn eitt hörm-ungarár styrjaldarinnar, voru Rússar um það bil að skerast úr leik, þótt enginn vissi um það. Þeir voru um það bil að rísa gegn keisara sínum, hinum helga föð- ur sínutn á jörðu, og sópa honum t>urt með byltingu, sem átti eftir að valda straumhvörfum í heim- „ inum. Allt frá árinu 1918 og áfram einblíndu hinir kúguðu, hinir arðrændu og hinir eignalausu og margir leiðtogar þeirra á Rúissland, sem þeir litu á sem aðalstöðvar alheimsbyltingar. Og þetta leiddi smám saman til nýrrar skiptingar heknsins, sem hingað tM hafði aðallega stjórn- azt af stórveldum Evrópu. Þessi sik'ipting náði hámarki á einfald- an en ógnvekjandi hátt, eftir síðari heimsstyrjöldina, þegar stórveldin voru aðeins orðin tvö, Bandaríkin og Sovétríkin. Heimurinn hefði átt að búast við þessu. Öldum saman hafði rússneska keisaradæmið haft allra ríkja verst orð á sér fyrir miskunnarleysi og grimmd harð- > stjóranna þar, vanþróun þjóð- félagsins, hinn svívirðilega mis- mun milli dýrðar og altlsnægta hinna fáu annars vegar og ör- birgðar og fáfræði bændamúgs- ins hins vegar, — bændamúgs- ins, sem bókstaflega hafði verið ánauðugur fram til ársiins 1861. í minnsta kosti hálfa öld hafði það verið ljóst hverjum skyn- sömum og athugulum manni, að einveldið hlaut brátt að bresta. I>að gekk kraftaverki næst, hvernig því hafði tekizt að lifa af áföll styrjaldarinnar við Jap- an og uppreisnina 1905, sem fylgdi í kjölfar hennar. En það hafði eikki gert neina siðbót, og nú var varla nokkur stjórnmála- * sinnaður Rússi utan áhrifasvæð- is hirðarinnar, sem ekki tók þátt í ráðaíbruggi til að binda enda á einveldið. Þegar kom fram á veturinn 1916, eftir ótrúlegt mannfall á vígvöllunum í Póllandi, eftir hræðilegar þjáningar, sem að miklu leyti voru að kenna axar- sköftum, óhæfni og spillingu keisarans, ríkás.stjórnarinnar og yfirherstjórna-rinnar, missti ^ rússneska þjóðin síðustu leifarn- ar af þolinmæði. Hún reis upp í örvæntingu og reiði. En jafnvel þegar sannleikurinn sýndi að síðusfu sitt hræðilega andlit, var hann aftur í skyndi sveipaður tilfinningablæju. Keisarinn var farinn, — lengi lifi Rússland! í Ameríku var mikill fögnuð- ur. Robert E. Lansing, fyrir- rennari John Foster Dulles í embætti utanríkisráðherra, var sigri hrósandi. „Byltingin í Rúss- iandi“, lýsti hann yfir við ráðu- neyti Wilsons, forseta, „hafði eytt einustu mótbárunni gegn því, að stríðið í Evrópu væri styrjöld rruilli lýðræðis og ein- ræðis“. Amerílka gæti nú með hreinni samvizku barizt við hlið Séra Gapon hins nýja Rússlands .... í boð- skap sínum í Fulltrúadeildinni 2. apríl, þar sem hann mælir fyrir þátttöku Bandaríkjanna í stríðinu, komst Wilson sjálfur svo að orði: „Þýkir ekki hverjum Amer- íkumanni sem von okkar um framtíðarfrið heimsins hafi feng- ið staðfestingu með þeim dásam- legu atburðum, sem hafa verið að ske í Rússlandi undanfarnar vifcur?" Og hann hélt áfram með því að skýra frá því, hve Rússland hefði alltaf verið lýðxæðissinnað í eðli sínu, sem aðeins hefði ver- ið bælt niður af utanaðkomandi harðstjórn, er nú hefði loks verið aflétt, svo að „hin mikla, góð- hjartaða rússneska þjóð hefur bætzt rneð öllum hinum barns- lega tíguleika sínum í lið þeirra, sem berjast fyrir frelsi í heim- inum, fyrir réttlæti og friði“. iHvað fór úr'hendis? Rússneska byltingin auðvitað. En hún fór úrhendis vegna þess, að hún var gerð af verkamönn- um og bændum, sumum í ein- kennisbúningum og öðrum ekki, en hegðun þessara manna var mótuð af margra alda grimmi- legri harðstjórn, sem ráðgjafar Wilsons, forseta, gátu ekki skil- ið, og einnig vegna ráðleysis hægfara stjórnmálaleiðtoga, þeg- ar til aðgerða fcom, því að þeir höfðu aldrei áður haft ráðrúm til athafna, heildur höfðu vanizt því undix harðstjórn og ritskoð- un að leggja hugsun, skriftiir og ræðuhöld til jafns við fram- kvæmdir. Til var betri spámaður en Wiison forseti, þótt sá væri ekki óvilhallur. Hinn frægi rithöfund ur Joseph Conrad, Pólverji, sem misst hafði móður sína í Vologda, þar sem hún dvaldist í útlegð frá Rússlandi, lagði áherzluna á aðrar hliðar máls- ins. Tólf árum fyrir byltinguna, sagði hann í stórkostlegri rit- gerð, sem hann nefndi „Einveldi og stríð“: „Allar athafnir Rússa ein- kennast fyrst og fremst af von- lausú og menningarsnauðu hug- arfari, og yfirvofandi breyting- ar í innanríkismálum þar, hve ógnvekjandi sem þær kunna að verða í framkvæmd sinni, verða ekki björgulegri en krampafiog í risastórum skrokki. Þjóðarsál- in, sem núverandi andlegur leið- togi hefur samvizkusamlega haldið sljórri með harðstjórn og hjátrú, mun komast að því, þeg- ar hún vaknar, að hún á ekkert tungumál, eins og tröllaukið full orðið barn, sem þarf í fyrsta sinn að læra leiðir lifandi hugs- unar og tjá þær. Óhætt mun að segja, að harðstjórn í þúsund mismunandi myndum muni loða við baráttu þjóðarinnar í langan tíma, áður en blindum mann- fjöldanum takist loks að troða þá plágu til bana undir milljón- um af nöktum fótum sínum“. Hin undurfagra Soffiukirkja í Kiev er Skreytt lágmyndum frá elleftu öld, sem nýlega hafa verið endurnýjaðar af ýfirvöld- unum þar. Þær bera vitni miklu frjálslyndi og tala tungu Vestur- landa. Þá var það sameiginlegt tungumál, því að Rússar voru Vesturlandabúar. Tengiliðurinn við Vesturlönd voru norrænu víkingarnir, sem sigldu í Austurveg, komu fyrstu konungsættinni til valda í Kiev og kristnuðu innfædda. En strax á tólftu öld óx skógarlönd- unum ■ fyrir austan fiskur um hrygg og Rússland tók að snúa baki við Vesiturálfu. Brátt var landið algerlega samgöngulaust til vesturs. Árið 1223 var fyrsta innrás Mongóla gerð, og í 256 ár voru Slavarnir í Rússlandi einangraðir, og „renaissansinn", sem breytti öllu í Vestur-Evrópu, fór alveg fram hjá þeim. Þegar þjóðin skaut aftur upp kollinum, hafði hún fjarlægzt nágranna sína, og ágreiningur grísk- og róirwersk- kaþólsku kirkjunnar jók enn á mismuninn í siðum og hugar- farL Það var á heldur óglæsilegan hátt, að þeir bundust þeim sam- tökum, sem þurfti til að hrinda loks af sér oki Mongólanna. Furstarnir í Moskvu, sem áður máttu sín lítils, höfðu reynzt svo miklu auðmýkri og dyggari þjónar Mongólahöfðdngjanna en nokkur af keppinautum þeirra, að þeir fengu að lokum nokkurs konar einkaleyfi á 'kúgun og skattheimtu af Rússum í umlboði innrásarþjóðarinnar. Þegar þeir fengu með Ivani III. árið 1480 nægilegan styrk til að snúast gegn yfirboðurum sín- um, tók Moskvustjórn með mongóiskum blæbrigðum, þraut- reynd í listinni að skattleggja og kúga bœndur, gegnsósa af svikurn og vélabrögðum, við af hinni austurlenzku harðstjórn. Á sama hátit og fyrstu einvald- arnir í Moskvu tóku mongólsku „khanana“ sér til fyrirmyndar, lærðu byltingarleiðtogarnir fimm öldum síðar stjórnarhætti sína af lögreglustjórn keisar- anna. Ivan m. var fyrsti furstinn, sem tók upp nafnið Caesar, eða Zar (keisari). Hann byrjaði að leggja grundvölilinn að rússnesku ríki, sem léti að vilja keisarans í einu og öllu, og stjórnaði með aðstoð kirkju, sem vax orðin að- sikilin frá kirkju Vesturlanda. Ríkið var stofnað í nokkurs konar tómarúmi. Rússar byggðu ógreinilega afmarkaðan hluta af víðfeðmri sléttu, þar sem á skiptust skógar og steppur. Þeir höfðu enga umgerð frá nátfcúr- unnar hendi, sem orðið gæt.i að landamær.um, og engan aðgang að sjó. Veðurfarið var harðgert, samgöngur erfiðar og fjarlægðir geysilegar. Að norðan og vestan voru þeix umkringdir voldugum og háþróuðum ríkjum, en í austri og suðri voru leífar af herjurn Mongóla, sem ekki voru enn búnir að missa allar vígtenn urnar. Undir þessum kringum- stæðum varð einræðið að vera alveg fortakslaust, ef það átti á annað borð að þrífast. Það var ívan grimmi, sem á sextándu öld braut á bak aftur vald aðalsins, og eftir það var öil skipan mála í Rússiandi ger- samlega komin undir duttlung- um keisarans. ívan kyrkti son sinn í æðiskasti. Um langa hríð á eftir bar það sjaldan við, að keisaratignin gengi beint í erfð- ir og ekki berðust margir um völd í hvert skipti, sem kórónan skipti um höfuð. Og auðvitað var það svo, eins og ævinlega, að bændurnir, dreifðir um risastóra sléttuna, hj átrúarfullir, ólæsix, drykk- fetUdi/r, fátælkir, oftast soltnir og alltaf kúgaðir af landeigend- um, embættismönnum og lög- regluliði, litu á keisarann sem einu hugsanlegu bjargvætti sína, keisarinn eða Guð. Þetta var hin kaldhæðnislega rússneska þversögn. Bændauppreisnirnar, sem blossuðu upp hvað eftir annað á þessum niðurlægingar- öldum, voru næstum alltaf gerð- ar, ekki í nafni frelsis, heldur í nafni einhvers manns, sem kvaðst eiga tilkall til krúnunnar. Þetta voru oftast ævintýramenn, sem þóttust vera hinn eini rétt- borni keisari, er nefði í æsku verið bjargað á síðustu stundu frá því að vera myrtur af föður sínum, móður, eiginkonu, frænda eða frænku. Á öndverðri sautjándu öld brauzt Pétur mikli til valda, án þess að eiga með réttu nokkurt tilkail til krúnunnar. Hann færði Rússland í tölu Evrópu- ríkja með byltingu efstu stétt- arinnar. Hann setti aðalinn aftur til nokkurra valda en batt hann keisaranum með trúnaðareiði og herskyldu. Svo lengi sem aðall- inn gegndi herþjónustu og sýndi krúnunni fulila undirgefni, var einhver tilgangur með því s/kipulagi, sem fjöbraði bændalýð inn við fæðingarstaðinn og hús- bændur sína. En um miðja átjándu öld leysti Pétur III., hinn vesæli og óhamingjusami eiginmaður Katrínar miklu, aðal inn frá öllum þjónustuskyldum við keisarann, án þess að af- nema átthagafjötra bænda, sem við þeasa breytingu urðu enn þungbærari. IsltSll Kort Stalíns „ Z*- - ' /Á spjaldskrá leynilögreglu keisarans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.