Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 1967 15 f TTLEFNI af vörusýningu, sem fimm socialisk lönd í Mið- og Austur-Evrópu efndu til hér í Reykjavík fyrr á þessu ári, benti ég á hina miklu þýðingu, sem við skipti okkar við Sovétríkin hefðu haft fyrir efnahagslega afkomu ís lands undanfarna tvo áratugi. Jafnframt benti ég á hinn mikil- væga þátt, sem íslenzk stjórnar- völd hefðu beinlínis átt í því að koma þessum viðskiptum á. Með margvíslegum ráðstöfunum var af þeirra hálfu unnið að því að hyggja upp og treysta viðskiptin við Sovétríkin. Var þetta þó á fyrsta áratugnum eftir heims- styrjöldina síðari, erfitt viðfangs- efni. Efnahagslíf Sovétríkjanna, ieins og flestra annarra landa, sem þolað höfðu hörmungar styrj- aldarinnar, var um þetta leyti mjög úr skorðum gengið. Það var því alveg ijóst, að ef ísland hyggðiét taka upp viðskipti við þetta fjölmenna og víðáttumikla ríki, þurfti mikið og samstillt á- tak. Einkum voru það tvö höfuð- atriði, sem máli skiptu, ef takast ætti að tryggja farsæl viðskipta- tengsl til frambúðar: Annarsvegar markviss vinna að þessu marki af hálfu íslenzkra aðila. Hinsveg- ar varð einnig að viðurkenna þá sérstöðu, sem leiddi af óvenju- legu efnahagsástandi samfara ólík um efnahagskerfum viðskiptaað- ila. Framlag íslenzkra stjórnar- valda til lausnar fyrra atriðinu var í fyrstu í því fólgið, að taka upp bein stj órnmálaleg tengsl við Sovétríkin með skipun sérstaks sendiherra í Moskva. Það var gert þegar í byrjun ársins 1944 og var Pétur Benediktsson, áður sendi- herra í London, fyrir valinu. Sam tímis skipuðu Sovétríkin sérstak- an sendiherra í Reykjavík. At- hyglisvert er, að um þetta leyti hafði ísland slík stjórnmálaleg tengsl við aðeins tvö önnur ríki, Bretland og Bandaríkin, auk Norð urlandanna þriggja, og höfðu þó tvö þeirra talsverða sérstöðu vegna styrjaldarástandsins. Reynd ist þessi ráðstöfun heilladrjúg, enda kom fljótt í ljós, að án marg víslegrar fyrirgreiðslu íslenzka sendiráðsins í Moskva, hefði á þeim tíma verið lítt mögulegt að stofna til viðskipta við Sovérík- in. Síðara atriðið var flóknara við- fangs. Viðskipti landa með ólík efnahagskerfi eru enn í dag stöð- ugur dagskrárliður og vandamál á alþjóðaráðstefnum um milli- rikjaviðskipti. í lok styrjaldarinn- ar og fyrsta áratuginn þar á eft- ir, var þetta vandamál sýnu erf- iðara viðfangs. íslenzk stjórnar- völd áttu þá ekki annars úrkosta, ef stofna átti til viðskipta við Sovétríkin, en að hlíta þeim við- skiptaháttum, sem þar voru ríkj- andi og milliríkjaverzlunin mót- aðist af öðru fremur. Tvö atriði voru hér þýðingarmikil: í fyrsta lagi ber að hafa í huga, að utan- ríkisverzlun Sovétríkjanna er og var þá þjóðnýtt og oftast aðeins eitt ríkisfyrirtæki ,sem annast við- skipti með ákveðna vöru eða vöru flokka. Af þessu leiddi, að hag- kvæmt varð að telja og stundum raunar óhjákvæmilegt, að af ís- lands hálfu væri einnig aðeins um einn samnings- og viðskiptaaðila að ræða. Var þetta í fyrstu stund- um leyst með því, að íslenzka samninganefndin, sem samdi um heildarramma viðskiptanna tiltek- ið tímabil, gekk jafnframt frá kaup- og sölusamningum fyrir ákveðnar vörur. Þessir samning- ar um kaup eða sölur, voru oft gerðir í nafni ráðuneytis hér heima, enda þótt þeir væru síð- ar jafnan framseldir einstökum verzlunarfyrirtækjum eða samlög- um. Helzt þetta enn, að því er vissar vörur áhrærir, t.d. olíur og benzín. f öðru lagi ber einnig að hafa í huga, að utanríkisverzlun Sovét- ríkjanna er einn liður í allsherjar- kerfi um áætlunarbúskap, sem mótar nálega alla efnahagsstarf- semi ríkisins. Þetta þýðir, að reynt hefir verið að áætla viðskipti við önnur lönd fram I tímann. Við skipti þessi voru í fyrstu eftir styrjöldina nálega eingöngu á tví- hliða (bilateral) grundvelli, þar sem því með nokkru varð viðkom- ið .ísland hlaut einnig hér að hlíta þessum viðskiptaháttum og er svo enn í dag. íslenzk/sovézki við- skiptasamningurinn er að formi til tvíhliða jafnkeypissamningur, og er hann jafnan endurnýjaður til langs tíma. Það má geta þess hér, að ísland var eitt hið fyrsta vestræna land, sem tillit tók til þessarar sérstöðu Sovétríkjanna og byggði viðskipti sin við þau á samningi til langs tíma. Tví- mælalaust hefir þetta greitt fyrir viðskiptum landanna. Hér að framan hefir verið rak- ið að nokkru ,hvern þátt íslenzk stjórnarvöld, í góðri samvinnu við sovézka aðila, hafa átt í því að byggja upp viðskipti við Sovét- ríkin eftir heimsstyrjöldina síð- ari og hvaða form þeim var snið- ið. Hér á eftir verður hins vegar greint frá, hvernig þessi viðskipti hafa þróazt fram á þenn an dag. , Viðskiptin milli heimsstyrjaldanna Á milli heimsstyrjaldanna átti ísland sáralítil viðskipti við Sovét- ríkin. Öðru hvoru var þó selt þang- að nokkurt magn af saltsíld. Þann- ig nam þessi útflutningur árið 1927 22.500 tn., 1930 30.000 tn., 1936 19.000 tn. Innflutningur frá Sovétríkjunum var einnig mjög bili byggðust ekki á formlegum opinberum viðskipta- og greiðslu- .samningum, heldur var samið um þau beint við aðila, en að sjálf- sögðu fyrir milligöngu ráðuneytis- ins fyrir utanríkisverzlun. Mis- munurinn á verðmæti útflutnings og innflutnings var á þessu tíma- bili greiddur okkur í dollurum eða sterlingspundum. Fyrsti viðskipta- og greiðslusamningurinn. Eins og áður segir átti ísland engin viðskipti við Sovétríkin á árunum 1949—52. Var þó oft leit- að eftir viðskiptum. af hálfu ís- lenzkra aðila á þessu tímabili, en án árangurs. Á árinu 1953 breytt- ist þetta. Þórhallur Ásgeirsson, þá fulltrúi íslands á fundi Efnahags- málanefndar Sameinuðu þjóðanna hann ráð fyrir árlegum vörukvót- um á báða bóga, enda eru kaup- og sölusamningar gerðir ár hvert. Viðskiptin 1953—1959. Fyrstu 7 árin eftir að fyrsti samningurinn við Sovétríkin var gerður, má segja, að útflutningur- iinn þangað hafi verið næsta fá- breyttur, nálega eingöngu fryst fiskflök og saltsíld, en engu að síður mjög mikilvægur, þegar þess er gætt ,að á þessum árum (1953 —59) eru seld til Sovétríkjanna um 170 þús. tonn af frystum fiskflök- um og rúmlega 800 þús. tunnur af saltsíld. Innflutningurinn var hins vegar jafnan fjölbreyttari á þess- um árum. Þannig námu kaup okk- ar á brennsluolíum 1476 þús. tonn um, á benzíni 242 þús. tonnum, sementi 301 þús. tonnum, timbri 31 Dr. Oddur Guðjónsson: f Viöskipti Islands og Sovétríkjanna í hálfa Olík efnahagskerfi hindruðu ekki viðskipti lítill og óreglulegur og sum árin áttu engin viðskipti sér stað. Það sem einkum var keypt var timb- ur, kornvara og lítilsháttar af olíu. Viðskiptin 1946—1948. Eftir lok heimsstyr j aldarinnar má greina tvö tímabil í viðskipt- um við Sovétríkin. Fyrra tíma- bilið nær yfir árin 1946—48 og hið síðara frá árinu 1953. Á árun- um milli þessara tímabila voru engin viðskipti milli landanna. Samkvæmt verzlunarskýrslunum voru viðskiptin fyrra tímabilið sem hér segir: Innflutt 1946 Magn Cif-verð tonn 1000 kr. Drykkjarvörur Timbur 7.153 std. 9.035 Kol fyrir Evrópu (ECE) í Genf, ræddi þessi mál við sovézku nefndina þar og leitaði eftir, að viðskipti yrðu tekin upp að nýju. Af þess- um viðræðum varð jákvæður á- rangur og leiddi til þess, að skömmu síðar var send íslenzk samninganefnd til Moskva, og var formaður hennar Pétur Thorsteins- son. Nefnd þessi gekk frá við- skipta- og greiðslusamningi milli íslands og Sovétríkjanna 1. ágúst 1953 og gilti samningur þessi í tvö ár. Að formi til byggði hann að mestu á jafnkeypi, enda var sam- tímis samningsgerðinni gengið frá 1947 1948 Magn Cif-verð Magn Cif-verð tonn 1000 kr. tonn 1000 kr. 114 5.045 std. 8.933 254 std. 536 164 45 Samtals 9.035 Á núverandi gengi 59.721 8.933 695 59.047 4.594 Útflutt Fryst flök Grófsöltuð Meðalalýsi Síldarlýsi Magn Fob.-verð Magn Fob.-verð Magn Fob.-verð tonn 1000 kr. tonn 1000 kr. tonn 1000 kr. 15.000 37.187 7.840 18.969 síld 66.477 tn. 10.757 21.966 tn. 3.915 149 591 1.774 7.508 777 3.294 5.618 9.137 8.511 23.853 1.019 2.848 Samtals 57.672 54.245 6.142 Á núverandi gengi_________381,212__________358.559_________40.599 Rétt er að geta þess hér, að taflan um innflutning gefur ekki rétta mynd af því, hvað raunveru lega var keypt mikið af vörum frá sovézkum aðilum á þessu tímabili. Allmikið vörumagn var samtímis afgreitt frá Póllandi og Austur-Þýzkalandi (væntanlega sem stríðsskaðabætur til Sovét- ríkjanna). Þannig komu á árinu 1946 30 þús. tonn af kolum frá Póllandi. Á árunum 1947 og 1948 voru flutt inn frá Pól- landi og Austur-Þýzkalandi, 60.569 tonn af kolum, 1.500 tonn af salti og 14.792 tonn af sementi. Féll þetta vörumagn allt undir umsamin viðskipti við sovézka aðila og var greitt þeim. Sé þetta haft í huga, kemur í ljós, að fob- verðmæti allrar þeirrar vöru, sem flutt var inn samkvæmt samningn- um við Sovétríkin á þessu tíma- bili, nam kr. 23.5 m., eða kr. 155,3 m. samkvæmt núverandi gengi. Þess skal getið hér, að viðskipt- in við Sovétríkin á þessu tíma- kaup- og sölusamningum á ýms- um íslenzkum og sovézkum vör- um. Af íslenzkum vörum, sem sam ið var um sölu á, má nefna fryst fiskflök (21 þús. tonn), saltsíld (Suðurlands) (10 þús. tonn), frysta síld (3000 tonn). Ennfremur var samtimis samið um sölu á 80 þús. tunnum af saltaðri Norðurlands- síld, en sú sala féll ekki undir hinn almenna viðskipta- og greiðslusamning. Af sovétvörum, sem samið var um kaup á, má nefna olíuvörur (200 þús. tonn), kornvörur (5000 tonn), sement (50 þús. tonn), járn og stál auk fleiri vara. Segja má, að þessi samning- ur hafi verið hinn mikilvægasti fyrir ísland, einkum þegar hafð- ar eru í huga deilur þær, er þá voru uppi um fiskveiðilögsögu okkar og erfiðleika á sölu fiskaf- urða í þvi sambandi. Þessi fyrsti samningur við Sovét rikin hefur síðan verið framlengd ur með ýmsum breytingum, oft- ast til þriggja ára í senn. Gerir þús. standards, kolum 31 þús. tn., bílum 2090 stk. Auk þessa voru keyptar aðrar vörur, svo sem járn og stál og ennfremur ýmsar korn- vörur. Komu sumar þessar vörur ekki beint frá Sovétríkjunum eins og áður segir. Þá má geta þess, að hveiti var um tíma keypt frá Sovét rikjunum, en malað i Hollandi og flutt þaðan til íslands. Viðskiptin 1960—1966. í byrjun ársins 1960 er undir- rituð í Moskva bókun um við- skipti milli landanna fyrir næstu þrjú ár, eða til loka ársins 1962. Dr. Oddur Guðjónsson Er þar gert ráð fyrir meiri fjöl- breytni i íslenzkum útflutningi en áður var. Kemur þetta fram í töflu þeirri, sem hér er birt og sýnir útflutninginn 1960—66. Eins og hér kemur fram hafa verið miklar sveiflur í útflutningi einstakra vara frá ári til árs. Á- stæður fyrir þessu eru ýmsar, afla tregða, ágreiningur um verð o.s. frv. Hins vegar ber einnig að lita á það, að ýmsar þýðingarmiklar vörur hafa bætzt við, og má þar nefna frysta síld, heilfrystan fisk, niðurlagt og niðursoðið fiskmeti og loks ullarvörur (peysur og teppi). Á þessu sama tfmabili hefir einnig verið um mikinn innflutn- ing að ræða, eins og yfirlit það, sem hér fer á eftir sýnir: Útflutningur til Sovétríkjanna 1960—1966. V — Verðmæti: f. o. b. millj kr. M = Magn: 1000 tonn. 1960 1961 1962 1963 1964 1965 1966 M V M V M V M V M V M V M V 1. Fryst fiskflök 27,3 340,7 7,5 116,5 18,0 280,3 20,5 248,6 16.7 288.4 9,9 190.8 11,7 245,7 2. Fryst síld — — 0,7 3,3 5,0 22,4 12,0 63,4 6,3 34,8 6,3 39,0 4,9 30.6 3. Saltsíld 4,9 36,1 8,6 82,1 14,2 131,7 12,0 125,1 7,9 84,1 1,4 14.3 0.7 8,6 4. Heilfrystur fiskur 0,5 7,5 5,1 73,4 5. Niðursuðuvörur — — — 7,4 — 10,0 — 6,8 — 6,7 — 14,0 — 23,9 6. Ullarvörur — 1,2 10,9 — 23,9 — 15,0 — 19,4 — 22,9 35.9 7. Aðrar vörur (ósundurliðaðar) — — — — — — — 0,1 — — — 3,1 — 9,1 Samtals 378,0 220,2 468,3 459,0 433,4 291,6 427,2 í % af heildarútfl. 14,9% 7,2% 12,9% 11,3% 9,1% 5,2% 7,1% Innflutt % af verðmæti (cif kr. 1000) heildarinnflutnings 1960 522.321 13.9% 1961 471.555 14.6% 1962 445.395 11.6% 1963 510.924 10.8% 1964 474.586 8.4% 1965 520.800 8.8% 1966 473.255 6.9% Yfirlit þetta iýnir allmikla lækkun á hlutdeilc 1 Sovétríkjanna í heildarinnflutningi til landsins. Hinsvegar ber á það að líta, að sjálft verðmætið hefir ekki lækk- að umrætt tímabil. Skýringin er mikið aukinn heildarinnflutning- ur. Eins og áður eru stærstu liðir innflutningsins: Gasolía, fuelolía, benzín, timbur, járn og stál og vörur úr þeim málmum, bifreið- ir, kornvörur, en einnig koma til greina margar aðrar vörur, enda þótt í smærri stíl sé. Ef bornar eru saman niðurstöðu tölur hinna tveggja skýrslna hér að framan, kemur i IjóS, að vöru- kaup frá Sovétríkjunum hafa á þessu timabili verið allmiklu meiri en vörusala þangað. Gefur þetta þó ekki fyllilega rétta mynd af niðurstöðum viðskiptanna, þeg- ar þess er gætt, að útflutningur- inn er tilgreindur f.o.b. en inn- flutningurinn c.i.f., auk þess sem duldar greiðslur og tekjur á báða bóga eru ekki tilgreindar. Þetta breytir þó ekki því, að undanfar- in ár hefir myndazt mikil skuld á viðskiptareikningnum við Sovét- ríkin. Náði skuld þessi um sl. ára mót hámarki og nam þá kr. 164 millj. og er þá ekki tekið tillit til óuppgerðra greiðsluskuldbindinga á báða bóga. Ekki hefir komið til þess, að ísland þyrfti að jafna eða lækka skuld þessa með beinum gjaldeyrisyfirfærslum, enda eru ákvæði í greiðslusamningnum; sem tryggja gagnkvæmar yfirdrátt arheimildir. Það hefir og oft kom- ið fyrir áður, að greiðslustaðan hefir sýnt aðra mynd, þ.e.a.s. skuld Sovétríkjanna gagnvart fs- landi. Á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir, að þessi skuld lækki verulega, eða um ca. kr. 130—140 m. í ca. kr. 25.0—35,0 m. Veldur þvi óvenju mikill útflutningur á árinu 1967, eins og nú verður rakið. Viðskiptin 1967. Gildandi samkomulag (proto- col) um viðskipti íslands og Sovétríkjanna var undirritað f Moskva 11. nóvember 1965 og er gildistími þess frá 1. jan. 1966 til 31. désember 1968. Gerir það ráð fyrir vörukvótum á báða bóga, en árlega er gengið frá kaup- og sölu- samningum á grundvelli eða með hliðsjón af þessum vörukvótum, eins og áður hefur tíðkazt. í Viðskiptaráðuneytinu hefir ný lega verið endurskoðuð áætlun um viðskipti á yfirstandandi ári. Kem ur þar m.a. fram, að á árinu hef- ir verið gengið frá sölusamningum um islenzkar útflutningsvörur sem hér segir: Hraðfryst fiskflök 15.865 tonn, heilfrystur fiskur 5000 tonn, fryst síld 5000 tonn, saltsíld 60.000 tunnur, niðursoðið og nið- urlagt fiskmeti fyrir kr. 34.0 m., ullarpeysur og teppi fyrir kr. 46.0 m. og síldarmjöl 6200 tonn. And- virði allra þessara samninga nem- Ur ca. kr. 625.0 m. Rétt er að geta þess hér, að viðskiptasamkomu- lagið frá 1965 gerir ekki ráð fyrir sölu á síldarmjöli til Sovétríkjanna, enda stendur sérstaklega á um síld armjölssölu þá, sem hér um ræð- ir. Er mjöl þetta afgreitt til Finn- lands, en greitt af sovézku fyrir- tæki yfir islenzk/sovézka viðskipta reikninginn. Ekki er gert ráð fyrir, að greiðsl ur komi inn á viðskiptareikning- inn fyrir allan þennan útflutning á árinu, þar eð nokkuð af vörum þeim, sem samið hefir verið um sölu á (saltsíld, síldarmjöl) greið- ist ekki fyrr en á næsta ári. Hinsvegar greiðist inn á viðskipta reikninginn andvirði vara, sem samið var um á árinu 1966 en af- greitt síðar. Samtals er á árinu 1967 gert ráð fyrir greiðslum inn á viðskiptareikninginn, sem nema rúmlega 600.0 m. Kaup á sovézkum vörum á ár- inu 1967 eru einnig veruleg. Áætl- un sú, sem getur um hér að fram- an. greinir m.a. frá, að gengið hefir verið frá kaupum á sovézk- um vörum sem hér segir: Gasolía 260 þús. tonn, fuelolía 121 þús. tonn, benzín 55 þús. tonn, timbur 3300 standards, valsaðar járn- og stálvörur 2.600 tonn, nokk urt magn af stálpípum og vörum úr áli, 342 stk. bilar, allmikið magn af bifreiðavarahlutum, nokk uð af krossvið og þilplötum, ýms ar vélar og tæki, hjólbarðar, rúg- mjöl 1.500 tonn, kartöflumjöl 350 Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.