Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 1967 19 Vladimir Ulianov ÞAÐ var í Sim'birsk, í marz- mánuði árið 1887. Unglingspilt ur kom hlaupandi heim úr skól anum um miðjan dag og hróp- aði á móður sina. Henni brá, er hún sá angistarsvipinn á drengnum og spurði hvað væri að. — Alexander hefur verið handtekinn, sagði hann. Það ‘þyrmdi yfir hana. — Alexander handtekinn, endurtók hún, fyrir hvað? — Fyrir að gera samsæri um að ráða keisarann af dögum. Það var ekki um að villast. Hinn hæggerði, alvarlegi og varkári sonur Ulianov-hjón- anna, elzita barn þeirra, ha.fði verið einn helzti forsprakki stiúdenta, sem lagt höfðu á ráð- in um að myrða keisarann. Hann, sem hafði stefnt að því að verða vísindamaður var far- inn að búa til sprengjur og leggja á ráðin um morð og upp reisnir. — Eg átti ekki um annað að Lenín — 17 ára velja mamma, sagði hann af- sakandi, þegar móðir hans heimsótti hann í fangelsið. Við verðum að berjasit íyrir frelsi Rússlands, þessu getur ekki haldið svona áfram. Hann neitaði að biðja um náðun og til að bjarga nokkr- um félögum sínum játaði hann á sig brot, sem hann hafði aldrei framið. Árla morguns 8. maí var hann hengdur, ásamt fjórum félögum sínum í garði Schlusseliburg-virkisins. Þegar fregndn barst til Sim- birsk hrópaði unglingurinn, Vladimir: „Það sver ég, að þeir skulu fá þetta borgað“. Hann fæddist 22. apríl árið 1870 í Simbrisk við Volgu. M'óðir hans var dáttir velmet- ins læknis, Alexanders Blank, sem farið hafði úr góðri sjúkra hússtöðu í St. Pétursborg til starfa í litlu þorpi í Kazanhér- aði. Hún giftist árið 1863 Ilya Ulianov, skólastjóra í Penza og síðar námsstjóra. Hann var strangur, íhaldssamur í sitjórn- málaskoðunum og mikill trú- maður. En börnin þeirra sex stálpuðust smituðust þau hvert af öðru af því byltingarand- rúmslofti, sem ríkti meðal yngri kynslóða. Vladimir, sem jafnan var kaliaður Volodya, var myndar- legt barn og sýndi snernma hæfileika til einbeitingar og skipulagðra vinnubragða. Líf fjölskyldunnar leið við áihyggjuleysi og sorglaust, unz Alexander var handtekinn. Ári síðar lézt faðirinn og Maria Alexandrovna stóð ein uppi með börnin. Hún vildi koma VLadimir í háisikóla, en vegna starfsemi bróðurins var ekki hlaupið að því. Þá kom til hj'álp ar vinur fjölskiyldunnar, sem skipaður hafði verið fjárhalds- maður Vladimirs, Feodor Ker- ensky, faðir Alexanders Keren skys, hins sama sem Vladi- mir — þá nefndur Lenín — átti eftir að berjast gegn siðar. Kerensky kom drengnum í há- skólann í Kazan, þar sem hann hóf að lesa lög. Eftir nokkra dvöl í Kazan var hann rekinn úr skólanum fyrir að hafa tekið þátt í mót- mælafundi stúdenta og það var loks eftir mikið stímabrak og fyrirhöfn móður hans, að hann fékk að ljúka embættisprófi í lögurn frá háskólanum í St. Pétursborg, utan skóla. Að nárni loknu hóf hann lög- fræðistörf, en hugur hans sner- ist fyrst og fremst um stjórn- mál. Hann . hafði þá þegar kynnt sér rækilega rit Marx og rússneskra byltingarsinna 19. aldarinnar, manna eins og Alexanders Herzens, Mikaels Bakunins, Sergeis Nechaievs, Peters Lavrovs, Peters Thack- evs og kenningar Georgs Phlekanovs, sem þá var helzti forystumaður rússnesikra marx ista. Menn þessir og fylgis- menn þeirra voru mjög ósam- mála um það, hverja stefnu skyldi taka. Allir vildu þeir þjóðfélagsbyltingu, en þeir voru hvorki á eitt sáttir um baráttuaðferðir né hið endan- lega takmark. Á árunum 1891—D3 starfaði Vladimir Ulianov sem lögfræð ingur í Samara, en f'luttist þá til St. Pétursborgar. Árið 1895 veiktist hann hastarlega af lungnabólgu og fór eftir það utan til að leita sér lækninga. Þá komst hann í samband við Phlekanov og Axelrod, feður hins rússneska marxisma, auk erlendra forystumanna sósíal- ista. í París kynntist hann Líka Pau'l Lafargue, sem var giftur dóttur Karls Marx. Þegar Phlekanov og Vladi- mir Ulianov hittust í Genf snemma ársins 1895 var það sem lærimeistari og lærisveinn. Phlekanov var fyrst og fremst húmanisti og heimspekilega sinnaður, ‘en þar sem honum fannst hið ritaða orð ekki hafa reynzt nægilega öflugt, gerðist hann stjórnmála'eiðtogi. í U'li- anov fann hann hmsvegar fyr- ir mann, sem var fyrst og fremst stjórnmálaleiðtogi. Þeg- ar þeir ræddu um bókmenntir og listir hafði Ulianov líitt til miála að leggja. í þeim efn- um hafði hann hvorki kunn- áttu, hugmyndaflug né tilfinn- ingu eða smekk. En um leið og talið barst að stjórnmálum li-fnaði hann allur við og þá gneistaði af orðræðum hans. Haustið 1895 sneri Ulianov heim aftur. Nú kynntisit hann Martov sem átti eftir að verða einn helzti andstæðinga hans. En þennan vetur voru þeir mestu mátar og skipulögðu í sameiningu byltingarstarfsem- ina. Þeir voru að því komnir að gefa út málgagn, er þeir voru handteknir báðir tveir 20. desentber 1895. í fjórtán mánuði sat Ulianov í fangelsi, en hann notaði tím- ann vel. Fangar máttu fá heim sóknir tvisvar í viku og fjöl- skyldur þeirra gátu fært þeim bækur og matvæli. Einnig tókst Ulianov að standa í bréfaskrift um við fiélaga sína utan miúra, því að hann hafði kennt syst- ur sinni að Lesa dulmálslykil, er hann gerði sér og hún bar bréfin á millL Að fangavistinni lokinni var hann sendur í útlegð til Sílbe- Húslð, sem Lenín bjó í á útl egðarárunum í Síberíu. ríu, til þorpsins Sbushenskoe. Þar hafði hann lítið hús til um- ráða og ákveðna fjárupphæð frá stjórninni til að lifa af og þaðan gat hann fylgzt með öllu sem gerðist meðal byltingar- manna. Hann gat stundað bréfaskriftir, póstur kom þang að vikulega, og hann fékk góð- an tíma til skrifta og lesturs. Eftir nokkurn tíma kom til hans vinkona hans Nadezhda Krupskaya. Þau höfðu kynnzt í St. Pétursborg, þar sem hún var kennari í skóla fyrir verkamenn. Hún var sjálf dærnd í útlegð og átti að fara til Ufa, en fékk því breytt,. svo að hún kæmist til Ulian- ovs, sem hún sagði unnusta sinn. Krupskaya var Ulianov al'la ævi hinn fulikomni félagi, aðstoðaði hann á allan hátt og hjónaband þeirra var alla tíð mjög gott. í útlegðinni skrifaði Ulian- ov mikið, m.a. ritið „Markmið rússneskra sósíal-demókrata" sem gefið var út í Sviss undir höfundarnafninu N. Lenín. Það var í fyrsta sinn, sem hann notaði það nafn, það var dreg- ið af ánni Lenu, sem rann um útlegðarhérað hans í Síberíu. Aldamótaárið 1900, í maímán uði, komu þeir aftur saman félagarnir Lenín og Martov, ásamt öðrum marxistum og lögðu síðust'u hönd að undir- búningi þess að fá útgefið er- lendis málgagnið, sem aldrei hafði fengið að sjá dagsins ljós í Rússlandi. Þeir nefndu þa% ,,ISKRA“ sem þýðir neisti og nokkru síðar fór Lenín til Þýzkalands, ásamt öðrum marxista, Petresov að nafni. Þeir tryggðu stuðning Phlekan ovs og komu því svo fyrir, að blaðið var útgefið í Leipzig en ritstjórnin hafði skrifstofu í Miinchen. Síðan var blaðinu srmyglað tiil Rússlands eftir ýmsum leiðum og dreift þar. Vorið 1902 var blaðaútgáfan flutt til Englands og þangað fluttist einnig Lenín. f London kynntist Lenín Trotsky. Þá þegar fór af hon- um mikið orð, bæði innan Rúss lands og utan. Hann hafði ver- ið í útlegð í Sí'beríu og hafði með skrifum sínum þaðan unn- ið sér viðurnefnin „Ungi örn- inn“ og „Penninn". Lenín leizt strax vel á Trotsky en Ph'lek- anov tortryggði hann. Árið 1903 gekk í garð ár, sem boðaði mikil átök og 'breytingar í röðum rússneskra marxfeta. í ritstjórnarskrif- stofu ISKRA tók andrúmsloft- ið að hitna og mengjast deiil- um. Phlekanov var óánægður með skrif Leníns í blaðið. Þau féllu ekki í góðan jarðveg með- al skynsam.ra, menntaðra manna en meðal hins ómennt- aða ver'kalýðs höfðu þau ótví- ræð áhrif. Einföld og skýr víg- orð og kenningar, sem þeir gátu skilið. Jafnframt mögn- uðust deilur milli Leníns og Martovs. Martóv komst smám saman að þeirri nið'urstöðu, að það væri ekki „alræði öreig- anna“, sem Lenín vildi, held- ur „alræði yfir öreigunum“. Og Phlekanov var ekki á því, að alræði öreiganna væri aðal- atriðið; hann taldi, að hinar menntaðri millistéttir skiptu einnig miklu máli og hefðu stóru hlutverki að gegná í kom andi byltingu. I apríl fór Lenín til Genfar. Deilúrnar h'éldu áfram en Len- ín tók að safna að sér mönnum, sem viðurkenndu kenningar hans umyrðalaust og beygðu sig undir stjó'rn hans og aga. Um sumarið, 30. júlí, hófst í Brússel flokksþing rússneskra sósíaldemókrata, þar sem sam- an voru komnir 43 fulltrúar. Til þess að forðast athygli yfir- valda var skipt um fundarstaði frá degi til dags, en það kom fyrir ekki og loks var þingið flutt til London. Á þinginu kouiu fram þriár fylkingar, aðstanden ur ISKRA, sósíalistasamband Gyð inga og hinir svokölluðu Efna- hagsfræðingar, sem lögðu alla áherzlu á efnahagslegar um- bætur fyrir verkamenn. Þess- ar fyl-kingar greindi á í upp- hafi, en þingið hófst þó í vin- sem-d. Lenín gerði sér hinsvegar strax ljóst, að því aðeins gæti hann fengið fra-mgegnt hug- myndum sínum um vel skipu- lagðan flokk þrautþjáilfaðra byltingarmanna, að honum tæk ist að beygja þingið og sam- þykktir þess að vilja sínum. Ha-nn byrjaði á því að leggja fram og fá samþykkta stjórn, þar sem einungis ÍSKRA menn áttu sæti, Phlekanov varð for- maður og hann sjálfur og Krasikov varaformenn. Hins vegar tapaði tillaga Leníns um skýrgreinftigu á reglum um að- ild að flokknum fyrir tiilögum Martovs. Lenín vildi takmarka félaga við þá, sem vildu skrifa u-ndir stefnuskrá flokksins og taka virkan og óskoraðan þátt í stofnunum hans og starfsemi. Martov vildi hinsvegar, að flokkurinn væri opinn öllum sem viðurkenndu stefnuskrána og sýndu flokknum persónu- lega samvinnu undir leiðsögn einhverra af stofnunum hans. Mörgum virtist hér aðeins um smávægilegan orðamun að ræða, en.í honum fólst þó það sem skipti flokknum endanlega í bolsévika og mensjevika. Samkvæmt yfirlýsingu k'omm- únista 1937 fólst villa Martovs og menshevika í því að þeir ætluðu að halda áfram barátt- unni, að keisarastjórninni, faLlinni, „eingöngu innan ramma borgaralegs lýðræðis“. Það hefðu Martov og menn hans ekki viðurkennt árið 1993, en þegar á reyndi sýndu mensje vikar það hvað eftir annað, að þeir kusu heldur að berjast innan ramma lýðræðis en flokkseinræðis. Fyrir utan þennan sigur Martovs, fékk hann ekki rönd við reist á þinginu. Lenín réð þar flestu mað stuðningi Phlekanovs/ Þingið samþykkti meðal annars, að hinir ein- stöku sjálfstæðu flokkar skyldu leystir upp og stofnaður. einn flokkur — og þá gengu Gyð- imgarnir út, vildu ekki una slíku. Einnig fékk Lenín því framgengt að fækka í ritstjórn Iskra og bjóst þá við að geta ráðið þar lögum og lofum. Þegar þinginu lauk voru deil urnar komnar á það stig, að Lenín og Martov töluðust ekki við og fóru hvor til sírns heima, Framhald á bls. 26 Lenín og Krupskaya, kona hans. Myndin tekin í Gorki 1922.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.