Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 29
MORGUNBL.AEHÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 1967 29 varS að flýja, komst við illan leik burt gegnum námagöng, að sagt var og heim til fæð- ingarstaðar síns Kalinovka. Næstu tvö árin vann Krús- jeff áð því að mynda flokks- sellur innan 9. deildar Rauða hersins, en næsta verkefni hans var að koma Dombas verk- smiðjunum og námunum í gang á ný. Það verkefni sagði hann sjálfur seinna, að hefði verið sýnu erfiðara en að tala við hermennina. Nú varð hann að fá verkamenn til að sætta sig við ennþá verri kjör og að- stæður en þeir höfðu nokkru sinni kynnzt í stjómartíð keis- arans. Þaf við bættist matvæla- skorturinn, sem árið 1921—22 varð að algerri hungursneyð. Árið 1922 gafst Krúsjeff tækifæri til að auka nokkuð við menntun sína. Hann var sendur í verkamannadeild tækni skólans í Yuzovka, en hann var einn af átta tækniskólum, sem komið var upp í Ukrainu í skyndi, til að ala upp með skjótum hætti menn, sem ein- hverja kunnáttu hefðu á ýms- um sviðum tækni. Hann vafð jafnframt flokksritari í skól- anum, sem þýddi, að hann skyldi sjá um, að orðum flokks ins þar væri hlýtt. Tveimur árum seinna kvæntist hann síð ari konu sinni, Nínu, sem var kennari í Yuzovka og átti eftir að standa með honum á hverju sem dundi, ala honum þrjú börn og auka alin við upp- fræðslu hans og uppeldi. Undir áhrif Stalíns komst Krúsjeff fyrst að verulegu leyti árið 1925, fyrir tilstilli Kaganovitsj. Á tveimur árum tókst Kaganovitsj að koma mönnum, sem heppilegir voru fyrir Stalín, í helztu embætti, mönnum eins og Krúsjeff, sem þekktu lítið til valdabaráttunn- ar milli helztu Ieiðtoga flokks- ins, voru ómenntaðir og ókunn ugir frelsishugmyndunum frá því fyrir byltinguna, og höfðu aldrei tekið þátt í hinum frjálsu rökræðum, sem þá tíðk- uðust. En upp frá þessu fór vegur Krúsjeffs í flokknum vaxandi. Árið 1928 var hann fluttur til Kiev og nú virðist meginregla hans hafa verið orðin þessi: byltingin og flokk- urinn eru eitt — flokkurinn og Stalín eru eitt. Ári síðar var hann sendur ti] Moskvu, til náms í akademíu þungaiðnaðarins þar og skip- aður ritari flokksdeildarinnar í skólanum, sem stalínistar höfðu þá fyrir skömmu náð úr hönd- um stuðningsmanna BukhEtrins. Fimm árum síðar var hann orðinn ritari flokksdeildarinnar í Moskvuborg og tók þá sæti í miðstjóm flokksins. Þar með var hann orðinn einn af hundr- að áhrifamestu mönnum flokks ins. Næsta ár, 1935, tók hann við af Kaganovitsj sem ritari Moskvusvæðisins alls. Þessi hraðsigling hans á framabraut flokksins var næsta ótrúleg og því fyrst og fremst að þakka, hversu trúr og dyggur hann var Kaganovitsj og Stalín. Ekki fer þó hjá því, að hann hafi vitað, að víða var pottur brotinn í aðgerðum þeirra. Hann vissi, að bændur sultu heilu hungri og voru fluttir nauðungarflutningum milli landshluta. Hann hlaut líka að vita, að menn voru teknir af lífi fyrir Utilvægustu e'ða eng- ar sakir. Sennilegast er, að hann hafi aðeins lokað augun- um fyrir þessu, því að verk- efni hans lágu á öðrum sviðum. Ðaglegt starf hans snerist fyrst og fremst um iðnbyltinguna; hann hafði sjálfur þá trú og veitti henni af fremsta megni til annarra, að iðnvæðingin ein gæti fært .Rússum hamingju og velmegun. Verksmiðjur, traktorar og vélar voru draum- sýnir hans og alls þorra Rússa, sem lítt þekktu annað en bág kjör og hungur. Hann sá vun byggingaframkvæmdir ýmsar, skolpleiðslukerfi Moskvuborg- ar og neðanjarðarbrautina — METRO — sem er enn í dag mikið stolt borgarbúa — Hann vann eins og hestur a'ð þessum verkefnum, oft langt fram á nætur við að útvega efni, sem- ent, múrsteina, leiðslur og svo framvegis. Hann fylgdist með öllu og tók að sér að leysa ágreiningsmál, hverjir sem í hlut áttu. Hann brýndi fyrir mönnum sínum, áð góður bol- sjeviki væri ekki maður, sem gæti þulið í síbylju síðustu víg- orðin, heldur sá er skipulegði starf sitt, léti vélar sínar ganga en ekki liggja eins og hráviði, bilaðar eða ónotaðar undir drasli. Helztu áhyggjuefni hans voru að geta ekki haft persónu- legt samband við nógu marga — og eftir því, sem völd hans jukust og áhrifasvæði hans varð víðara, reyndist honum erfiðara að hafa yfirsýn yfir verkefnin og samræma þau. I janúar 1938 var Krúsjeff fluttur frá Moskvu og skipaður aðalritari flokksdeildarinnar í Ukrainu. Þar höfðu þjóðernis- legar tilhneigingar lengi gert vart við sig og voru Stalín sár þymir í augum. Hann þurfti nú að fá þangað til starfa menn, sem upprætt gætu þessar til- hneigingar, menn, sem gengju myndarlega til verks. Þannig var Krúsjeff beinlínis þröngvað upp á Ukrainumenn. Hann var fyrst sendur þangað í ágúst 1937, ásamt Molotov, sem þá var forsætisráðherra og Jesjov, yfirmanni öryggislög- . reglunnar, til þess áð fá flokks- menn til að velja Krúsjeff með góðu, í stað þáverandi aðal- ritara, Kosiers. Þeir neituðu hvað eftir annað og að lokum var nefnd undir forsæti Kosiers send til Moskvu að ræða málið við Stalín. Þar með var sögu þeirra lokið og við tók Krúsjeff ásamt sex manna framkvæmda nefnd, þar sem áðeins áttu sæti tveir Ukrainumenn. Fyrstu tvö árin í Ukrainu eru eflaust svartasti bletturinn á stjórnmálaferli Krúsjeffs. Hreinsanirnar þar hófust strax í ágúst 1937 og sá Jesjov aðal- Iega um framkvæmd þeirra. En hann hafði fullan stuðning Krúsjeffs, sem vissi fullvel hvað gerðist. Hann lýsti því hvað eftir annað í ræðum, að óhugsandi væri að sýna nokkra miskunn í þessum efnum og á flokksþinginu 1938 sagði hann, að svikarar við flokkinn og stjórnina yrðu teknir af lífi umyrðalaust. Hann reyndist líka mjög svo iðinn við að berja niður ukrainskar þjóð- ernistilhneigingar á þessum árum. Hann lögleiddi rúss- nesku sem fyrsta mál í öllum skólum og lét Ukrainumenn á allan hátt finna, að þeim bæri að semja sig að siðum og hátt- um móðurþjóðarinnar, Rúss- lands. Þannig vann Krúsjeff fylli- lega fyrir viðurnefninu „slátr- arinn í Ukrainu“, og einmitt þess vegna hefur mörgum hætt við að gera minna en efni stóðu til úr jákvæðari hliðum starfs hans, sem var meðhöndlun hans á efnahagslífi Ukrainu. Þáð starf hófst fyrir alvöru síðla árs 1938 og voru þá fram- undan margvísleg og mjög erf- ið vandamál. Þá voru framleidd í Ukrainu 55% af öllu járni í Sovétríkjunum, 35% af öllu stáli, helmingur kolaframleiðsl- unnar var þar og blómlegustu landbúnaðarhéruðin.- Iðnvæð- ingunni var að verulegu leyti stjómað frá Moskvu, svo að það var fyrst og fremst land- búnaðurinn, sem féll í hlut Krúsjeffs. í þessu starfi gekk hann ötullega fram og sá um, að starfsmenn flokksins á þess- um slóðum hikuðu ekki við að ata stígvél sín mold og mykju. Þeir, sem voru of fínir til þess, voru sendir út í hafsauga. Hann þeyttist um landið þvert og endilangt og fylgdist með hverju smáatriði. Hann heim- sótti búin og kannaði, hvernig ástatt var, jafnt i hænsnabú- inu sem fjósi og hlöðum og þegar menn hans hófu að ræða um marxiskar fræðikenningar, sneri hann viðræðunum yfir í tölur og áætlanir um fram- leiðslu. í lok ársins 1939, hafði hann þegar náð mjög vænleg- um árangri, uppskera hafði aukizt mikið og ýmsar að- ferðir, sem hann tók upp í landbúnaðinum voru teknar upp á öðrum stöðum á landinu. Vegna starfs síns í Ukrainu fór ekki hjá því, að Krúsjeff kæmist fljótt í snertingu við styrjöldina eftir innrás Þjóð- verja. Og það var styrjöldin, sem fyrst opnaði augu Krús- jeffs fyrir því, að Stalín væri ekki óskeikull. Krúsjeff gat sér mjög gott orð í styrjöld- inni, sérstaklega við Stalín- grad og þegar þýzki herinn var rekinn frá Ukrainu og hann kom úr stríðinu margfalt reynd ari maður og sjálfstadðari. Eftir styrjöldina var hann bæði forsætisráðherra Ukrainu og aðalritari flokksins þar og hafði umsjón með endurreisn- arstarfinu eftir stríðið. Það var gífurlegt verk, því að ekk- ert landssvæði Sovétríkjanna fór svo illa í styrjöldinni sem Ukraina. Þar við bættist and- úð margra Ukrainumanna á Sovétstjóminni og hinn geysi- legi uppskerubrestur, er varð árið 1946, er þar urðu mestu þurrkar frá því ári'ð 1891, sem olli miklum hörmungum. Ástandið varð um tíma næstum eins slæmt og árið 1922, er gífurlegur fjöldi manna féll fyrir #hungurvofunni. Um þessar mundir fór fyrst að skerast í odda með þeim Krúsjeff og Stalín. I Moskvu sat Stalín og atti þeim saman í valdabaráttu Zhdanov og Malenkov. Hinn síðarnefndi hafði þá umsjón með embætta skipunum í flokkinn og vakti athygli á því, að í flokki Krús- jeffs væri flokksstarfið óhóf- lega samtvinnað efnahagsmál- unum. Á fundunum væru rædd efnahagsmál í stað hugsjóna- fræðilegra og uppeldislegra mála og Krúsjeff notaði hvert tækifæri, sem gæfist til þess að ala menn sína upp í því, hvern- ig auka mætti framleiðsluna á ýmsum svíðúm, í stað þess að halda þeim trúum hugmyndum flokksins. Ennfremur fannst Malenkov hann hafa slakað allt of mikið á við að þurrka út þjóðernistilhneigingar Ukra- inumanna. Bæði vegna þessa og hung- ursneyðarinnar var Kaganovitsj sendur til Ukrainu að fvlgjast með Krúsjeff. Hann tók við flokksstjórninni og kippti mál- unum í lag og í árslok 1947 virðist Krúsjeff hafa verið bú- inn að vinna sér traust á ný. Kaganovitsj hvarf á braut en eftir þetta voru þeir Krúsjeff og Malenkov svarnir andstæð- ingar og keppinautar um völd- in. Árið 1949 var Krúsjeff kall- aður til Moskvu og þar me'ð hófst fyrir alvöru valdabarátt- an milli nánustu samstarfs- manna Stalíns innbyrðis og hin erfiða viðureign og hættulega við hann sjálfan. Ein helzta ástæðan til þess, að Stalín lét Krúsjeff koma tíl Moskvu var sú, að hann vildi spila honum gegn Malenkov, þar eð Zhda- nov var látinn — hann lézt 1948 af eðlilegum orsökum eftir því sem bezt er vitað — og Stalín óttaðist, að þá næði Malenkov of miklum völdum. Hefði hann ekki þurft á Krús- t jeff að halda í þessum tilgangi, hefði hann hiklaust losað sig við hann, því að hann var and- vígur mörgum hugmyndum hans og tíltektum. Honum leizt til dæmis ekkert á afstöðu Krúsjeffs til bænda og landbún aðarins. Krúsjeff barðist fyrir því að bæta kjör bænda engu síður en framleiðsluna — vildi stækka ríkisbúin og safna bændum saman í bæi, þar sem þeir hefðu meiri þægindi og möguleika til náms og skemmt- ana. Stalín vildi hinsvegar hafa eins mikið og hægt var af fram leiðslu bændanna og gera sem minnst fyrir þá. Eftir fráfall Stalíns 1953 hélt valdabarátta Krúsjeffs og Mal- enkovs áfram af fullum kraftí og blés heldur óbyrlega fyrir Krúsjeff framan af. Báðir voru þá á einu máli um að gera þyrfti stórfelldar breytingar og lina á hörkunni. Virtust flestir framámenn flokksins sama sinnis í þeim efnum nema helzt Molotov. Beria tók einnig virkan þátt í valdabaráttunni og hafði sér- lega aðstöðu, þar sem var ör- yggislögreglan, sem hann gat beitt að vild sinni. Þetta sáu hinir og bundust samtökum um að ryðja honum úr vegi hið bráðasta. Að honum afgreidd- um, gátu þeir haldið áfram að bítast um völdin og svo fór að Iokum, að Krúsjeff fékk neytt Malenkov til að láta sér eftir stöðu aðalritara flokksins. Malenkov var ekki ýkja hrædd ur við þetta, því að völd flokksins voru hreint ekki svo mikil á þessum tíma, það var stjórnin sem öllu réð. Stálín hafði hundsað flokkinn svo gersamlega á síðustu stjórnarár um sínum, að hann hélt ekki einu sinni tilskilda fundi, hvorki í miðstjóm né fram- kvæmdanefnd. Malenkov hugði, að svo mundi halda áfram. En þar misreiknaði hann sig. Krúsjeff var ekki fyrr kominn í embætti aðalritara en hann fók að efla völd flokksins. Og ekki leið á löngu. áður en Ma- Ienkov hrökklaðist einnig úr stöðu forsætisráðherra og Bul- ganin tók við henni. Hann var þá alger stuðningsmaður Krús- jeffs og raunar lítið annað en handbendi hans. Það einkenndi Krúsjeff miög á þessu tíma- bili að í stað þess að fara að ötlu með gát í valdabaráttunni, tók hann oft og tíðum áhættur, Framhald á bls. 30 Krúsjeff-hjónin á hátiðasamkomu í tilefni 70 ára afmælis hans. Við likbörur Stalíns, talið frá vinstri: Krúsjeff, Beria, Malenkov, Bulganin, Voroshilov og Kaganovitsj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.