Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 1987 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 1967 17 Vladimir Dudintsev: Ekki af einu saman brauði BÖKIN birtist fyrst í Sovét- ríkjunum sem framhaldssaga í tímaritinu Novy Mir, haustið 1956 og vakti þegar mikla at- hygli. Almenna bókafélagið gaf hana út í desember 1958, í þýðingu Indriða G. Þorsteins- sonar. — Það er hægt að flækja öll mál. En dómarinn verður að sjá lengra en nef hans nær. Hann verður að leggja fingur á slagæð málsins og sía auka- atriðin frá. Dómurinn fellur hvort sem • er ekki í nafni Badjins majórs, heldur nafni ríkisins. Menn verða að bera hag ríkisins fyrir brjósti og kæfa niður alla viðkvæmni. Jæja. Dómsforsetinn stóð upp. — Höfuðsmaður, þú hefur fallega rithönd. Skrifaðu: „Fyrsta nóvember 1949“. Hann gekk um gólf, á meðan hann var að semja dómsorðið. — Ég mun skila sératkvæði, sagði majórinn og kveikti sér í vindlingi. — Mér datt það í hug. For- setinn hætti að ganga um gólf. — Hugsaðu þig vel um áður. Hvorki þú né ég erum vís- indamenn, og við getum ekki skilið til fullnustu mikilvægi þessa máls. En þú ættir að at- huga, að allir lærdómsmenn fylgjast með málsrekstrinum, allt frá vísindamönnum til ráð- herra og aðstoðarráðherra. Eig- um við, þegar þess er krafizt, að öryggislögreglan og dóm- stóllinn afgreiði málið fljótt og vel, að fara að eyða tímanum í að rannsaka brjósthroða hins ákærða í smásjá? — Við eigum að komast til botns í málinu, félagi stórsveit- Évgenij Évtúsjenko: Arftakar Stalíns ÉVGENÍJ Évtúsjenko er flestum sovézkum skáldum af yngri kynslóðinni kunnari, bæði erlendis og í heima- landi sínu og er sagður eiga það eíkki síður að þakka sjálfura sér en skáldskap sínum. Hann er miklu litríkari persónuleiki en skáldbróðir hans Voznesensky, en báðir hafa þeir borið hróður sovézks nútímaskáldskapar víða nm lönd ásamt öðrum og má þar til nefna skáldkonuna Bellu Akhmadúlínu. Ljóð það sem hér fer á eftir, „Arftakar Stalíns“, birtist í „Pravda“ 21. október 1962 og er eitt kunnasta Ijóð Evtúsjenkos að undanskildu „Babi Yar“. George Reavey þýddi það á ensku og hefur Sonja Diego Thors snúið þeirri þýðingu á íslenzku. Þögull var marmarinn, þögult glampaði glerið. Þögulir stóðu hermennirnir á verði útiteknir af golunni. Grannur reykur liðaðist upp af kistunni og andardráttur smaug út um rifurnar meðan þeir báru hann út úr grafhýsinu. Hægt leið kistan áfram, straukst við reidda byssustingina. Hann var líka þögull — líka hann! þögull og ógnvekjandi. Með hörkusvip og kreppta líksmurða hnefana þóttist hann vera dauður en lá á hleri inni í kistunni, vildi festa sér í minni þá sem kistu hans báru: unga herliða frá Ryazan og Kursk, svo að hann gæti síðar, einhvern veginn, öðlazt nægilegt þrek til að brjótast út, til að rísa upp úr gröf sinni, ná til þessara afskiptalausu æskumanna. Einhver launráð var hann áreiðanlega að brugga, hafði aðeins blundað, hvílzt ögn. Og ég ávarpa stjórn okkar, bið að hún tvöfaldi og þrefaldi vörðinn við Hkbörurnar, svo að Stalín rísi ekki aftur upp frá dauðum og með Stalín fortíðin. Ég á hér ekki við fortíðina helgu og glæstu sem kennd er við Turksib og Magnitka og fánann sem reistur var yfir Berlín. Með fortíð á ég hér við það að láta lönd og leið arforingi, sagði majórinn hægt og með áherzlu, þegar hann hafði hlýtt á dómsforsetann. — Hvers vegna er öllum þessum vísindamönnum, ráðherrum og aðstoðarrá'ðherrum svo umhug- að um að maðurinn sé dæmd- ur? Við getum ekki fellt neinn dóm yfir honum fyrr en það liggur ljóst fyrir. Dómari má ekki mynda sér fyrirfram ákveðnar skoðanir á málum. „Hið opinbera fylgist af athygli með málinu.“ Hvað er þetta opinbera? Getur það nefnzt því nafni? Og hvað „þágu ríkisins“ snertir, ja, eigum við ekki fyrst að gera okkur grein fyrir því, hvort raunverulega er um hagsmuni ríkisins að ræða. Opinber starfsmaður er ekki það sama og ríkið, og lær- dómsmenn, hvaða nafni sem þeir nefnast, eru ekki vísindin. Rétturinn verður að leita sann- ana; og það er skylda hans. — Kæri vinur, það er ekki hægt að láta svona alvarlegt mál velta á því einu, að einn maður sé fær um að skilja eitt og annað í sambandi við það. — En láti hann berast með straumnum, án þess að skilja málið til hlítar, þá er hann ekki lengur dómari heldur UR verkfæri. Ég vil ekki deila um þetta vfð yður, félagi stór- sveitarforingi, því að það mundi valdi vinslitum. Okkur greinir á í grundvallaratriðum. Eg vil ekki dæma í blindni, einkum ekki í máli eins og þessu. En þér skuluð halda áfram að semja yðar dóm, meðan ég set mig niður þama hinumegin og skrifa sérálit mitt. Svo skulum við láta skera úr um þennan skoðanamismun okkar á hærri stöðum. Lopatkín hafði auðvitað ekki hugmynd um þennan meining- armun eða sératkvæði majórs- ins. Hann heyrtSi aðeins, að dómsorðið hljóðaði á átta ára fangabúðavist. Er dómurinn hafði verið kveðinn upp, hurfu dómararnir að nýju inn í hliðarherbergið. velferð fólksins, upplognar ásakanir, handtökur saklausra manna. Við sáðum heiðarlega í akra okkar, heiðarlega bræddum við málma, fylktum heiðarlega liði. En hann óttaðist okkur. Hann trúði á takmarkið mikla og sveifst einskis þess er stytti leið að því marki. Hann var framsýnn, slunginn í list stjórnmáladeilna og lét eftir sig fjöld arftaka hér á jörðu. Ég ímynda mér síma inni í kistunni, Stalín að skipa fyrir, segja Enver Hoxha fyrir verkum. Hvert annað liggur símalínan úr kistunni! Nei, Stalín hefur ekki gefizt upp. Hann heldur að hann geti snúið á dauðann. Við bárum hann út úr grafhýsinu. En hvernig eigum við að bera út úr Stalín arftaka hans! Sumir þeirra rækta nú rósir, seztir í helgan stein, en halda með sjálfum sér að valdamissirinn sé aðeins stundarfyrirbæri. Aðrir tala af ræðupöllum og ófrægja jafnvel Stalín en á nóttunni þrá þeir gömlu góðu dagana. Engin furða þótt arftaka Stalíns hrjái hjartaáföll þessa dagana. Þessar gömlu kempur hata þennan tíma tómra fangabúða og salarkynna fullra af fólki að hlusta á skáld. Flokkurinn fyrirmunar mér að vera ánægður með sjálfan mig. „Því ekki að láta kyrrt liggja?“ segja sumir við mig — en ég er ekki í rónni. Meðan arftakar Stalíns eru á ferli hér á jörð finnst mér Stalín sjálfur ennþá bíða færis í grafhýsinu. SOVÉTHOFUNDA Boris Pasternak: Tilraun til sjálfsœvisögu og Ijóð Helgafell gaf þessa bók út árið 1961. Þýðingu gerði Geir Kristjánsson. Úr henni höfum við valið ljóðið: Skilgreining skáldskapar Hann er öskur djúpt og villt, hann er brak og gnýr þegar hrannast. ísar, hann er nóttin sem fvrst breiðir hrím á lauf, hann er einvígi næturgala. Hann er baunir með sætleika höfgum, hann er geimsins tár yfir múrsteinabörum, hann er Mozart og flautan hans glaða, hann er haglél á garðblettinn þinn. Hann er allt það sem nóttin skal finna dýpst á botni tjarnar, hann er sveittir lófar þess hirðis sem stjörnuna rekur til húsa. Brautin lá þangað sem hinn dauði hvíldi, verðir gættu hans, börurnar voru þaktar blómum. En leiðin var lokuð. Beðið fyrirskipana. Þær voru ekki enn komnar, því að sá sem skipað hafði fyrir lá nú lík. Og gríðarstórt torgið, þar sem óteljandi fætur höfðu gengið, var nú of lítið. Það var ekki rúm fyrir allan þann fjölda sem vildi kveðja og glápa. Og með hverri mínútu sem leið, bættust fleiri í hóp- inn. Og þegar loksins var opnað, var það um seinan. Ein- hver sem greip feginsamlega tækifærið til að beita rödd sinni æpti hátt og hvellt: „Við erum búin að vera! Öllu er lokið!“ Og æðisgenginn tro’ðningur hófst. Alexander Solzhenitsyn: Dagur í lífi Ivans Denisovichs ÞESSI bók kom út í Sovétríkj- unum haustið 1962 í tímaritinu Novy Mir. Alexander Tvardov- sky, ritstjóri fylgdi sögunni úr hlaði með formála, þar sem hann sagði m.a. „Efnið, sem Alexander Solzhenitsyn byggir sögu sína á, er óvenjulegt í sov ézkum bókmenntum. Það er bergmál frá þeim sjúklegu þáttum í þróunartímabili okk- ar, sem kennt var við persónu- dýrkun, er Flokkurinn hefur nú vegið og Iéttvægt fundið, hafnað með öllu“. Þýðingu á ís- lenzku gerði Steingrimur Sig- urðsson. Einhverra hluta vegna var Volkovoi hættur að bera keyrið. Þegar kalt var í veðri, var morgunleitin á föngunum framkvæmd mjög lauslega. Ekki á kvöldin hins vegar. Fangarnir losuðu um beltin og hnepptu frá sér frökkunum og sviptu þeim frá sér. Þeir gengu fram í fimmfaldri fylkingu og fimm verðir stóðu og biðu þeirra. Verðirnir döngluðu og þukluðu með höndunum á treyjuvösum og þreifuðu á vasanum á hægra hnénu (þeim eina, sem var leyfður lögum samkvæmt). Og ef þeir fundu eitthvað athugavert, voru þeir tregir til a'ð taka ofan hanzk- ana, en spurðu aðeins letilega: „Hvað er þetta?“ Að hverju var yerið að leita á föngum á morgnana? Hníf kannski? Hnífar voru aldrei bornir út úr fangabúðunum. Þeim var smyglað inn. Á morgnana urðu þeir að ganga úr skugga um, hvort fangi hefði tekið þrjú kíló af brauði með sér í þeim tilgangi að strjúka. Sú var tíðin, að þeir voru svo hræddir út af þessari 200 gramma brauðlús, sem fangarnir tóku með sér til að borða með miðdegismatnum, að þeir fyrirskipuðu hverjum flokki að smíða trékassa, þar sem allir brauðskammtar fang- anna voru látnir í. Hvað þeir unnu við þetta, hafði enginn hugmynd um. Sennilegast var, að þetta væri ein ný aðferð til að pína menn — til áð auka kvíða þeirra og áhyggjur. Þetta varð til þess, að menn urðu að bíta í brauðbitann sinn til að merkja hann sér, ef svo má að orði kveða, og stinga honum svo í kassann. Hins vegar voru þessir bitar eins líkir og tvær baunir, þeir voru alltaf af sama brauðhleifnum. Alla leiðina ásótti þetta hug- ann, og menn voru kvaldir af tilhugsuninni um að skammtur einhvers annars kæmi í stað þeirra eigin. Því var það, áð góðir vinir rifust út af þessu, svo mikið, að stappaði nærri handalögmálum. En dag nokk- urn sluppu þrír fangar á vöru- bíl frá vinnustað og tóku einn brauðkassann með sér. Þá Og dyrnar höfðu ekki fyrr lok- azt á eftir þeim, en stórsveitar- foringinn og majórinn luku upp um það einum munni þrátt fyrir fyrra ósamkomulag, að það væri ekki oft, sem menp tækju dómi um átta ára vist í vinnufangabúðum me'ð slíku Andrei Sinyavsky: jafnaðargeði. Meðan dómurinn var lesinn upp, stóð Lopatkín og starði á vegginn, eins og hann sæi í gegnum hann, út k takmarkalausar víðáttur. Það var eins og hann væri að reikna út, hve mikinn tíma og krafta hann ætti eftir. Vladimir Majakovski: Ský í buxum Réttur er settur ÁRIÐ 1959 kom þessi bók út fyrst á Vesturlöndum undir höfundarnafninu Abram Tertz. Enginn vissi, hver höfundurinn var fyrr en mörgum árum seinna, er þeir Andrei Sinyav- sky og Juri Daniel voru dregnir fyrir lög og dóm, sakaðir um að hafa rægt Sovétrikin undir dulnefni á erlendum vettvangi. Þeir eru nú báðir í fangelsi. Bókin kom út hjá Almenna bókafélaginu árið 1962. Þýð- ingu á íslenzku gerði Jökull Jakobsson. Herrann var látinn. Borgin var sem eyðimörk. Og fólki var innanbrjósts eins og það lægi fram á lappir sér, reyndi að lyfta höfði stöku sinnum og reka upp eymdar- gól. Hundar, sem misst hafa herra sína, ráfa um snuðrandi og reka trýnið út í loftið. Þeir gelta ekki; þeir urra. Þeir leggja niður rófuna, og þá sjaldan þeir reyna að dingla henni er engu líkara en þeir séu að gráta. Þegar þeir sjá mannveru nálgast stökkva þeir á móti og mæna löngunaraugum — er það hann, sem er loksins áð koma? — en þeir hætta sér aldrei of nálægt. Þeir bíða, þeir eru alltaf að bíða, glápandi og saknaðar- fullir: „Komdu og gefðu mér bein! Komdu og sparkaðu í mig! Sláðu mig eins oft og þú vilt (helzt ekki mjög fast)! En komdu! Fyrir alla muni komdu!“ Og ég trúi því að hann komi, réttlátur og sírefsandi. Hann lemur þig, hundur, þar til þú ert viðþolslaus af kvölum. Og SEumt skríður þú til hans með erfiðismunum, mænir á hann og leggur lemstraðan hausinn í kjöltu hans. Þá klappar hann þér og hlær og drynur eitthvað á sinni óskiljanlegu húsbónda- mállýzku. Og þegar hann er sofnaður, stendur þú vör'ð um húsið hans og urrar grimmdar- lega að þeim sem fram hjá fara. Og vælið heyrist úr öllum áttum: „Við skulum lifa í frelsi og njóta lífsins eins og úlfar.“ En ég veit, veit það alltof vel hvað þeir voru gráðugir þessi svikulu kvikindi — loð- hundarnir, fuglahundarnir, smá hundarnir. Og ég vil ekki frelsi. Ég vil húsbónda og herra. Ó, auma hundalíf! Hvernig verður nagandi hungur mitt satt? Hversu margir eru þið, heimilislausu hundar, sem ráf- ið um í veröldinni? Ó, tíkur með skásett augun og mjó trýni! Ó, þið reiðu, einmana, hundar, sem hafið séð og þekk- fð lífið! ★ Hann var þveginn, smurður og settur á fótstall. Þúsundir komu til að horfa á hann og kveðja í hinzta sinn. Mannfjöldinn ruddist úr hlið- argötum í mjóa gangbraut milli húsanna. Þar sat allt fast. fengu yfirvöldin aftur vitglór- una og létu höggva niður alla kassa í varðstofunni. Hver maður beri á sér sitt brauð framvegis, sögðu þeir. t þessari fyrstu leit urðu þeir líka að ganga úr skugga um, að enginn bæri venjulegan borgaralegan klæ’ðnað undir fangabúningum. Hvað um það? Hver fangi hafði verið sviptur sínum borgaralegu fötum inn að skinni við komuna í fanga- búðirnar. Þeim yrði ekki skilað, var þeim sagt, fyrr en þeir hefðu afplánað hegninguna. Enginn í þessum fangabúðum hafði afplánað' refsingu sína. Stundum áttu fangaverðirnir það til, að leita á mönnum áð bréfum, sem óbreyttir borgar- ar kynnu að hafa sent þeim. Ef þeir höfðu í hyggju að leita að bréfum á hverjum einasta manni, slóruðu þeir venjulega við það fram yfir kvöldmat. Volkovoi hafði hins vegar öskrað fyrirskipun um að leita að einhverju. Verðirnir tóku því af sér hanzkana, skipuðu öllum að hneppa frá sér treyj- unum (þar sem þeir vadðveittu eins og fjársjóð litla ylinn úr svefnskálunum). Síðan stikuðu þeir að þeim til þess að þukla á þeim með krumlunum; til þess að komast að því, hvort nokkur þeirra hefði laumað á sig nokkru því, sem var bannað að lögum. Fangi mátti vera í skyrtu og nærskyrtu og engu öðru: Svo skipaði Ulfurinn fyrir. Þetta barst eins og eldur í sinu eftir röðum fanganna. Vinnuflokkarnir, sem hafði ver Framhald á bls. 31 MAJAKOVSKI var eitt af helztu byltingarskáldum Rúss- lands á árunum fyrir og rétt eftir byltinguna 1917. Hann skipaði sér í flokk með svonefndum futuristum og var viðurkenndur meðal forystumanna kommúnistaflokksins. Eftir 1925 þegar bolslievSkar höfðu treyat sig í sessd, fór frelsi í listum hraðminnkandi og þeir, sem ekki létu sér það lynda, eins og Majakovskí, urðu þá ekki lengur vin- sælir. Þessi þróun fékk svo mjög á hann, að hann réð sér bana árið 1930. Eitt merkasta og kunnasta kvæði hans var Ský í buxum, sem Helgafell gaf út árið 1965 í þýðingu Geirs Kristjánssonar. Eftirfarandi kafli er úr því kvæði. Og einhver, flæktur í viðjum skýjanna, teygði hendur í átt að kaffihúsi — og kvenlega næstum, og næstum því blíðlega, og næstum eins og fallbyssuvagn. Haldið þið — að þetta sé sólin að klappa kaffistofutetrinu hlýlega á kinn? Nei, þetta er hann Galliffet1 hershöfðingi aftur kominn til að skjóta niður uppreisnarmenn! Ráparar, hendur úr vösum! — grípið stein, hníf eða sprengju, og sá ykkar sem er handalaus — hann berjist með því að stangast! Fram, hungraðir, sveittir, kúgaðir, morknir af flóakvikum óþrifum! Fram! Litum blóði mánudaga og þriðjudaga og gerum úr þeim helgidaga! 1 Franski hershöfðinginn, sem bældi niður uppreisn Parísar- kommúnunnar 1871. Látum jörðina minnast þess með hníf á barka, hvern hún vildi niðurlægja! Jörðina, hlaupna í spik, eins og gleðikona sem Rothschild hefur notið! Svo flögg megi trosna í stórskotadyn, eins og jafnan á merkisdögum lijá okkur — þá, ljósastaurar, dragið að hún kauphéðnanna blóðugu skrokka. Bölsótaðist bað, beitti hnífi, réðist á einhvern, beit hann. Á himninum, rautt eins og marseillaise-inn, skalf sólarlagið í dauðateygjunum. Vitfirring. Ekkert verður eftir. Nóttin kemur, nartar í þig og étur. Sjáið — er himinninn enn að júdasast með handfylli nauma af svikaflekkuðum stjörnum? Nóttin kom. \ Eins og Mamai,1 ofaná borgina settist svallkát á rassinn. Sú nótt verður ekki með augum rofin, ^ eins svört og Azéf1 2 1 Tartarahöfðingi. Sat ofaná herteknum, rússneskum föng- um, þegar hann hélt svallveizlur sínar. 2 Alræmdur svikari, sem skipulagði bæði mörð rá’ðherra og kom upp um byltingarmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.