Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 1967 31 — Hálfrar aldar fjötrar Rússlnnd ú bormi byltingor Framihald af bls. 10 stafsins er dauðadæmd, jafn-vel þótt bókstafurinn eigi rétt á sér. Sig.ur byltingarinnELr á fyrst og fremst að faera listamianninum fullkomið frelsi. Án frelsis miss- ir listin tilgang sinn og gildi“. Hvað svo? Ramakvein allra sannra kommúnista, og nú var farið að hvísla því, sem áður hafði ekki verið rætt, að André Gide væri hómósexúalisti! En það voru ekki aðeirís sann- færðir kommiúnistískir rithöf- undar, sem boðnir voru til Rúss- lands. Meðal annarra fór þang- að í boði sænsk skáldkona, sem var lýðræðisjafnaðarmaður. Hún fór til Rússlands 1931, en þá mátti heita blómi í heimi rúss- meskra bókmennta á við það, sem síðar varð. Hún sagði með- al annars um ástandið í bók- menntum Rússa: „Rithöfundurinn — hinn ei- lífi rithöfundur — karl eða bona, sem af fyllstu einlægni, eins og dauðinn standi fyrir dyrum, finnur sig knúinn til að gera grein fyrir árangrinum af hinni frjálsu leit sinni — slíkur mað- ur, datt mér í hug, er æði mikil- væg persóna. En hún er ekki til í Rússlandi. Að minnsta kosti verður maður hennar ekki var. Enginn spyr þeirrar spurningar, sem hún ber ávallt upp fyrir meðbræðrum sínum: Hvert stefn ir? Hvar verður rússneska þjóð- in stödd, þegar það er orðið að veruleika, sem stefnt er að með framleiðslukapphlaupinu....?“ SVO SEM allir vita, ríkti ávallt sama stefna í bókmennta- heiminum rússneska, rneðan Stalin sat að völdum. En þegar hann gerði bandalag sitt við Hitler, skipti með honum Pól- landi og Eystrasaltslönd'unum og réðst á Finnland, þótti ýmsum rithöfundum og öðrum mennta- mönnum auðsœtt, að þeir hefðu farið villir vegar. En þá er svo kom að því, að Hitler, „maður- inn, sem hann trúði“, eins og hann orðaði það sjálfur við Harry Hopkins, sveik hann og réðst á Sovétríkin og þau börð- ust síðan til siguTs við hlið Breta og Bandaríkjamanna, féll í fjölmargra augum ljómi á Stalín á nýjan leik. >ó var lítt haft á orði, að ljómi sannrar listar væri yfir styrjaldanbók- menntum Sovétríkjanna, nema helzt hvað marka má af tónin- um í formálanum fyrir Sögu af sönnum manni, en hann skrifaði frægasti rithöfundur íslendinga. Það var svo ekki fyrr en eftir að Tékkóslóvakía var orðin Stalín að bráð, að víman rann af allmörgum rithöfundum og menningarlegum leiðtogum, og mundi ó’hætt að segja, að þá hafi ýmsum hinna nytsömu sak- leysingja loksins skilizt, hvers væri að vænta af Stalin og þeim, sem hann hylltu. S'vo komu Ung- verjalandsmálin og l'oks dauði hins rússneska einvalda og þær afhjúpanir, sem sýndu ljóslega, að ekkert hafði verið ofsagt, nema síður væri hjá þeim, sem — Jósef Stolín Framhald af bls. 23 'hann þá haft í hyggju að losa sig við sína nánustu fylgifiska úr framkvæmdanefnd flokks- ins eða pólitísku nefndinni (politbureau), menn eins og Molotov, sem verið hafði forsætisráðherra á árunum 1931—1941, Krúsjeff, Kagan- ovich, Berfa, Mikoyan og Mekh lis. Sumir þeirna fóru í felur, aðrir urðu um kyrrt í stöðum sínum en styrktu lifvörð sinn. í>eir lifðu í stöðugum ótta og þorðu varla heim til sín á kvöldin. Einn þeirra, Mekhlis, sem tók við af Yan Gamarnik, sem yfirmaður stjórnmáladeild ar Rauða hersins, var skotinn. En svo kom að þvi 4. marz 1953, að Moskvuútvarpið sagði frá því að Jósef Stalín væri veikur. Var hann sagður hafa fengið beilablóðfall og 5. marz lézt hann, 73 ára að aldri. Eðlilega gaus fljótlega upp höfðu séð í gegnum þann raunar gagnsæja og meira og minna rifna hugsijónalega blekkinga- hjúp, sem breiddur hafði verið yfir dýrbítsásjónu þess harð- stjóra, sem setið hafði í þrjá áratugi sem einvaldi á veldis- stóli i Ráðstjómarríkjunum. Síðan kom hin margumrædda hláka í menningarmálum Ráð- sijómarríkjanna. Það var sem sé linað á fjötrunum. Þá vöknuðu hjá ýmsum vonir um, að hið mikla og volduga ríki sæi sér fært að halda áfram á þeirri braut og veita þegnurn sínum smátt og smátt meiri og meiri mannréttindi. En — nei. Brátt kom á döfina hið stórfurðulega Pasternakmál, hneyksli, sem vakti heimsat- hygli, þótt ekki væri nema of- sóknin gegn vinkonu hans. Og svo nú seinast mál þeirra Daní- els og Sinýavskýs! Annað mesta stórveldi heims stendur sem sé ekki svo föstum fótum, að ör- yggi þess þoli að það breyti út af þeirri reglu, sem felst í eink- unnarorðum þessarar greinar, en þau segir Gletkin við Rubaa- shov í Myrkur um miðjan dag! RÁÐSTJÓRNARRÍKIN eru orðin svo voldug, sem ég hef þegar drepið á. Vísindamenn þei’rra standa á flestum sviðum í fremstu röð, sums staðar fremstir allra. Framlefðsla þeirra er feikna mikil, vígbúnaður og varnir stórkostlegar, og kjör fólksins fara batnamdL Ráða- mönnum er nú steypt af stóli, án þess að þeir séu gerðir höfði styttri og fangelsis- og fanga- búðadómar koma yfirleitt í stað líflátsdóma, þar sem eiga í hlut menn, sem hafa gert sig seka um eitthvert það athæfi, sem samkvæmt lögutn ríkisins er tal ið stórvægilegt afbrot. Allt bend ir þetta í átt til þess, að allmik- ið hafi unnizt. En samt sem áður er það og verður óhagganleg staðreynd, að meðan hið mikla og volduga ríki í austri beinlínis lögbindur það öryggis- og réttleysi, að borgarar þess megi ekki tala og skrifa eins og skynsemi þeirra og samvizka býður þeim og ekki mynda opinber samtök til fram- gangs skoðunum sínum, rennur ekki upp í bókmenntum sovét- þjóðanna, þeim sjálfum til bless unar, vegs og virðingar og öll- um hinum menntaða heimi til ánægju og gagns, sá blómatími, &eim samsvari gáfum þessara þjóða og hinum glæsilegu bók- menntum, sem Rússar gáfu menningarþjóðum veraldar á tímum hins hataða keisaraveld- is. Eins er það fullvíst, að úr því, sem nú er komið, sigrar komm- únismi ekki hjá neinni siðmennt aðri þjóð nema með ofbeldi, með an stjórnendur Ráðstjórnarríkj- anna lýsa því yfir með skoðana- kúgun, að þjóðskipulag þeirra og þjóðfélagshættir þoli ekki op- inbera gagnrýni. Mannhelgin er og verður að- alsmerki hvers þjóðfélags, og skoðanafrelsið er hin augljós- asta og öruggasta trygging þess. sá kvittur, að félagar Stalíns hefðu myrt hann með eitri. Við banabeð hans voru Krú- sjeff, Malenkov, Bería og Bulganin. Enginn læknir mátti koma til hans, því að hann ótt aðist, að sér yrði þá styttur aldur. Að þvi er Svetlana sagði, tóku viðstaddir sér nærri dauða Stalíns — nema Bería, eem hafði „hagað sér ósæmi- lega“ eins og hún sagði. Sagt h.efiur verið á öðrum vettvangi, að hann hafi hlegið og hoppað og kallað: „Félagar, vi‘ð erum loksins frjálsir — gamli harð- stjórinn er dauður“. Hann rak umsvifalaust allt starfslið Stal- íns úr stöðum sínum, sumir ivoru skotnir aðrir reknir í út legð. Sumir frömdu sjálfsmorð. Nokkru seinna var Bería leidd ur fyrir rétt, hinir nýju vald- Ihafar fundu hann sekan um margvíslega glæpi og létu taka hann af lífi. En þeirra beið harðvítug vaidabarátta. Framhald af bls. 13 Eitt hið sérstæðasta við skipu- lagningu rússneska iðnaðarins, var stærð margra fyrirtækjanna. Margar af nýju verksmiðjunum höfðu yfir þúsund manns í vinnu undir sama þaki, og það voru ■þessar aðstæður, risastórir hóp- ar verkamanna, venjulega ein- angraðir við hörmulegan aðbún- að í þyrpingum af kofahreysum eða staflað saman í stóra svefn- hjalla, — sem áttu mjög stóran þátt í því að gera verbalýðinn svo sam'huga og samhentan, sem raun bar vitni um 1917, þegar hann réði margfalt m'eiru um gang mála en hlutfallstala verka manna í þjóðfélaginu sagði til um. Og það var ekki sízt stærð verksmiðjanna, sem gerði verka- lýðinn að svo auðveldri bráð fyr- ir harðsnúinn og vel skipulagð- an Bolsévikaflokk Lenins. Afl verkalýðsins, uimfram allt í St. Pétursborg, þar sem hinar risaistóru Putilov-stálverksmiðj- ur stóðu, uppgötvaðist fyrst ár- ið 1905. Hin hörmulega og smán- arlega frammistaða rússneska hersins í stríðinu við Japan olli því að óánægjan k'eyrði um þver baik Frjálslyndir aðalsm'enn, von sviknir iðnrekendur, hægfara lýðveldissinnar og byltingarsinn aðir menntamenn komu allir saman á mótmælaráðstefnu gegn aulahætti stjórnarinnar. En mennirnir, sem ekki létu sitja við orðin tóm, voru verkamenn, og það var sú ógn, sem það vakti að sjá verkfiallsmenn á götunum, er gaf frjálsiyndum stjórnmála- mönnum vald til að fá keisarann til að láta í fyrsta sinn undan kröfum um að þoka málum í lýð- ræðislega átt. í árslok 1'904, eftir fall Arthur- hafnarinnar, lögðu verkamenn í Putilov-smiðjunum niður vinnu, og brátt fóru aðrir að dæmi þeirra. Þá rann upp Blóðsunnu- dagurinn. Hinn 22. janúar 1906, fór stjórnmálasinnaður prestur, séra Gapon, fyrir 150.000 manna kröfugöngu áleiðis til Yetrar- hallarinnar í Pétursborg, þeirra erinda að flytja þangað bæna- skjal, sem var mjög kurteislega stílað til keisarans. Reyndar var hann ekki heima. Kröfugöngu- rnenn báru spjöld með myndum af keisaranum. Þeir sungu þjóð- lög og sálma. Það var skotið á þá aftur og aftur, meðan þeir flúðu eins og fætur toguðu. Um þúsund menn lágu í valnum, en margfalt fleiri höfðu verið særð- ir eða troðnir undir. Eftir þetta gátu málin ekki tekið nema eina stefnu. Fólkið hafði loksins dirfzt að leita opin- skátt til keisarans, og það hafði verið brytjað niður fyrir vikið. Nú var keisarinn feigur. Spurn- ingin var aðeins, hve langt yrði þar til honum yrði steypt af stóli. Það liðu 12 ár. Ringulreið- in árið 1905 var ein hin mesta í sögu landsins. All'sherjarverk- föll voru öðru hverju og bænd- ur fóru ránshendi um eignir yfir stéttarinnar, brenndu og drápu. Eftir að. Japanir sökktu Kyrra- hafsflotanum við Tsushima, gerði Svartahafsflotinn upp- reisn. Áhöfn hins stóra beiti- skips Potemkin tók völdin af for ingja sínum og ógnaði Svarta- hafsströndinni. Þar sem ofan á allt þetta bættust svo horfur á fjárhagslegu hruni ríkisins, þá neyddi Witte greifi, einn af tveimur eða þremur hœfum stjórnmálamönnum í Rússlandi, keisarann til að fallast á að mynda þing, eða Dúma. „Rússland hefur fengið stjórn- arskrá, en einræðið ríkir enn!“ sagði öþekktur en ákafur bylt- ingarsinni, Leon Trotsky, sem hafði verið gerður að varafor- manni byltingarráðs, (sovéts) Pét ursborgar. Hann hafði rétt fyrir sér. Einveldið, sem sýnt hafði þá undraverðu seiglu, að standa óbreytt af sér svo mörg harðindi síðan á tímum ívans grimma, var enn við stjórnvölinn. Leið- togar byltingarráðs Pétursborg- ar voru teknir höndum. Þingið var .leyst upp. í stað þess að bæta kjör hinna lægstu í þjóðfélaginu, var einu sinni enn reynt að bæta ráð hinna efstu. Lenin, sem var í útlegð í Ziirich, átti engan þátt í atburð- unum 1905, né í byltingunni 1917, þegar hún kom. Reyndar hafði Bolsévikaflokkurinn að- eins verið til í tvö ár árið 1'905. Hann var stofnaður á öðru þingi Verkamannaflokks rússneskra sósíald'emókrata, sem kom sam- an í Brússel og síðan London, árið 1903. Það var í London, sem Lenin Skipti flokknum með vilja í fylkingar, Mensévika og Bolsé- vika, Mensévikar höfðu þá stefnu að gera Sósíalista að fjöldahreyfingu og eiga sam- vinnu í' lengstu lög við aðra byltingarsinna, jáfnvel firjáls- lynda, í þeim höfuðtilgangi að sigrast á einræðinu. Lenin vildi hins vegar, að þeir væru lítill, samhentur og þaulskipulagður flokkur atvinnubyltingarmanna, sem héldu sér utan við fjölda- hreyfingar (þótt þeir gætu hag- nýtt sér þær) og miðaði alla starfsemi sina við, að þegar sá dagur rynni upp, gætu þeir ein- ir tekið, völdin og haldið þeim, í ljósi þess ástands, sem ríkti í Rússlandi, var þetta í augum flestra byltingarsinna hégómleg- ur og óalþýðlegur draumur. Enda fór svo, að Lenin eyddi meiri tíma og krafti í það nasstu 14 árin í útlegðinni (hann kom í snögga heimsókn, 1906, og flúði síðan aftur) að grafa und- an öllum öðrum byltingarsinn- um, einkum og sér í lagi Mensé- vikum, en að reyna að steypa keisaranum af stólL Um nokkra hríð leit svo út, sem Witte, með snjallri útfærslu iðnaðarins, Oig hinum málsmiet- andi stjórnmálamannL Stolypin, með framförum í landbúnaðin- um, æ’laði að takast að bjarga elnræðinu undan sjálfu sér. Á ár unum efiir að fyrsta þingið var leyst upp, óx iðnaðurinn geysi- hröðum skrefum og allur vind- ur var úr hinum byltingarsinn- uðu ve. kamönnum. Nú voru næstum engin verkföll. Stolypin setti sér það mark að koma upp traustari landbúnaði með því að fá dugmastu bænd- urna á band stjórnarinnar. Hann lét þá hafa frjálsari starfsskil- yrði og stærra land á kostnað þeirra duglitlu eða drykkfelldu. Honum tókst þetta, en um leið uppskar hann nýjan hóp land- lausra, svellandi bænda, sem þeir kraftmeiri arðrændu. Þetla var önnuir stóirtilraunin til að leysa bændavandamálið með skipulagsbreytingu einni saman, Hún mistókst, eins og samyrkjubúskapur Stalíns átti eftir að mistakast þremur ára- tugum síðar, vegna þess að hún miðaði að þvi að skipta landinu öðru vísi, ekki að bæta landbún- aðartækin, ekki að því að veita fjármunum til akuryrkju. Land- búnaðurinn var loks afhjúpaður, eins og hann er enn þann dag i dag, sem Akkillesarhæll rúss- nesks efnahagslífs, og bóndinn sem óvinur rfkisins. Meðal annars af þessum or- sökum, voru það bændur, þ.e.a.s. óbreyttir liðsmienn í hernum, sem gerðu uppreisn með verka- mönnunum í Pétursborg og Moskvu árið 1917 og sópuðu ekki aðeins burtu gamla þjóð- skipulaginu, heldur einnig þeim hugmyndum, sem verið höfðu leiðarljós frjálslyndra Rússa og hægfara byltingarsinna í bar- áttu þeirra fyrir betri lífskjörum fólksins. — íslenzki hlekkurinn Framhald af bls. 14 Hinn 4. júlí 1942, á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, lét úr Hvalfirði, Reykjavík og frá Seýðisfirði skipalest, er bar nafnið PQ 17. Nokkur skip höfðu látið úr höfn í Hvalfirði nokkru áður. Ákvörðunarstáður hennar var Archangelsk við Hvítahaf. Flutningaskipin komu öll frá Reykjavík og Hvalfirði ásamt nokkrum verndarskipum, en frá Seyðisfirði komu tundurspillar og korvettur, sem áttu að fylgja lestinni, en áttu jafnframt að svipast eftir orustuskipinu Tirpitz, sem lá í norðurhöfum. Skipin, sem komu sunnan að héldu norður fyrir Island, mættu Seyðisfjar'ðarskipunum fyrir austan Island. I skipalest- inni voru 33 flutningaskip, þar af 22 bandarísk auk fjölda verndarskipa. Skipin höfðu ekki siglt langa hríð, er Þjóðverjar tóku að ráðast á þau. Bretar fengu nákvæma staðarákvörðun Tirpitz, og skipin sem komið höfðu frá Seyðisfirði yifirgáfu skipalestina til þess að reyna að finna hann, en Tirpitz var ásamt nokkrum öðrum skipum við Norðurhöfða í Noregi. Varð því lítill stuðningur af þeim skipum fyrir skipalestina. Skipalestin hélt áfram og árásirnar héldu áfram. Skipin löskuðust eða sukku og er þau komust á leiðarenda voru þau aðeins ellefu talsins af 33. Eru þá ekki meðtalin þau verndar- skip, er sökkt var og olíuskip eitt mikið. 1300 manns’ komust af, þar af voru 581 Bandaríkjamaður. Þetta var mesta áfall fyrir skipalestirnar allt stríðið. Þrátt fyrir þessa erfiðleika gegndi Island allmikilvægu hlut- verki í vörn Sovét-Rússlands. Hefðu Bretar ekki haft not af landinu, hefðu Murmansk-dyrnar lokazt og Þjóðverjum hefði án efa gengið betur í viðureigninni við Rússa. Því var það einu sinni að blaðamaður spurði Sir Winston Churchill, hvort hann hefði ekki áhyggjur af svo öflugum stuðningi við kommúnista Sovét-Rússlands. Sir Winston svaraði að vörmu spori: „Alls ekki. Ef Hitler gerði innrás í Helvíti, myndi ég að minnsta kosti tala máli djöfulsins í néðri málstofunni.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.