Morgunblaðið - 07.02.1968, Síða 5

Morgunblaðið - 07.02.1968, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1968 5 ÞESSI SUNNUDAGUR MUN SEINT LÍÐA OKKUR ÚR MINNI SÖGÐU SKIPBROTSMENNIRNIR af Notts County við komuna til Reykjavíkur - Björgunin einstœtt afrek „TÆKIN, sem við höfðum um borð, voru mjög ófull- komin. Til voru fjórar ís- axir og nokkrar járnmel- spírur sem notaðar eru við splæsingu á vírum. Þeir, sem ekki höfðu þessi tæki, reyndu að brjóta ísinn af með berum höndunum. Varðskipið Óðinn hélt okk ur stöðugt í voninni um björgun og skipstjórinn á Notts County hafði fulla stjórn á öllu um borð. Það greip engin ofsahræðsla um sig, þó menn hafi að vonum verið felmtri slegn ir yfir þessum ósköpum“. Þannig lýstu skipbrots- mennirnir á Notts County biðinni um borð í togaran- um á sunnudag fyrir Mbl. í gær. Áður en þeir fóru báðu þeir Mbl. fyrir þessi skila- boð: „Við, áhöfnin á Notts County, látum í ljós inni- legt þakklæti okkar fyrir giftusamlega björgun og góða aðhlynningu. Sérstak lega viljum við þakka á- höfn Óðins, einkum mönn- unum tveimur, sem lögðu sig í hættu til að komast að togaranum, og skáta- hreyfingunni á ísafirði, sem veitti okkur húsa- skjól. Við eigum í raun og veru engin orð til að tjá þakklæti okkar“. Skipsbrotsmennirnir sextán komu til Réykjavíkur í gær og gistu í Hafnarbúðum og Hótel City. Tveir af áhöfn tog arans Notts County, skipstjór- inn og stýrimaður, urðu eftir í sjúkrahúsinu á ísafirði, en eins og áður hefur verið skýrt frá, var einn skipverja látinn, þegar björgunin tókst. Skipsbrotsmennirnir virtust allir vera búnir að ná sér að mestu eftir hrakningana. Þeir voru allir sammála, um, að þetta hefði verið versta veðr- ið, sem þeir hefðu nokkurn tímann lent í á sjó, og þó að þessi reynsla hafi verið erfið og tvísýn, bjuggust flestir þeirra við því, að fara á sjó- inn aftur. Skipsbrotsmennirn- ir áttu að halda utan til Glas gow í morgun. Ég hef verið til sjós í full þrjátíu ár, en aldrei lent í verra veðri, sagði Joyce Aer- bert, loftskeytamaðurinn á Notts County. Ég var í loftskeytaklefan- um, þegar óhappið vildi til. Við vorum búnir að sigla í tólf tíma ratsjárlausir, þegar strandið varð. Onnur ratsjá- in bilaði á sunnudagsmorgun, en hin var biluð fyrir. Ég hélt uppi stöðugu sambandi við ná læg skip og það, sem þau sögðu okkur, var það eina, sem við gátúm reynt að fara eftir. Svo allt í einu sátum við fastir. Rafmagnið fór af og ég skip, sem hafði svo aftur sam band við Óðin og tilkynnti honum, hvernig komið var fyr ir okkur. Við vorum allir ró- legir um borð meðan við bið- um eftir Óðni og ég hafði nærri stöðugt samband við hann. Björgunin var afrek og ég dáist mikið að skipstjóra Óðins og áhöfn hans fyrir þá listasjómennsku, sem þeir sýndu við þessar erfiðu að- stæður. Joyce Aarbert, loftskeytamaður. varð að setja rafhlöðurnar á. Með þeim tókst mér að senda stöðugt út neyðarkall og ég náði sambandi við annað Við komu skipbrotsmannanna sextán til Reykjavíkur. Lengst til boðsmaður brezkra togara hérlendis, og í miðið er Brian Holt, tóku á móti skipsbrotsmönnum. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) hægri er Geir Zöega, ræðismaður Breta, en Bill Mc’Peak, aðstoðarkokkur. — Heyrðir þú til Ross Cleve land? — Já, ég heyrði í honum rétt fyrir miðnætti. Þá sagð- ist hann vera að kantra og eftir það heyrði ég ekki meir til hans. Þetta var um hálf- tíma áður við við strönduð- um. Þetta er í fyrsta skipti, sem ég lendi í nokkru svona lög- uðu og það síðasta líka, vona ég, sagði Joyce Aerbert að lokum. Hugsaði heim og bað þess, að björgunin tækist. Ég var að vísu hræddur, en ég missti eiginlega aldrei vonina um að okkur yrði bjargað, sagði aðstoðarkokkur inn Billy McPeak 19 ára. Ég var að störfum í eldhús- inu, þegar ég fann allt í einu að togarinn tók rykk og svo stöðvuðust vélarnar. Skipstjórinn skipaði öllum að björgunarbátunum. Við fórum strax hver á sinn stað og reyndum að koma þeim út, en það var engin leið að hemja þá í þessu veðri. Við settum á okkur björgunarvestin og reyndum svo að halda á okkur hita eftir beztu getu. Biðin var löng og ömurleg, en Óðinn hafði stöðugt samband við okkur og það hjálpaði mikið. Veðurhamurinn var ægilegur og kuldinn beit illa. Ég hugs aði heim og bað þess, að Óð- inn gæti bjargað okkur í tæka tíð og ég get varla lýst gleði minni, þegar ég sá fram Jack Story, bátsmaður. á að björgunin myndi takast giftusamlega. — Ætlar þú á sjóinn aft- ur? — Ég veit ekki enn. Þetta var allt annað en skemmti- legt atvik og kannski drep- ur það sjómanninn í mér, en það á allt eftir að koma bet- ur í ljós. Nú hugsa ég um það eitt að komast heim og hvíla mig. Áhöfnin á Óðni á allan heiður skilinn fyrir björgun- ina. Jack Stony, bátsmaður á Notts County, er 53 ára og hefur stundað sjóinn frá 14 ára aldri. - Ég er eiginiega búinn að vera til sjós allt mitt líf og síðan eftir stríð hef ég siglt á miðunum umlhverfis ísland, en ég hef aldrei lenit í öðru ei-ns veðri — það var svo hvasst. Ég var nýkominn í brúna, þegar strandið varð. Við höfð um unnið allan sunnudag'inn við að höggva ís og snjó — þvílí'k ókjör, sem settust á skipið. Niður í vélarrúm'i var ýmis keyrt á fullu eða slegið af, en samt mjakaðist togarinn varla áfram. Og svo var kuld- inn óskaplegur. Þessi sunnu- dagur mun seint líða mér úr minni. Strax og togarinn tók niðri ihljóp ég úr brúnni og kallaði á strákana. Hver maður fór á sinn stað og við reynidutm að setja björgunar'bátana út, en réðum ekkert við þá í veðr- inu. Eihn skipverja stökk niðiur í annan björgunarbát- inn, sem hvolifdi skömmu síð- ar, og tók það okkur langa stund og ná manninum um borð í togarann aftur. Hann lézt svo áður en hjálpin barst. Menn voru að vonum felmtri slegnir yfir þessum ósköpum, en allir sýndu karl mennsku og diugnað og skip- stjórinn hafði fulla stjórn á öllu. Óðinn hafði stöðugt sam band við okkur og ákveðni klenzku varðskipsmannanna gerði mikið til að halda okk- ur rólegum og vongóðum. B'jörgunin var mdkið afrek og eiga Óðinsimenn allan heiður skilinn fyrir vasklega framgöngu. Hvað tekur nú við hjá þér? — Nú hugsa ég aðeins um það, að komast heim til fjöl- skyldunnar, en ætli ég fari ekiki á sijóinn aftur. Hann á orðið sterk ítök í mér eftir öll þessi ár og ég býst ekki við, að þetta óhapp setji mig í land fyrir fullt og allt, sagði bátsmaðurin.n á Notts County að skilnaði. Hoínariirði Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði halda sameiginlegt spilakvöld fimmtudaginn 8. febrúar kl, 8:30 í Sjálfstæðishúsinu. Spiluð verð- ur félagsvist og góð kvöldverð- laun veitt. Framreiddar verða kaffiveitingar og er sjálfstæðis- fólk hvatt til að fjölmenna. — Samningsbundinn Framhald af bl's. 2. grundvallarstefnu verkalýðs- hreyfingarinnar og einbeitingu hennar til tafarlausrar baráttu fyrir réttindum og lífsafkomu allra vinnandi manna. Það árétt ar og lýsir fyllsta stuðningi við þá stefnu, sem mörkuð hefur ver ið á 30. þingi A.S.Í. í atvinnu- og kjaramálum og heitir á allra verkalýðshreyfinguna að samein ast maður við mann um þá stefnu og bera hana fram til sig- urs. Þingið hafnar með öllu þeim áróðri að atvinnuleysi og stór- felld lífskjaraskerðing láglauna- fólks verði réttlætt með óhag- stæðum verzlunarkjörum og sveiflum í aflabrögðum, þar sem hvort tveggja er enn hagstæð- ara en oftast áður. Þvert á móti telur þingið að svara beri nokk- urri lækkun þjóðartekna með að nýta betur en áður framleiðslu- getu þjóðarinnar á öllum svið- um, efla grundvallaratvinnuvegi hennar með öflun fullkomnari atvinnutækja og með því að tryggja fullkomið atvinnuöryggi stöðva dýrtíðarbylgjuna, sem er að rísa og auka kaupgetu alls almennings. Þingið telur að næsta skrefið í hinni beinu kjarabaráttu sé að tryggja samningsbundin eða lög festan rétt verkafólks til fullra verðlagsbóta á laun og heitir á öll sambandsfélög sín að vera reiðubúin ásamt öðrum verka- lýðsfélögum til að framfylgja kröfum heildarsamtakanna í þeim efnum 1. marz n.k. með allsherjarverkfalli verði ekki orð ið við kröfum samtakanna í þess um efnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.