Morgunblaðið - 08.02.1974, Side 5

Morgunblaðið - 08.02.1974, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR 1974 Hugþekk barnabók Þóra Marta Stefánsdóttir: LÓA LITLA LANDNEMI 2. útgáfa aukin Leiftur h.f. 1973 Eg var að leggja frá mér þessa hugþekku barnabók. Frú Þóra Marta lýsir þarna iífi og hugar- heimi tveggja kynslóða á undan sinni eigin. Þetta er vissulega önnur veröld en sú, sem við nú lifum og hrærumst í. En mann- eskjan, vonir hennar, þrár og kenndir eru hinar sömu um ár og aldir — eins og beinagrindin, lif- færin og likamsstarfsemin er hin sama. Það virðast svo margir, sérstak- lega meðal hinna yngri í dag, halda, að allt sé að verða nýtt i þessum heimi — af því að fram- takið og stefnan og tæknin sé svo ör nú og áköf — jú ramminn getur að ýmsu verið nýr, en mað- urinn er í öllum aðaltriðum al- veg sá sami — gleðst eins, grætur eins, deyr eins, — ef hann þá fær að fæðast. Ég tel, að Orðskviðir Salomons fari með dypri speki en margur hyggur, þegar þar er kom- izt svo að orði, að ekkert sé nýtt undir sólinni. Þar er fyrst og fremst í huga höfð hin skammæja vera hér, sem heitir „maður“. Það langar margan til að sjá fyrir ein- hverjar órabreytingar með mann- inn — jú, i hinu ytra — en hið innra verður baráttan sama upp aftur og aftur, milli sannleiks og lygi, milli ljóss og myrkurs, undir ljóskeri samvizkunnar. Barnabo'k Þóru Mörtu lýsir undri lífsins með kynslóðum, sem eru farnar — gleði og sorg barna, sem voru löngu á undan börnun- um í dag. — Hún lýsir íslenzkum börnum í sveit hér heima á fyrri öld, með hrikalega lífsbaráttu for- eldra sinna i kringum sig — og svo síðar úti í Kanada, þar sem vitsmunir þeirra og tilfinningar nærðust enn á íslenzkum arfi, þótt kanadisku skógartrén og vötnin umlykju þau á alla vegu. Það er heiðrikja yfir bók Þóru Mörtu, angan jarðar, og ótti og gleði og þakklæti ungra hjartna. Það er lífsnautn tærrar bernsku, sem þarna er lýst þannig, að hver ný bernska hlýtur að skilja, þekkja og hrífast með. Þvi get ég með góðri samvizku mælt með þessari bók Þóru Mörtu Stefáns- dóttur, við hvaða foreldra eða barnavini sem er. Garðar Svavarsson. G FflLDft R E i 121 J Af"* TÍZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS feKARNABÆR LÆKJARGOTU 2 LAUGAVEGI 20A LAUGAVEGI 66

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.