Morgunblaðið - 10.02.1974, Page 15

Morgunblaðið - 10.02.1974, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FÉBRUAR 1974 15 Björn Björnsson (L). ÞAU komu hingað sjö saman til aS kynna sér, hvernig dagblað er unnið, dvöldust hér í eina viku og gáfu forvitninni lausan tauminn. Tveir piltar úr Vogaskóla, fjórir piltar og ein stúlka úr Lauga- lækjarskóla. Þetta var liður f starfsfræðslu þeirra; undirbún- ingur undir þrammið langa um lífsbrautina. Starfskynningin er liður í námi nemenda fjórða bekkjar flestra gagnfræðaskól- anna; í Vogaskóla, þar sem hún hefur verið fastur liður í átta ár, gengur hún undir nafninu „sælu- vika“. (L): Laugalækjarskóli. (V): Vogaskóli. Ljósmyndir: Sv. Þorm. sem þar komu fram. Er þess vænzt, að þessi atriði gefi sæmi- lega mynd af félagslífinu. □ AHUGALEYSI. Nemendurnir töldu ekki rétt að segja, að almennt áhugaleysi fyrir félags- lifi ríkti meðal skólan emenda. Hitt væri réttara, að þessi áhugi væri fyrir hendi, en forystumenn skorti til að virkja áhugann. Búið Þórir Einarsson (V). *iVið gerum þá ekki annað (verra) á meðan>> Nemendurnir velja sér starfs- grein, sem þeir hafa áhuga á að kvnnast; síðan reyna kennararnir að koma þeim að f fyrirtækjum, þar sem þessi störf eru unnin. Ef það ekki tekst, fara nemendur í önnur störf, sem bjóðast. — Eftir vikudvölina á vinnustaðnum skrifa þeir sfðan ritgerðir um það, sem þeir kynntust. Skiptar skoðanir munu um ágæti þessarar starfskynningar meðal skólamanna. En vart hefði Vogasköli haft þetta á dagskrá í Ölafur B. Svavarsson (V). átta ár, ef reynslan hefði verið slæm af því. Þau sjö, sem heim- sóttu Morgunhlaöið, lýstu ánægju sinni yfir vikudvölinni og kváðust fróðari en áður um það, hvernig dagblað va'ri unnið. „Maður hélt bara, að blaðamennirnir settust niður og skrifuðu og þá væri allt komið,“ sagði einn úr hópnum. ,JE)n nú höfum við séð, að þetta er ekki svo einfalt; það þarf að hafa mikið fyrir því að ná í fréttirnar og svo er mikiö starf í þvf að koma þeim á prent og til lesend- anna.“ En vendum kvæðinu í kross. Tveir aðstandendur SLAGStÐ- UNNAR ræddu góða stund við sjömenningana, aðallcga um félagslíf í skólunum, og settu síðan niður á blað helztu atriðin. Birgir Sörensen (L). væri að venja nemendur á að láta stjórna sér og skólastjórar og kennarar yrðu því að leggja sitt af mörkum til að halda uppi félagslífinu. En áhugi virtist Iftill hjá skólastjórum og kennurum. Sumir þeirra teldu, að félagslíf í skólum gæti haft slæm áhrif á nám nemendanna: aðrir teldu sig hafa nóg á sinni könnu og ekki geta á sig bætt aukastörfum við félagslifið. „Þeir liafa engan áhuga á félagslífinu," sagði einn piltanna, „Þeir vilja bara vera að leita á fólki." Annað, sem hefði áhrif áfélags- Sigurþór Gfslason (L). Reynir Magnússon (L). lífið í skólunum. væri m.a. þetta: Sumir nemendur væru í vinnu um kvöld og helgar og gætu því En skóladansleikirnir þyrftu að vera lengri en nú tíðkaðist; það færi enginn að sofa kl. 12 á mið- nætti. Dansleikirnir þvrftu að vera á öðrum stöðum en í skólun- um; skölahúsnæðiö væri svo dautt og leiðinlegt. Slá a'tti saman dansleikjum tveggja skóla til að auka áhuga nemendanna fyrir þeim. Nú væru sköladansleikir oftast lítt spennandi og það þætti jafnvel ekki fínt að fara á skóla- ball; Tónabær eða Þórskaffi væru meira í tízku, enda skemmtilegri staðir. TÖ MSTUNDASTARF /ESKU- LÝÐSRAÐS. „Ef það væri ekki, þá væri ekkert félagslif í skólun- um,“ sagði einn. Þessi klúbba- starfsemi er mjög vinsæl og kom- ast miklu færri að en vilja. MALFUNDIR. „Þeir eru von- lausir", sagði einn. Annar taldi, að það væri vegna þess, að ekki væri næg áherzla lögð á það frá upphafi að þjálfa nemendur í ræðumennsku; þess vegna væru þeir stirðir og þyrðu lítt að tjá sig. OPIÐ HÚS. Sú starfsemi virtist vinsæl, en of lítið af henni. „Kennararnir halda alltaf, að þetta sé alveg misheppnað, ef menn eru ekki allan tím-uin að hamast í tækjum og leikj „n. En við viljum bara fá að hafa stað til að koma saman og kjafta og hlusta á plötur. Svo getur verið ágætt að grípa í leiktæki og slíkt." Og um það voru allir sammála: Nemendur vilja hafa stað til að hittast á, kjafta og slæpast. „Við ! gerum þá ekki annað (verra)á meðan." bréf . ekki verið með. Aðrir ættu heima fjarri skólunum og yrðu því að leggja talsvert á sig til að komast á staðinn; það tæki tíma og kost- aði peninga að vera stöðugt í strætó. Svo væri það, að í þessu félagslífi sæju menn alltaf sömu andlitin, kvnntust aldrei neinum nýjum. Það væri því skemmti- legra að fara eitthvað annað og kynnast nýju fólki. Enn væri það, að þetta kostaði allt peninga, þótt yfirleitt væru það ekki háar upp- „SLAGSIÐAN” MORGUNBLAÐIÐ PÓSTHÓLF 200 REYKJAVÍK hæðir, en fyrir suma hefði það þau áhrif, að þeir gætu ekki verið með eins og ella. Þá mætti einnig nefna það, að eftirlitið væri yfir- leitt alltof mikið í sambandi við félagslífið; stöðug nærvera kenn- aranna er ekkert til að hrópa húrra yfir. NAUÐSYN. Nemendurnir töldu félagslifið hafa mikið gildi og vera mjög nauðsynlegt, jafnvel þótt ekki væri um annað að ræða en einhvers konar skemmtanir eingöngu. „Þetta er afþreying — og við gerum þá ekki annað á meðan,“sagði einn. Stærsta atrið- ið fannst þeim, að í félagslifinu Bergþóra Einarsdóttir (L). gætu þau kynnzt nýju fólki. Lögðu þau mikla áherzlu á, að skólarnir þvrftu nauðsynlega að slá saman dansleikjum sínum. tveir og tveir, því að þá fengju nemendurnir að sjá ný andlit, nýtt fólk. Auk þess yrði þetta ódýrara og meiri möguleikar væru á að leigja skemmtileg húsakynni fyrir dansleikina, t.d. Tónabæ o.fl. staði. DANSLEIKIR. Nemendurnir töldu ýmislegt mega betur fara í sambándi við dansleikina. Hvað snerti ölvun og ólæti á dansleikj- unum eða við skólana, þá væri í mörgum tilvikum um að kenna utanskólafólki, sem ekki væri undir skólaaga og gerði því það, sem því sýndist. Ef þessi hópur yrði útilokaður, myndi bragurinn á skóladansleikjunum batna. — Ein pía á Skaganum spyr: HVAÐ er Rod Stewart gamall? Hvenær á hann afmæli? Er hann kvæntur? Hvert er heimilisfang hans? Hvað er hann búinn að gefa út margar plötur? Hvað heitir sú nýjasta? Spilar hann á eitthvert hljóðfæri? Er hann hommi? (efast um að þú getir svarað þeirri siðustu). Svar: Rod Stewart er nýorðinn 29 ára gamall, fæddur 10. janúar árið 1945 i London, og skjóta má því inn í, að hann gekk í sama gagnfræðaskóla og bræðurnir Ray og Dave Davies í Kinks. Slagsíðan er nokkuð viss um, að hann er ekki kvæntur, en heimilisfangið vitum við hins veg- arekki. Stewart hefur sent frá sér eftirfarandi sólöalbúm: An Old Rain coat Will Never Let You Down, Gasoline Alley, Every Pict- ure Tells A Story, Never Á Dull Moment, og Sing It Again Rod, auk lítilla platna, sem of langt yrði að telja upp, svo og fjölda platna með hljómsveit sinni Faces. Sú nýjasta var síðast þegar Slagsíðan vissi Sing It Ágain. Rod, sem raunar er ekki ný, held- ur safn eldri laga. Jú, Rod Stewart lærði t.d. að leika á banjó hjá brezka þjóðlaga- ’og þangað um Evrópu forðum daga. Einnig hefur hann gripið í gítarinn, og svo er það auðvitað munnharpan. En fyrst og fremst er hann söngvari. Slagsiðan ræðst ótrauð á spurn- ingar eins ogþá síðustu, og leyfir sér að telja afar litíar likur á þvi, að Rod vinur vor sé hommi. Raun- ar er tæpast nema um tvo mögu- leika að velja i þessu máli (eða eru þeir þrir?), og Rod Stewart er vafalítið þvert á móti hitt.. . Skal svo enginn leyfa sér að halda fram'að Slagsiðan nálgist svoddan spurningar eins og kötturinn grautinn. Jón Ingimarsson og Asdís spyrja: Hvað geturðu sagt mér um Gilbert O’Sullivan? Svar: Hið rétta nafn Gilberts O’Sullivan er Raymond O’Sullivan, og hann er fæddur 1. desember árið 1946 og er af irsk- um ættum. Hann fluttist til Eng- lands 12 ára gamall, og kom f fyrstu fram með hljómsveitum, sem höfðu hljóðfæraleik aðeins í hjáverkum. Þær hétu nöfnum eins og The Doodles og The Prefects, og á meðan hann var í listaskólanum i Swindon lék hann i Rick’s Blues með mönnum, sem síðar áttu eftir að vérða nokkuð þekktir. Sneri Gilbert sér svo al- gerlega að skemmti iðnaðinum 19 ára að aldri. Helztu áhrifavaldar i músik hans voru Bob Dylan, Bitl- arnir og Rogers & Hart. f’rægðin náði fyrst til Gilberts fvrir alvöru er Gordon Mills, hinn kraftmikli umboðsmaður Tom Jones og Engelbert Humperdincks tók hann upp á sína arma. Eftir það tók Gilbert stakkaskiptum, — bæði í útliti, og einnig tónlistar- lega, og það að flestra mati til hins verra. Fyrsta platan, sem sló í gegn, var „Nothing Rhymed," og hún og nokkrar fyrstu plötur hans einkenndust af skemmtilegum melódíum og næmlegum textum. Síðan hafa plöturnar verið upp og niður gæðalega séð. meira stilað- ar beint upp á vinsældalistana en áður, enda hafa þær flestar lent þar. Heimilisfangið er algert leyndarmál Vrkisefnið: Chile ALÞJÓÐ ASAMBAND stúdenta gengst um þessar mundir fyrir samkeppni um ljóð, sögu, grein, söng, málverk, höggmynd, teikningu, grafíkverk, og ljós- mynd, sem túlka eiga viðhorf ungra listamanna við and- spyrnuhreyfingu alþýðunnar i Chile gegn herforingjastjórn- inm þar, og er keppni þessi tileinkuð minningu Nóbel- skáldsins Pablo Neruda, sem lézt skömmu eftir fall Allendes. Hvetur Stúdentaráð H. I ungt islenzkt listafólk til að senda verk i samkeppnina ef það hef- ur áhuga á yrkisefninu. Segir i fréttatilkynningu frá Alþjóða- sambandinu, að listræn tjáning geti orðið beitt vopn i höndum samstöðuhreyfinga erlendis fyrir málstað chileönsku þjóð- arinnar. Munu beztu verkin, — hvert úr sinni grein —. sem borast, verða gefin út eða flutt á alþjóðlegri samstöðusam- komu þar sem fram munu koma úmsir frægir listamenn, svo og koma þeim að framfæri með sýningarferðum um heim allan. Höfundar þriggja beztu verka, á fjórum sviðum bókmennt- um, tónlist, myndlist og ljós- myndun — munu fá nokkurra daga kostnaðarlausa dvöl í þeirra borg, sem samstöðusam- koman verður haldin í maí 1974. Þeir, sem hafa áhuga á þessu, sendi framlög sin til: International Union Students, Vocelova 3, Prague 2, CSSR. fyrir20. marz 1974.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.