Morgunblaðið - 10.02.1974, Side 20

Morgunblaðið - 10.02.1974, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRUAR 1974 Sigurður Björnsson óperusöngvari. Sleitulaus samkeppni hvar í hlutverkastiganum sem söngvarinn stendur sannfæríngu, sem kunnugir vissu, að átti rót að rekja til einlægrar trúar hans sjálfs. Með árunum hefur rödd hans stækkað og virðist nú jafnvíg á Mozart og Wagner, megi dæma eftir þeím hlutverkum, sem hann hefur haft í Austurriki og Þýzka- landi að undanförnu, svo sem í Wagneróperunum Rinargulli og ilollendingnum fljúgandi, Þjóf- ótta skjónum og Rakaranum frá Sevilla eftir Rozziní, íTöfraflautu og Titusi Mozarts og sem Cassio i Otheilo Verdis. Hér heima höfum víð aðeins heyrt hann og séð í hlutverki Eisensteins í Leður- blöku Strauss, og þó hún sé 1 sjálfu sér ágætt verk á sina vísu, hefði mátt ætla að leikhús, sem í mesta lagi sýnir einn söngleik á ári, reyndi að hjakka ekki alltaf f fari léttmetis. Skyldu núverandi ráðamenn Þjóðleikhússins aldrei líta um öxl til áranna upp úr 1950 og minnast þess, hvað þá virtist hægt að gera á Islandi — og fá til þess löngun að halda áfram þvi starfi, sem þá var hafið? Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Sigurð Björnsson að máli í síðustu viku. Hann hafði komið til að syngja hlutverk Eisensteins á nokkrum sýningum, en kvefaðist eins og svo oft áður við komuna til íslands og varð að sleppa úr einní sýningu. „Það er að verða föst regla," sagði hann, ,,að ég kvefist um leið og ég lit ísland augum, loftslagsbreytingin er mér alltaf erfið. Og í þetta sinn var ég það slæmur, að ég þorði ekki að hætta á að syngja, ekki sízt vegna þess, að á þriðjudaginn verð ég að syngja hlutverk Cassios í Graz og þar má ekkert út af bregða. Sigurður hefur sungið hlutverk Eisensteins í Leðurblökunni meifa en sextiu sinnum og mér fannst hann hlyti að vera orðinn leiður á hlutverkinu: „Nei, hreint ekki," sv'araði hann, „Eisenstein er ljómandi skemmtilegt hlut- Sem stýrimaðurinn í Hollend- ingnum fljúgandi eftir Wagner, myndin er frá hátfðaleikunum í Bregenz. EFTIR frumsýninguna á Leður- biökunni í Þjóðleikhúsinu um síðustu jól skrifaði einn af gagn- rýnendum dagblaðanna, að hann yrði að játa að hafa í eina tíð efazt um frama Sigurðar Björns- sonar söngvara, — það var f.vrir tuttugu áruin, þegar hann hafði séð Sigurð í hlutverki Indriða í Pilti og stúlku eftir þá frændur Jón og Emil Thoroddsen. Undir þessi orð geta sennilega fleiri tekið, inegi skilja þau svo, að gagnrýnand inn hafi ekki vænzt þess að sjá Sigurð aftur á fjölum leikhússins sem reyndan óperusöngvara og ágætan leikara, þrautþjálfaðan af áralöngu starfi í uinhverfi, þar sem inenn standa í sífellu undir mælistiku menn- ingarhefðar og kunnáttu, en hug- takið höfðatala afsakar ekkert. Sigurður Björnsson þótti ekki sérlega raddmíkill söngvari, þeg- ar hann ungur maður fór utan til framhaldsnáms eftir að hafa lokið einsöngvaraprófi við Tónlistar- skólann í Reykjavík, fyrstur manna og sennilega sá eini, sem það hefur gert. Hann hafði þá hiýja og fallega rödd, en hún var lítt þroskuð og takmarkað mótuð og menn liöfðu stundum við orð, að engínn yrði hann hetjutenór. Það varð hann heldur ekki, sem betur fór, — en rödd hans átti eftir að vaxa og þroskast og fylla króka og kima stærri og fleiri óperuhúsa en Þjóðleikhússins. Þegar Sigurður hélt lokaprófs- hljómleika sína í Austurbæjar- bíói, sýndi hann þegar þá vand- virkni og smekkvísi, sem átti öðru fremur eftir að einkenna nám hans og starf. Með árunum gáfust tækifæri til að fylgjast með því, hve alvarlegum tökum hann tók söngnám sitt. Hann söng hér heima með nokkurra ára millibili og honum fór sffellt fram í tækni og tónþroska. Ljóðasöngur hans varð smám saman persónulegri og i meðferð hans á trúarlegum text- um i flutningi verka Bachs og Hándels mátti kenna innileik og í titilhlutverkinu I óperunni Tit- us eftir Mozart. Frá sýningu f Graz. verk, lifandi og fjörugt og gefur margháttaðaleikmöguleika. Það er ágætt að syngja í óperettum öðru hverju. Ég hef að vísu ekki gert mikið af því, en af þeim má mikið læra, maður verður að vera miklu frjálsari og léttari og lærir að tala á sviðinu í stað þess að syngja færi annarra en stórsöngvara að sameina óperu- og ljóðasöng, þetta er svo gerólikt, ef uppfylla á fyllstu kröfur á báðum sviðum. — Þú sagðir að dvölin i Stutt- gart hefði verið þér sérstaklega lærdómsrík, en svo fórstu þaðan eftir nokkur ár? — Já, til þess lágu sérstakar ástæður. Ég lærði geysimikið þar, fékk tækifæri til að vinna með afburðamönnum, bæði söngv- urum; hljómsveitarstjóruin og leikstjórum, en eftir því sem árin li.ðu sá ég, að ég mundi staðna þar. Eg söng svo til eingöngu tiltölu- lega litil hlutverk, eldri og reynd- ari söngvarar sátu um stóru hlut- verkin, svo að útilokað var að komast þar að. Þess vegna réðst ég til öperunnar í Kassel, sem er minni borg og þar komst ég i fyrsta sæti, lærði störu hlutverkin og fékk reynslu í meðferð fjöl- breyttra viðfangsefna. Þetta var sennilega með því skynsamleg- asta, sem ég hef nokkru sinni gert, hefði ég haldið áfram i Stutt- gart, stæði ég þar e.t.v. enn i sömu sporum. Eftir þjálfun og reynslu í Kassel opnaðist svo leiðin til Graz og Vínar og tækifærum til gesta- söngs fjölgaði. Það getur verið afar gaman að syngja sem gestur öðru hverju eða í stuttan tíma. Stundum get ég sameinað slikt starf sumar- leyfi, til dæmis á hátíðaleikunum í Bregenz, þar sem ég hef sungið i Alfadrottningunni eftir Purcell og Hollendingnum fljúgandi eftir Wagner og mun i sumar syngja í Carmen eftir Bizet. Sýningarnar, sem eru á kvöldin, fara fram úti á stærsta vatnaleiksviði i heimi, úti á Bodensee — og á daginn er hægt að láta sér liða vel í sólinni og vatninu. Því miður ber hátiða- leikana í sumar ujip á sama tima ,og hátíðahöldin í Reykjavík vegna þjóðhátiðarinnar og því gat ég ekki tekið boði um að koma heim og taka þátt í 15—20 mínútna dagskrá með einsöngvarakvart- ettinum, sem átti víst að vera á Austurvelli. Þó hefði ég kosið að koma heim, enda þótt hátfðaleik- arnir í Bregenz séu afar skemmti- iegir. — Þú minntist á afstöðu eldri söngvaranna í Stuttgart. Nú er alkunna, að meðal söngvara er gifurleg samkeppni á þessum slöðum sem annars staðar; hvernig hefur þér liðið að lifa við þessa samkeppni? — Hún er mér ákaflega ógeð- felld, svo ekki sé meira sagt — og óhugsandi að taka þátt í henni Öperuhúsið í Graz. kennara minna, og gat afskaplega vel hugsað mér að læra dálítið meira, koma svo heim, gerast söngkennari, syngja, þegar færi gæfist eins og gengur hér . . . Satt bezt að segja," bætti hann við og hló, „fannst mér ég bara býsna góður, þegar, ég fór utan — en sú blekking var fljót að fara, þvi að um leið og námið í Múnchen hófst, varð mér ljóst, hversu lítið ég kunni. Sú tilfinning hefur heldur aukizt með árunum, eftir að námi lauk og við tók starf — sérstaklega fann ég þetta i Stutt- gart, eftir að ég réðst til óperunn- ar þar. Þá blasti fákunnáttan og reynsluleysið við mér hverja stund. Námsárin höfðu verið grín eitt og gaman, þó að nóg væri að gera, en þarna hófst alvaran, blá- kaldur veruleikinn blasti við mér, og um leið og teningnum v'ar kast- að, var annaðhvort að duga eða drepast. Ur því varð starfið eins og snjóbolti, sem byrjar að velta og hleður utan á sig í leiðinni. Mér gáfust tækifæri, sem mér fannst freistandi að nota, opn- uðust leiðir í ýmsar áttir og fannst fröðlegt og fýsilegt áð þreifa mig áfram eftir þeim, kanna hvað ég gæti og takast á við erfiðleikana, jafnskjótt og þeir kæmu í ljós. Því meira, sem ég lærði, þeim mun ljósara varð mér, hversu ótalmargt var ólært. Þanníg er þetta enn i dag, ég er enn að læra að syngja, fer alltaf til kennara með vissu millibili. Þö ég hafi e.t.v. í upphafi stefnt að ljóðasöng, hélt Sigurður áfram, þá rann það fljótlega upp fyrir mér, að ég hefði litla sem enga von um að geta lifað af konsert- söng einum — og það er ekki á eingöngu og það er ágætt tilbreyt- ing." Samtalið beindist til fyrri ára, þegar allt benti tilþess, aðSigurð- ur yrði frekar ljóðasöngvari en öperusöngvari, og ég spurði, hvort hann hefði ef til vill stefnt aðóperunni frá upphafi eða hvort líf hans hefði tekið aðra stefnu en hann hugði á þeim árum. Hann var fljótur til svars: „Ég get ekki sagt, að ég hafi stefnt að óperusöng, siður en svo — ég vissi, að hér var engin framtíð á því sviði og ætlaði mér aldrei að starfa erlendis. Eg fór utan eftir að hafa stundað nám hér heima um árabil, m.a. fyrir áeggjan Scm Tony I West Side Story eftir Leonard Bernstein, en það hlut- verk song Sigurður ÍVin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.