Morgunblaðið - 10.02.1974, Síða 22

Morgunblaðið - 10.02.1974, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRlJAR 1974 Séra Róbert Jack: (Ljósm. Mbl. Br. H.) maður um Island og sögu lands og þjóðar. Hann talar t.d. alltaf um frændur sína á Is- landi. Conway hefur það fyrir venju að veita aðeins tveggja mínútna viðtal í senn, — hann er kallaður í gríni „two minutes Conway“, en ég fékk 40 mínútur vegna áhuga hans á Islandi. — Já ég komst að raun um, að málsmetandi menn á N-Irlandi eru íslendingum þakklátir fyrir þessar hópferðir og var mér tjáð, að unnið væri að þvi að byggja sumarbúðir fyrir börn, þar sem einn skálinn ætti að bera nafnið „Ieeland" í þakklætisskyni. Einnig er í ráði að bjóða íslenzk- um börnum i þessar sumarbúðir, þegar friður kemst á. Þú segir þegar friður kemst á. Eru þá menn á N-)rlandi bjart- sýnir á, að friður komist þar á í náinni framtíð? — Nei, enginn er bjartsýnn á það, segir séra Róbert með áherzluþunga. — Ég talaði við marga menn, en enginn er bjart- sýnn. Ég fór í þingið Ulster Margir kannast við séra Róbert Jack sóknarprest að Tjörn á Vatnsnesi við Húnaflóa. Hann kom ungur til Islands, upphaf- lega sem knattspyrnuþjálfari, en seinna sneri hann sér að guð- fræðinámi og varð prestur, fyrst að Eydölum í Breiðdal, þá í Grímsey og svo sfðast að Tjörn á Vatnsnesi. Séra Róbert hefur nú um skeið dvalið á Norður-Irlandi og þar sem vitað var, að hann hafði frá ýmsu að segja, setti Morgunblaðið sig I samband við hann strax eftir heimkomuna. Séra Róbert er maður kominn af léttasta skeiði, en andlegt æskufjör og lífsþróttur leyna sér ekki, og hann er virðulegur í fasi, er hann tekur sér sæti í stólnum á móti mér. Eftir sutt rabb um prestsskaparár hans í Breiðdal snúum við okkur að kjarna máls- ins, Irlandsdvölinni. — Upphaf þessa máls er það, að fyrir rúmum tveimur árum var hafizt handa um að bjóða börnum frá N-Irlandi, kaþólskum og mót- mælendum, til Islands á vegum Hjálparstofnunar kírkjunnar. Þessar hópferðir irsku barnanna hafa tekizt með afbrigðum vel og telja Irar sig standa í mikilli þakkarskuld við íslenzku þjóðina vegna þessa. En þannig stóð á ferð minni þangað, að ég var á leið til Skotlands, er ég fékk orð frá írsku félagsmálastofnuninni um að koma til N-írlands og ræða við þá, m.a. um þessar hópferðir barnanna. Á N-Irlandi hitti ég ýmsa málsmetandi menn og leið- toga beggja trúarbragða, þ. á m. William Conway kardínála í Armagh og uppbyggingar -mála- ráðherra landsins, Ivan Cooper. Conway kardínáli er mikill áhuga- — Einn af fylgismönnum séra Paisleys fjarlægður úr þingsalnum. Séra Róbert var sjónarvottur að þessu atviki og vfkur að þvf f viðtalinu. „EYMD er hér rétta orðið Húsmóðir í Londonderry virðir fyrir sér viðurstyggð eyðileggingar- innar eftir hermdarverk IRA á heimili hennar. málsins sé að hans dómi. — Þetta er mjög flókið vanda- mál og erfitt úrlausnar. I fyrsta lagi eru hverfi og skólar aðskildir og börnin þannig alin upp sitt í hvoru lagi. Báðir vilja halda í sitt. Mótmælendur eru harðari i því að halda öllu aðskildu. Þeir hata páf- ann og allt, sem kaþólskt er. Og kaþólska kirkjan vill halda i sitt. Þeir vilja kenna sína útgáfu af sögunni o.s.frv. En ég held, að menntamenn beggja trúarbragða séu að sameinast. En þeir átta sig ekki á tilgangsleysinu fyrr en þeir fara að lesa við háskólana og eftir nám flytjast margir í burtu. Þeir vilja ekki búa við svona ástand, — enginn vill búa við svona ástand. En sem dæmi um það, að menntamenn átti sig á þessu er Malone-hverfið. Þar búa kaþólikkar og mótmælendur í sátt og samlyndi og þar er ekki spurt um trú og það sem meira er, — IRA hefur aldrei gert neitt í þessu hverfi. IRA höfðar til al- þýðunnar og æsir hana upp. Prestar beggja trúarbragða eru lika að sameinast. Þeir koma saman einu sinni í mánuði til skrafs og ráðagerða. I þessum hópi eru ef til 2—3 mótmælenda- prestar af gamla skólanum. En stjómmálamennirnir? — Þeir eru verstir, samanber atvikið í þinginu. Einhver sagði við mig, þegar þessi mál bar á góma, að allir stjórnmálamenn á N-Irlandi í dag væru tækifæris- sinnar. Það er mikið talað um það, að lausnina sé að finna i mildum og þægilegum einræðisherra (menntuðum einvaldi), sem gæti komið reglu á hlutina, en ég er vantrúaður á, að einn maður geti stjómað báðum. Enginn einn flokkur getur bjargað málunum. Allir verða að vinna saman. En svo við vfkjum aftur að hóp- ferðum frsku barnanna hingað. Það verður væntanlega áfram- hald á þeim? — Já, við eigum von á hópi í sumar, en stærð hans er undir því komin, hversu mikið fé safnast. Þessar hópferðir eru fjármagn- aðar af frjálsum fjárframlögum hér, og ég vona innilega, að lands- menn komi til móts við okkur nú sem endranær, svo að það geti orðið myndarlegur hópur, sem heimsækir okkur í sumar. Með þessum orðum stendur séra Róbert upp og kveður. Hann er maður önnum kafinn og hefur ekki ótakmarkaðan tíma fyrir við- töl, þótt vissulega hefði ég helzt kosið að eyða þvi, sem eftir var dagsins, í samræður við þennan geðþekka heiðursmann. Sv.G. r Rætt við séra Róbert Jack um Irlandsdvöl o.fl. Assembly til að ræða við Ivan Cooper og sá þá með eigin augum upplausnina og ringlureiðina á sjálfu þinginu. Það var allt í upp- námi og ég sá sjö karlmenn leggja hendur á séra Ian Paisley og bera hann út úr þingsalnum. Nokkrir aðrir fylgismanna hans voru einn- ig fjarlægðir, — þannig er ástand- ið meðal þeirra, sem eiga að stjóma fókinu. Þú getur rétt ímyndað þér, hvernig andrúms- loftið er þá meðal alþýðunnar. Utkja lkahygg j a Við Islendingar eigum sjálfsagt erfitt með að skilja, hvemig slíkt hatur milli manna með ólík trúar- brögð og hugsunarháttur, sem líkja má við svörtustu miðaldir, geti átt sér stað í menningarþjóð- félagi á 20. öld, og ég spyr séra Róbert um hans álit á orsökum þessa ástands. — Það er sjaldnast annars sök, þegar tveir deila, en mér virðist sem mótmælendur á N-Irlandi séu haldnir útkjálkahyggju og því miður held ég, að hin harða af- staða þeirra eigi mikla sök á spennunni. Auðvitað er sökin beggja, en eftir því sem ég fékk bezt séð eru mun fleiri mótmæl- endur á því að eina lausnin sé að heyja stríð. Eg heyrði marga þeirra segja, að bezt væri að Bret- ar kölluðu herinn heim svo að borgarstyrjöld gæti hafizt sem fyrst. Þá mundi loftið hreinsast og friður komast á. En þetta er að mínum dómi ekki rétt. Enginn vinnur neitt með hatri, mann- drápum og blóðsúthellingum. Eru mótmælendur þá vongóðir um sigur ef til borgarstyrjaldar dregur? — Já, þeir hafa samúð Skota og í Skotlandi er her ofstækisfullra mótmælenda ístöðugri æfingu, — svokallaðir Orange-menn, sem eru tilbúnir til að hlaupa yfir írska sundið og berjast, þegar kallið kemur. Þegar þetta barst í tal spurði ég menn, hvort þeir reiknuðu þá ekki með írska lýð- veldishernum, en svarið, sem ég fékk, var mjög stutt: „Komi þeir bara.“ — Það er líka eftirtektarvert, að áður en Bretar komu til Ir- lands var tiltölulega friðsælt þar, en síðan herinn kom hafa Paisley og Craeg fært sig upp á skaftið og að sama skapi hefur IRA einnig aukið ofbeldisverk sin. I.RA. — IRA eru ofbeldismenn og hafa skaðað mjög mátstað ka- þólikka. Þeir drepa óbreytta borgara af handahófi, þ<itt þeir segist ekki gera það. Þeir hafa bækistöðvar í Londonderry vegna þess, að þaðan er stutt að farayfir landamærin til Irska lýðveldins- ins og þangað leita þeir skjóls. I írska lýðveldinu má finna vissa samúð með IRA vegna þess að þeir vinna að sameiningu Irlands undir einn fána, en stjórnin tekur opinberlega afstöðu á móti þeim vegna tilraunar til samvinnu við mótmælendur á N-Irlandi. Sam- kvæmt lögum ber þeim að hand- taka IRA-menn, sem kunna að finnast i lýðveldinu. LJOSIÐ I MYRKRINU Ég spyr séra Róbert, hvort hann geti lýst ástandinu á götum úti og andrúmsloftinu meðal fólksins. — Eymd er rétta orðið, — eymd. Tökum Londonderry sem dæmi. Ekkert hús er málað, því að enginn veit, hvenær það verður sprengt í loft upp. Hermenn, her- bílar og skriðdrekar á götunum og þyrlur sveimandi yfir i leit að leyniskyttum. Allur miðbærinn er í rústum. I Londonderry eru 65% af öllum karlmönnum atvinnu- lausir en konur geta fengið vinnu í verksmiðjum. Ámeðan sitja þeir heima og gæta þess, að börnin fari sér ekki að Voða í spreng- ingunum. Þetta er hræðilegt ástand. Eg fór inn f Bogside-hverfið, sem er fátækrahverfi byggt ka- þólikkum eingöngu. Þar sá ég, að IRA hafði skrifað með stórum, hvítum stöfum á einn vegginn: ,JSIú ert þú að ganga inn í frjálst írland." I þetta hverfi kemur aldrei neinn mótmælandi, svona eru öfgarnar. En ljósið í allri þessari eymd er stórt hús, sem er félagsheimili drengja af báðum trúarbrögðum. Þar kemur æskan saman undir Ieiðsögn Gerry O’Kean, sem er kaþólikki og sannkristinn maður, — alveg ljómandi maður. Hann er ljósið í myrkrinu og undir leið- sögn hans læra drengirnir, að þeir geta verið vinir, þótt þeir hafi ólik trúarbrögð. Hann er skólakennari við kaþólskan skóla, sem er til húsa I ömurlegri byggingu, sem er komin að hruni. Ég heimsótti hann í skólann og talaði þar við tvær bekkjadeildir um Island. Gerry O’Kean þekkir IRA og réynir að tala um fyrir þeim, en þeir vilja ekki hlusta á hann, — svona «• nú það. BÁÐIR VILJA HALDA I SITT Ég spyr séra Róbert, hvort að hann viti um einhver virk öfl á N-Irlandi sem sáái tilgangsleysið i þessu hatri og hver lausn vanda-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.