Morgunblaðið - 10.02.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRUAR 1974
33
Oddur Ólafsson alþm.:
Rætist úr vanda-
málum lang-
legusjúklinga?
Öllum þeim, sem að heilbrigðis-
málum starfa, mun vera það ljóst,
að aðbúnaður langlegusjúklinga
er hinn hörmulegasti. Fjöldi
sjúkra, sem nauðsynlega þarf á
vistun á hjúkrunarheimili að
halda, fær hvergi inni, þar eð
flestar heilbrigðisstofnanir lands-
ins veigra sér við því að taka inn
sjúklinga, nema þær séu nokkurn
veginn öruggar um að losna við þá
aftur innan skamms tíma.
Svo langt gengur þessi varfærni
gagnvart öldruðum og sjúkum, að
við liggur að þeir þurfi að leggja
fram skriflega yfirlýsingu frá
stofnun eða ættmennum um, að
tekið muni við þeim aftur. Margir
læknar telja þessa erfiðleika lang-
legusjúklinga mesta vandamál
heilbrigðisþjónustunnar í dag.
Umönnun langlegusjúklinga
hefur að mestu hvílt á herðum
sveitarfélaga og einkastofnana og
reyndar 1 vaxandi mæli, þar eð
ríkisstofnanir er áður vistuðu
langlegusjúka snúa sér nú í vax-
andi mæli að öðrum verkefnum.
Þess vegna kom það stjóm hús-
sjóðs öryrkjabandalags íslands
ekki á óvart, þegar forráðamenn
Reykjavikurborgar færðu það í
tal við stjórnina á síðasta ári,
hvort unnt mundi að fá leigðar til
10 ára 3 hæðir í þvi háhýsi Ör-
yrkjabandalagsins, sem nú er
verið að byggja. Þar skyldi vista
80 aldraða öryrkja, er væru
hjúkrunar þurfandi.
Þegar húsið var fokhelt nú um
áramótin, voru viðræður teknar
upp að nýju og léð máls á því, að
húsnæðið fengist leigt, ef Reykja-
víkurborg greiddi leigu fyrir-
fram, þannig að fjárskortur haml-
aði ekki framkvæmdum og að
húsnæðið yrði þess vegna tilbúið
á árinu 1974.
í dag er hins vegar frétt í Morg-
unblaðinu, sem er tilefni þessara
upplýsinga minna.
Þar segir frá viðræðum borgar-
læknis við stjórn hússjóðs Ör-
yrkjabandalagsins og möguleik-
ana á því að fá leigðar 3 hæðir í
húsi þess, Hátúni 10B, til vistunar
fyrir 80 aldraða borgarbúa, er séu
hjúkrunar þurfi en hafi ferlivist.
Síðan segir að heilbrigðismálaráð
beini þvi eindregið til borg-
arstjórnar að taka upp samninga
við Öryrkjabandalagið að fengnu
samþykki heilbrigðis- og trygg-
ingarráðs. Samþykkt þessi hafi
verið gerð með 6 atkvæðum gegn
atkvæði Margrétar Guðnadóttur,
er hafi greitt atkvæði gegn tillög-
unni og talið að þetta mundi frek-
ar tefja en leysa málefni aldraðra
á Reykjavíkursvæðinu.
Nú var það sannarlega ekki ætl-
un stjórnar hússjóðs Öryrkja-
bandalagsins að tefja fyrir lausn
á þessu aðkallandi vandamáli og
þar sem Margrét er eini lækna-
deildarprófessorinn í heilbrigðis-
málaráði Reykjavíkurborgar, þá
ber að sjálfsögðu að fhuga náið
álit hennar.
Líklegt er, að prófessor Margrét
hafi það í huga, að leggja beri
áherzlu á byggingu B. álmu Borg-
arspitalans, þar sem verða mun
rúm fyrir 200 langlegusj'.'vlinga.
Þetta mun vera eina störfram-
kvæmdin á þessu sviði þar sem
undirbuningsvinnu er lokið, og
hægt er að hefjast handa með
litlum fyrirvara. Varla mundi B.
álman þó verða tilbúin fyrr en
eftir 2 til 3 ár og það vefst fyrir
mér að skilja það, hvernig á að
una við núverandi ástand allan
þann tíma.
Eitt er þó víst, Margrét mundi
ekki hafa snúist gegn þessu máli,
nema hún hefði lausnina á
takteinum. Það gleður okkur öll,
sem þessi mál þekkjum. Aðal-
atriðið er, að úrbætur fáist hið
allra fyrsta og ennfremur að unn-
ið verði markvisst að varanlegri
lausn á þeim mikla vanda, sem
langlegusjúklingar standa nú
frammi fyrir.
Frá heimsþingi JC
International í Nissa í
nóvember sl. Fulltrúar
íslands voru Reynir
Þorgrímsson landsfor-
seti og Örn Johnson
frá JC Reykjavík.
Kynningardagur JC í Kópavogi
Junior Chamber er alþjóðlegur
félagsskapur ungra manna. Kynn-
ingardagur aðildarfélagsins 1
Kópavogi er I dag, 10. febrúar, l
félagsheimilinu efri sal.
Verður þetta almennur upplýs-
ingafundur um hitaveitumál.
Frummælendur verða Björgvin
Sæmundsson bæjarstjóri, Gunnar
Kristinsson yfirverkfræðingur
Hitaveitu Reykjavlkur og Karl
Ómar Jónsson framkvæmdastjóri
Fjarhitunar h.f.
Eftir stutt inngangserindi
munu frummælendur sitja fyrir
svörum.
Stefnt er að þvl, að á þessum
fundi geti bæjarbúar fengið svör
við öllum spurningum slnum um
hitaveitumál, hvort sem er að
ræða mál bæjarins 1 heild, dreifi-
kerfið eða nauðsynlegan undir-
búning og breytingarí einstökum
húsum áður en hitaveita er lögð i
þau.
Allir bæjarbúar eru boðnir til
fundarins.
Junior Chamber stefnir að fé-
lagslegri uppbyggingu einstakl-
ingsins án tillits til stjórnmála-
skoðana, trúarbragða, litarháttar
eða kynja.
Félagsskapurinn velur sér
verkefni með það í huga, að þau
séu til hagsbóta fyrir viðkomandi
heimabyggð.
Að þessu markmiði starfar fé-
lagsskapurinn með námskeiða-
haldi, skipulögðum nefndarstörf-
um og kynningu innbyrðis eða út
á við.
Junior Chamber er fjöl-
mennasta hreyfing ungra manna í
heiminum með tæpl. 500.000 þús.
félaga í 9000 félögum í 84 þjóð-
löndum.
Hægt er að skipta starfseminni
i þrjár deildir eða takmörk.
1. Námskeið. Vitundaruppbygg-
ing einstaklingsins með ýmsum
námskeiðum, t.d. ræðu- og
mælskuþjálfun, fundarstjórn og
fundarreglur, stjórnunar- og
stjórnþjálfunarnámskeið o.s.frv.
2. Skipulögð nefnd-
arstörf. Öllum félagsmönn-
um er skipt í ýmsar nefndir,
þar sem þeir læra að vinna skipu-
lega, samkvæmt ákveðnum regl-
um. Takmarkið er að kenna ung-
um mönnum að taka skjótari
ákvarðanir eftir ftarlegar athug-
ariir, skipuleggja betur tíma sinn
og annarra. ISinnig er stefnt að
því, að sérhver einstaklingur geti
orðið hæfari stjórnandi, hver i
sínu fagi. Þessi þáttur er mjög
mikilvægur í okkar hreyfingu.
3. Kynning. Mjög ánægjulegur
og jafnframt nauðsynlegur þátt-
ur. í Junior Chamber kynnast
menn innbyrðis, ekki aðeins í
sínum eigin klúbbi, heldur í allri
hreyfingunni, um allt land. Siðar
gefst tækifæri tii að kynnast ung-
um félögum frá 84 þjóðlöndum.
Slik kynni geta orðið mjög gagn-
leg, bæði til ánægju og ekki síður
til viðskipta. Þetta er Junior
Chamber — þannig starfar það.
Verkefnin, sem félögin velja,
eru ætið valin með það i huga, að
þau séu til hagsbóta fyrir viðkom-
andi heimabyggð.
Junior Chamber stefnir að fé-
lagslegri uppbyggingu einstakl-
ingsins, án tillits til stjórnmála-
skoðana, trúarbragða, litarháttar
eða ky nja.
Þetta er því sannur félags-
skapur fyrir ungt fólk, sem vill á
hlutlausan hátt þroska félagslöng-
un sína og kynnast öðru ungu
fólki með sama áhugamál. Stefn-
an er sjálfsþroski.
Junior Chamber er opið öllu
ungu fólki með einlægan áhuga á
málefnum þess og starfsemi.
Aldurstakmark er 18—40 ára.
Ákveðið hefur verið að fjölga
mjög i hreyfingunni og gefa mun
fleira ungu fólki tækifæri til að
taka þátt í störfum.
Fréttatilkynning frá JC.
Öflugt starf lýðhá-
skólans í Skálholti
SÍÐASTLIÐIÐ haust fluttist
starfsemi lýðháskólans í Skál-
holti í nýju skólabygginguna, sem
nú er verið að reisa, og hefur þar
verið öflugt starf I vetur.
Kennslustofur, mötuneyti og dag-
stofa hafa nú verið teknar í notk-
un, svo og 4 herbergi f heimavist.
Piltarnir búa enn i húsakynnum
sumarbúðaskála, en stúlkur f
skólahúsinu nýja.
1 vetur eru nemendur skólans
27 talsins. Ákvarðast sú tala ein-
göngu af fjölda herbergja i
heimavist I skálanum, en umsókn-
ir um skólavist voru mun fleiri.
Vonir standa til, að á næsta vetri
verði hægt að hýsa 36 nemendur.
en fullbyggður er skólinn ætlaður
um 60 nemendum alls.
Meðal nýjunga i starfsemi skól-
ans má nefna vikulegar kvöld-
vökur, þar sem ýmis menningar-
og þjóðmál eru tekin fyrir. Eru
þessi kvöld einnig opin öllum úr
sveitinni. Innan þessa ramma
hefur verið haldið stjórnmála-
námskeið, þar sem fulltrúum
stjórnmálaflokkanna hefur verið
boðið að kynna flokkasína.
Við skólann starfa nú þrir
kennarar: Skólastjórinn, sr.
Heimir Stigsson, ásamt Arnóri
Karlssyni og Bjarna Þorkelssyni.
Myndin var tekin á einu stjórnmálanámskeiðinu 1 lýðháskólanum I Skálholti — fremst á myndinni t.v.
má sjá þá Heimi Steinsson skólast jóra, Arnór Karlsson kennara og Svein Skúlason skólanefndarformann.