Morgunblaðið - 10.02.1974, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10, FEBRUAR 1974
Gísll, Elríkur 09 Helgl
eltir
inglbjOrgu
Jónsdóltur
„Gjöfin er ósýnileg," sagði Eiríkur hrifinn. „Ég
var að vona, að enginn gæti séð hana nema ég. Það er
ósýnilegur brunabíll!“
„Að hugsa sér!“ sagði Gisli og var bæði grænn og
gulur af öfund. Pálfna fór meira að segja fram úr
sófanum til að líta á þessa ósýnilegu gjöf.
„Er hægt að leika sér að ósýnilegum brunabíl?"
spurði Helgi.
„En ekki hvað?“spurði Gísli.
Helgi tók ósýnilega brunabílinn og lét hann aka
fram og aftur um gólfið. Gísli sat í stólnum og sagði:
„Ba-bú, ba-bú,“ og þarna ók bílinn ósýnilegi fram og
aftur um gólfið viftmikla hrifningu áhorfenda.
Frænkurnar flýðu allar fram f eldhús og sóttu
mömmu Helga. Mamma hans var ekki svifasein í
þetta skiptið, þótt hún væri bæði stór og feit. Hún
kom inn í gættina á stofunni.
„Hvað ertu að gera?“ spurði hún Helga litla, sem
Góðan daginn!
Foreldrar þínir hafa vafalaust kennt þér að heilsa fallega og
bjóða góðann daginn, með þvf að rétta fram hægri hendina. En af
hverju? Af hverju heilsa menn svona, og af hverju endilega með
hægri hendinni? Skýringin er mörg þúsund ára gömul. Þá voru
mannverurnar ekki eins menningarlegar f framkomu. I raun sáu
þær óvin 1 hverri persónu er varð á vegi þeirra. Sem merki um, að
menn hefðu ekki Ijót áform 1 huga, réttu menn hendina fram, og
ætíð þá hægri, því I hægri hendi báru menn yfirleitt vopn sfn. En
þegar hún var framrétt, var erfitt til slagsmála eða illra verka.
ók bílnum sínum ósýnilega fram og aftur eftir
gólfinu. „Mér virðist þú vera að keyra bíl.“
„Ég er með ósýnilegan bíl,“ svaraði Helgi litli.
„Hann Eirfkur vinur minn gaf mér hann.“
Mamma hans Helga litla hljóp inn í eldhús og
skellti áeftir sér.
„En, hvað hún mamma þín skellir fast,“ sagði
Eirikur. „Hún er víst einstaklega skemmtileg
mamma. Aldrei þorir mamma mín að skella á eftir
sér.“
„Það er nú bara af því að hann pabbi þinn er alltaf
heima,“ sagði Gísli. „Mömmur eru alltaf að hugsa um
þessa pabba.“
Afmælisveizlan átti loksins að hefjast og þetta
varð afmælisveizla, sem sagði sex.
Eiríki þótti afmæliskakan svo góð, að hann borðaði
hana alla aleinn og kertin átta með. Það er nú
eiginlega saga að segja frá því. Fyrst blés Helgi á
kertin átta og mamma hans sagði, að nú mætti hann
bera fram eina ósk.
„Ég óska þess, að þetta verði einstakt afmælisboð,“
sagði Helgi litli og það slokknaði á öllum kertunum
um leið og hann blés á þau. Mamma hans varp
andanum léttara, því að nú yrði kannski allt í lagi,
þrátt fyrir leiðindin, sem á undan höfðu gengið.
En óskin hans Helga litla rættist víst alltof vel.
Um leið og mamma Helga litla bauð gestunum að
gjöra svo vel, réðst Eiríkur á tertuna og áður en þú
hefðir getað sagt einn tveir þrfr var hann búinn að
borða hana með kertum og öllu saman. Það er nú
svona að vera mathákur. Eiríki fannst hann hafa
staðið sig vel. Hann skildi eitt kerti eftir, handa
þeim, sem ekkert höfðu fengið.
Gísli drakk fjórar flöskur af kók og mamma hans
Helga litla var eitthvað að tala um það, að drengir
kynnu sér ekkert hóf, þegar þeir væru á vissum
*
aldri, þegar Sigga frænka veinaði.
„Það kom eitthvað við fæturna á mér,“ sagði hún.
„Voruð þið að gera eitthvað af ykkur, strákar?"
spurði mamma hans Helga byrst í bragði.
„Ne-ei,“ svaraði Helgi hikandi. „Eiríkur borðaði
bara kökuna og Gísli drakk allt kókið, en þeir eru nú
gestir og svo leifði Eiríkur einu kerti.“
Gísli ropaði.
£Nonni ogcTVIanni Jón Sveínsson
Freysteinn
Gunnarsson
þýddi
Við stóðum báðir upp og réttum skipstjóranum
höndina og þökkuðum honum fyrir allt, sem hann
hafði gert fyrir okkur.
„Ekkert að þakka, drengir góðir“, sagði hann. „En
nú er bezt, að þið farið heim sem fyrst vegna foreldra
ykkar“.
Því næst hætti hann við: „En á meðan Fylla liggur
hér, eruð þið alltaf velkomnir nm borð, þegar þið fáið
leyfi til“.
Þetta líkaði okkur. Við þökkuðum honum fyrir
aftur.
Þá fylgdi honn okkur sjálfur upp á þilfar til þess
að sjá um flutning okkar í land.
Snjóhvítur skipsbátur var settur á flot, litli bátur-
inn okkar festur við hann og þremur hásetum boðið
að flytja okkur í land.
Við skiluðum sverðunum okkar og kvöddum alla
skipshöfnina.
Drengirnir, sem orðnir voru vinir okkar, stóðu við
uppgöngustigann og biðu.
Þegar Manni sá þá, datt honum nokkuð í hug. Hann
hljóp til yfirforingjans og sagði:
„Mega drengirnir ekki fara með okkur í land?“
Skipstjórinn brosti og leyfði það.
„En þú verður að sjá um það“, sagði hann við
Manna, „að þeir komi aftur, en týnist ekki eins og
þið“.
„Það skal ég gera, skipstjóri“, sagði Manni.
Þá hljóp hann til drengjanna og sagði þeim, að þeir
mættu fara í land með okkur.
Þeim þótti meira en lítið í það varið, því að þeir
fengu mjög sjaldan landgönguleyfi, eftir því, sem þeir
sögðu.
ÍTfeeÖ
!9unlMffÍnu
— Uss, farðu varlega, — Ég
er viss um a3 hann er hérna
einhvers staðar í nágrenn-
inu. ...
— Nei, ég er ekki nýr gestur.
1 grímubúning, heldur
nágranni sem kvartar undan
hávaða... .