Morgunblaðið - 10.02.1974, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRUAR 1974
43
ROSE~
ANNA
FRAMHALDSSAGA EFTIR
MAJ SJÖWALL OG
PER WAHLÖÖ
JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR
ÞÝDDI
| MARGAR
28
Myndin var greinilega tekin
rétt áður en lagt var frá, því að
margt manna var komið um borð.
Við björgunarbátinn á stjórn-
borða grillti í majðrsfrú Jentseh
frá Osnabrtlck. Og fyrir neðan
hana stóð Roseanna McGraw. Hún
hallaði sér fram og lét olnbogana
hvíla á borðstokknum. Hún var í
víðum gulum kjól og með sandala
og gleraugu. Martin teygði sig
fram og reyndi að greina þá, sem
næstir henni stóðu. Hann heyrði,
að Kolberg var að tauta eitthvað
milli tannanna.
— Já, já, já, já, sagði ofurstinn
og hafði ekki veitt neinu athygli.
— Hérna er báturinn sem sagt
við Riddarhólminn. Og þarna
uppi er Hildegard Jentsch. Þetta
var áður en við hittum þau. Og . . .
já, þessi stúlka þarna hún hafði
verið frá Hollandi eða Englandi.
Hún var víst flutt að öðru borði
seinna, svo að við gamlingjarnir
fengjum næði til að vera saman.
Martin Beck safnaði eins miklu
þreki og hann bjó yfir og varpaði
fram einni spurningu til ofurst-
ans:
— Ha? sagði ofurstinn. Hvort
ég er viss um það. Já, það er eíns
vist og ég sit hér. Hún var að
minnsta kosti fjórum eða fimm
sinnum hjá okkur við borðið. En
ég man ekki til að hún hafi sagt
orð.
— En...
— Já, starfsbróðir yðar sýndi
mér víst nokkrar myndir, en ég
skal segja yður, að það er ekki af
andlitinu, sem ég þekki hana aft-
ur. Það er kjóllinn.
18. kafli.
Klukkan var orðin kortér yfir
ellefu og þeir sátu aftur á skrif-
stofunni sinni. Storminn hafði
hert og regngusur slengdust á
rúðurnar svo að undirtók í þeim.
Tuttugu myndir lágu fyrir
framan Martin. Hann hafði ýtt
nítján til hliðar og rannsakaði nú
enn einu sinni myndina þar sem
Roseanna McGraw var. Hún leit
út eins og hann hafði alla tíð
ímyndað sér. Hún horfði upp fyr-
ir sig, sennilega var hún að horfa
á turnspíru Riddarholmskirkjunn
ar. Hún leit vel út, afslöppuð og
þegar þarna var komið sögu átti
hún nákvæmlega þrjátíu og sex
klukkustundir eftir ólifaðar. Til
vinstri var klefinn hennar A7.
Dyrnar voru opnar, en það varð
ekki af myndinni séð, hvernig
umhorfs var inni.
— Gerirðu þér ljóst, að við vor-
um heppnir í dag, sagði Kolberg.
— I fyrsta skiptið í öllu þessu
leiðindamáli. En fyrr eða siðar
verður maður alltaf heppinn.
Heppnin hefur bara látið bfða eft-
ir sér furðu lengi í þetta sinn.
— Það blandast nú dálitið
óheppni saman við þetta.
— Áttu við það, að hún skyldi
lenda við borð með tveimur vita
heyrnarlausum stríðshetjum og
þremur hálfblindum kerlingum?
Það er ekkert við þvi að gera. Nú
förum við heim. Ég skal keyra
þig-
— Við verðum fyrst að senda
skeytið til Kafka. Við getum lokið
við hin bréfin á morgun.
Hálftfma síðar höfðu þeir lokið
störfum. Kolberg ók greitt, en
Martin skeytti þvi engu, enda þótt
honum liði yfirlejtt heldur ónota-
lega i bil. Þeir mæltu ekki orð af
vörum á leiðinni. Þegar þeir
komu að heimili Martins sagði
Kolberg:
— Jæja, við sofum á þessu.
Góða nótt.
Það var dimmt í íbúðinni, en
þegar hann gekk framhjá her-
bergi dóttur si.nnar heyrði hann,
að hún var að spila plötur og hafði
stillt fóninn óvenju lágt. A eld-
húsborðinu var brauð, smjör og
ostur. Hann fékk sér brauðsneið
og gáði hvort pilsner væri til í
isskápnum. En svo var ekki. Hann
borðaði þessa fábrotnu máltíð án
þess að setjjast niður og skolaði
brauðinu niður með mjólkurlögg.
Svo gekk hann inn í svefnher-
bergið og fór að öllu hljóðlega.
Konan rumskaði og sneri sér að
honum til að segja eitthvað. Hann
hafði snúið sér á hina hliðina og
hélt niðrí sér andanum. Hann
heyrði, að eftir augnablik var hún
sofnuð aftur. Hann reyndi að
slaka á, lokaði augunum og fór að
hugsa.
Roseanna McGraw hafði verið
með á fyrstu myndunum, sem
þeir höfðu komið höndum yfir.
Auk þess gat hann nokkurn veg-
inn gengið út frá þvi vísu, að þeir
myndu safna að sér milli tuttugu
og fimm og þrjátíu myndasöfnum
og sennilega væru þau stærri en
það, sem þeir höfðu séð i dag.
Þetta hlaut að takast — að kort-
leggja sfðustu hérvistardaga
Roseönnu McGraw. Og sjá það
fyrir sér eins og á kvikmynd.
Mikið var undir því komið, að
Kafka yrði vel ágengt og fengi
eitthvað af myndum hjá þeim
bandarísku ferðamönnum, sem
voru dreifðir yfir öll Bandaríkin
en höfðu verið með í þessari ferð.
Aftur á móti vissi hann, að banda-
rískir ferðamenn voru ósparir á
að taka myndir. Og þess
skyldi einnig gætt, að hefðu ein-
hverjir haft samskipti við stúlk-
una frá Lincoln var ekki fráleitt
að ætla, að það hefðu verið landar
hennar? Kannski myndi hann
standa með símtólið í höndunum
einn góðan veðurdag, og það áðpr
en langt um liði, og heyra Kafka
segja á æpandi amerisku: „Við
höfum náð gæanum."
Með þessar hugsanir efstar
sofnaði Martin og svaf værar en
hann hafði gert lengi.
Það var einnig rignin daginn
eftir og þegar Martin kom á skrif-
stofuna var engu likara en Kafka
hefði fengið hugskeyti frá hon-
um, því að stuttort hraðskeyti
beið hans: „Sendi eins mikið efni
og mögulegt er.“
Tveimur dögum síðar sagði Me-
lander upp úr eins manns hljóði:
— Uli Mildenberger er staddur í
Heidelberg og mun hafa dvalið
þar upp á siðkastið. Viltu láta
yfirheyra hann?
Martin hugsaði sig um andar-
tak:
— Nei.
Hann var að hugsa um að benda
Melander á að geyma heimilis-
fang hans, en vissi svo að það var
óþarft, yppti öxlum og gekk niður
i skrifstofu sína.
Þessa dagana bar það iðulega
við, að hann hafði ekkert að gera.
Rannsóknin var nú á því stigi, að
hún varð eiginlega að sjá um sig
sjálf, þeir höfðu strengt net, ef
svo mátti að orði komast, að heita
mátti um allan hnöttinn og nú var
aðeins á bíða átekta og sjá hvað
úr þessum veiðum kæmi.
I Motala hafði Ahlberg nóg að
gera með þvi að ítreka þá kröfu
sina að vatninu yrði hleypt úr
skurðinum og heimta, að hver
hnefastór blettur yrði rannsakað-
ur. Hann hafði sjaldan samband
við Martin, sem beið eftir þvi að
heyra frá honum.
Eftir vikutima kom nýtt sím-
skeyti frá Kafka. Textinn var í
meira lagi duiarfullur: „Nú fer
málið laglega að komast á skrið.“
Martin hringdi til Ahlbergs.
— Hanh segir, að við förum að
sjá fyrir endann á þessu.
— Ætli hann viti ekki sem er,
að okkur veiti ekki af uppörvun,
sagði Ahlberg.
Kolberg var ekki á sama máli.
— Maðurinn var greinilega ekki
með öllum mjalla. Hann ímyndar
sér eitthvað, sem á sér enga stoð i
veruleikanum.
Melander sagði ekki orð.
SYNINGAR
! í LAUGAR-
! D ALSHÖLL
■ MIKLAR annir eru fyrirsjáan-
J legar hjá íþrótta- og sýningahöll-
I inm í Laugardal i sumar. Að siign
| Gunnars Guðmannssonar, fram-
Ikvæmdastjöra hallarinnar, hefj-
ast sumarannir strax 18. april
| næstkomandi með húsgagnasýn-
■ ingu í forsal (efri og neðri hæð)
J og anddyri hússins og mun hún
I standa til 28. aprtl. Þá hefur kín-
| verska sendiráðið sótt um að fá að
■ halda myndasýningu einhvers
* konar i innri forsal dagana 6.—29.
I mai. Síðan er gert ráð fyrir ein-
| hverju tilstandi i húsinu í júni
■ vegna listahátiðar og 1.—3. júlí
■ verður svo þar íþróttahátið i til-
| efni þjóðhátiðar. Hinn lö. júlí er
| svo gert ráð fyrir að taka húsið
• undir þröunarsýningu atvinnu-
I veganna, eins og áður hefur verið
| skýrt frá i blaðinu, og stendur sú
■ sýning alveg til 18. ágúst.
Löndunar-
krabbi hvarf
AÐFARARNÓTT föstudags hvarf
grámálaður löndunarkrabbi. sem
gevmdur hafði verið framan við
verbúð 55 á Grandagarði. Er talið
sennilegast, að hann hafi verið
tekinn í misgripum, og er sá, sem
tók krabbann, beðinn að láta vita
til ísbjarnarins hf, eða rannsökn-
arlögreglunnar i Revkjavik.
! Kynóðir
!draugar
VELVAKANDI
Velvakandi svarar i síma 10-100
kl. 10.30 — 1 1.30, frá mánudegi
til föstudags
0 Orka og atkvæði
Bergþór Ulfarsson skrifar:
„Undrandi varð ég, er ég sá, að
þann 6. þ.m. var í Velvakanda
vakið máls á þeim kostnaði, sem
verið hefur af rafhitun húsa. Máli
sínu til stuðnings bendir bréfrit-
ari á dæmi, svo og frumleg rök
Rafveitu Akraness fyrir verð-
hækkun á orku til húsahitunar.
Það, sem einkum vakti athygli
mina, var, að þetta var það fyrsta,
sem ég hef séð á prenti um þessi
mál.
Árum saman hafa þeir, er hitað
hafa upp hús sín með rafmagni,
mátt greiða mun hærri hitunar-
kostnað en verið hefur í húsum,
sem hituð eru með olíu, auk þess
sem þeim, er kaupa kílóvatts-
stundina til húsahitunar á kr.
1.12, er gert að hafa klukkurofa,
sem rýfur strauminn í eina
klukkustund tvisvar á dag, en
þannig orsakast miklar hitasveifl-
ur i húsunum.
Það er því ekki að undra þótt
óánægjuradda gæti hjá kaup-
endum raforku til húsahitunar, ef
fara á að skattleggja þá vegna
niðurgreiðslu á oliu, þegar nokk-
ur jöfnuður er loks kominn á um
verð þessara tveggja hitagjafa, og
vissulega verður fróðlegt að fá
álit okkar ágætu alþingismanna á
sanngirni slikra málaloka, eða eru
þeir, sem hita hús sín með raf-
magni svo fáir, að orð þeirra og
atkvæði séu til fárra fiska metin?
Þá er ekki síður íhugunarefni,
að ekki skuli vera hagkvæmara að
hita upp híbýli manna með inn-
lendri fossaorku en olíu, sem
keypt er á okurverði, og siðan
flutt hálfa leið í kringum hnött-
inn.
Byggðajafnvægi, valddreifing
og verðjöfnun eru hugtök, sem
öspart hafa verið notuð í ræðu og
riti framámanna að undanförnu,
og láta ákaflega þægilega í
eyrum. Yngst þessara hugtaka er
verðjöfnun, sem virðist hafa kom-
ið undir við umræður þær og hug-
leiðingar um orkumál, sem mikið
hafa verið í sviðsljósinu að undan-
förnu, og þar sem einsýnt er, að
verðjöfnun er jöfnun á verði lífs-
gæða — ekki sumra þeirra heldur
hvers og eins, hvar sem þegnarnir
eru í sveit settir — er hér greini-
lega mikið verkefni fyrir hönd-
um.
% Veröjöfnun
Eðlilegt hlýtur því að teljast, að
næsta skrefið sé stofnun verð-
jöfnunarnefndar. Þar setn verk-
efni hennar myndu þegar í upp-
hafi vera mikil að vöxtum, er
greinilegt, að nefndin verður að
vera launuð, hafa gott húsnæði til
umráða, og sérhæft starfsfólk,
Eitt fyrsta verkefni slíkrar
stofnunar yrði að festa kaup á
húsnæði yfir starfsemina, nægi-
lega stóru til að hún gæti tekið
þar út vöxt sinn.
Margir munu sjálfsagt draga í
efa, að verkefnin yrðu næg, en
þeir fara þar vis'sulega villir
vegar.
Sem dæmi um ýmis þýðingar-
mikil verkefni, sem biða úr-
lausnar, er til að mynda verðntis-
munur lóðagjalda viðsvegar um
landið og verðjöfnun þeirra, mis-
munur á kostnaði íbúa á Stór-
Reykjavíkursvæðinu og annarra
landsmanna við akstur til og frá
vinnu, svo eitthvað sé nefnt.
Bergþór Ulfarsson."
0 Aödáandabréf
Hér er bréfkorn frá Hafnar-
firði:
„Kæri Velvakandi.
Getur þú útvegað mér heimilis-
fangið hans David Cassidy, af þvi
að ég hef týnt heimilisfanginu
hans.
Aðdáandi þinn.“
Það er ekkaamalegt fyrir okkur
David Cassidy að eiga sameigin-
legan aðdáanda, en hér er heim-
ilisfangið:
P.O. Box 69800
Los Angeles 90069
U.S.A.
% Stúdíó
Ölafur F. Sigurðsson á Akra-
nesi skrifar bréf, þar sem hann
finnur meðal annars að því, að í
útvarpinu er talað um, að þáttum
sé útvarpað úr stúdíóum — stúdíó
eitt, stúdíó tvö o.s.frv., og heldur
Ólafur að það sé vegna þess, að
sumum þyki stúdiö fínna orð en
t.d. stofa eða jafnvel herbergi.
Velvakandi er honum sammála
unt þetta. Orðið stúdíó er
ankannalegt. þegar það er haft
innan um islenzk orð, og sæmilegt
orð er þar að auki til um þetta
fyrirbrigði, þ.ea.s. upptökuher-
bergi.
Ólafur segist vera ánægður með
útvarpið, og telur það skila ágætu
efni til hlustenda, bæði til
skennntunar og fróðleiks, og er
gott til þess að vita, ekki sizt
vegna þess hve margir hafa fund-
ið hjá sér hvöt til að agnúast út i
það fyrirtæki fyrr og siðar.
En, sem sagt — burt með stúdiö
og upp með upptökuherbergi, eða
eitthvert betra orð islenzkt, ef til
er.
Hong Kong 8. febrúar — AP.
SJÖTÍU Búddistaprestar frain-
kvæmdu tveggja tfma langa sær-
ingarathöfn í iniðborg llmig Kong
í gærkvöldi til þess að reka á
brott „vandræðadrauga" úr nýrri
stjórnarbyggingu. Á sama stað og
byggingin er var aftökustaður
Japana i síðari heiinsstyrjöldinni.
Brian Wilson, gatnainálastjóri
borgarinnar, kallaði prestana til
bjálpar eftir að injög tók að bera
á kvörtunuin frá starfsfólki hans í
húsinu vegna sífellds óskunda af
hálfu drauga. Ein kona sem vinn-
ur í byggingunni segir að draug-
arnir „fremdu ýinsan hávaða.
rækju upp hljóð, — öskur og
skríkjur. sérstaklega ef fallegar
stúlkur eru í grennd. Ég held
persónulega. að þeir séu kyn-
liiingraðir."
Særingarathöfn prestanna dró
að sér mikinn mannfjölda. eri þeir
dreifðu reykelsisösku og helgu
vatni í hvern krók og kiina í þess-
ari dularfullu byggingu.
Rannsókn
í Jórdaníu
Amman. Jórdaniu 8. febniar
AP
HUSSEIN .1 órd an í ukon un g ur
hefur látið hefja ítarlega rann-
sókn á fiimn daga ókyrrð meðal
Beduinahersveita hersins, en
áður hafa þær eininitt verið injög
hliðhollar konungi. Areiðanlegar
heiinildir herina, að ekki sé
óhugsandi, að höfuðpauruin upp-
þotsins verði refsað. ef þ'eir finn-
ast. Að því er virðist hefur það þó
koinið upp af sjálfu sér meðal uin
2000 hennanna í Zerqaherbúðun-
um nærri Aininan án nokkurs sér-
staks forsprakka. Astæðurnar eru
taldar hraðhækkandi inatvæla-
verð og forréttindi háttsettra yl'ir-
nianna.
Hussein hefur komið í eigin
persónu á óeirðasvæðið og hefur
það, ásaint hækkuðuin launum
hermanna lægt mestu óánægju-
öldurnar.