Morgunblaðið - 10.02.1974, Side 45
— Ljóð um ást
Framhald af bls. 13
útjöskuðum yfirlýsingum. En við-
leitni hans til að opna ljóðið, gera
það nákomið lesandanum hefur
tvímælalaust tekist með Astar-
ljóðum.
Djöflarnir er stutt saga, aðeins
61 bls. og bókin í smáu broti.
Sagan segir frá ungum vfsinda-
manni og kynnum hans af frum-
stæðu sveitalífi, sveiflast milli
viðkvæmni og hrottaskapar eins
og nú tíðkast hjá mörgum höfund-
um. Af sögunni má draga þann
lærdóm, að fólki verður ekki
breytt, umhverfið mótar það og
örlögin hafa það í hendi sér. Lýs-
ing unga mannsins er skemmti-
leg. Drykkjuveislan í lok sögunn-
ar eru hugvitssamleg lausn. Þar
er hinum andstæðu skautum,
unga lærdómsmanninum og
bóndanum stefnt saman, annar
fínlegur draumóramaður, hinn
ösvikinn ruddi. Þótt þessi saga
verki á margan hátt eins og æfing
ungs rithöfundar, leikur að gam-
alkunnu viðfangsefni, færir hún
lesandanum heim sanninn um, að
Hrafn Gunnlaugsson kann ekki
síður að segja sögu en yrkja ljóð.
Hann er einn þeirra ungu rithöf-
unda, sem ástæða er til að fylgjast
með. Hann er dálitið óútreiknan-
legur, lætur ekki pota sér i neina
ákveðna skúffu, en hefur gaman
af að koma lesandanum á óvart.
— Söngvar
Framhald af bls. 13
félög hvort ekki væri kostur á að
láta þýða texta við úrval norr-
ænna söngva og gefa þá út, því
víst er að slík útgáfa yrði Isl.
söngvurum kærkomin og kynning
norrænna tónbókmennta þá ekki
aðeins tengd gestakomum. Af 18
söngvum er Margit Tuure-Laurila
söng þekkti undirritaður aðeins
fjóra söngva og undrast raunar
stórum hví fsl. söngvarar hafa
ekki lagt það á sig að æfa þessa
söngva og kynna þá hérlendis.
Söngvar eftir Sibelíus, Járnefelt
og Kuula hafa verið meðal við-
fangsefna ísl. karlakóra, en ein-
söngslög þeirra og Kilpinen hafa
lítið verið flutt af ísl. tónflytjend-
um. Ekki þarf um að kenna að
þau geri litlar kröfur til
flytjenda, öðru nær. Margit
Tuure-Laurila hefur mikla
og vel skólaða rödd, sem
er jöfn í lit eða blæ, hvort
sem hún syngur sterkt eða veikt,
hátt eða djúpt. Tuure-Laurila er
hlýleg og næm söngkona, sem
gaman væri að hlýðaoftará.
— Persónusaga
Framhald af bls. 13
annað tveggja; skemmtigildi eða
á liinn bóginn notagildi með hlið-
sjón af skólanámi. Jón R.
Hjálmarsson hefur með bókum
sfnum, þar með talinni þeirri, sem
hér er nefnd, leitast við að upp-
fylla siðar töldu þörfina, auk þess
sem hann hefur reynt að verða
við þeirri sígildu kröfu, sem ungt
fólk gerir á öllum tímum til les-
efnis: að það sé læsilegt. Viðhorf I
sagnfræði breytast, einnig skoð-
anir manna á þvi, hvernig rita
skuli sagnfræði. Ekki eru allir
sagnfræðingar rithöfundar að
eðlisfari. En sumir eru það. Og
þeirra er að skrifa.
Ég held, að margur unglingur
muni lesa þessa bók sér til fróð-
leiks og ánægju og þar með þok-
ast nær því að vita, hvernig lífinu
var lifað hér aldirnar í gegnum;
hvernig rekja má ýmis framfara-
spor til dugmikilla einstaklinga;
hvað annars vegar ber að þakka
þeím einum eða á hinn bóginn
þjóðinni, sem veitti þeim brautar-
gengi til að vinna þau verk, sem
sfðan halda nafni þeirra á lofti.
Erlendur Jónsson
RUCLVSinCRR
«0^22480
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRUAR 1974
45
g VBINGO
o
i
N
G
m
O
verður haldið í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi í
kvöld og hefst kl. 21:
Spilaðar verða 1 2 umferðir.
GLÆSILEGIR VINNINGAR
m.a. myndavélarog loftvogir.
Corona föt Barnabingó Enginn
frá Herrahúsinu kl. 3. aðgangseyrir.
íþróttafélagið Grótta.
GRÍSAVEIZLA
í SÚLNASAL HÓTEL SÖGU, í KVÖLD SUNNUD. 10.
febrúar 1 974:
Kl. 1 9.00 Borðhald sett og veizlan hefst: aligrís, kjúkling-
ar og fleira góðgæti á spænska vísu.
Söngur, glens og gaman.
Ferðakynning: Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri,
kynnir fjölbreyttar, ódýrar ÚTSÝNARFERÐIR
1974.
Ferðabingó: Vinningar 3 ÚTSÝNARFERÐIR til
Spánar, Ítalíu og Kaupmannahafnar.
Skemmtiatriði ????
Dans til k1. 01 .00.
Vinsamlega pantið tímanlega og missið ekki af ódýrustu
veizlu ársins: aðeins kr. 695.- fyrir mat, þjónusta og
skattar innífalið, að viðbættu helgargjaldi hússins. Borða-
pantanir hjá yfirþjóni í síma 20221 frá kl. 15.00 á
föstudag. Munið, að alltaf er fjör og fullt hús á ÚT-
SÝNARKVÖLDUM.
FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN
Hvöt,
félag Sjálfstæ6iskvenna,
heldur fund í Átthagasal Hótel Sögu,
mánudaginn 1 1. febrúar kl. 20.30.
Fundarefni: Fóstureyðingafrum-
varpið
Frummælendur: Guðrún Erlends-
dóttir, hæstaréttarlögmaður og
Jón Þ. Hallgrímsson, læknir.
Sjálfstæðiskonur fjölmennið og takið
með ykkur gesti.
Stjórnin.
Seltjarnarnes-
hreppur
óskar eftir að ráða nú þegar:
Gröfumann á traktorsgröfu, mann á loftpressu og traktor,
verkamenn.
Matur á staðnum, mikil vinna og góður aðbúnaður.
Upplýsingar veitir verkstjóri hreppsins Valdemar Jó-
hannsson í vinnusíma 21180 eða 37757 heima.
Hart móti hörÓu,
sagÓi kerlingin ...
I kvöld er eftirfarandi á dagskrá:
1. T Royal Music Orchestra — Johnson & Sigurjohnson flytja
frumsamið tónverk—
2. Gas station blues
3. The singing waffles.
4. Deivídridlúbávítíbólanrexkúbersveppurskreiðkarlapungsigþórpe
tersenkirkjustrætjakowskifriðrikkiddisódó II (lengsta orð í is-
lensku)
Enginn fær að koma inn, sem er fæddur siðar en 1958. Gjaldið er
kr. 100,00 og greiðist það innheimtumanninum. Takið með ykkur
gesti. Ætli myndin sé af Bimbó. Haldið upp á auglýsinguna.
IN N ANHÚSS-ARKITEKTU R
I frítíma yðar — bréflega.
Engrar sérstakrar menntunar er krafizt af þátttakendum.
— Skemmtilegt starf, eða aðeins til eigin persónulegra
nota. Námskeiðið fjallar m.a. um húsgögn og skipulag
þeirra, liti, lýsingu, list þar undir listiðnað, gamlan og
nýjan stíl, plötur, samröðun, nýtízku eldhús, gólflagn-
ingar, veggfóðrun, vefnað þar undir gólfteppi, áklæði og
gluggatjöld ásamt hagsýni o.fl. Sendið afklippinginn —
eða hringið (01) 131813 — og þér fáið allar upp-
lýsingar.
Námskeiðið er á dönsku og sænsku.
Ég óska án skuldbindinga að fá sendan bækling yðar um
innanhússarkitekturnámskeið.
Nafn: ..............................................
Staða: .............................................
Heimili: ...........................................
Akademisk Brevskole, Badstuestræde 13, DK
1209
Kobenhavn, K.
M.D. 10/2 '74.
Auglýsing
trá Upplýslnga- og framkvæmdastotnun
mlðbæjar Kópavogs
Bæjarráð Kópavogs hefur ákveðið að efna til hugmýnda-
samkeppni um nafn á nýja miðbæinn í Kópavogi. Þeir,
sem áhuga kynnu að hafa á þessu sendi tillögur til
stofnunarinnar Álfhólsvegi 5, fyrir marzlok 1 974.
Allar upplýsingar um gögn og skilmála verða látnar í té á
sama stað.
F.h. Upplýsinga- og framkvaemdastofnun
miðbæjarins í Kópavogi,
Forstöðumaður.