Morgunblaðið - 10.02.1974, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRUAR 1974
Trúboð meðal villimanna
Um Stanley Kubrick og Clockwork Orange
Austurbæjarbió er
um þessar mundir að hefja sýn-
ingar á nýjustu mynd Kubricks
til þessa, A Clockwork Orange
(Ný mynd eftir Kubrick verður
þó frumsýnd bráðlega erlendis,
en hún nefnist ,3arry
Lyndon", skylmingamynd með
Ryan O’Neal og Marisa Berin-
son í aðalhlutverkum.).
Kubrick mun vera þekktur hér
á landi fyrir myndir eins og
2001, Dr. Strangelove og Paths
of Glory.
Clockwork Orange er byggð á
samnefndri bók eftir Anthony
Burgess, sem gefin var út árið
1962. Kubrick sigtar efni bókar-
innar æði mikið, bæði að of-
beldi til og eins ýmsa punkta,
sem ef til vill hefðu varpað
skýrara ljósi á tilgang myndar-
innar. Hins vegar bætir hann
inn í heilu atriði, þar sem Alex
er skráður inn i fangelsið, og
lýsir því í nokkrum smáatrið-
um.
Efnínu er í stórum dráttum
skipt i þrjá megin kafla. í þeim
fyrsta kynnumst við Alex og
félögum hans og þeim ofbeldis-
verkum, sem þeir leika sér við
að vinna á kvöldin. Annar kafl-
inn segir frá Alex í fangelsi og
lækningatilrauninni, sem hann
gengst undir. (The Ludovico
Technique). Þriðji kaflinn
greinir síðan frá afdrifum Alex
eftir „lækninguna”. Þá gengur
hann í gegnum eins konar
hreinsunareld og verður fórn-
ardýr þeirra, sem hann hafði
áður misþyrmt. Undir lok
myndarinnar reynir Alex að
fremja sjálfsmorð, þar eð hann
getur ekki lengur fundið neinn
tilgang með lífinu. Þetta mis-
tekst þó og í lok myndarinnar
gefur sagan í skyn, að Alex hafi
nú læknazt af „lækningunni"
og sé þess nú albúinn að fara að
beita ofbeldi sínu á nýjan leik
— en vel að merkja, undir lög-
vernd kerfisins.
þegar hefðu sýnt af sér of-
beldishneigð".
Þegar talað er um ofbeldi i
myndum er venjulega átt við
líkamlegt ofbeldi en því má
skipta í tvo flokka, „saklaust"
ofbeldi og „grimmdarlegt",
ofbeldi. Með saklausu ofbeldi
er átt við þau manndráp og
misþyrmingar, sem gerast í
SIGURÐUR SVERRIR PALSSON
VALDIMAR JÖRGENSEN
SÆBJÖRN VALOIMARSSON
fjarska og var eina ofbeldið,
sem sýnt var í myndum hér
áður fyrr, bæði stríðsmyndum,
kúrekamyndum og' jafnvel
gamanmyndum. Grimmdarlegt
eða gróft ofbeldi eru hins vegar
sömu aðfarirnar sýndar í nær-
myndum, með miklu blóði og
þjáningum. En eins og Kubrick
segir í Clockwork Orange. þá er
ofbeldi, hvernig svo sem það er
sýnt eða framkvæmt,
grimmdarlegt og ekki sæmandi
siðmenntuðu fólki. Kubrick er
sama sinnis og Sam Peckinpah,
en þeir vilja benda áhorfendum
á, að ofbeldi er engín barnaleik-
ur, enginn mömmuleikur fyrir
sápuþvegnar hetjur til að láta
dást að sér fyrir, sem var orðin
ríkjandi stefna í kvikmyndum
Ýmsir hafa ráðizt harkalega á
Clockwo: k Orange, fyrir það of-
beldi, sem þar kemur fram, og
Kubrick jafnvel sakaður um að
vera að ýta undir ofbeldi áhorf-
enda og sleikja sig upp við töff-
arana i áhorfendahópnum.
Slíkar fullyrðingar eru út i blá-
inn. I fyrsta lagi er fyrrnefnt
atriði ekki hlgangur Kubricks,
enda væri slikt að líkja Kubrick
við þríðja flokks reyfarahöf-
und, sem vinnubrögð hans í
myndinni afsanna. Fyrir þá,
sem vilja gleypa allt hrátt, skal
látið ósagt um, hversu mikil
áhrif myndin hefur til eftir-
breytni, en til upplýsinga fyrir
þá, sem vilja gera þetta að skoð-
un sinni, er þetta að segja:
Fyrir réttum tveimur árum
skilaði nefnd sérfræðinga í
Ameríku álitsgerð um áhrif of-
beldis í kvikmyndum og í sjón-
varpi. Hafði nefndin þá starfað
i 2H ár við þessar rannsóknír og
í álitinu sagði, að ekkert benti
til þess, að ofbeldið, sem sýnt
væri, leiddi aðra til ofbeldis,
„nema þá aðeins börn, sem
um tíma. Eg tek hjartanlega
undir þá skoðun þeirra, að það
sé einmitt hið svokallaða sak-
lausa ofbeldi, sem hefur skað-
leg áhrif á áhorfendur, ef það
þá hefur nokkur.
En snúum okkur þá aftur að
megininntaki Clockwork
Orange.
Kubrick hefur löngum haldið
því fram í myndum sinum, að
maðurinn sé enn þá á frum-
skógastiginu, að villimaðurinn
búi i hverjum og einum. Þó að
manninum hafi tekizt að full-
komna tækni sína á verklegum
sviðum, bendir Kurbrick á, að
maðurinn hafi ekki þroskazt
andlega að sama skapi (sem er
að vísu ekki ný kenning). Dr.
Strangelove og 2001 vitna
báðar um þessa skoðun Kubr-
icks. i Clockwork Orange er
þeim fáránleika haldið misk-
unnarlaust á loft, að úr því
maðurinn ætli svo seint að
þroskast, sé um að gera að beita
nýuppfundinni tækni til að
breyta eðli hans.
En hverjir eru það í apasam-
félagi nútimans, sem þykjast
vera færir um að taka slíkar
ákvarðanir? Jú, forystumenn
þjóðfélagsins, ríkisstjórnin. En
á hvaða forsendum? Að visu
undir því yfirskini að bæta
þjóðfélagið en raunverulega til
þess að tryggja stjórninni nægi-
legt fylgi, svo hún lafi við völd.
Skilningur Kubricks á ofbeldi
er hérorðinn þríþættur; líkam-
legt ofbeldi skal lækna með
tæknilegu ofbeldi i þágu félags-
legs ofbeldis. Og nú er það
spurningin, hver beitir hvern
ofbeldi? Kubrick bendir með
þessu réttilega á, að nútima-
þjóðfélag er byggt á ofbeldi,
frumhvöt mannsins til að
drottna.
í öðru lagi bendir Kubrick
hér á þá hættulegu skammsýni
mannsins að halda, að hann
geti breytt sér með þeirri
tækni, sem hann hefur áunnið
sér. Slikt gæti aðeins leitt til
tortimingar. i Clockwork
Orange verður Alex að vesa-
lingi eftir lækninguna. Hann
hefur ekki lengur valfrelsi,
hann er orðinn að verkfæri í
höndum annarra, ófær um að
taka sjálfstæða ákvörðun. Hann
er orðinn að engu. Hugarfars-
breyting verður að eiga sér stað
innan frá í manninum sjálfum.
Kubrick hefur m.a. sagt, að
maðurinn sé slóttugt villidyr,
en það versta, sem honum sé
gert, sé að reyna að neyða eðli
hans til breytinga. „Sérhvertil-
raun til að skapa félagslegar
stofnanir, sem ekki virða innsta
eðli mannsins, hlýtur að vera
dæmd til að mistakast."
Clockwork Orange þýðir í
rauninni „vélræn mannvera",
sigurverk, án tilfinninga, VÉL-
MENNI. Við getum ímyndað
okkur hvað gerðist, ef pólitík-
usar fengju það vald, að gera
óæskilegar persónur að vél-
mennum.
Alex er að vísu hættulegur
■umhverfi sínu á mjög frum-
stæðan hátt, en hver er þá skoð-
un okkar á stjórnmálamann-
inum, sem telur sig hafa vald til
að breyta mannlegri náttúru?
Að mínu viti er hann öllu
hættulegri. Með því að sýna
okkur þann hrylling, sem Alex
veldur með ofbeldi sínu, neyðir
Kubrick okkur til að taka af-
stöðu með eða móti þeirri með-
ferð, sem Alex hlýtur i lækn-
ingaskyni. Með þvi að taka af-
stöðu leiðir Kubrick okkur
fyrir sjónir, að mannkynið er
statt í blindgötu. Ef við reynum
ekki að finna okkur nýja leið til
andlegs þroska, munum við tor-
tima sjálfum okkur með eigin
vélabrögðum. Með því að af-
neita Clockwork Orange, velj-
um við ofbeldið að leiðarljósi.
Kubrick notar gjarnan klass-
iska músík i myndum sínum á
mjög áhrifaríkan hátt. Hér eru
til dæmis mörg ofbeldisatrið-
anna sett á svið líkt og ballett i
takt við undurfagra tónlist.
Alex hefur aðeins áhuga á
tvennu, ofbeldi og Ludwig von
Beethoven. Kubrick notfærir
sér þennan eiginleika hjá Alex
til að benda okkur á hugsanlega
lausn til að bæta Alex. Eftilvill
hefði verið hægt að breyta hon-
um og þroska með tilstilli tón-
listar, en i meðferðinni (The
Ludovico Technique) tekst svo
illa til, að sú tilfinning, sem
drengurinn hafði áður fyrir Ni-
undu sinfóniu Beethovens, er
gjörsamlega drepin. Hann þolir
ekki að heyra hana lengur og
þegar hún er spiluð, leiðir það
til sjálfsmórðstilraunar hans.
Önnur notkun á tónlist er
skemmtileg Kubrick-hæðni. A
heimili rithöfundarins er
aldeilis frábær dyrábjalla, sem
klingir upphafstóna örlaga-
sinfóníunnar. Þar eð tónlistin í
Clockwork Orange er í algerri
andstöðu við ofbeldi myndar-
innar, má ef til vill ímynda sér,
að Kubrick vilji minna á, að
maðurinn hefur náð langt á
andlega sviðinu en að tæknileg
efnishyggja færi manninn nú
óðum fjær andlegum þroska.
Kvikmyndastíll Kubricks er í
einu orði sagt stórkostlegur, en
því miður er orðið lítið pláss til
að fjölyrða um hann. Aður
hefur verið bent á ballettstílinn
í ofbeldisatriðunum en einnig
er vert að benda á, hversu mjög
Kubrick lætur piltana í fyrsta
kafla myndarinnar líkjast öp-
um í öllurn tilburðum. A þetta
sérlega við um þrjú atriði.
Einnig er hægt að benda á sér-
stakt einkenni hjá Kubrick i
hljóðnotkun. Þar sem Kubrick
vill benda á forheimskun per-
sóna sinna alveg sérstaklega,
lætur hann atriðin gerast i rúm-
góðum salarkynnum, sem
endurkasta og afskræma raddir
persónanna. Einnig á Kubrick
til að ljá röddunum málm-
kenndan eða holan tóm við
aðrar aðstæður. Annað ein-
kenni, sem Kubrick er að verða
þekktur fyrir, er þungur, inni-
lokaður andardráttur. Þetta
notar hann t.d. i 2001, þegar
geimfarinn Bowman ræðst inn i
geimskipið undir lokin og tekur
rafeindaheilann HAL úr sam-
bandi. Sama gerir hann íClock-
work Orange,þegar Alex liggur
á spitalanum eftir sjálfsmorðs-
tilraunina og er að vakna til
lifsins. í báðum tilfellum er um
eins konar endurfæðingu að
ræða, þegar persónurnar losa
sig undan oki þeirrar tækni,
sem hefur þjakað þá.
Sig. Sverrir Pálsson.
Austurbælarblð Nýja Uð
icit Að vis.su leyti hitúrþessí
mynd i mark meðal íslenzkra
kvíkmyndahúsgesta. Hún er
sýnd á þeim tima. sem skíða-
iþróttir eru hvað rnest stund-
aðai' á tandinu. Aðalatrrði
myndarinnar er þegar
Olympíumeistarínn Killy
stormar á skiðum sínum níður
sknðjokul i Ölpunum. betta
atriði er væga.sl sagf stórkóst-
legt, — svo stórkostlegt, að
ekki er hægt að afsaka hvað
undanfari þess er léiegur. Það,
sem bjargar hvað mest siðari
hlutanum, er hressilegur per*
sónuleíkí V'ittorio de Sica, og
er hann sá eíni af hinum
inörgu letkurum, sem sýrnr
eirihverja tiIburði tij leiks. V.J.
Tðnablð
Ik-Hann heitir ertnþá Trinity
og bróðtr hans Bambino. og ef
þtð hafíð séð fyrri myndina, þá
er þossi nær því alveg eins.
V.J.
Hðskðlabfð
★ h«*tta er ein af þessum
„æst sj«> n n and i hryl lí ng s-
myndum". þar sem tnaður bfð-
ur og bíður efttr spennu, sem
aldrei var fyrir hendi, Leitt ef
Kna Tushirtgham fær ckki orð-
íð skárri hlutvcrk en þetta.
S.V.
ir Hvernig i ósköpunum dett-
ui- nokkrum framleiðanda f
hug að láta þrjá jafn gersam-
lega hæfileíkalausa leikara
eíns og þau Welch. Brown
og ReynoJds leiða saman hesta
siua.' (Myiidm er ekki
„kómcdia'" ) Enda er útkoman
hrelling, þegar athyglin bein-
tst að þremenmngunum. en
„actiorr’-airiðm eru injöfi góð,
S.V.
★ Það góða við samleik
þeirra Jim Brown, Raquet
Welch og Burt Re.vnolds er, að
líftl hætta er á, að citt þcirra
steli senunni. þar sem'öll eru
þau vægast sagt lítlir hógar
hvað Jeiklrst viðkemur, Mvnd-
in fjaliar um réttindabaráttu
mexíkunskra Indiána og hvern
rg svartur uppgjafahermaður
úr banda ríska riddáraJ iðinu
bjargar öllurn þeirra rnálum.
Þelta fer fram með ógurlegum
lálum; eldsvoðum og spreng-
ingum. þar sem búkar og
spýtnabrak þeytast í aliar átl-
ir. Sá svartt, sem gert hafðt sér
leíð þangað suður til að hand-
sama rnexíkanskan þorpara,
genr nu þann htnn sama að
fyrirliða Indíánanna og heldur
siðan heim á letð, V.J.
★ ★ Þokkaleg afþreying. en
nær þó aldrei fyllilega tókum á
manni, þvi að efnísþráðurinn
er of ósannfærandi. Lee Mar-
vin er sjálfum sér samkvæmur
að venju, kaldur og harðsoð-
inn. Hackmann er aftur á móti
citthvað miður sín. Hefði sjálf-
sagt frckar kosið hlutverk
Marvins. S.V.
★ ★★ Það. scm einkemnr
hvað helzt Primc Cut, eru sér-
staklega vönduð vinnubrögð
hváð varðar alla meginþætti.
Leikstjórinn Michael Ritchie
er litt þekktur hér á landi en
etns og áðtir hefur verið nefnt
hér í dálknuin. inun Austur-
bæjarbíó sýna aðra mynd
gerða af hontrm nú á árinu
(The Caudidate) llvað stil
M.R. snertír, eftir Pnmc Cu!
að dæma, væn einna helzt
hægt að likja honum við John
Boorman eljegar Peckinpah. í
Príme Cut er teflt satnan
tveiinur gamalkunnum þrjót-
utn, þeim Lee Marvin ogGene
Hackmantt, sem háðir hafa áð-
ur staðið sig vel t leík t of-
heldisful Itim hlutverkum.
Sviðið er setl í Kansas Ctty,
en þatigað er Marvtn komnm
tíl að rukka ínn skutd fyrír
Chtcagomafiuna. Og sem ætta
tná er ekki tekið á móti honum
með nemum vetthngatokum.
Lítið er um dauða ininkta og
sem flest gert til að halda
áhorfendum vakandi Sem
dæmt um atgangínn er liey-
kögglavél látin bryðja í sig
Lineoln af dýrustu gerð, eitt
gróðurhús brottð mélinu
smærra með risastórum flutn-
ingavagni og svo eru sveittir
bóndadurgar, veifandi bagla-
byssum um allar jarðtr, allt
saman skapvondir óþverrar
upp til hópa, Flestar senur eru
drifr -r blóði og viðbjóði og er
hægt að ætlast til meíra af
spennandí sakamálarnvnd.
Y.J.