Morgunblaðið - 20.03.1974, Side 16

Morgunblaðið - 20.03.1974, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1974 Pálmi Jónsson: Ráðast verður í stórvirkjun á Norðurlandi vestra PÁLMI Jónsson (S) hefur mæltf sameinuðu þingi fyrir tillögu til þingsályktunar, sem hann flytur ásamt Gunnari Gfslasyni (S), um stórvirkjun á Norðurlandi vestra. Tillagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela rfkis- stjórninni að láta hraða svo sem mögulegt er öllum nauðsynlegum undirbúningi, til þess að unnt sé að taka ákvörðun um stórvirkjun á vestanverðu Norðurlandi, er verði næsta stórvirkjun lands- manna og verði annaðhvort f Blöndu eða Jökulsá eystri og vestri f Skagafirði. Skal ailur undirbúningur, þar á meðal lokarannsóknir og hönnun, við það miðaður, að hefja megi virkjunarframkvæmdir eigi síðar en árið 1977. Þá skal og við það miða, að sem minnst spjöll verði á landi, og hafa um þau efni náið samráð við hlutaðeigandi sveitar- stjórnir og gróðurverndarnefnd- ir.“ Áður hefur verið gerð ítarleg grein fyrir tillögu þessari hér í Morgunblaðinu, en hér fer á eftir stuttur kafli úr framsöguræðu þingmannsins: Að undanförnu hafa farið fram miklar umræður um orkumál. Það á sér þær rætur fyrst og fremst, að þegar olíukreppan reið yfir heiminn á s.l. hausti, þá vökn- uðum við Islendingar eins og aðr- ar vestrænar þjóðir við vondan draum þar sem við höfum notað þennan orkugjafa í geysilega miklum mæli til þessa. Olían kostaði tvöfalt til þrefalt á við það, sem verið hafði áður. Enn er ekki séð fyrir endann á því, hvert verður verð olíunnar og raunar spádómar í þá átt næsta fánýtir, því að þar hefur gilt á undanförnum vikum og raunar mánuðum, að það, sem spáð er í dag, getur allt eins farið í bréfa- körfuna ámorgun. Nýlega hefur olía til húsahitun- ar hækkað upp í 11,50 kr. og er talið, að miðað við núverandi inn- kaup og samninga um olíuverð muni hún á næstunni hækka upp í 12,50 kr. Hvað síðar verður skal ekki hér getum að leitt,en það er í hinni mestu óvissu, eins og þeg- ar er að^vikið. í annan stað hefur orsökin til þeirra miklu umræðna um orku- mál, sem átt hafa sér stað á Al- þingi, verið að síðustu mánuðir síðasta árs voru óvenjulega kald- ir, sem orsakaði það, að orku- skortur gerði meira vart við sig heldur en gerst hefur á undan- förnum árum hér á landi. Þetta tvennt opnaði því augu okkar is- lendinga fyrir, að við höfum með óhæfilegum hætti vanrækt að nýta okkar eigin orkulirídir á und- anförnum árum og nú er ekki eins og skyldi unnið að þeim mál- um að undirbúa og koma í fram- kvæmd virkjunum, sem nægðu til þess að verða orkugjafar okkar islendinga á þessu sviði. Þessi orð eru fjarri því sögð til þess að vekja um þetta efni hér nokkrar deilur, heldur er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því, að við þurfum — það er okkur lífsspurs- mál — að vinna að þvf með svo miklum hraða, sem unnt er og veita til þess auknu fjármagni að undirbúa fleiri virkjanir og hag- nýta bæði raforku og jarðvarma fyrir d<kar eigin þjóð. Nú er það ljóst af þess- um orsökum, að eftirspurn eftir raforku vex stórkostlega á næstu árum og nú er meiri eftirspurn eftir raforku til húsahitunar held- ur en nokkru sinni fyrr, og er það ekki að undra miðað við hinar gífurlegu verðhækkair á olíu, sem ég hef þegar drepið á. Ef að því væri horfið að koma upp raforku- verum, sem gætu framleitt orku til þess að allir íslendingar, sem ekki eiga kost á jarðvarma, gætu hitað upp hús sín með rafhitun, þá er ljóst, að gera þarf stórkost- legt átak til þess að því megi verða hrundiði framkvæmd." Friðjón Þórðarson: Spoma verður við raf- línubilunum Á FUNDI f sameinuðu þingi fyrir nokkru mælti Friðjón Þórðarson fyrir þingsályktunartillögu, sem hann flytur ásamt Gunnari Gfsla- syni (S) um ráðstafanir til að sporna við raflínubilunum. Til- lagan er svohljóðandi: „Álþingi áiyktar að fela rfkis- stjórninni að láta kanna, með hvaða hætti unnt sé að draga úr eða koma f veg fyrir hinar alvar- legu bilanir, sem oft eiga sér stað á raflfnum víðs vegar um land í vetrarveðrum." Hér fer á eftir kafli úr ræðu þingmannsins: „Það er kunnara en frá þurfi að segja, að f hinum mikla óveðra- ham, sem gekk yfir landið f s.l. mánuði, urðu víða gífurlegar skemmdir á rafmagnslínum og stórtjón. Lfnur slitnuðu og staur- ar brotnuðu i hundruða tali. Samkv. upplýsingum Rafmagns- veitna ríkisins munu hafa brotn- að á landinu alls yfir 300 raf- magnsstaurar, þar af yfir 30 á sunnanverðu Snæfellsnesi. Af þessum sökum urðu mörg býli og byggðarlög rafmagnslaus með öllu um langan eða skamman tíma, önnur höfðu raforku af mjög skornum skammti. Af þessu er ljóst, að tjónið hefur orðið gífurlegt, bæði hið beina og óbeina tjón. Það má raunar segja, að við getum aldrei byggt svo sterklegar línur eða komið upp það sterklegum veitum, að þær standi af sér öll vetrarveður, en ; ljóst er, þegar svona stórfellt tjón á sér stað, að við verðum að hugsa málið og reyna að finna á því einhverja lausn, þannig að öryggi verði meira. Ég veit það og okkur flm. er það ljóst, að það er áreiðanlega hægara sagt en gert að búa svo um hnútana í þessum efnum, að fullt öryggi verði og að raflínur, sem lagðar eru um land- ið, standi af sér öll veður. En hitt er sjálfsagt, þó að málið sé erfitt viðfangs, að leita allra ráða og bragða í þessu skyni. Sú tillaga sem hér er flutt, stefnir að þvi að reyna að auka öryggi í þessum málum. Eins og ég sagði áðan, þá er vafalaust mjög erfitt og jafnvel ókleift að leggja fram svo sterkar línur, að þær standi af sér öll veður en að málinu verður þó að hyggja. Sums staðar mætti e.t.v. leysa þetta með lagningu jarðstrengja, þó að ég búist við, að fagmenn telji það óhugsandi vegna hins háa til- kostnaðar. A öðrum stöðum mætti styrkja línurnar, því að þær eru að sjálfsögðu misjafnlega sterkar og þá má reyna að hamla á móti þessu mikla vandamáli með þvf að hafa varastöðvar f lagi og það minnir okkur einnig á, hversu hinar minni virkjanir eru dýr- mætar. Það er mikils virði að hafa virkjun nálægt sér, þó að hún sé ekki ýkja stór. Þessu megum við ekki gleyma, þó að meginstefnan á síðari áratugum hafi verið að reisa stór orkuver. En vitanlega þarf að meta þetta allt og vega, þar sem fé er að jafnaði af skorn- um skammti til slíkra fram- kvæmda. Ég læt þessi fáu orð nægja til að fylgja þessari till. úr hlaði. Ég veit, að hér er um stórt og erfitt vandamál að ræða, en það er eigi að síður mikilvægt. Þess vegna töldum við flm. rétt og skylt að hefja máls á því, vekja á því sérstaka athygli og hvetja til þess, að allar tiltækar leiðir verði kannaðar til úrbóta, þar sem svo stórfelldir hagsmunir eru i húfi fyrir land og þjóð. Þéttbýlisland verði metið sem dreifbýlisland Halldór Blöndal: Seinagangur við Kröflu VIÐ 2. umræðu í efri deild um frumvarpið um jarðgufuvirkjun við Kröflu eða Námafjall tók Halldór Blöndal til máls og gagn- rýndi þann seinagang, sem fyrir- sjáanlegur væri á virkjunarfram- kvæmdum m.a. vegna þess, að ekki er tiltækur jarðbor í land- inu, sem nota má við boranir í Kröflu. Sagði þingmaðurinn, að vel ætti að vera mögulegt að hraða framkvæmdum þannig, að virkjunin kæmist f gagnið f árs- lok 1976, en eins og nú standa sakir, er ekki gert ráð fyrir því, að það geti orðið fyrr en 1978—1979. Það, sem nú tefði framkvæmd- ir, væri, að ekki hefðu verið gerð- ar ráðstafanir til að útvega jarð bor til borana í Kröflu. Bara væri til einn bor á landinu og væri sá upptekinn við boranir annars staðar allt næsta ár. Hér skorti allan vilja hjá orkumálaráðherra. Það eina, sem núverandi orku- málaráðherra vildi gera í orku- vandamálum Norðlendinga væri að leggja línu að sunnan. Hann vildi engar nýjar virkjanir og hefði ekki viljað alltfrá því hann komst í valdastólinn. Þá hefði hann afrekað að tengja saman orkuleysið á Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra með línu milli Skagafjarðar og Eyjafjarð- ar, sem ekkert rafmagn flytti. í óveðri fyrir skömmu hefðu nokkr- ir staurar þar brotnað, og væri fróðlegt að vita, hve mikili við- gerðarkostnaður yrði kominn á þessa lfnu, þegar hún loks færi að flytja eitthvert rafmagn. SL. föstudag var frumvarp til jarðalaga afgreitt við þriðju um- ræðu f efri deild Álþingis. Við þessa umræðu var einnig sam- þykkt breytingartillaga frá Ragn- ari Arnalds (AB) um, að við mat á landi nálægt skipulögðum þétt- býlissvæðum, bæri að miða við verð lands, sem liggur fjarri slík- um svæðum. Var þessi tillaga samþykkt að viðhöfðu nafnakalli með 12 atkvæðum stjórnarflokk- anna og Alþýðuflokksins gegn 7 atkvæðum sjálfstæðismanna. Björn Fr. Björnsson (F) sat hjá við atkvæðagreiðsluna. í frumvarpinu er, eins og áður hefur komið fram, gert ráð fyrir, að byggðaráð hafi hönd i bagga með öllum aðilaskiptum að landi, sem ekki mega fara fram, nema ráðið hafi um málið fjallað. 27. gr. frumvarpsins hljóðaði svo: Sé söluverð eignar öeðlilega hátt, miðað við líklegt raunverð að áliti byggðaráðs, getur for- kaupsréttarhafi krafist mats á eigninni, og gildir það þá sem söluverð. Um framkvæmd mats- ins fer eftir IX. kafla laga nr. 36/1961. Tillaga Ragnars var um, að við greinina bættist eftirfarandi: Við matið skal ekki taka tillit til verðhækkunar, sem stafar af því, að skipulagt þéttbýlissvæði, sbr. 4 gr. þessara laga, er að byggjast upp í næsta nágrenni og veldur óvenjulegri eftirspurn eftir landi, heldur ber að miða við verðmæti hliðstæðra eigna, þar sem þessar ástæður hafa ekki veruleg áhrif til verðhækkunar. Orlof skólafólks SL. mánudag var samþykkt sem lög frá Alþingi breyting á orlofs- lögum um að skólafólki sé heimilt að taka allt orlof sitt út utan orlofstímabils. Flutningsmaður framvarpsins var Pétur Sigurðs- son (S). Ný málsgrein bætist við 2. mgr. 4. gr. laganna, svohljóðandi: „Þrátt fyrir ákvæði 1. málsliðar 3. greinar laga þessara er skólafólki, sem stundar nám við viðurkennda skóla, þó heitnilt að taka allt orlof sitt utan orlofstímabilsins og fá orlof sitt greitt, er það óskar, á því orlofsári, er orlofsréttur myndast. MMnai Sýslumaður Kjósarsýslu verður bæjar- fógeti Sel- tjarnarness NEÐRI deild hefur nú afgreitt til efri deildar frumvarp til Iaga um kaupstaðaréttindi til handa Sel- tjarnarneshreppi. Eins og skýrt hafði verið frá hér í blaðinu lagði félagsmálanefnd deildarinnar fyrst til, að frumvarpið yrði sam- þykkt með þeim breytingum, að dómsmál kaupstaðarins ættuund- ir dómaraembættin hér í Reykja- vík. Síðar gaf nefndin svo út fram- haldsnefndarálit, þar sem sagði, að vegna erindis frá hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps, hefði nefnd- in rætt málið að nýju og orðið sammála um að leggja til, að sýslumaður Kjósarsýslu og bæjar- fógeti Hafnarfjarðar skuli jafn- framt verða bæjarfógeti Seltjarnarneskaupstaðar. Var frumvarpið afgreitt frá deildinni í þessu formi. Ný þingmál Aðstoð vegna landakaupa Frumvarp frá ríkisstjórn- inni um breytingu á lögum um aðstoð rfkisins við kaupstaði og kauptún vegna landakaupa. Er f frumvarpinu gert ráð fyrir, að iánakjör á lánum skv. lögunum breytist þannig, að lánstími verði alltað 15 árum í stað 25 ára áður og að ársvextir af lánunum verði ákveðnir 3% lægri en almennir útlánsvextir lánastofnana, en f lögunum eru vextirnir ákveðnir 5%. Greiðslur vegna Laxárdeilu Fyrirspurn frá Braga Sigur- jónssyni (A) til forsætisráð- herra: 1. Hefur gerðardómur gengið (sbr. sáttasamning 19/5 ’73) um skaðabótakröfur landeigenda við Laxá og Mý- vatn á hendur Laxárvirkjun, og hve háar greiðslur hafa þá verið úrskurðaðar? 2. Hversu mikið hefur ríkis- sjóður greitt vegna kostnaðar Landeigendafélags Laxár og Mývatns af Laxárdeilu? 3. Hversu miklu af þeirri upphæð nam málflutnings- þóknun Sigurðar Gizurarsonar hrl.? 4. Hvað hefur rfkissjóður greitt Laxárvirkjun vegna kostnaðar við Laxárdeilu, og hver var þóknun lögmanns fyrirtækisins? 5. Var álits Lögmannafélags Íslands leitað, áður en þóknun til hvors lögmannsins var ákveðin, og hvert var þá álit félagsins?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.