Morgunblaðið - 20.03.1974, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1974
19
Inngangsord
Undanfarið hefur staða Islands
í hervæddum heimi verið ofar-
lega á baugi. Hafa menn deilt um
það, hvort hér eigi að vera her eða
ekki og hvort Island eigi eða eigi
ekki að vera í hernaðarbandalagi.
I þessum umræðum hefur oft ver-
ið skirskotað til hernaðarlegs
gildis landsins, og ýmist staðhæft
að það sé hernaðarlega mikilvægt
og gildi þess fari vaxandi eða þá,
að friðarhorfur fari vaxandi og
hernaðargildi landsins minnk-
andi að sama skapi.
Minna hefur verið um það, að
ofangreind sjónarmið hafi verið
rökstudd á opinberum vettvangi.
Er það tilgangur þessarar greinar
að ræða nokkuð þá þætti, er hafa
áhrif á hernaðarlegt gildi lands-
ins. Þetta gildi er breytilegt og er
eftir hernaðartækni og valdajafn-
vægi hvers tíma. Er því ekki úr
vegi að rekja í stuttu máli þróun
hermála frá lokum seinni heims-
styrjaldarinnar og þá einkum
með tilliti til Evrópu.
Stutt yfirlit
yfir þróun her-
mála frá lokum
annarrar
heimsstyrjaldar
Fram til ársins 1949 voru
Bandaríkin ein um atómsprengj-
ur (þ.e. úraníum- og plútoníum-
sprengjur). Einnig var flugfloti
þeirra stærri og fullkomnari en
flugfloti Sovétríkjanna. Það ár
sprengdu Sovétríkin sína fyrstu
atómsprengju, og árið 1952 eign-
uðust bæði stórveldin vetnis-
sprengjur.
A meðan Bandaríkin höfðu yfir-
gnæfandi yfirburði yfir Sovétrík-
in í kjarnorkuvígbúnaði og flug-
tækni, gátu þau aftrað Sovétríkj-
unum frá hernaðaraðgerðum,
sem hefðu ógnað hagsmunum
Bandaríkjanna um of, þar eð
styrjöld milli stórveldanna á þess-
um tíma hefði fyrst og fremst þýtt
eyðileggingu Sovétríkjanna.
Hins vegar höfðu Sovétríkin
stærri herafla og betri aðstöðu í
Evrópu, þau hefðu því getað tekið
Vestur-Evrópu og Bandaríkin
ekki getað endurheimt hana án
þess að beita kjarnorkuvopnum
þar, og þar með eyðilagt Vestur-
Evrópu líka. Má segja, að á þessu
tímabili hafi jafnvægið byggzt á
því, að Sovétrlkin gátu ógnað
Vestur-Evrópu, en Bandaríkin
gátu aftur á móti ógnað íbúum
Sovétrlkjanna. Árið 1949 höfðu
Bandaríkin forgöngu um stofnun
NATO til þess að tryggja það enn
frekar, að Sovétrikin útvíkkuðu
ekki áhrifasvæði sitt til vesturs,
a.m.k. ekki með hernaðaraðgerð-
um. Þessu svöruðu Sovétrikin
með því að stofna Varsjárbanda-
lagið árið 1955.
Smátt og smátt jókst kjarnorku-
vigbúnaður stórveldanna, en
valdajafnvægið I Evrópu hélzt
óbreytt. A þessu tímabili voru
flugvélar, búnar kjarnorku-
sprengjum, máttarstoðin I víg-
búnaði bæði Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna (og einnig Bret-
lands og Frakklands, en vígbún-
aður þeirra var og er miklu létt-
vægari heldur en vigbúnaður
stórveldanna tveggja).
Fram til 1959 og jafnvel lengur
höfðu Sovétrikin þó tiltölulega
takmarkaða getu til árása á
Bandaríkin sjálf. Hins vegar
höfðu þau getu til þess að eyði-
leggja Vestur-Evrópu, og byggðist
öftrun (orðið „öftrun“ er hér not-
að I sama skilningi og enska orðið
„Deterrent") þeirra gagnvart
NATO á þessu.
öftrun NATO gagnvart Sovét-
ríkjunum á þessu tímabili byggð-
ist hins vegar á þeirri stefnu, að
sérhverri árás af hálfu þeirra síð-
arnefndu yrði mætt með algerri
kjarnorkuárás á Sovétríkin sjálf
(„massive retaliation" stefnan,
sem oft var kennd við Dulles). En
eftir því sem árásargeta Sovét-
ríkianna á Bandaríkin jókst, þ.e.
af þeim til þess að spanna Norður-
Atlantshaf. Liggur keðjan um Is-
land.
Eftir því sem eldflaugar hafá
orðið mikilvægari, og eftir því
sem fjarskipti hafa flutzt yfir á
gervihnetti, hefur hernaðarlegt
gildi tslands minnkað með tilliti
til þeirra þátta, sem taldir voru
hér á undan.
Hins vegar hefur tilkoma eld-
flaugakafbáta gert kafbátaleit og
aðstöðu til sjóhernaðar mikilvæg-
ari en nokkru sinni fyrr. tsland er
mjög ákjósanlegt í þessu tilliti og
hefur hernaðarlegt gildi landsins
því síður en svo minnkað.
Mynd 1 ... Duflabelti, sem mundi loka siglingaleiðum fyrir kafbátum á milli
N-Atlantshafsins og N-íshafsins.
geta þeirra til þess að svara í
sömu mynt, missti þessi stefna
gildi sitt meir og meir.
Vegna betri aðstöðu Varsjár-
bandalagsríkjanna til þess að
heyja venjulegan hernað (þ.e. án
kjarnorkuvopna) I Evrópu, gripu
NATO-ríkin til þess ráðs að hafa
tiltæk smærri kjarnorkuvopn
(tactical nuclear weapons), sem
breyta mátti á vígvellinum og
jafna þannig metin.
Upp úr 1957 fóru eldflaugar að
leysa flugvélar af hólmi sem aðal-
máttarstoðin i vígbúnaði stórveld-
anna, og gildi flugvéla til þess að
greiða fyrsta höggið í kjarnorku-
styrjöld fór rýrnandi. Arið 1959
má segja, að áhrifa eldflauga hafi
fyrst farið að gæta verulega, og á
miðjum síðasta áratug má segja,
að tortímingargeta Sovétrikjanna
og Bandarikjanna gagnvart hvort
öðru hafi verið orðin jöfn.
Fyrstu eldflaugarnar voru
knúnar fljótandi eldsneyti og
skotið af skotpöllum ofanjarðar.
Þær voru bæði viðbragðsseinar og
viðkvæmar fyrir árás. Þvi var til-
tölulega auðvelt að eyðileggja
þær með skyndiárás. Þær mynd-
uðu svokallaða „lina“ öftrun eða
vígbúnað.
Við þannig aðstæður er báðum
aðilum mikill hagur í að greiða
fyrsta höggið I vopnaviðskiptum
til þess að geta eyðilagt eldflauga-
kerfi andstæðingsins á jörðu niðri
og komið þannig í veg fyrir, að
hann geti beitt sínum eldflaug-
um. Að sama skapi er áhættusamt
að bíða þar til andstæðingurinn
gerir árás. Af þessum ástæðum
verður freistingin mikil til þess
að verða fyrri til að skjóta eld-
flaugunum, dragi ófriðarbliku á
loft. Því hefur „lin“ öftrun til-
hneigingu til þess að auka ófriðar-
líkur á spennutímum.
Næsta kynslóð eldflauga var
knúin föstu eldsneyti, og þvi voru
flaugarnar viðbragðsfljótari.
Ennfremur var flaugunum komið
fyrir í sterkum neðanjarðarhylkj-
um, sem þola eins megatonns
sprengingu í minna en eins kíló-
metra fjarlægð. Á meðan meðal-
skekkja í miðun þeirra eldflauga,
sem skotið er á milli heimsálfa
var kilómetri eða meir, jók slik
,,styrk“ öftrun á stöðugleika hern-
aðarjafnvægisins, þar eð hvorug-
ur aðilinn gat eyðilagt svo stóran
hluta af eldflaugakerfi hins í
skyndiárás, að tryggt væri að
hann biði ekki afhroð sjálfur í
gagnárás með þeim flaugum, er
honum tókst ekki að eyðileggja.
Smátt og smátt jókst nákvæmni
eldflauga, og flaugarnar fóru
jafnframt að geta borið stærri
(eðafleiri) sprengihleðslur. Sfór-
veldin gátu þá ekki lengur tryggt
öryggi eldflauga sinna með því að
hafa þær niðurgrafnar í sterkum
byrgjum. Þá var gripið til þess
ráðs að fela þær í undirdjúpunum
um borð í kafbátum. Þar eru þær,
enn sem komið er, tryggar gegn
eru orðnir sá vígbúnaður, sem
bæði stórveldin reiða sig á, að
aftri hinu frá árás.
Hvert hefur verið
gildi tslands
fyrir NATO?
A meðan flugvélar voru aðal-
uppistaðan í vígbúnaði austur- og
vesturveldanna hafði Keflavíkur-
flugvöllur hugsanlega gildi sem
flugvöllur fyrir árásarflugvélar
og örugglega gildi sem völlur fyr-
Hvert er nú-
verandi gildi
tslands fyrir
NATO?
Stærsta flotastöð Varsjárbanda-
lagsrikjanna (ef ekki sú stærsta i
heimi) er á Kolaskaganum í Rúss-
landi. Allir kafbátar, sem þaðan
sigla í Norður-Atlantshafs, verða
að sigla annaðhvort milli Islands
'og Grænlands eða Islands og Nor-
egs. Aðstaðan á Keflavíkurflug-
velli gerir NATO kleift að fylgjast
með kafbátaferðum fyrir austan
og vestan Island og hefta þá um-
ferð að meira eða minr.a leyti, ef
til hernaðarátaka kæmi. Þannig
væri til dæmishægtaðleggja langt
belti af sjálfvirkum kafbátadufl-
um milli suðurodda Grænlands og
Skotlands eins og sýnt er á mynd
1. Dufl þessi eru þannig gerð, að
skynji þau hljóð úr kafbát, sem
ekki gefur jafnframt frá sér
leynileg „vinveitt" hljóðmerki,
senda þau af stað tundurskeyti,
sem eltir uppi kafbátinn og
grandar honum. Duflin má stilla
þannig, að skip á yfirborðinu hafi
ekki áhrif á þau. Komi til þess, að
slík dufl verði notuð, segir það sig
sjálft, að aðstaðan hér á landi yrði
mikilvæg.
Ennfrejnur hefði kafbátastöð á
Islandi gildi fyrir NATO, ef ekki
væri þegar þannig stöð í Holy
Loch í Skotlandi.
Mynd 4 ... Aukning uinsvifa sovézka flotans á áratugnum 1960—1970 a) 1960 b) 1969
árás á meðan unnt er að leyna því,
hvar kafbátarnir eru.
Þetta tryggir, að hvorugt stór-
veldið getur grandað öllum árás-
arflaugum hins, og þannig getur
hvorugt þeirra hafið kjarnorku-
styrjöld án þess að biða afhroð
sjálft. Eins og sakir standa, er
líklegt, að a.m.k. 30% íbúa árásar-
aðilans yrði tortimt í gagnárás-
inni. Þessi vígstaða nefnist „vissa
um gagnkvæma eyðileggingu",
eða „mutual assured destruction"
á enskri tungu (skammstafað
MAD).
I þessu sambandi skal sérstak
lega á það bent, að kafbátar með
kjarnorkueldflaugar innanborðs
ir orrustuþotur til varnar gegn
árásarflugvélum. Enda var völlur-
inn hluti af hinu svokallaða ADC-
kerfi (Air Defense Command).
Þá voru radarstöðvarnar á Islandi
hluti af viðvörunarkerfinu fyrir
Norður-Ameríku, „Distant Early
Warning" eða DEW-línunni svo-
nefndu, en það kerfi varar við
sprengjuflugvélum. Ennremur
hafa NATO-ríkin notað hina svo-
kölluðu „Tropospheric Scatter”-
aðferð til fjarskipta milli
Evrópu og Norður-Ameríku,
vegna þess hve erfitt er að trufla
slík fjarskipti. Hins vegar eru
sendistöðvar til þessara nota
skammdrægar og þarf því keðju
Hvert væri gildi
Islands fyrir
Varsjárbandalagið?
Flest af þvi, sem hér hefur ver-
ið sagt um það gildi, sem island
hafði áður fyrir NATO, hefði
einnig gefið Iandinu gildi fyrir
Varsjárbandalagið, hefði Island
verið innan vébanda þess og her
frá Varsjárbandalaginu staðsett-
ur hér. Aðstaða hér hefði stytt
flugtima fyrir sprengjuflugvélar
til Norður-Ametriku, gefið fljót-
arið viðvörun um sams konar
flugvélar á leið frá Norður-
Ameríku til Austur-Evrópu og
Framhald á bls. 21
Hemaðarlegt
gildi íslands
r
eftir dr. Agúst Valfells kjarnorkufræðing