Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JULI 1974 Landsmóttð hefst með hökkuðu buffi og súpu... LANDSMÓT skáta að Ulfljðts- vatni verður sett kl. 14 I dag og sfðan er á dagskrá sérstakur kynningarleikur. Hið eiginlega mðtsstarf hefst þö fyrir hádegi, er fyrsta matarúthiutun fer fram. Þá fá matsveinar skátafé- laganna afhent efni f hádegis- verðinn, sem verður samkvæmt prentaðri dagskrá hakkað buff með lauk og sveppasúpa. I kvöld verður sameiginlegur varðeldur fyrir alla mötsgesti. Á morgun hefst ýmisleg keppni flokka, einstaklinga og dróttskáta (15 ára og eldri) og margt annað verður á dagskrá, svo sem gönguferðir, bílferðir um Suðurland, íþróttir, vinna að landgræðslu og uppbygg- ingarverkefnum undir samheit- inu LANDNÁM, kennsla í skátastörfum, kynning á sjó- skátun og radíóskátun og opnar verða sérstakar þrautabrautir fyrir einstaklinga og flokka. Um kvöldið verða svo varðeldar hjá hverju skátafélagi. — Þannig mætti halda áfram að telja upp dagskrárliði allrar vikunnar, en hér verður numið staðar. Lögð er áherzla á, að skátarnir séu sem duglegastir við að taka þátt í dagskrárlið- unum og er m.a. efnt til keppni fyrir einstaklinga og flokka í að leysa sem flest verkefni af hendi. I handbók fyrir þátttakendur er að finna margvíslegar upp- lýsingar um dagskráratriði, þjónustustofnanir o.fl. og verður hér drepið á nokkur atriði: Efnt verður til bílferða til Þingvalla, að Gullfossi og Geysi, f Þjórsárdal og til Sel- foss, Eyrarbakka og Hvera- gerðis. Gönguferðir verða til ýmissa staða í nágrenninu og fyrir eldri skátana verða sér- stakar ferðir á Hellisheiði og Heklu. Meðal þjónustustofnana má nefna banka, pósthús, sfmstöð, loftskeytastöð, veðurathug- unarstöð, sjúkraskýli, ferða- skrifstofu og verzlanir. Gefið verður út dagblað og opin sér- stök sögusýning um skátastarf á Islandi. Trúarathafnir fyrir mismunandi trúarhópa verða á sunnudagsmorgun. Efnt verður til víðavangs- leikja, íþróttakeppni og starfs- sýninga. Sjóskátar, hjálpar- sveitir, „radíóamatörar" og áhugamenn um flugmál efna til kynninga á störfum sínum og á markaðstorgi verður kennsla í skátastörfum, sýningar, skemmtiatriði o.fl. Þar geta skátarnir einnig skipzt á merkj- um og öðrum munum. I handbók þátttakenda er ávarp Páls Gíslasonar skáta- höfðingja og segir hann þar m.a.: „Þessi tæp fimmtíu ár, sem landsmótin brúa, mynda langt tfmabil f sögu fslenzkra skáta og ytri aðstæður hafa breytzt mikið, en þó er ennþá sama markmiðið að hittast, kynnast, fræðast og skemmta sér í góð- um félagsskap . . . Hér hafa verið unnin margvísleg störf áður en við flest komum til Sðlin brosti við skátunum, þegar þessi mynd var tekin fyrir nokkrum árum, en ekkí hafa skátarnir miklar áhyggjur af veðurhorfunum fyrir það landsmðt sem nú er að hefjast, þvf að I hand- bðk mótsins stendur: „Að sjálfsögðu verður hæfileg rigning á landsmðtinu, en hafið ekki áhyggjur, hún er innifalin f mðtsgjaldinu!" (Ljðsm. Boggí). þessa móts. Hér hafa skátar, eldri og yngri, lagt fram ótalin dagsverk við undirbúning og skipulagningu mótsstaðar og dagskrár. Þau hafa unnið þetta í sönnum skátaanda, því að þau fundu, að þarna var gott starf að vinna í þágu skátahreyfing- arinnar án þess að hugsa um, hvað þau hlytu sjálf f aðra hönd. Þau störfuðu eftir skáta- lögunum. Skátalögin eru lög þessa móts. Við skulum þvf starfa hér á landsmótinu í hinum sanna skátaanda með skátalögin að leiðarljósi. Þá mun okkur vel farnast og við eiga hér sameiginlega þá ánægjudaga, sem til var ætlazt og við minnumst með ánægju.“ Mikið útgáfustarf Sögufélagsins í ár Þessar tvær myndir eru frá sýningu Johans Piepgrass I Norræna húsinu. önnur fslcnzk hin japönsk. Á vegum Sögufélagsins eru nú komin út Saga 1973, tfmarit fé- lagsins, þrettánda bindi Alþingis- bðka Islands og rit Arnðrs Sigur- jðnssonar — Frá árdögum fs- lenzkrar þjððar. Mikil útgáfu- starfsemi er fyrirhuguð á næstu mánuðum á vegum Sögufélagsins og þá f tengslum við 11 alda af- mæli Islandsbyggðar. Saga 1973 hefur að geyma rit- gerðir, m.a. um Norðurreið Skag- firðinga 1849 eftir Ölaf Oddsson, um jarðamat og jarðeignir á Vest- fjörðum eftir Arnór Sigurjóns- son, um járnbrautina í Reykjavík frá 1913—'28 eftir Þorleif Þor- leifsson og um maðkaða mjölið 1756 eftir Jón Kristvin Margeirs- son. Þrettánda bindi Alþingisbóka Islands spannar áratuginn 1741—’50, en auk gerðabóka þingsins birtast þar ýmsar tilskip- anir og konungsbréf frá þessum tfma. Segir f formála að þessu bindi Alþingisbóka, að ástæðan fyrir því að þessi konungsboð voru valin til birtingar hafi verið sú, að þau varpi skýru ljósi á stefnu þessa tfma f trúmálum, heittrúarstefnuna (pietismann). Um rit Arnórs Sigurjónssonar — Frá árdögum íslenzkrar þjóðar — segir svo í bókarkápu: „Bók þessi fjallar um uppruna fslenzkr- ar þjóðar, gamalkunnugt efni, sem hér er tekið nokkuð öðrum tökum en venjulega. Fjölvís öldungur, áttræður höfundur hennar er þess fullviss, að hér varð ekki til í árdaga neitt forn- minjasafn norður-germanskra siða og samfélagshátta heldur nýtt þjóðfélag, sem stóð rótum f fornum minnum og menningu og nýrri reynslu . . .“ Að sögn Björns Þorsteinssonar sagnfræðings og forseta Sögufé- lagsins er ýmislegt á döfinni í útgáfumálum félagsins. Von bráð- ar kemur út Saga 1974 og einnig verða gefnir út í bók fyrirlestrar þeir og erindi, er flutt voru i vor á Reykjavíkurráðstefnunni. Með þessari útgáfu vill félagið minn- ast 11 alda afmælis landnáms á Islandi og er f fyrirlestrum þessum að finna margvfslegan fróðleik um sögu Reykjavíkur. Hefst bókin á erindi dr. Kristjáns Eldjárn um fornleifarannsóknir f Reykjavík og hvað vitað er um árið 874 og elztu byggðina í Reykjavfk. Þá er fjórtánda bindi Alþingis- bóka Islands nú f prentun og mun koma út öðru hvorum megin við áramótin. Einnig er verið að vinna að útgáfu ritgerðasafns Jóns Steffensens prófessors um mannfræðirannsóknir hans, þáttum um uppruna og afkomu tslendinga á liðnum öldum. Hins vegar er miðað við að bókin komi út 15. febrúar, en þá verður Jón sjötugur. Loks mun nú von á riti um Grænland á miðöldum, en það hefur verið lengi í undirbúningi. ólafur Halldórsson ritar formála að ritinu, en það hefur að geyma allar ritaðar heimildir um Græn- landsbyggðir, sem til eru hér f safni. Island og Japan r i Norræna húsinu Nýlega var opnuð f Norræna húsinu Ijósmyndasýning Danans Johan Henrik Piepgrass, sem hann nefnir „Kontrast og Kon- trast“, — eða „Gagnstæði og gagn- stæði“» Aður hefur hann gefið út bók um sýninguna, sem jafn- framt er nú sýningarskrá. Þar segir hann meðal annars: „Svo stóð á árið 1971, að ég kom bæði til Japans og Islands. Þessi frá- sögn f myndum er ekki niður- staða neinnar þaulhugsaðrar rannsóknar, ég ætla mér ein- göngu að reyna að miðla áhrifum, sem ég varð fyrir á þessum gjör- ólfku stöðum.“ Johan er nú staddur hér á landi og ætlar hann að fara um landið að sýningunni lokinni og taka þá enn meira af myndum af Islandi. Hann sagðist hafa hrifizt gifur- lega af tslandi, er hann kom hing- að fyrst og áhuginn hefði sfzt dvfnað. Sýning Johans er farandsýning og verður hún sett upp I bóka- söfnum, lýðháskólum og öðrum skólum og stofnunum f Dan- mörku. Til að koma upp sýn- ingunni á Islandi fékk hann styrk frá Dansk—Islandsk Fond og Statens Kunstfond. Aður hefur Johan haldið fyrirlestra I Nor- ræna húsinu um danska lýð- háskóla og Ijósmyndun. Hann starfar sem „free lance“ Ijósmyndari f Danmörku. Einkum tekur hann myndir fyrir söfn á sviði menningarsögu og hefur sett saman margar ljós- myndasýningar fyrir þessi söfn og aðrar stofnanir. Auk þess kennir hann ljósmyndun við Arósaháskóla og blaðamannaskól- ann f Árósum. Sýningin Kontrast og Kontrast verður opin daglega frá kl. 14 til 19 fram til sunnudagsins 28. þessa mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.