Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚLl 1974 Landsmenn munu nota hring- veginn til að kynnast landinu ótrauðir gert byggðinni til góða, eftir þvi sem föng eru á. Ræktun var lengi vel erfið vegna vatna og sanda, en fyrir 5—6 árum síðan byrjuðu héraðsbúar að rækta sandinn og hafa síðan 1962 fengið 700 ha af ræktuðum sandi. Með sandræktinni og annarri ræktun í héraðinu er talið, að ræktunar- landið hafi tvöfaldazt á 5—6 ára tfmabili. Það efast áreiðanlega enginn um, að A-Skaftfellingar eru framfaramenn og með vax- andi trú á möguleika landsins til þess að veita fjölgandi þjóð góð lffskjör. Samgöngurnar hafa verið erfiðar á tslandi. Islenzki hestur- inn var í meira en 1000 ár þarfasti þjónninn. Síðan vegirnir voru lagðir og árnar brúaðar, hafa vél- knúin farartæki leyst hestinn af hólmi, og þrátt fyrir vega- og brúargerðir munu íslendingar nota vegi loftsins allra þjóða mest. Þannig hafa fjarlægðir milli héraða og landshluta sem áður ollu einangrun, orðið litlar. Á árinu 1967 eru margar brýr byggðar, þar af 5 stórbrýr, tæpir 500 m að lengd, auk þess 8 brýr yfir 10 m langar, og 23 smábrýr. Lengd brúa, sem byggðar eru á þessu ári, er um 800 m. Brýr, sem gerðar hafa verið í A-Skaftafellssýslu sfðan 1952, eru 1.029 m að lengd, og kosta með núverandi verðlagi 65 millj. kr. Þegar A-Skaftfellingar og aðrir landsmenn, sem fylgjast með framkvæmdum hér í sýslunni, sjá hvað hér hefur áður verið fram- kvæmt, munu menn spyrja, hvað enn sé eftir til þess að komast landleiðina úr öræfum í samband við V-Skaftafellssýslu. Jökulsá á Breiðamerkursandi var talin óvinnandi. Nú þegar hún er brúuð, telja margir víst, að komið verði á vegasambandi úr V-Skafta- fellssýslu yfir Skeiðará og austur. Það er mikið ógert áður en slíkt samband kemst á.Vegalengd yfir Skeiðarársand er um 30 km. Þrjú stór vatnakerfi eru á sandinum, Núpsvötn og Súla vestast, Sand- gfgjukvísl nokkru austar og Skeiðará og Morsá austast. Vand- kvæðin við þessi vatnsföll stafa af því, að í þau koma geysileg jökul- hlaup. Mest eru hlaupin í Skeiðar- á, en þau koma úr Grímsvötnum. I Súlu koma einnig mjög stór hlaup úr Grænalóni, hið síðasta haustið 1965. I sambandi við hlaupið 1965 fóru fram fyrstu mælingar og undirbúningsathuganir á Skeiðarársandi. Miðað við að- stæður eins og þær voru í hlaup- inu 1965, telja verkfræðingar, að brúargerð á Skeiðarársandi sé tæknilega framkvæmanleg. Framhald á bls. 37 Brúin yfir Súlu og Núpsvötn. Lómagnúpur er f baksýn. Nýja brúin á Jökulsá á BreiðamerKursandi. sagði Ingólfur Jónsson við vígslu brúar yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi 1967 0 f dag verður hringvegurinn formlega opnaður. Aðdragandi hinnar miklu vega- og brúargerðar sunn- an jökla er orðinn langur. Á sfðasta áratug voru mörg vötn brúuð og á Alþingi 1971 flutti Jónas Pétursson frumvarp til laga um fjáröflun til þess að ljúka hringveginum með útgáfu happdrættisskuldabréfa. Alþingi samþykkti þetta frumvarp vorið 1971 og veitti þar með rfkisstjórninni heimild til þess að afla fjár til framkvæmdanna á þennan hátt. Ingólfur Jónsson, þáverandi samgönguráðherra, og Magnús Jónsson, þáverandi fjármálaráðherra, ákváðu þegar í stað að nota þessa heimild og sendu Seðlabankanum bréf þar að lútandi f apríl og maf 1971. En Seðlabankinn hefur annazt útgáfu happdrættisskuldabréfanna. 0 Árið 1967 var Jökulsá á Breiðamerkursandi brúuð, en allt fram til ársins 1960 var talið ógerlegt að brúa hana. Fram að þeim tfma gat þvf draumurinn um hringveg ekki rætzt. Á stjórnartfma viðreisnar- stjórnarinnar 1959 til 1971 voru fjölmörg stórfljót brúuð svo og margir minniháttar farartálmar f Skafta- fellssýslum. 0 Við vígslu brúarinnar yfir Jökulsá á Breiða- merkursandi 1967 flutti þáverandi samgönguráð- herra, Ingólfur Jónsson, ræðu. Þar greinir hann frá framkvæmdum við vega- og brúargerð f Skaftafells- sýslum í stjórnartíð sinni og undirbúningi að hring- veginum, sem í dag er formlega opnaður fyrir umferð. Ræða Ingólfs Jónssonar fer hér á eftir. Heiðruðu Skaftfellingar og aðrir áheyrendur. Vötnin hafa lengi verið farar- tálmi í mörgum héruðum lands- ins. Ekkert byggðarlag hef- ir verið jafn illa sett hvað þetta snertir, eins og Skafta- fellssýslur. Skaftfellingar hafa verið landsþekktir fyrir dugn- að og harðfengi í barátt- unni við hin straumþungu og erfiðu vötn. Góðir vatnamenn og vatnahestar eru orð, sem oft voru notuð áður fyrr, meðan vötnin voru óbrúuð. Það þurfti útsjónar- semi og þrek manns og hests, að brjótast áfram yfir vötnin. Tímarnir hafa breytzt, flestar ár hafa nú verið brúaðar og byggðarlög og landshlutar tengd saman. Um Suðurland, frá Lónsheiði til Borgarfjarðar, renna margar ár, straumþungar óg vatnsmiklar. Það var fögnuður þegar ölfusá var brúuð litlu fyrir aldamótin. En sú brú var hin fyrsta, sem gerð var hér sunnanlands, og ein af fyrstu brúm á landinu. Sfðan hefir verið sókn í þessum málum, Þjórsárbrúin kom litlu seinna, Sogsbrúin rétt eftir aldamótin og Rangárbrúin, ytri 1912. Eftir það komu brýr á ýmsar ár hér syðra og annars staðar á land- inu, þótt oft væru löng hlé á milli. A-Skaftfellingar fengu sína fyrstu stórbrú árið 1952. Þá var Jökulsá f Lóni brúuð. Er hún mikið mannvirki, og hefði kostað á núverandi verðlagi rúmlega 9 millj. kr. 1954 er Skaftafellsá brúuð. Er það lítil brú, en að henni varð eigi að síður mikil samgöngubót. 1958 er Hólmsá á Mýrum brúuð og var mikið gagn að henni, þótt hún teljist ekki til stórbrúa. 1961 eru Hoffellsá f Nesjum og Hornafjarðarfljót brúuð. Þar er um mikil mannvirki að ræða eins og kunnugt er, og fjölmenntu Skaftfellingar, líkt og þeir gera í dag, við vígslu brúar- innar á Hornafjarðarfljóti. Við það tækifæri var ánægju- legt að heimsækja A-Skaftfell- inga eins og ávallt fyrr og síðar. Gleði A-Skaftfellinga yfir þessu stærsta mannvirki, sem gert hafði verið í sýslunni, var einlæg og vonir þeirra um áframhaldandi brúargerðir í héraðinu höfðu frá henni þannig, að hún gæti örugglega staðið af sér jaka og strauma í mestu vatnavöxtum. Brúin er nú fullgerð, eins og sjá má. Traust steinsteypa og stál er hér samansett af verkfræðilegri tækni og þekkingu. Efast enginn um, að brúin sé það traust, að hún megi standa um langa framtíð. Skaftfellingar og aðrir, sem yfir ána þurfa að komast, þurfa ekki að tefjast lengur við þessa á, sem hefir verið, síðan landið byggðist, mikill farartálmi. Þessi brú hefir kostað rúmlega 20 millj. kr., og er mjög til hennar vandað að öllu leyti. Vegamálastjóra, verkfræð- ingum vegagerðarinnar, verk- stjóra við brúargerðina og verka- mönnum öllum, sem unnið hafa að brúargerðinni, vil ég hérmeð þakka ágæta vinnu og góða frammistöðu við þetta verk. Skaftfellingar og landsmenn allir fagna þessari brú, sem er einn þáttur í uppbyggingu og framfarabaráttu þjóðarinnar. Þessi brú, tengir saman hérað, sem hefir verið sundurskorið af stórfljótum, sem hafa gert sam- skipti manna erfið um aldaraðir. Brýrnar á vötnum landsins tengja þjóðina saman, gera samskipti manna auðveldari og lífsbarátt- una léttari. A-Skaftfellingar munu í dag, eins og við vígslu brúar á Horna- fjarðarfljóti, telja upp þær ár, sem enn eru óbrúaðar f sýslunni. En nú eru þær ekki margar og því síður stórar. Fellsá í Suðursveit og Hrútá í öræfum verða brúaðar á næsta ári. Áætlaður kostnaður þessara brúa beggja er 6 millj. kr. Þá eru eftir tvær ár, sem ég vil miklu heldur kalla læki, því þær eru litlar, það er Hólá og Stigá í Öræf- um. A-Skaftfellingar sjá því, að sú hugsjón, sem virtist fyrir fáum árum svo fjarri því að rætast, verður nú að veruleika. Það er eðlilegt, að A-Skaftfellingar fjöl- menni hér I dag til mann- fagnaðar. Það er ánægjulegt að hafa tækifæri til að samgleðjast því fólki, sem ætíð hefir barizt hinni góðu baráttu til þess að bæta landið og vinna bug, hverju sinni, á þeim erfiðleikum, sem að steðjuðu. Sú þjóð, sem byggir þetta land, hefir sigrað og séð hugsjónir ræt- ast, vegna þess, að hún hafði þrautseigju og úthald, sem dugði til að vinna bug á erfiðleikunum. Hér í A-Skaftafellssýslu hafa jöklarnir, vötnin og sandarnir verið ógnvaldur og gert búsetu f héraðinu að ýmsu leyti mjög erfiöa. En héraðsbúar hafa ávallt glæðzt við tilkomu þessa mann- virkis. Það voru margir, sem sögðu þennan dag; það er mikið ógert, það eru enn margar ár óbrúaðar hér í sýslunni. Og þeir töldu árnar upp; Fjallsá í öræf- Ingólf ur Jónsson um, en hún var brúuð 1962 og er sú brú mikið mannvirki; Steina- vötn í Suðursveit, sem gerðu mik- inn usla, en þar þurfti að gera fyrirhleðslu ásamt brúargerðinni. Því verki var lokið 1964, og vonir A-Skaftfellinga urðu enn bjartari um að hugsjónir mættu rætast um, að allar ár f héraðinu yrðu brúaðar innan lítils tíma. Jökulsá á Breiðamerkursandi var alltaf álitin erfiðust og af mörgum talin óvinnandi. Talið var, að brú á þessa á myndi kosta geysiháa upphæð, og að erfitt yrði að ganga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.