Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JULl 1974 ÖLDUNGAR KÁKASUS- Að áliðnum degi fyrir skömmu síðan var aldri maður að nafni Dzukur Kvichenya að höggva í eldinn á götunni fyrir framan hús sitt þegar skyndilega fór að rigna. Dzukur leit til lofts, yppti breið- um öxlunum og hélt áfram að sveifla öxinni. Hann vissi að rigningin myndi ekki standa langi, heimilið skorti eldivið. I nýju tígulsteinhúsi sínu í þorpinu Dulprish var hinn snar- eygði Madan Sakaneya önnum kafinn við að hreinsa tvær eftirlætis veiðibyssurnar sfnar. Hann undirbjó ferðalag — veiðiferð inn í fjöllin, þar sem hann ætlaði að dveljast í tvær vikur eða jafnvel lengur. Hann ætlaði auðvitað einn í þessa ferð. Dulprish er skemmtilegt þorp og þar var annar maður að störf- um. Targil Makhty hafði vaðið leðjuna upp að hnjám og fylgdist nákvæmlega með mönnunum, sem voru að reisa risastórt tjald í húsagarðínum hans. Verka- mennirnir hlýddu fyrirskipunum hans, án þess að malda í móinn. Verið var að undirbúa mikla brúðkaupsveizlu, þar sem Targil átti að vera í forsæti. Þegar vinnan stóð sem hæst kom snareygur og sterklegur lítill maður ríðandi á hálffældum svörtum hesti inn í garðinn. Hann stöðvaði hestinn frammi fyrir Makhty. Makhty spýtti og hristi höfuðið. Mahmed frændi hans var snarvitlaus. Þeir skiptust á nokkr- um orðum, en þá keyrði Mahmed hest sinn sporum og reið á braut, en sletti um leið forinni yfir mennina, sem voru að störfum. I þorpinu Chlou var eiginkona Tandel Dzhopua að hjálpa hinum hávaxna og fríða manni sínum að taka upp farangurinn, en hann var nýkominn heim úr ferð til Moskvu, þar sem hann hafði ásamt 13 félögum sínum komið fram í sjónvarpsþætti. Þeir sungu og dönsuðu í þættinum, sem var hluti af keppni, sem fólk frá öll- um hlutum Sovétríkjanna tók þátt í. Þættinum átti að sjónvarpa eftir svo sem eina viku. Þannig gekk lífið fyrir sig þessa einu viku í þorpunum Chlou, Dulrisph, Atara, Ochandara og Kutol, en þau liggja í fjöllunum norðan, sunnan og austan hafnar- borgarinnar Sukhumi við Svarta- hafið. Mennirnir gengu að störf- um sínum á ökrunum og sinntu búpeningnum á milli þess, sem þeir gerðu sér eitt og annað til skemmtunar. Konurnar sinntu heimilisstörfum. I Kutol var Khfaf Lazuria að sópa húsagarðinn eftir að hafa beitt þremur nautkálfum fjöl- skyldunnar og í Dulripsh var Rakhaima Butba að gefa fallegri hjörð svartra kalkúna í garðinum á bak við húsin þrjú, sem fjöl- skyldan býr f. I Atara var Kamachich Kvichenya klædd í sitt fegursta skart, með bezta sjalið sitt vafið um herðarnar, er hún kom inn í forstofuna hjá Dzukur nágranna sínum og hrópaði: „Ég heyri að þið hafið fengið gest frá Amerfku. Má ég sjá framan í hann, ég verð að tala við hann, hver veit nema hann geti fundið mér eiginmann í Ameríku." Það sem vakti áhuga þessa bandarfska gests á þessu fólki var sú staðreynd, að það var allt eldra en hundrað ára. Samkvæmt skýrslum opinberra embættis- manna f þorpum þeirra og samyrkjubúum var Dzukur 110 ára, gat þó verið 114, Madan var 100, kannski 104, Makhty var 112 og Mahmed bróðursonur hans 102, Tandel var 103. Konurnar: Khfaf 138, Rakhaima 106 og Kamachich á svipuðum aldri og Khfaf, 130 ára eða þar yfir. hverjum hinna tíræðu. Þá var skálað fyrir formanni samyrkju- búsins og loks fyrir yngri kynslóð- inni, mönnum á aldrinum frá tvítugu til fertugs, sem aðeins leyfðist að standa upp og segja „þökk fyrir“, en urðu síðan að setjast niður aftur. Þeir máttu ekki láta ljós sitt skína í hópi öldunganna. Veizlan stóð fram- undir miðnætti og kvenfólk fékk ekki að taka þátt í henni, nema síðustu klukkustundina eða svo. tala við hann, en sagan varð þó betri vegna fjarveru hans. Við lögðum upp frá Sukhumi snemma morguns og ferðin til Atara tók fjórar klukku- stundir. Fyrst ferðuðumst við eftir steinlögðum aðal- veginum, sfðan lá leiðin niður hol- óttan sveitarveg og loks klöngruð- umst við eftir fjallastfg unz við náðum til þorpsins. Eins og flest önnur þorp í Abkhaziu liggur At- ara á nokkuð stóru svæði, svo Vissulega voru þau ekki einu öldungarnir, tíræðir eða þar yfir, sem ég hitti að máli í ævintýra- ferðinni, sem ég fór til Kákasus- fjafla á vegum National Enquirer. í Ochandara hitti ég hjónin Makhty og Dzyrkuy Khagva, hann var að minnsta kosti 116 ára, en hún aðeins 102. Þau bjuggu uppi á fjallstindinum, í tveggja hæða húsi, sem minnti um margt á sætabrauðshúsin í ævintýrunum. Við hittum þau við störf sín, hana að matseld en hann við að hengja tóbaksblöð til þerris á vfrsnúrur í garðinum. Síðar um daginn lagði hann á hest sinn og fór með mér til þorpsklúbbsins og síðan til heimilis forstjóra samyrkjubús- ins, þar sem hann skálaði fyrír mér í veizlu. Enn skal geta Mikha Dzhopua, sem var að minnsta kosti 124 ára og bræðranna Sikva og Tush Shinkuba. Sikva var fremur smá- vaxinn og ákaflega elskulegur maður, en Tush hávaxinn, glæsi- Tandel Dzohpua og Tusk Sinkhuba, sem báðir eru yfir tfrætt dansa kákasfskan þjóðdans. legur og harla svipharður. Hann var aðeins 101 árs, en ríkasti sam- yrkjubóndinn. Tush hélt mikla veizlu mér til heiðurs í Chlou og bauð þangað 40 gestum. Þarvar settupplangborðundir vínviðartrjám, sem mynduðu hásætishimin. Borðið var hlaðið ýmiss konar heimatilbúnum krás- um: soðnu geitarkjöti, soðnum kjúklingum, kornmylsnu, sem gengur undir nafninu „mama- lyga“, hveitikökum fylltum osti, kornstönglum, geita- og kúaosti, auk vínberja. Veizlan hófst með tveggja manna dansi, sem þeir Tandel og Tush sýndu. Þeir dönsuðu af mikilli mýkt fyrir áhorfendurna sem slógu taktinn með lófaklappi. Þeir voru klæddir í fal- lega kósakkabúninga, auk „Cherkesska", sem hver einasti Kákasusbúa ber alla sfna ævi. Mikha og Sikva voru einnig mættir, svo fjórir veizlugesta voru eldri en hundrað ára. Þeir fjórmenningarnir sátu auðvitað við borðsendann og enginn snerti á veizluföngunum fyrr en Mikha, sem var elztur, gaf samþykki sitt og Tush lyfti fyrstu skáiinni. Hann hellti glas sitt fullt af berja- víni, sem kallast „chacha" og þar með var veizlan hafin. Skálað var fyrir Nixon forseta, Leonid Brezhnev og fyrir sér- Síðan kvöddust menn með kossi í garðinum, sem bifreiðaljósin lýstu upp er lagt var af stað heim. öldungarnir föðmuðu gestinn að sér og kysstu öxl hans til merkis um sérstaka velþóknun. Þeir voru allir vel á sig komnir, en hins vegar áttu yngri mennirnir sumir erfitt með að standa á fótunum. Svo komu timburmennirnir. Alls eyddi ég fimm viðburðarfk- um dögum í þessum skemmtilegu fjallabyggðum við Svartahafið. Ég heimsótti eitt þorp á dag. Ég hitti að máli um það bil 20 tíræða öldunga, en skrifaði hjá mér nöfn um það bil hundrað til viðbótar, sem allir bjuggu f minna en 200 kílómetra fjarlægð frá Sukhumi. Einn þeirra, Alexa Tsvijba, hafði látizt mánuði áður en ég kom og þar missti ég af góðri sögu. Hann var 125 ára, en hafði þrem árum fyrir dauða sinn kvænst 25 ára gamalli stúlku. Hún hafði nýlega fætt honum son, sem var annar erfingi hans. Hinn, sem hann hafði átt með fyrri konunni var 92 ára! I Atara missti ég af Selakh Butba, sem hafði farið f heimsókn til barnungrar systur sinnar dag- inn áður. Systirin bjó í þorpi 45 kílómetra frá Atara. Hún var 110 ára, en Butba sjálfur að minnsta kosti 128. Ég hafði hlakkað til að dreift, að maður gerir sér varla grein fyrir því að um þorp sé að ræða. Nokkur hundruð metra eru á milli hverra tveggja húsa og flest eru sem falin á bak við trjá- þyrpingar og þvf næstum því ósýnileg. Hvert hús hefur sinn garð og allir eru garðarnir um- luktir háum skíðgörðum. Stolt hverrar fjölskyldu var hið snúna garðshlið úr járni. Þau voru öll lokuð, en þó ekki læst með hengi- lásum. Þorpsbúar söfnuðust saman á torginu fyrir framan einnar hæð- ar byggingu þorps sovétsins. Þeir voru allir mjög vingjarnlegir. Fréttin um komu okkar hlýtur að hafa borizt eins og eldur í sinu, þar sem fólkið gat séð til okkar á veginum. Fleiri og fleiri bættust í hópinn til þess að heilsa upp á okkur. En hvar var Butba? Allir hristu höfuðið. Butba var að heiman. Maður með gráa húfu á höfði kom niður brekkuna. Hann hlýtur að hafa hlaupið, því hann var móður. „Ég er sonur Selakh Butba," sagði hann, „hann er ekki heima. Bara hann hefði vitað um komu ykkar,“ Við Kyucharyants litum vand- ræðalegir hvor á annan. Hvað um að fara til þorpsins, þar sem systir Butba bjó. Úr því að gamli maðurinn komst þangað hlytum við að gera það líka. Son- urinn hristi höfuðið: „Nei, þið komist ekki, það er enginn vegur, aðeins fjallastígur og hann hættu- legur.“ Þetta fannst okkur hálf- skrítin saga og sögðum, að úr því hægt væri að fara með gamlan mann þessa leið, hlytum við að komast hana lfka. Butba yngri hristi ákaft höfuðið og sagði síðan hálfmóðgaður: „Það fór enginn með föður minn þangað. Hann lagði á hest sinn og hélt af stað.“ Svo einfalt var það. „Bróðir minn fór með til þess að halda honum félagsskap." Við spurðum hvort ferðin tæki hálfan dag? Okkur fannst sem 130 ára gamall maður hefði gert okkur skömm til. Bróðirinn var níræður og mennirnir tveir myndu koma til baka ríðandi eftir tvo daga! Þegar hér var komið birtist for- maður þorpsráðsins. Hann hafði heyrt hluta af samtalinu og sagði: „Hafið engar áhyggjur. Ég skal fara með ykkur til annarra öld- una, við höfum nóg af þeim!“ Hann hafði lög að mæla. Ég hafði heldur slæma reynslu af því að reyna að komast f sam- band við þá 16 öldunga, sem sam- kvæmt manntalinu 1970, en á þvf byggjast allar upplýsingar um öldungana í Kákasus, höfðu flutt til Sukhumi og bjuggu þar með börnum sínum. Mér voru veittar upplýsingar um heimilisföng þeirra og nöfn á meðan ég var enn í Tifilis. Hug- mynd mín var að hitta þá fyrst þar sem ég hélt að ég gæti með þvf móti aflað mér mikilvægra upplýsinga, án þess að fara úr borginni. Ég hugðist heimsækja fjallaþorpin á eftir, ef til vill gæti ég með þessu móti sparað bæði tíma og fyrirhöfn. Þetta olli mér miklum von- brigðum. Þegar ég barði að dyr- um kom einhver af heimilisfólk- inu til dyra og svarið við spurn- ingu minni var yfirleitt andvarp og síðan aðeins eitt orð: „oomer". „Dáinn!“ Ég hafði komið of seint. Áfram héldum við, en að- eins til þess að heyra hið sama á ný. Ég hugði að öllum þeim sem mér hefði verið sagt frá, en allir 16 voru látnir. Enginn hafði kom- ist yfir hið hættulega 105 aldurs- ár. Annan daginn, sem ég dvaldist í Sukhumi hitti ég af tilviljun þekktan ellisjúkdómasérfræðing, sem þar var búsettur, dr. Nikolai Sichinava, föður dr. Ninu Sichin- ava, sem ég hafði hitt í Tifilis. Eg sagði honum frá reynslu minni. Hann yppti öxlum og sagði: „Við hverju bjóstu? Þeir lifa og þrífast aðeins uppi í fjöllunum. Þar eiga þeir heima. Þeir voru þrábeðnir um að koma til barna sinna hér f borginni og það gjörbreytti lifn- aðarháttum þeirra. Ef þeir eru fluttir úr sínu eigin umhverfi deyja þeir eins og flugur." Með þessum orsökum varð ég að ferðast inn til fjallanna, sem að vísu var vel þess virði. Við Kyuch- aryants komum okkur fyrir á eina hótelinu í Sukhumi, sem tekur á móti útlendingum. Það heitir Abkhazia. A hverjum morgni beið bifreið okkar við hótelið með Kostya Gorchelia sofandi í aftur- sætinu. Kostya er skáld og sagn- fræðingur um fimmtugt og sífellt banhungraður. Hann starfaði sem FJALLA LANGLÍFI 4. HLUTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.